Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI
20 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EIMSKIP hf., Flugleiðir hf. og
TölvuMyndir hf. gerðu í gær samn-
ing við upplýsingatæknifyrirtækið
Skyggni hf. um heildarábyrgð á
rekstri upplýsingakerfa fyrirtækj-
anna. Þessi þjónustusamningur er
sá stærsti sinnar tegundar hér-
lendis til þessa og er verðmæti
samningsins um 1,5 milljarðar
króna.
Skyggnir hf. var formlega stofn-
að í desember síðastliðnum og hóf
fyrirtækið starfsemi í byrjun árs
2001. Stofnendur og eigendur þess
eru Eimskip, Flugleiðir og Tölvu-
Myndir. Starfsemi tölvurekstrar-
deilda Eimskips og Flugleiða var
sameinuð í Skyggni hf. og inn í nýja
fyrirtækið rann einnig dótturfélag
TölvuMynda.
Þjónusta Skyggnis nær til vélbún-
aðar, hugbúnaðar og hvers kyns
samskiptalausna innan og utan fyr-
irtækja, og þjónar fyrirtækið nú
nær 2.500 útstöðvum hjá um 50 fyr-
irtækjum í 17 löndum. Starfsmenn
Skyggnis eru rúmlega 50 talsins og
störfuðu flestir þeirra áður hjá Eim-
skipi, Flugleiðum og TölvuMyndum.
Áætluð velta Skyggnis árið 2001
er um 600 milljónir króna og í til-
kynningu frá fyrirtækinu kemur
fram að gert er ráð fyrir aukinni
veltu á næstu misserum.
Framtíðaraðsetur Skyggnis verð-
ur í Holtasmára 1 í Kópavogi og er
stefnt að flutningi starfseminnar
þangað nú í vor.
Morgunblaðið/Ásdís
Svavar G. Svavarsson, framkvæmdastjóri Skyggnis, Ingimundur Sigur-
pálsson, forstjóri Eimskips, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og
Friðrik Sigurðsson, forstjóri TölvuMynda, undirrituðu samninginn um
heildarábyrgð á rekstri upplýsingakerfa fyrirtækjanna.
Þjónustusamningar að verð-
mæti 1,5 milljarðar króna
REKSTRARHAGNAÐUR Slátur-
félags Suðurlands svf. á árinu 2000
var 91 milljón króna en hagnaðurinn á
árinu áður var 123 milljónir króna.
Lakari afkoma milli ára skýrist fyrst
og fremst af hækkun fjármagns-
gjalda vegna gengisbreytinga er-
lendra lána, að því er fram kemur í til-
kynningu frá Sláturfélaginu.
Hagnaður hefur verið á rekstri
félagsins samfellt í 7 ár og gert er ráð
fyrir svipaðri afkomu á árinu 2001 og
var árið áður. Gengi bréfa félagsins
hækkaði umtalsvert á Verðbréfaþingi
í gær í kjölfar þess að félagið birti árs-
uppgjör, eða um 17,6%.
Rekstrartekjur Sláturfélags Suð-
urlands og dótturfélags voru 3.098
milljónir króna á árinu 2000, en 2.879
milljónir á árinu 1999. Velta samstæð-
unnar jókst um 7,6% frá fyrra ári.
Rekstrargjöld án afskrifta námu
2.794 milljónum króna en 2.609 mkr.
árið áður, sem er 7,1% aukning milli
ára. Afskriftir rekstrarfjármuna voru
136 milljónir króna, en 124 milljónir
árið 1999. Rekstrarhagnaður án fjár-
munatekna og fjármagnsgjalda var
167 milljónir króna, en var 145 millj-
ónir króna árið áður. Fjármagnsgjöld
umfram fjármunatekjur voru 68
milljónir króna en á árinu á undan 15
milljónir og hækkuðu um 53 milljónir
króna, aðallega vegna gengisbreyt-
inga erlendra lána og hærri vaxta.
