Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 47 „Ég hlakka til að sjá þig, darling, I love you.“ Það eru örfáir dagar síðan við Helga föðursystir mín eða „tanta“ eins og ég kallaði hana töluðum sam- an. Alltaf var kveðjan eins, einlæg og hlý, svolítið amerísk en samt alíslensk því hugur hennar var ætíð íslenskari en minn. Hún var hress og við hlökk- uðum báðar til að hittast í Flórída í febrúar. Kominn tími til, það eru ára- tugir frá því að ung og saklaus ferm- ingardama eyddi ævintýralegu sumri í Flórída, umvafin vernd „töntu“ og Mac. Það var sumt sem ekki mátti, aldrei tala við ókunnuga, ekki of mikla sól því hún var alltaf að passa mig fyr- ir Helga bróður sinn, þetta var ynd- islegur tími. Förin til Flórída verður farin, en Helgu hitti ég ekki. Ég varð of sein, hún drakk kvöldkaffið með Fanneyju systur sinni eins og þær höfðu gert í nær hálfa öld, kvöddust en „tanta“ komst aldrei í rúmið sitt. Hún fékk ósk sína uppfyllta að fá að kveðja þennan heim heima hjá sér, án fyrirhafnar eða vandræða, hitta Mac sinn, sjá hann aftur! Helga „tanta“ var ættuð úr HELGA EYSTEINSDÓTTIR MACGREGOR ✝ Helga Eysteins-dóttir MacGre- gor var fædd í Hafn- arfirði 24. júlí 1921. Hún lést í Jackson- ville, Flórída, 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Matthildur Helgadóttir frá Flat- eyri við Önundar- fjörð, f. 15.9. 1886, d. 11.6. 1959 og Ey- steinn Jakobsson frá Hraunsholti í Garða- bæ, f. 31.8. 1891, d. 21.2. 1981. Alsystkini hennar eru Fanney, f. 25.5. 1924, búsett í Jacksonville, Flórída, eiginmaður hennar er Harold O’Neal og Helgi, f. 30.5. 1925, búsettur í Reykjavík, eiginkona hans er Kristín Jónsdóttir. Auk þess átti hún fimm hálfsystkini. Helga giftist Lester E. Mac- Gregor árið 1955 í Bandaríkjun- um. Hann lést 1994. Þau voru barnlaus og bjuggu lengst af í Jacksonville, Flórída. Helga verður jarðsett í Jack- sonville, Flórída, í dag, við hlið eiginmanns síns. Hraunsholti í Garðabæ og því gleymdi hún aldr- ei. Hún fluttist vestur um haf fyrir um hálfri öld. Reykjavík var þá lítið þorp þar sem allir þekktu alla og „ægilega gaman að ganga rúnt- inn“. Þegar „tanta“ kom öðru hvoru til landsins voru það ekki fallegu firðirnir eða háu fjöllin sem heilluðu mest, miklu frekar gamlir vin- ir og ættingjar. „Manstu ekki eftir henni, bjó þarna og þarna?“ Í síðustu heimsókn „töntu“ kom betur í ljós að gömlu vinirnir voru að týna tölunni, Reykjavík var allt önnur en áður var, „það þekkir enginn neinn“, sagði hún. En ættingjarnir voru hér, og hún naut þess að fylgjast með þeim, sér- lega þar sem henni auðnaðist ekki sú gæfa að eignast sín eigin börn. Stolt- ust var hún af nöfnu sinni, sem ætíð var henni svo góð. Við öll eigum góðar minningar um „töntu“, hún var hlý, góð og vildi svo vel. Helga „tanta“ giftist góðum manni, Lester E. MacGregor, sem reyndist henni vel. Hann dó fyrir sex árum, líf hennar breyttist mikið við það. En hún hafði Fanneyju systur og hennar fjölskyldu sem sannarlega hafa reynst henni vel. Þær systur hafa bú- ið í Jacksonville í Flórída, í húsum beint á móti hvor annarri í tæpa hálfa öld. Það liggur við að þar sem önnur var þar hafi hin verið. Samband þeirra var einstakt, líf þeirra samofið á þann hátt að önnur vildi ætíð vita af hinni. Ekki voru þær kannski alltaf sammála enda ólíkar manneskjur þótt systur væru, en virðing þeirra hvor fyrir annarri leiddi einatt til nið- urstöðu sem sátt var um. Þótt söknuður okkar sé mikill er missir Fanneyjar mestur, systurinn- ar og vinkonunnar góðu. Megi góður guð blessa Fanneyju og fjölskyldu hennar svo og ástvini alla. Sigurður Elí, sonur minn, mun fylgja þér í dag í Jacksonville, en end- urfundir okkar verða að bíða betri tíma, þótt við höfum verið farnar að telja dagana. Hvíl í friði, elsku „tanta“ „I love you.