Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 29
1. Ávarp - Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar.
2. Í nafni góðgerða eða réttlætis?
Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur, fjallar um skuldavanda fátækustu ríkja
heims og tilraunir til lausnar á honum.
3. Lýðræði og alþjóðlegt gildismat.
Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur, fjallar um alþjóðlega samvinnu og
mikilvægi hennar í lýðræðisþróuninni.
4. Lýðræðisþróun í skugga stríðsátaka.
Natasa B. Friðgeirsson, blaðamaður, fjallar um uppbyggingu lýðræðislegra
stjórnarhátta í fyrrverandi Júgóslavíu og áhrif stríðsátaka á lýðræðisþróun.
5. „Aðeins eftir lögunum“
Sigurður Líndal, lagaprófessor, fjalla um valdmörk dómstóla og skörun dómsvalds
og löggjafarvalds.
Fundarstjóri og stjórnandi umræðna: Björgvin G. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Frekari upplýsingar á samfylking.is
Fundaröð Samfylkingarinnar um lýðræðið -2. fundur
„Lýðræði - hugsjón og veruleiki“
laugardaginn 10. febrúar kl. 11-14, í Norræna húsinu
SÍMINN hefur undirritað styrkt-
arsamning við Listasafn Íslands
sem gildir út árið 2001. Samning-
urinn felur í sér að Síminn er nú
þriðja árið í röð aðalstyrktaraðili
safnsins. Þetta er liður í þeirri
stefnu Símans að styðja markvisst
og ötullega við menningu og listir í
landinu. Samningurinn fyrir árið
2001 felur í sér styrk til sýningar-
innar Náttúrusýnir – Visions de la
nature sem kemur frá Musee de Pe-
tit Palais í París og verður opnuð í
byrjun mars. Einnig veitir Síminn
aðstoð í kynningarmálum Lista-
safnsins með vistun á heimasíðu
safnsins. Síminn leggur til tölvu-
kost í safnið með ADSL sítengingu
sem veitir almenningi meðal annars
aðgang að netinu og gagnasöfnum
Listasafnsins.
„Þetta markar mikilvæg tímamót
í fræðslustarfi safnsins og auðveld-
ar almenningi aðgang að upplýs-
ingum á þennan hátt,“ segir Eva
Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi
Símans.
„Síminn mun jafnframt veita
fjármagn til útgáfu á vegum Lista-
safnsins,“ segir Eva.
Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Símans, og Ólafur Kvaran, safnstjóri
Listasafns Íslands, undirrituðu samninginn.
Síminn styrkir
Listasafn Íslands
„FÁTT eitt er eins mikið á mörk-
um hins byggilega heims og ís-
lensk myndlist,“ segir Magnús
Sigurðarson, sem opnar sýningu
sína, Stormur, í galleríi@hlemm-
ur.is, á morgun, laugardag, kl.
17.
„Margvíslegir samverkandi
þættir koma þar til en stærsta
þáttinn vil ég tileinka hinum til-
finningalega doða og kulda sem
safnast saman hér á hjara ver-
aldar. Því liggur beinast við að
skilgreina „Storminn“ sem
ískalda íhugun á stöðu hins ís-
lenska myndlistarmanns fyrr og
nú en við nánari athugun kemur
margt á óvart,“ segir Magnús. „Í
„Storminum“ sprettur fram hin
hálflukta þrá listamannsins að
takast á við tilfinningar sínar
frammi fyrir alþjóð án þess þó að
tileinka þeim eitthvert ákveðið
svið heldur gefa þeim allegorísk-
an samhljóm við lífsbaráttuna á
norðlægum slóðum. Í „Stormin-
um“ á hver maður við sjálfan sig
og hefur engan annan að stóla á.
Í allri sinni umkomulausu ein-
semd stendur þó listamaðurinn
af sér „Storminn“ og yljar sér við
hugsanir og atferli sem fær blóð-
ið til að streyma ögn hraðar. Sí-
breytileiki stormsins og óstöðug-
leiki gerir áhorfandanum kleift,
inn á milli hríða, að berja augum
hina forboðnu ávexti ásta og un-
aðar,“ segir Magnús.
Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 4. mars og er opin frá kl.
14–18, fimmtudaga til sunnu-
daga.
Stormur Magnús-
ar Sigurðarsonar
MYNDLISTARMAÐURINN Rúrí
talar um eigin listaverk í fyrirlestri
sem haldinn verður í Listaháskóla
Íslands á Laugarnesvegi 91, stofu
24, mánudaginn 12. febrúar, kl.
12.30. Listaverk Rúríar fjalla um
tíma og tímahugtakið. Í Listasafni
Íslands stendur nú yfir sýning Rúrí-
ar á verki hennar Glerregn sem gert
var árið 1983.
Harpa Björnsdóttir myndlistar-
maður og myndlistarkennari heldur
fyrirlestur í Skipholti 1, miðvikudag-
inn 14. febrúar kl. 12.30 í stofu 113.