Hagnaður af reglulegri starfsemi var
99 milljónir króna, en nam 130 millj-
ónum króna árið áður. Veltufé frá
rekstri var á árinu 270 milljónir króna
en 243 milljónir árið áður, sem er 11%
aukning milli ára. Í árslok 2000 voru
heildareignir Sláturfélags Suður-
lands og dótturfélags 2.521 milljón
króna og höfðu aukist um 12% frá
fyrra ári. Skammtímaskuldir voru
473 milljónir króna, langtímaskuldir
voru 868 milljónir og eigið fé 1.180
milljónir króna. Eiginfjárhlutfall í lok
ársins 2000 var 47% en var 48% á
sama tíma árið áður. Veltufjárhlutfall
var 2 í árslok 2000 en var 1,9 í árslok
1999. Arðsemi eiginfjár var 8% en
12% árið áður. Á árinu festi Slátur-
félagið kaup á húsnæði undir nýja
kjötvinnslu í Videbæk í Danmörku
ásamt stórri lóð sem nýtt verður til
frekari uppbyggingar. Framleiðsla
verður hafin á íslensku lambakjöti í
neytendapakkningum í apríl næst-
komandi, en undirbúningur stendur
nú yfir að opnun verksmiðjunnar. Til
að bæta þjónustu við neytendur var á
árinu opnaður vefurinn uppskriftir.is
sem er ætlað það hlutverk að vera
stærsti og öflugasti uppskriftavefur
landsins. Í tilkynningu félagsins segir
að viðtökur hafi verið ákaflega góðar
og markmið félagsins sé að þróa
áfram á næstu árum heimasíðu
félagsins og samskipti við vefnotend-
ur með það að leiðarljósi að þeir geti
afgreitt sem flest sín mál gagnvart
félaginu með þeim miðli.
Aðalfundur Sláturfélags Suður-
lands verður haldinn á Hótel Selfossi
föstudaginn 30. mars næstkomandi
og þar mun stjórn félagsins leggja til
að greiddur verði 10% arður af nafn-
verði hluta í B-deild stofnsjóðs og
reiknaðir verði 8% vextir á höfuðstól
inneigna í A-deild stofnsjóðs. Viðmið-
unardagur arðsúthlutunar er aðal-
fundardagur. Arður verður greiddur
út eigi síðar en 30. apríl.
Hagnaður Sláturfélags-
ins 91 milljón króna
=
= !
%
!
% %
5
C"
63
"! C
!
!
D /
0
---
$-
1 !-
1 !-
5&2423
5&3:85
751:
7191
595
76:5
7:8
%(7%
).7
7&:435
7&74:2
).7
5154
12@
75@
663
& '(
& )(
* +(
), *(
)&- '(
./, -(
.)- )(
./' 0(
)/ /(
* '(
), '(
)/ /(
)) -(
- *(
1
2
2 2
2 2
2
1
-- $$
1
BANDARÍSKA matsfyrirtækið
Moody’s í New York sendi frá sér
frétt í fyrradag þar sem tilkynnt var
að fyrirtækið hefði staðfest lánshæf-
ismat sitt fyrir Ísland. Í fréttinni
segir Moody’s að horfur um lánshæf-
ismatið séu taldar stöðugar í nýrri
skýrslu fyrirtækisins um Ísland. Þá
segir að þessi niðurstaða endur-
spegli verulega bætta skuldastöðu
opinbera geirans hér á landi og stað-
festu stjórnvalda í hagstjórn sem
lagt hafi grunn að öflugum hagvexti,
stöðugleika og miklum lífskjarabata
á liðnum árum. Umfangsmiklar
skipulagsbreytingar á síðasta áratug
hafi falið í sér styrkingu á fjármálum
hins opinbera, aukið frjálsræði á
fjármála- og vörumarkaði, aukna
fjölbreytni í framleiðslu og útflutn-
ingi, bætta stjórn fiskveiða og frjáls-
lyndari viðhorf til erlendrar fjárfest-
ingar.
Moody’s varar á hinn bóginn við
því að miklum hagvexti hafi fylgt al-
varlegt ójafnvægi í þjóðarbúskapn-
um sem gæti grafið undan efnahags-
legum stöðugleika á komandi tíð.
