Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 35

Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 35 fjármála- slök. „Á ríkissjóð- g mynd- fjármálin ðvitað má æða til að og árum ssu sviði. að beina i og beita nn heldur hallinn sé fjármála- kiptahall- og fremst og fyrir- a hagkerf- með vissu gar fyrir- u rangar. Slíkar fullyrðingar eru einungis getgátur og varhugavert er að byggja hagstjórn á svo veikburða vangaveltum. Sumir nefna að bank- ar og fjármálastofnanir hafi brugð- ist við hinu nýfengna frelsi í fjár- magnsflutningum og viðskiptum almennt eins og kálfar sem fara úr fúlu fjósi út í vorið. Eitthvað kann að vera til í því en það þekkjum við íslenskir sveitamenn að klaufdýrin róast fljótt eftir fjörið og flumbru- ganginn og taka lífinu í guðsgrænni nátúrunni eftir það með heimspeki- legri yfirvegun. Sama gerist auðvit- að í banka- og fjármálaheiminum.“ Vextir verða lækkaðir þegar dregur úr þenslu Að sögn Davíðs stendur ríkis- sjóður betur en oftast áður. „Kjara- samningar hafa verið gerðir til langs tíma – að vísu dýrir en vinnu- friður og verkfallsleysi eru margra króna virði. Nokkurs óróa gætir í Bandaríkjunum, en líklegt er að vaxtalækkanir og skattalækkanir þar muni koma hlutunum á góða hreyfingu. Enski seðlabankinn lækkaði sína vexti um fjórðung úr prósenti nú í hádeginu. Jafnvægið á milli stærstu gjaldmiðlanna er hag- felldara okkur en var á sl. ári og ol- íuverð verður væntanlega að með- altali mun lægra á þessu ári en á hinu síðasta. Um leið og stjórnvöld sannfærast um að verulega hafi dregið úr þenslu og verðbólgu verða vextir lækkaðir og á því verða engar ástæðulausar tafir,“ að sögn forsætisráðherra. „Ríkisstjórnin hefur ekki fallið frá áformum um að einkavæða þá viðskiptabanka sem enn eru í eigu ríkisins, að sögn Davíðs. „Til stóð að sameina Búnaðarbanka og Landsbanka áður en til sölu þeirra kæmi, en þau áform strönduðu sem kunnugt er á nokkuð sérstæðum úrskurði Samkeppnisráðs. Ákvörð- un um sameiningu bankanna var tekin í kjölfar samruna Íslands- banka og FBA. Á þeim tíma var al- menn sátt um þá ákvörðun. Leið- togar stjórnarandstöðunnar köll- uðu eftir slíkri gjörð og viðbrögð flestra annarra voru mjög á sama veg. Úrskurður samkeppnisráðs kom mjög á óvart Mikil hagkvæmni væri því fylgj- andi og virðisauki að sameina þessa tvo banka í einn og selja síðan á markaði. Sameiningin væri einnig nauðsynleg vegna erlendrar sam- keppni. Það kom því mjög á óvart að Samkeppnisráð hafnaði samrun- anum. Enn furðulegra var, þegar sumir þeirra sem áður höfðu kallað hvað ákafast eftir þessum samruna töldu úrskurð Samkeppnisráðs sig- ur fyrir lýðræðið í landinu! Vilji þeirra sjálfra, vilji þjóðkjörins Al- þingis og vilji ríkisstjórnarinnar stóð allur til sameiningar bank- anna. Sá vilji náði ekki fram að ganga, vegna sjónarmiða starfs- manna einnar ríkisstofnunar og stjórnarandstæðingar kölluðu það sigur lýðræðisins! Ég held að þeir sem haga sínum málflutningi með þessum hætti í von um stundará- vinning muni finna á eigin skinni að seint verður tekið mark á slíkum málatilbúnaði. Vindhanar verða aldrei áttavitar, hvorki til sjós né lands. Þegar salan á viðskiptabönk- unum tveimur verður um garð gengin hefur ríkisvaldið stigið til fulls skrefið sem hófst í byrjun síð- asta áratugar og dregið sig alveg út af fjármálamarkaðinum. Á síðasta ári var hafin endurskoðun á lög- unum um Seðlabanka Íslands. Breytt efnahagsumhverfi og þróun í fjármálageiranum kallaði mjög á slíka endurskoðun. Má búast við að frumvarp til nýrra laga um bank- ann verði lagt fram og hugsanlega afgreitt á Alþingi nú í vor. Þar verður leitast við að skilgreina markmið og hlutverk Seðlabankans með skýrari hætti en nú er og einn- ig verkaskiptingu bankans og ann- arra stjórnvalda við stjórn efna- hagsmála. Íslenska bankakerfið hefur alla möguleika til að ná fram hámarks hagræði og taka þátt í samkeppni bæði innan lands og ut- an af fullum krafti. