Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 27
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra ræddi mikilvægi þess að
styrkja kennslu í erlendum tungu-
málum í íslensku skólakerfi við setn-
ingu Evrópsks tungumálaárs 2001 í
Þjóðmenningarhúsinu í gær. Evr-
ópuráðið og Evrópusambandið
standa sameiginlega að tungumála-
árinu en Ísland er eitt 45 þátttöku-
landa. Markmið átaksins er að vekja
athygli á mikilvægi tungumálanáms í
að efla gagnkvæman skilning, um-
burðarlyndi og virðingu fyrir sér-
kennum og ólíkri menningu þjóða.
Auk menntamálaráðherra fluttu
ávörp á setningarathöfninni frú Vig-
dís Finnbogadóttir, fyrrverandi for-
seti Íslands og velgerðarsendiherra
tungumála hjá UNESCO, og Hulda
Styrmisdóttir, aðstoðarmaður for-
stjóra Íslandsbanka-FBA. Torfi H.
Tulinius dósent var kynnir á setning-
arathöfninni en auk þess komu fram
nemendur úr grunn-, framhalds- og
háskólum og skemmtu með upplestri
og söng á ýmsum tungumálum.
Skilningur þjóða á milli
Í setningarávarpi sínu ræddi Björn
Bjarnason mikilvægi tungumála-
kunnáttu við að greiða veg fólks á
starfsvettvangi í alþjóðlegu sam-
hengi og ítrekaði efnahagslegt og við-
skiptalegt gildi hennar. Þá sagði
hann það mikils vert að eyða tor-
tryggni milli manna og þjóða með
aukinni tungumálakunnáttu á tímum
þegar þjóðernislegar öfgastefnur
vekja ótta. „Þá er ljóst að það eitt að
læra erlend tungumál til nokkurrar
hlítar opnar okkur áður óþekktar
víddir, eflir skilning á öðrum þjóðum,
er menntandi í sjálfu sér og styrkir
vitund um gildi móðurmálsins,“ sagði
Björn í ræðu sinni og gat þess einnig
að nauðsynlegt væri að Íslendingar
auðvelduðu aðfluttu fólki hingað til
lands að tileinka sér íslensku. Björn
gerði tungumálakennslu í íslenska
skólakerfinu að umræðuefni og sagði
rök hníga að því að færa kennslu í er-
lendum tungumálum til enn yngri
nemenda í grunnskóla en þegar hefur
verið gert enda ættu börn auðveldara
með að læra tungumál eftir því sem
námið hefst fyrr. Björn ítrekaði auk
þess tækifæri Íslendinga til framfara
í upplýsingatækni, en auknu fé hefur
verið varið til þróunar þekkingar og
kunnáttu á því sviði. Björn þakkaði
þeim sem komu að undirbúningi að
þátttöku Íslands í Evrópsku tungu-
málaári og færði frú Vigdísi Finn-
bogadóttur sérstakar þakkir fyrir
starf hennar sem málsvara íslenskrar
tungu hérlendis og á alþjóðlegum
vettvangi.
Fjöldi tungumála muni hverfa
Frú Vigdís Finnbogadóttir hóf mál
sitt með því að minna á það starf sem
Daninn Rasmus Christian Rask vann
í þágu íslenskrar tungu á 19. öld er
hann hratt af stað átaki til að sporna
við dönskuáhrifum í málinu. Sagði
Vigdís að þótt ekki væri oft munað
eftir þessum þætti í sögu móðurmáls
okkar hefði hann haft geysileg áhrif
til langs tíma. Vigdís gerði hnattvæð-
ingu heimsins að umtalsefni og benti
á að auknar framfarir í upplýsinga-
tækni og margmiðlun, sem færu
mestmegnis fram á ensku í vestræn-
um löndum, hefðu aukið áhyggjur
manna af afdrifum ólíkra þjóðtungna
heimsins. Sagði hún að rannsóknir
UNESCO á þessu sviði bentu til þess
að við þessi aldamót væri helmingur
tungumála heims í svo mikilli hættu
vegna utanaðkomandi áhrifa að þau
yrðu horfin innan fárra áratuga. Þá
hefðu Evrópusambandið og Evrópu-
ráðið tekið höndum saman um að
beita sér fyrir varðveislu evrópskra
þjóðtungna. Lögð væri áhersla á að
menn lærðu tungumál annarra til
þess að auka samskipti, efla skilning
á menningu þjóða og styrkja eigin
tungu. Að lokum ræddi Vigdís þá
þróun í átt til orðfátæktar sem bæri á
meðal yngri kynslóðarinnar. Mikill
hluti afþreyingar- og upplýsingaefnis
væri á ensku en eigi að síður væri
kunnátta í því tungumáli grunn og
ófullnægjandi. Vigdís sagði mikil-
vægt að bregðast við þróuninni áður
en í óefni yrði komið.
Tungumál í
alþjóðaviðskiptum
Hulda Styrmisdóttir ræddi mikil-
vægi tungumálakunnáttu í atvinnulífi
á tímum alþjóðaviðskipta og fagnaði
því átaki sem felst í Evrópsku tungu-
málaári. Sagði hún íslenskt atvinnulíf
vera sérlega undir slíkri þekkingu
komið og að mikilvægt allri uppbygg-
ingu á sviði viðskipta væri að geta
sett sig inn í menningar- og viðskipta-
heim þeirra þjóða sem eiga hlut að
máli. Hulda ítrekaði auk þess mik-
ilvægi kunnáttu í ensku, sem væri
megintungumál alþjóðaviðskipta.