Hjöðnunin sem nú sé hafin valdi
ráðamönnum vanda í ljósi mikils að-
halds í peningamálum, tiltölulega að-
haldssamrar stefnu í ríkisfjármálum
og mikils viðskiptahalla. Miklar er-
lendar lántökur banka og fyrirtækja
verði þyngri í skauti vegna um það
bil 10% lækkunar á gengi krónunnar
á síðasta ári. Moody’s segir þetta
vekja ugg um afkomu þessara fyr-
irtækja ef gengið lækki frekar á
komandi misserum. Þrátt fyrir þessi
varnaðarorð leggur Moody’s áherslu
á að geta íslenskra stjórnvalda til að
greiða erlendar skuldir samræmist
lánshæfiseinkunninni Aa3 um þessar
mundir. Aðgangur að erlendu lánsfé
frá erlendum bönkum og norrænum
seðlabönkum sé mjög góður og skil-
vísi ekki dregin í efa. Af þessum
ástæðum séu taldar horfur á
óbreyttri lánshæfiseinkunn þrátt
fyrir áhyggjur af erlendri stöðu og
hugsanlegum erfiðleikum í greiðslu-
jöfnuði eða gjaldeyrismálum.
Skipar Íslandi í hóp
traustustu lántakenda
Ólafur Ísleifsson, framkvæmda-
stjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Ís-
lands, segir niðurstöðu Moody’s
mjög ánægjulega og að hún staðfesti
trausta stöðu Íslands á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum. Hann segir
ástæðu til að benda sérstaklega á þá
niðurstöðu fyrirtækisins að aðgang-
ur íslenskra stjórnvalda að lánsfé sé
mjög góður eins og nýlegir lána-
samningar ríkissjóðs og Seðlabank-
ans eru til marks um.
„Þessi niðurstaða Moody’s skipar
Íslandi áfram í hóp traustustu lán-
takenda á alþjóðlegum vettvangi og
er í víðtækari skilningi ákveðinn
gæðastimpill fyrir landið gagnvart
alþjóðlegu viðskiptalífi. Í mati af
þessu tagi er ekki eingöngu komið
inn á efnahagslega þætti heldur
einnig stjórnkerfið og stöðu landsins
í samfélagi þjóðanna. Matið hefur
því ótvíræða þýðingu, til að mynda
gagnvart erlendum aðilum sem eru
hugsanlega að velta fyrir sér fjár-
festingu hér á landi,“ segir Ólafur.
Moody’s staðfestir óbreytt
lánshæfismat íslenska ríkisins
Skilvísi ríkisins
ekki dregin í efa
KÆRUNEFND, samkvæmt lögum
um opinbert eftirlit með fjármála-
starfsemi, tók efnislega á þeim rök-
um sem Búnaðarbankinn hafði uppi
varðandi ákvörðun Fjármálaeftir-
litsins að vísa máli vegna viðskipta
bankans með hlutabréf í Pharmaco
til Ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu
bankans sagði að kærunefndin hefði
fellt úrskurð í þessu máli á þann veg
að vísa því frá án þess að taka efn-
islega á rökum bankans.
Málið á forræði
Ríkislögreglustjóra
Morgunblaðið fór fram á að fá af-
rit af úrskurði kærunefndarinnar í
máli Búnaðarbankans gegn Fjár-
málaeftirlitinu með hliðsjón af upp-
lýsingalögum og segir í úrskurðinum
að líta beri til þess að mál kæranda,
þ.e. Búnaðarbankans, sé nú til rann-
sóknar hjá Ríkislögreglustjóra og sé
málinu því ekki lokið. Málsmeðferðin
þar ákvarðist af lögum nr. 19/1991
um meðferð opinberra mála og sé á
forræði Ríkislögreglustjóra. Með
vísan til ákvæðis 2. málsgreinar laga
nr. 37/1993 um stjórnsýslu verði ekki
hjá því komist að vísa kæru Búnað-
arbankans frá.
Í úrskurði kærunefndarinnar seg-
ir einnig að ágreiningur aðila, þ.e.
