Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 19 Selfossi - Íbúum sveitarfélagsins Ár- borgar fjölgaði um 180 manns á síð- asta ári og voru samtals 5.856 hinn 1. desember síðastliðinn og nam fjölg- unin 3,17%. Á Selfossi búa 4.640, á Eyrarbakka 550, Stokkseyri 462 og í dreifbýli sveitarfélagsins 204. Af ein- stökum stöðum fjölgaði mest á Sel- fossi, um 170 manns. Að sögn Karls Björnssonar bæjarstjóra hefur fjölg- unin áhrif á rekstur og stofnfram- kvæmdir í sveitarfélaginu þar sem hraða þarf framkvæmdum við gatna- gerð og fráveitur, ásamt því að þjón- ustuþörfin við íbúana vex, svo sem varðandi leikskóla og grunnskóla. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyr- ir árið 2001 var afgreidd með 97,5 milljóna króna lántöku. Í greinargerð með fjárhagsáætluninni kemur fram að tekjuafgangur til ráðstöfunar er 79 milljónir. Gjaldfærð og eignfærð fjárfesting nemur aftur á móti 249 milljónum sem er 126 milljónum meira en í fyrra. Mikið um fyrirspurnir „Það er skuldaaukning hjá sveit- arfélaginu en við lítum á hana sem tímabundna meðan verið er að ná upp þjónustustiginu. Manni finnst stutt síðan ekki voru neinir biðlistar við leikskólana hjá okkur. Við reynum að fylgja fjölguninni eftir með byggingu leikskóla en það er erfitt að halda í við fjölgunina á öllum sviðum, einkum þeim sem krefjast aukinna bygginga. Á félagsþjónustusviðinu höldum við vel í við fjölgunina en sú þjónusta er þess eðlis að þurfa ekki stöðugt meiri húsakost þótt aukning verði,“ sagði Karl Björnsson, bæjarstjóri Árborg- ar. Hann sagði fjölgunina vekja at- hygli og kvaðst verða var við aukinn áhuga fólks á sveitarfélaginu. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um lóðir í miðbænum og víðar í sveitarfélag- inu. Áhugi virðist mestur á Selfossi en það koma líka fyrirspurnir um önnur svæði í sveitarfélaginu eins og Stokkseyri og Eyrarbakka.“ Einkaaðilar velkomnir „Það er mikil uppbygging hér á vegum einkaaðila, í húsbyggingum, uppbyggingu nýs hverfis við Eyra- veg og síðan í sambandi við Hótel Sel- foss og menningarmiðstöð í tengslum við það með kvikmyndasölum og leik- hús- og tónleikasal. Samstarf okkar við einkaaðila er mikið og að mínu mati gott. Við höfum átt farsælt sam- starf við einkaaðila um uppbyggingu og bjóðum þá velkomna til nýrra verkefna í sveitarfélaginu. Þetta svæði hér tengist æ meira höfuðborg- arsvæðinu, fólk býr hér og vinnur í Reykjavík og öfugt. Við höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi hér í Árborg að búa við velgengni. Það er gaman að starfa fyrir sveitarfélag sem er í svona uppbyggingu, hér ríkir bjart- sýni og sóknarhugur,“ sagði Karl Björnsson, bæjarstjóri Árborgar. Íbúum fjölgar í Árborg Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Karl Björnsson, bæjarstjóri Árborgar. Þjónustuþörf kallar á lántökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.