Fyrirlesturinn nefnir hún „Afrísk
áhrif á myndlist 20. aldar“ og fjallar
um þau áhrif sem afrísk listsköpun
hafði á þróun módernismans og
hvernig vestrænir myndlistarmenn
nýttu þessi áhrif í verkum sínum.
Námskeið
Þrjú námskeið hefjast 19. febrúar.
Sigurborg Stefánsdóttir myndlistar-
maður kennir á námskeiðinu Bækur
og bókverk. Á námskeiðinu Módel-
teikning I verður lögð er áhersla á
stöðu, hlutföll og líkamsuppbygg-
ingu. Kennari er Hafdís Ólafsdóttir
myndlistarmaður. Spuni – list
augnabliksins. Markmið námskeiðs-
ins er að þátttakendur fái beina
reynslu af því hvað spuni er og
styrki með því sköpunargleði sína
og lífsleikni. Kennari er Harpa
Árnadóttir.
Fyrirlestrar og
námskeið í LHÍ
Á 1. HÆÐ Kringlunnar verður opn-
uð sýning á úrvali ljósmynda, sem
bárust í ljósmyndasamkeppnina
2000 góðar minningar, í dag föstu-
dag kl. 14. Jafnframt verður tilkynnt
um vinningshafa samkeppninnar og
afhent verðlaun fyrir tíu bestu
myndirnar. Samhliða myndunum úr
samkeppninni verður einnig til sýnis
úrval mynda frá menningarborgar-
árinu úr ljósmyndasafni Morgun-
blaðsins.
Þátttaka í samkeppninni var góð
og myndefnið á sýningunni fjöl-
breytt; allt frá ljósmyndum af form-
legum viðburðum til persónulegra
mynda, sem tengjast yfirskrift árs-
ins með einhverjum hætti.
Reykjavík Menningarborg 2000,
Morgunblaðið – blað menningar-
borgarársins, Hans Petersen og
Kringlan stóðu að samkeppninni og
sýningunni, sem lýkur miðvikudag-
inn 14. febrúar.
Myndir frá
menningar-
árinu í
Kringlunni
GÖMUL rússnesk stórmynd, Stríð
og friður, verður sýnd á „maraþon-
sýningu“ í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10,
á morgun, laugardag. Sýningin hefst
kl. 10 og lýkur um kl. 18.30. Myndin
er byggð á samnefndri skáldsögu
Lévs Tolstoj. Myndin var gerð í Sov-
étríkjunum á árunum 1966–1967 og
var Sergei Bondartsjúk leikstjóri, en
hann fer jafnframt með eitt aðalhlut-
verkið.
Einnig verður sett upp ljósmynda-
sýning um Tolstoj í efri sal MÍR.
Maraþon-
sýning í MÍR
FYRSTA árs nemar hönnunarsviðs
Listaháskólans opna sýningu í
Kælinum í Laugarnesi í dag, föstu-
dag, kl. 13.
Sýningin samanstendur af verk-
efnum nemenda sem unnin hafa
verið á námskeiði sl. fimm daga.
Námskeiðið var leitt af Precious
Mcbane, skoskum hönnuðum sem
starfa í London. Námskeiðið
fjallaði um heim byggingavöru-
verslana og var markmiðið að
vinna með ódýr efni á nýstárlegan
hátt. Úrlausn verkefnisins fólst í að
skilgreina efnin og skapa þeim nýtt
samhengi með protótýpu (módeli)
af nýrri vöru.
Sýningin er opin í dag til kl. 17
og einnig á mánudag frá kl. 8.15–
12.
Nemendasýning
í Kælinum
BORGARLEIKHÚSIÐ og Mímir–
Tómstundaskólinn ætla að bjóða upp
á námskeið í tengslum við uppfærslu
sænska leikstjórans Peter Engkvist
á hinu margfræga leikriti Samuel
Beckett, Beðið eftir Godot.
Leikritið verður forsýnt nú í vor
og frumsýnt þegar nýr salur Borg-
arleikhússins, sá þriðji, verður opn-
aður næsta haust. Leikarar í verkinu
eru Benedikt Erlingsson, Björn Ingi
Hilmarsson, Halldór Gylfason og
Hilmir Snær Guðnason.
Námskeiðið fer fram á þriðjudags-
kvöldum 13. febrúar til 13. mars.
Árni Ibsen, þýðandi leikritsins,
mun kynna verkið og höfund þess,
Borgarleikhúsið verður skoðað,
fylgst með æfingu og spjallað við
leikara og leikstjóra.
Á síðasta kvöldi námskeiðsins,
þriðjudaginn 13. mars, mun rithöf-
undurinn Hallgrímur Helgason,
hitta þátttakendur á námskeiðinu
ásamt Árna Ibsen, og verður þá tek-
ist á um kosti leikritsins og galla.
Námskeiðið byrjar þriðjudaginn
13. febrúar og stendur yfir næstu 5
þriðjudagskvöld, kl. 20–22:15.
Skráning fer fram á skrifstofu
Mímis–Tómstundaskólans, Grensás-
vegi 16a. Síðasti skráningardagur er
í dag.
Námskeið
um Beðið
eftir Godot
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050