Búnaðarbankans og Fjármálaeftir-
litsins, sé jafnframt um það hvort
kærandi, Búnaðarbankinn, hafi átt
rétt til þess að fá aðgang að þeim
gögnum sem kærði, Fjarmálaeftir-
litið, byggði á það mat sitt að kær-
andi hefði gerst brotlegur við 1. tölu-
lið 1. málsgreinar 27. greinar,
samanber 29. grein, laga nr.13/1996.
Kærunefndin segir að eðli máls
samkvæmt geti það varðað mikil-
væga rannsóknarhagsmuni að sak-
borningi sé ekki veittur ótakmark-
aður aðgangur að gögnum máls áður
en rannsókn hefst hjá lögreglu.
Þá segir í úrskurðinum að í 15.
grein stjórnsýslulaga séu ákvæði um
að aðili máls eigi rétt á því að kynna
sér skjöl og önnur opinber gögn er
málið varði. Í 3. málsgrein sömu
greinar segi hins vegar að ákvæði
þessarar greinar taki ekki til rann-
sóknar og saksóknar í opinberu máli.
Kærunefndin segir í úrskurðinum
að telja verði að ákvæði 3. málsgrein-
ar eigi við um mál þetta og hafi Fjár-
málaeftirlitinu því verið rétt að hafna
aðgangi Búnaðarbankans að þessum
gögnum. Það sé á forræði lögreglu
að ákveða hvenær sakborningur fái
aðgang að gögnum máls með þeim
takmörkunum sem um geti í 43.
grein laga um meðferð opinberra
mála. Því beri einnig að vísa þessum
hluta kröfu Búnaðarbankans frá.
Frávísun í máli Búnaðarbankans gegn Fjármálaeftirlitinu
Kærunefndin tók efnis-
lega á rökum bankans
SEX fyrirtæki gerðust í gær form-
lega Bandamenn Háskólans í Reykja-
vík með það að markmiði að stórefla
menntun og fjölga útskrifuðum tölv-
unarfræðingum. Fyrirtækin eru
Baugur, Eimskip, Íslandsbanki–
FBA, Íslandssími, Íslensk erfða-
greining og Opin kerfi (í samstarfi við
Skýrr og Teymi).
Fyrirtækin undirrituðu sérstakan
Bandamannasamning við Háskólann
í Reykjavík á viðskiptaþingi Verslun-
arráðs Íslands í gær og felur samn-
ingurinn í sér að fyrirtækin munu
leggja skólanum til um 70 milljónir á
næstu tveimur árum. Í flestum tilfell-
um er um að ræða bein fjárframlög en
einnig er um að ræða styrki í formi
þjónustu.
„Þetta mun gjörbreyta tækifærum
Háskólans í Reykjavík og gera hon-
um jafnframt kleift að efla rannsóknir
og sækja vel menntaða íslenska tölv-
unarfræðinga sem nú vinna erlendis
og aðra vel menntaða prófessora og
dósenta til starfa,“ segir í tilkynningu
frá Háskólanum í Reykjavík.
Frá 1990 til 2000 útskrifuðust á Ís-
landi að meðaltali 23 tölvunarfræð-
ingar með BS-próf á ári. Þá eru ótald-
ir þeir kerfisfræðingar sem Há-
skólinn í Reykjavík og forveri hans,
TVÍ, hafa útskrifað frá 1989, en það
eru alls 36 kerfisfræðingar að með-
altali ár hvert. Síðastliðið vor útskrif-
aði Háskólinn í Reykjavík í fyrsta
sinn tölvunarfræðinga með BS-próf,
alls 21 tölvunarfræðing, og í vor
stefnir í að skólinn muni útskrifa
rúmlega 40 tölvunarfræðinga. Mark-
miðið er að innan fárra ári muni fjöldi
útskrifaðra tölvunarfræðinga frá Há-
skólanum í Reykjavík verða nálægt
80 á ári.
Bandamenn Háskólans í Reykjavík
Skólanum lagðar til
70 milljónir króna