Morgunblaðið - 09.02.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 09.02.2001, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 25 Rustic Sutter Street TAUGAVEFIR sem bannað er að flytja á milli landa vegna hættu á kúa- riðusmiti fundust í gær í nautakjöts- sendingu sem flutt hafði verið inn frá Þýskalandi til Írlands, að sögn írskra embættismanna. Hluti úr mænu fannst í einu kjötstykki í sendingu 240 stykkja þegar verið var að rannsaka kjötið í samræmi við reglur sem settar hafa verið til að reyna að hindra út- breiðslu kúariðu. Yfirvöld á Írlandi segjast líta málið mjög alvarlegum augum. Landbúnað- arráðherra Þýskalands, Renate Kün- ast, hvatti í gær embættismenn í hin- um 16 sambandsríkjum Þýskalands að taka upp strangara eftirlit. Fimmtán ár eru síðan breskir vís- indamenn staðfestu uppgötvun sína á kúariðu. Rúmir tveir mánuðir eru síð- an fyrstu tilfelli fundust á Spáni. Þar efndu bændur til fjöldamótmæla í gær til að krefjast bóta vegna taps sem þeir hafa orðið fyrir í kjölfar kúariðu- fársins. Að sögn kjötframleiðenda á Spáni hefur salan minnkað um 75% síðan fyrstu tilfellin fundist. Hingað til hefur kúariða einskorð- ast við lönd í Evrópu. Á miðvikudag varaði Alþjóðamatvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hins vegar við því að kúariða geti hæglega breiðst út til allt að 100 landa um allan heim og ætti ekki að líta á sjúkdóminn sem evrópskt fyr- irbæri eingöngu. Stofnunin hvetur lönd sem hafa flutt inn kjöt- og beinamjöl eða naut- gripi frá ríkjum Evrópusambandsins (ESB) til að banna að kjöt- og beina- mjöl verði notað til fóðurs. „Rann- sóknir okkar sýna að a.m.k. 100 lönd eru í hættu vegna kúariðu vegna þess að þau fluttu inn nautgripi og kjötmjöl frá Evrópu á níunda áratugnum,“ sagði Jacques Diouf, framkvæmda- stjóri FAO. „Á þessu tímabili var mik- ið selt af kjötmjöli frá Bretlandi til Austur-Evrópu, Asíu og Austurlönd- um nær.“ Að mati Financial Times á þessi við- vörun eftir að vekja mikinn ugg í kjöt- iðnaði í löndum sem líta á kúariðu sem evrópskt vandamál. Bent er á að þeg- ar farið var að gera athuganir á naut- gripum í öllum löndum ESB komu kúariðutilfelli í ljós í löndum sem töldu sig laus við smit eins og Þýskaland. Starfsmenn FAO eru tregir til að segja hvaða lönd séu í mestri hættu en bentu á að kjötmjöl var flutt inn til Egyptalands, Írans, Íraks og Ind- lands frá Bretlandi á níunda áratugn- um. Sérfræðingar hjá FAO telja að kúariða geti breiðst út um allan heim Írar finna bann- aða vefi í innfluttu kjöti Dublin, Madrid. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.