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi öflugs og trausts bankakerfis fyrir hagvöxt komandi ára,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. skattalækk- mið til greina Morgunblaðið/Ásdís aðgengill framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands, og Davíð Oddsson forsætisráð- ptaþingsins. Í máli Davíðs kom fram að vilji Alþingis um sameiningu Búnaðarbanka nka hafi ekki náð fram að ganga vegna sjónarmiða einnar ríkisstofnunar. VIÐSKIPTAÞING VERSLUNARRÁÐS ÍSLANDS BOGI PÁLSSON, formað-ur Verslunarráðs, héltframsöguerindi á Við-skiptaþingi samtakanna í gær og í ræðu sinni sagði hann að Verslunarráðið setti sem markmið að efnahagslífið vaxi um 3,5 til 4% á ári. Nái þetta fram að að ganga verður landsframleiðslan 2005 um 45% hærri en 1995. Í erindi sínu sagði Bogi meðal annars: „Uppgangstímabil undanfarinna ára var einstaklega kröftugt en féll engu að síður saman við vel þekkt mynstur sem almennt gildir um hagsveiflur. Þetta tímabil var al- gjörlega tvískipt þar sem fyrri árin ein- kenndust af sókn út- flutningsgreina og auknum fjárfestingum. Hagvöxtur- inn var þá borinn uppi af framboðs- hlið hagkerfisins eða af áhuga fyr- irtækjanna til þess að sækja fram erlendis sem innanlands. Eðli uppsveiflunnar breyttist síð- an og fór meira að mótast af gríð- arlegri aukningu á eftirspurn heim- ila og hins opinbera samhliða stöðnun í útflutningi. Þannig er hlutfall einkaneyslu og samneyslu af landsframleiðslunni nú 3,7% hærra en á árinu 1996 og hlutfall útflutnings af landsframleiðslu er nú 3,5% en á því ári. Þetta gefur okkur vísbendingu um að neyslan í samfélaginu sé allt að 25 milljörð- um of mikil og að það vanti svipaða tölu í útflutninginn hjá okkur. Eftirspurn sem fjármögnuð er með skuldasöfnun fyrirtækja og heimila getur ekki haldið uppi hag- vexti til lengdar án þess að fram- boðshliðin í hagkerfinu fylgi með. Það hefur ekki gerst á síðari hluta hagsveiflunnar þar sem vaxandi hluta eftirspurnarinnar er fullnægt með innflutningi og gríðarlegur viðskiptahalli hefur myndast. Við- skiptahallinn hefur verið á bilinu 6%–8% af landsframleiðslu en nú í ár er spáð 9% viðskiptahalla.“ Framleiðni forsenda framfara Bogi vék einnig að nauðsyn fram- leiðniaukningar í íslenskum fyrir- tækjum en framleiðni er almennt lág á Íslandi og sagði nauðsynlegt að aukning hagvaxtar kæmi frá al- þjóðavæðingu og framleiðniaukn- ingu. „Átak í alþjóðavæðingu og átak til þess að auka framleiðni eru nauðsynleg til þess að örva hagvöxt á nýjan leik. Hin mikla eftirspurn innanlands hefur greinilega dregið athyglina frá erlendum mörkuðum og nauðsyn þess að sækja þar fram. Reyndar hafa ytri aðstæður í sjáv- arútvegi ekki verið hagstæðar sem skýrir að hluta til vonbrigði með út- flutningsþróunina. Það breytir því þó ekki að íslenskt atvinnulíf verð- ur almennt séð að beina meiri at- hygli út á við og íslensk fyrirtæki verða að ná meiri árangri erlendis. Miklir möguleikar eru hvarvetna í atvinnulífinu til aukinnar hagræð- ingar og betri nýtingar starfsfólks. Segja má að vinnuafl landsmanna sé fullnýtt í venjulegum skilningi og mikilvægt er að störfum geti fækkað í þeim verkum sem nú eru unnin í atvinnulífinu og þannig losni fólk til þess að sinna hinum nýju störfum sem verða til ef atvinnulífið nær öðrum vaxtar- spretti. Bogi vék að mikil- vægi þess að vextir hérlendis lækkuðu og áhrif hárra vaxta á rekstarumhverfi fyrir- tækja: „Nú er algeng- ur vaxtamunur milli Íslands og annarra landa um 7% en var al- gengt 3%–5% fyrir ekki löngu. Vextir eru nú svo háir að ekki er við því að búast að af- rakstur af venjulegum fyrirtækjarekstri skili þeirri ávöxtun sem menn gera kröfu til, né heldur er von á mikilli fjárfestingu almennings í fyrir- tækjarekstri meðan bankavextir eru svo háir,“ sagði Bogi. Minnkandi möguleikar til hagræðingar Bogi talaði um að nýlegir úr- skurðir Samkeppnisráðs hefðu mikil áhrif á möguleika fyrirtækja til hagræðingar. „Hagræðingin þarf að geta orðið með stækkun eininga í atvinnulífinu þar sem það á við og því hefur afstaða sam- keppnisyfirvalda til samruna fyrir- tækja valdið vonbrigðum. Einka- herferð þeirra gegn hagræðingu í atvinnulífinu dregur úr árangri þess og bitnar á öllum almenningi þegar upp er staðið.