Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 25 Rustic Sutter Street TAUGAVEFIR sem bannað er að flytja á milli landa vegna hættu á kúa- riðusmiti fundust í gær í nautakjöts- sendingu sem flutt hafði verið inn frá Þýskalandi til Írlands, að sögn írskra embættismanna. Hluti úr mænu fannst í einu kjötstykki í sendingu 240 stykkja þegar verið var að rannsaka kjötið í samræmi við reglur sem settar hafa verið til að reyna að hindra út- breiðslu kúariðu. Yfirvöld á Írlandi segjast líta málið mjög alvarlegum augum. Landbúnað- arráðherra Þýskalands, Renate Kün- ast, hvatti í gær embættismenn í hin- um 16 sambandsríkjum Þýskalands að taka upp strangara eftirlit. Fimmtán ár eru síðan breskir vís- indamenn staðfestu uppgötvun sína á kúariðu. Rúmir tveir mánuðir eru síð- an fyrstu tilfelli fundust á Spáni. Þar efndu bændur til fjöldamótmæla í gær til að krefjast bóta vegna taps sem þeir hafa orðið fyrir í kjölfar kúariðu- fársins. Að sögn kjötframleiðenda á Spáni hefur salan minnkað um 75% síðan fyrstu tilfellin fundist. Hingað til hefur kúariða einskorð- ast við lönd í Evrópu. Á miðvikudag varaði Alþjóðamatvæla- og landbún- aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hins vegar við því að kúariða geti hæglega breiðst út til allt að 100 landa um allan heim og ætti ekki að líta á sjúkdóminn sem evrópskt fyr- irbæri eingöngu. Stofnunin hvetur lönd sem hafa flutt inn kjöt- og beinamjöl eða naut- gripi frá ríkjum Evrópusambandsins (ESB) til að banna að kjöt- og beina- mjöl verði notað til fóðurs. „Rann- sóknir okkar sýna að a.m.k. 100 lönd eru í hættu vegna kúariðu vegna þess að þau fluttu inn nautgripi og kjötmjöl frá Evrópu á níunda áratugnum,“ sagði Jacques Diouf, framkvæmda- stjóri FAO. „Á þessu tímabili var mik- ið selt af kjötmjöli frá Bretlandi til Austur-Evrópu, Asíu og Austurlönd- um nær.“ Að mati Financial Times á þessi við- vörun eftir að vekja mikinn ugg í kjöt- iðnaði í löndum sem líta á kúariðu sem evrópskt vandamál. Bent er á að þeg- ar farið var að gera athuganir á naut- gripum í öllum löndum ESB komu kúariðutilfelli í ljós í löndum sem töldu sig laus við smit eins og Þýskaland. Starfsmenn FAO eru tregir til að segja hvaða lönd séu í mestri hættu en bentu á að kjötmjöl var flutt inn til Egyptalands, Írans, Íraks og Ind- lands frá Bretlandi á níunda áratugn- um. Sérfræðingar hjá FAO telja að kúariða geti breiðst út um allan heim Írar finna bann- aða vefi í innfluttu kjöti Dublin, Madrid. AP, AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.