Hulda minnti á mikilvægi þess að
geta tjáð skoðanir sínar og aflað sér
þekkingar á fleiri tungumálum en ís-
lensku og þar væri enskan mjög mik-
ilvæg. Hún lagði að lokum til að Ís-
lendingar ynnu að því að ná forskoti á
sviði almennrar tungumálakunnáttu
og nýttu til þess aukna þekkingar-
miðlun og fjarskiptatækni.
„Eflir skiln-
ing á öðrum
þjóðum“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vigdís Finnbogadóttir, Hulda Styrmisdóttir og Björn Bjarnason.
Íslendingar aðilar að átaki til eflingar tungumálakunnáttu í Evrópu á þessu ári
ERWIN Metz, sendiráðsritari
þýska sendiráðsins, afhenti Þjóð-
arbókhlöðu – Háskólabókasafni
yfirgripsmikla bókagjöf frá
Þýskalandi í vikunni. Bókagjöfin,
sem er um 50 bækur, samanstend-
ur af verkum um og eftir Johann
S. Bach, Heinrich Heine, Nóbels-
verðlaunaskáldið Günter Grass og
Friedrich Nietzsche. Hundrað ára
afmæli hans var haldið hátíðlegt í
fyrra.
Bækurnar eiga að gera íslensk-
um stúdentum kleift að auka
þekkingu sína á þýskum bók-
menntum og heimspeki.
Morgunblaðið/Þorkell
Þorleifur Jónsson tekur við bókagjöfinni úr hendi Erwin Metz.
Með þeim á myndinni er Karin Hartjenstein.
Bókagjöf frá
Þýskalandi
HUGTAKIÐ nútímatónlist, í
merkingunni nýtískuleg tónlist, er
orðið nokkuð gamalt og á tónleik-
unum í gærkveldi gat að heyra
skemmtilega samskipan þess sem
er verið að gera í dag og það sem
gert var fyrir 80 til 90 árum. Charl-
es Ives (1874–1954) er t.d. einstak-
ur að því leyti, að margt það sem
hann fékkst við í tónsmíðum sínum
var vart orðið til sem hugmynd í
Evrópu. Hann hafði samið þrjár
sinfóníur um aldamótin og verkið
„Þrír staðir á Nýja-Englandi“ er
samið á árunum 1903 til 14. Hann
hafði mikil áhrif á bandarísk tón-
skáld, menn eins t.d. Cowell,
Grainger og Cage. Ives fékkst við
fjölsamsetta hrynskipan, fjöltóna
og tilviljanlega (aleotoríska) radd-
skipan, á meðan Evrópubúar voru
á kafi í síðrómantíkinni og „im-
pressionisma“. Þetta eru enn við-
fangsefni tónskálda
dagsins í dag og í raun
er Ives enn þá aðferða-
lega nýtískulegastur af
flestum þeim sem fást
við tónsmíðar í dag, ef
til vill fyrir utan raf-
tónlistina. Flutningur
Sinfóníuhljómsveitar
Íslands á Þremur stöð-
um á Nýja-Englandi,
eftir Charles Ives, var
mjög vel mótaður af
stjórnandanum James
MacMillan og auð-
heyrt og séð, að hér
fer efnilegur stjórn-
andi er fékk hjóðfæra-
leikarana með sér, svo að flutning-
urinn í heild geislaði af leikgleði.
Annað viðfangsefni tónleikanna
var frumflutningur þriðju sinfóní-
unnar eftir John Speight. Verkið er
nokkuð stórt í sniðum, tveir þættir
sem mynda þó eina heild þar sem
skiptast á kraftmikil átök og ljóð-
rænir og lagrænir millikaflar.
Þarna mátti heyra margvísleg nú-
tímaleg vinnubrögð, þrástefjun,
„aleotorik“ í kraftmiklu köflunum
og svo sem andstæður, hægferðugt
og lagrænt tónmál, stundum ná-
lægt því að vera kammertónlist og
er þessi samskipan andstæðnanna
sérlega áhrifamikil. Þriðja sinfóní-
an eftir John Speight er vel samið
verk og er hljómsveitarrithátturinn
einstaklega skýr og vel útfærður.
Mótun hljómsveitar-
stjórans var sannfær-
andi og hljómsveitin
lék þetta marg-
slungna verk mjög
vel, svo sem dæmt
verður við fyrstu
heyrn.
Lokaviðfangsefni
tónleikanna var selló-
konsert eftir stjórn-
andann og þar lék
Raphael Wallfisch
(1953) á sellóið en
hann er víðfrægur
sellisti, enda var leik-
ur hans sérlega glæsi-
legur. Eitt af því sem
einkennir tónmál verksins er að
það er oft ofið um „orgelpunkt“,
þ.e. liggjandi „undirtón“, oftast í
strengjum en einnig í slagverki og
blásurum. Þetta gefur verkinu inni-
hald hugleiðslu og oft töluvert al-
vöruþrungna, sérstaklega í mið-
þættinum sem er sérlega fallegur.
Í lokakaflanum kveða við ógn-
þrungin hamarshögg en verkið
endar á eins konar tilbeiðslu og
sátt. Þetta áhrifamikla verk var af-
burða vel flutt af Wallfisch og
hljómsveitin lék mjög vel, undir ár-
vökulli stjórn höfundar sem tókst,
ásamt einleikaranum, að laða fram
mjög sterkar stemmningar, þar
sem skiptast á ógnir og friðsæl lífs-
sáttin.
Ógn og friðsæl sátt
TÓNLIST
H á s k ó l a b í ó
Flutt voru verk eftir Charles Ives,
frumflutt var sinfónía
eftir John Speight
og sellókonsert
eftir James MacMillan.
Einleikari: Raphael Wallfisch
Stjórnandi James MacMillan.
Fimmtudagurinn 8. febrúar 2001.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
John Speight
Jón Ásgeirsson