Morgunblaðið - 09.02.2001, Síða 18
LANDIÐ
18 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Vaðbrekku, Norður-Héraði -
Þorrablót Jökuldæla og Hlíðar-
manna var haldið nýlega í Brúar-
ási.
Blótið var með hefðbundnu
sniði, þar sem brugðið var spé-
spegli yfir atburði liðins árs. Þar
bar hæst hremmingar sem sveit-
ungar lentu í varðandi meintar
óleyfilegar hreindýraveiðar og
einnig var nokkuð fjallað um fjöl-
hæfan dýralækni sem getur bæði
læknað skepnur og menn.
Skemmtiatriðin voru borin uppi
af annál ársins fluttum af Páli
Pálssyni frá Aðalbóli, inní hann
var fléttað styttri atriðum sungn-
um og leiknum.
Alls tók skemmtidagskráin um
tvo klukkutíma undir borðum, á
eftir lék hljómsveitin XD3 fyrir
dansi fram á nótt.
Myndavél stolið
Blótið fór hið besta fram utan að
þar var stolið myndavél, er það
nokkurt áhyggjuefni vegna þess að
hingað til hafa þorrablótsgestir á
Norður-Héraði getað verið nokkuð
vissir um að þurfa ekki að hafa
áhyggjur af sínu hafurtaski þó
þeir líti af því stundarsakir. Er
það mál manna að því miður virð-
ist „stórborgamenningin“ vera að
færast útum sveitir.
Grunsemdir vöknuðu um að
ákveðnir menn væru viðriðnir
þennan þjófnað. Þegar gengið var
á þjófana daginn eftir skiluðu þeir
myndavélinni eftir nokkra eftir-
gangsmuni.
Það verður þó að virða þjóf-
unum til málsbóta að þetta virðast
vera smekkmenn, vegna þess að
þeir stálu filmunni úr myndavél-
inni, hefur líklega langað til þess
að eiga góðar myndir frá blótinu.
Þorra-
blót í
Brúarási
Mogunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Þorrablótið í Jökuldal var að
þessu sinni haldið undir sér-
stakri lögregluvernd.
Þórshöfn - Þorrablótið á Þórshöfn
var mjög fjölmenn samkoma en
gott veður og færð á vegum hafði
þar mikið að segja því að jafnan er
mikið um aðkomufólk og gesti á
blóti. Skemmtidagskráin vakti
lukku en þorrablótsnefndin sá nær
eingöngu um hana. Sú nefnd hefur
fundað stíft síðan í nóvember svo
heimilislíf nefndarfólks raskaðist
allverulega þennan tíma og reyndi
mjög á þolrif aðstandenda enda er
fundafjöldi þessarar nefndar kom-
inn í sögulegt hámark. Svo sem
venja er á þorrablóti er skemmti-
nefndinni ekkert heilagt, menn og
málefni eru sett í nýjan búning og
leikin á sviði, oftast við mikinn
fögnuð áheyrenda enda var leik-
gleði nefndarmanna mikil. Margt
var til skemmtunar og þar kom í
ljós að ýmsir bjuggu yfir hæfi-
leikum sem öllum hafði yfirsést í
daglegu lífi.
Félagarnir frá Raufarhöfn,
hljómsveitin Kokkteill, héldu fjör-
inu gangandi fram á rauða morgun,
að undanskildu hléi sem dansfólki
þótti heldur langt og er það til
marks um vinsældir Kokkteils.
Fjörugt þorrablót
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Símtal hjóna þar sem frúin er orðin langeyg eftir eiginmanninum sem
bíður í Kína eftir skipi sínu sem er í smíðum og konan heldur helst að
nýtt Titanic sé í smíðum. Hann nýtur góðrar þjónustu tveggja kvenna en
hún bíður staurblönk heima á Fróni – ætlar þó að stelast á þorrablótið.
Hnappavöllum - Tvíburar voru
skírðir í Hofskirkju í Öræfum 4.
febrúar sl. í messu hjá sóknar-
prestinum sr. Einari Jónssyni á
Kálfafellsstað. Það eru hjónin Ár-
mann Guðmundsson og Hólmfríð-
ur Guðlaugsdóttir í Svínafelli í
Öræfum sem eignuðust börnin
snemma í desember. Voru þau
skírð Aðalheiður og Víðir. Nokkurt
fjölmenni var við athöfnina í góðu
veðri enda ekki mjög algengt að
tvíburar séu skírðir í fámennum
sveitum nú til dags.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Tvíburaskírn í
Hofskirkju
Sauðárkróki - Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra kom í byrjun
vikunnar í heimsókn til Sauðár-
króks. Í stuttu spjalli benti ráð-
herrann á að með gildistöku nýrra
laga um kjördæmisskipan væri
ljóst að hans umbjóðendur til þings
væru ekki aðeins á Vesturlandi
heldur á öllu norðvestursvæðinu og
því þyrfti hann nú ekki síður að
koma hingað og hitta fólk, ekki að-
eins sveitarstjórnarmenn heldur
ætlaði hann einnig að fara á vinnu-
staði og hitta starfsmennina þar og
ræða málin.
Ráðherrann sagði að hér væri
vissulega mikil þörf á að skoða
hverju nýr Þverárfjallsvegur myndi
breyta og hugsanlega hvort þörf
væri á að herða á þeirri fram-
kvæmd og hvernig sá vegur myndi
hafa áhrif á byggðirnar beggja
vegna Skagans. Þá sagði hann að
menn yrðu að gera sér grein fyrir
því hvort og þá hvernig jarðgöng
frá Siglufirði myndu hafa áhrif á
byggð í Skagafirði og sérstaklega í
Fljótum.
Þjónustuver í hvern landshluta
Sturla Böðvarsson sagði það mik-
ilsvert að Skagafjörður héldi sínum
hlut og það yrði best tryggt með
góðum samgöngum innan svæðis-
ins. Ekki væri nægilegt að gera
leiðina suður sífellt greiðfærari
heldur yrði að skapa jafnvægi bæði
með öruggara og betra umferðar-
og samgönguneti á svæðinu sjálfu
og einnig til Akureyrar sem þannig
myndi styrkja aðalþjónustusvæðin
á Norðurlandi. Þá sagðist ráð-
herrann vilja stuðla að því að koma
upp í helstu byggðarkjörnum hvers
landshluta því sem kallað hefur
verið þjónustuver en þar gætu allir
þættir samgangna verið á einum
stað. Þannig mætti gera þjónustu
skilvirkari, styrkja einingarnar um
leið og rekstrarkostnaður yrði
lækkaður og þjónustan bætt. Sagði
hann að í ráðuneytinu væri um
þessar mundir verið að vinna að
þessum málum og skoða hvern veg
þeim yrði best fyrir komið.
Frá flugstöðinni á Alexand-
ersflugvelli hélt ráðherrann í heim-
sókn á Heilbrigðisstofnunina á
staðnum, Byggðastofnun og fleiri
vinnustaði á Sauðárkróki.
Samgönguráðherra í heimsókn á Sauðárkróki
Vill styrkja samgöngu-
kerfið innan svæðisins
!" " ! # $%
&' (! !
) ! *