“ Að mati Boga verða íslensk stjórnvöld að vera vakandi gagn- vart þeirri þróun sem á sér stað er- lendis í skattamálum. „Íslensk fyrirtæki sem eru með viðskipti eða starfsemi erlendis geta því miklu betur en áður skipu- lagt uppbyggingu sína eftir því hvað er hagstæðast frá skattalegu sjónarmiði. Ísland á því í sífellt harðari skattalegri samkeppni við önnur lönd og brýnt er að stjórn- völd haldi vöku sinni og skynji að það verður að búa atvinnulífinu samkeppnishæf starfsskilyrði að þessu leyti. Samkeppnishæft skatt- kerfi verður ekki búið til í eitt skipti fyrir öll heldur er það sífellt við- fangsefni að aðlaga íslenskar leik- reglur þróuninni erlendis.“ Í lok erindis síns beindi Bogi sjónum sínum að skuldsetningu ís- lenskra fyrirtækja, hækkun fjár- magnskostnaðar og minnkandi vaxtarmöguleikum. „Þó Verslunar- ráðið telji að við getum haldið uppi góðum hagvexti, þurfa íslensk fyr- irtæki að styrkja innviði sína með hækkandi eiginfjárhlutfalli og lækkandi fjármagnskostnaði. Þá munu fjárfestar aftur öðlast trú á þeim fyrirtækjum sem framleiða þarfa vöru eða þjónustu – þetta verða vaxtarfyrirtæki næsta ára- tugar, þau munu skila arði með aukinni framleiðni og halda uppi hagvexti á Íslandi,“ sagði Bogi Pálsson. Markmiðið er 45% aukn- ing þjóðar- framleiðslu Bogi Pálsson Bogi Pálsson formaður Verslunarráðs Íslands Þá nefndi i nóg að tæki. Það rfesta af sitt fjár- nýju fyr- a það teldi einhverju Ef þeir nni aukið þeir fé í tun hættu stjóri Ís- sagði að í kvæmlega pi hagvex- am á ein- reyna það viðhalda eld ég við gn þannig aman fyr- m að laða i bara til þess að ná hingað peningum heldur einnig til þess að ná hingað fólki með sérþekkingu, fólki sem getur kennt okkur að reka fyrirtæki, fólki sem getur hjálpað okkur að setja ís- lensk fyrirtæki í erlent samhengi. Í öðru lagi verðum við að mennta okkar unga fólk. Menntun er lyk- ilatriði í þessu. Ég held samt ekki að það sé endilega rétt að breyta okkar menntakerfi. Við verðum fyrst og fremst að hafa góða al- menna menntun enda mun fólk þurfa að skipta oft um störf. Við eigum sem sagt að mennta unga fólkið og hvetja það til þess að taka áhættu. Án þess að taka áhættu bú- um við ekki til ný verðmæti í okkar samfélagi. Þegar við erum búin að laða að fjármagn og mennta okkar fólk eigum við að sleppa því lausu í samfélaginu til þess að byggja upp þjóðargersamar á borð við Marel, Össur, Flögu, EJS o.s.frv. „Menntunin er uppspretta fram- fara og vaxtarbroddurinn mun fel- ast í því að skapa þekkingarverð- mæti,“ sagði Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. „Það er ljóst að það er fylgni á milli menntunar og hag- vaxtar og það hefur einnig verið sýnt fram á fylgni á milli mennt- unar og nýsköpunar. Það er því ljóst að lykilinn að hagvexti í fram- tíðinni felst í menntuninni samfara því að auka framleiðnina.“ Guð- finna telur að bæta megi gæði menntunar hér á landi og eðlilegt sé í því sambandi að líta til annarra landa sem skarað hafa fram úr. En jafnframt þurfi að veita auknu fé til menntamála. Í máli Frosta Bergssonar, stjórnarformanns Opinna kerfa, kom fram að það sé atvinnulífið sem skapi tækifærin og en hlutverk ríkisins sé að skapa rétt skilyrrði. Frosti sagði að upplýsingatæknin kæmi við sögu á öllum sviðum at- vinnulífsins. Til þess að viðhalda hagvexti þurfi að leggja fram mark- vissa áætlun fyrir næsta áratug með skýrum markmiðum. Á sama tíma og heimurinn sé að verða eitt markaðssvæði þurfi jafnframt Ís- lendingar að skilgreina sig betur og tileinka sér nýja hugsun. eð u Morgunblaðið/Ásdís Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, ræða málin á viðskiptaþingi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.