“ Guðleif Helgadóttir. Nú þegar bróðir minn er kvaddur verður mér mikið hugsað til þeirra skemmtilegu ára þegar nútíminn knúði á dyr og sveitirnar fóru að njóta útvarps, heimaraflýsingar, sveitasíma og margs konar véla- mennsku smátt og smátt. Grímur fór ungur að vinna á viðtækjaverk- stæði útvarpsins og náði slíkri færni í útvarpsvirkjun að hér- aðsbúar leituðu til hans með biluðu tækin um langt skeið. Ég man eftir að menn komu sunnan úr Dölum og utan úr eyjum, stundum tveir í einu, og gistu, og þetta var mikill gleðskapur fyrir okkur hin. Á stríðsárunum komu vindrafstöðvar á markað og Grímur náði fljótt í eina slíka. Hann lagði leiðslurnar fyrir þennan lága straum og hjálp- aði nágrönnum með það líka. Svo var endalaus vinna að halda þess- um ljósgjöfum gangandi; vefja upp brunnin anker og útvega nýja spaða ef ekki var hægt að spengja þá brotnu og eins var snúnings- samt að halda bensínrokkunum gangandi sem urðu fljótt nokkuð algengir. Árið 1942 var fyrsti kaupfélags- bíllinn keyptur og Grímur var bíl- stjóri á honum í nokkur ár, og mig minnir í viðlögum nokkuð lengur. Það var erilsamt þegar hann var farinn að búa. Það kom annar vörubíll í sveitina um sama leyti, sem Jens Guðmundsson, síðar skólastjóri á Reykhólum, keypti, og þvílík hátíð með vegavinnu, vöru- flutninga og fólksflutninga því það leiðst í nokkur ár að flytja fólk á palli. Þeir höfðu „grindur“ úr sléttu járni um pallinn og svo voru spýtur lagðar þvert um og giltu sem bekk- ir, svo var hægt að tjalda „pluser- ingu“ yfir í leiðindaveðri. Það var allt í einu orðinn leikur að komast til kirkju og á böll, meira að segja í Dali og á Strandir. Og þessi flutn- GRÍMUR ARNÓRSSON ✝ Grímur Arnórs-son fæddist á Tindum í Geiradal í A- Barðastrandarsýslu hinn 26. apríl 1919. Hann lést í Króks- fjarðarnesi 23. janúar síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Reykhólakirkju 3. febrúar. ingamáti bjargaði vest- anfólki á lýðveldishá- tíðinni 1944. Þá var Jens þar og flutti okk- ur í bæinn um nóttina. Á þessum árum var skógerð úr bílslöngum mikið stunduð og Grímur tók þátt í því. Einar bróðir, sem er mikill völundur, vann heima öll unglingsárin og til hans og þeirra beggja var mikið leitað með bilaða hluti og dollur til viðgerðar. Það er aldrei talinn saman sá tími sem fer í svona þjón- ustu en hann er ótrúlega mikill. Þegar farið var að smíða olíu- kyndingu í almennar eldavélar keypti Grímur slíka og þegar möguleikar urðu að fá stórvirkar vélar til jarðræktar var stofnað ræktunarsamband. Grímur var driffjöðrin í því og var það mjög tímafrekt og óeigingjarnt starf sem þar var innt af hendi. Þegar sam- veiturafmagn kom fyrst í okkar byggðir var það frá Þverárvirkjun, línan var lögð suður Tröllatungu- heiði. Það var ófullnægjandi orka og línan bilanagjörn. Grímur var umsjónarmaður veitunnar í mörg ár og var það mjög ónæðissamt og erfitt að brjótast úti í verstu veðr- um þegar bilanir urðu. Þegar sveitalífið fór að taka þessum öru breytingum var það fjölhæfnin sem gilti. Og mesta gæfa hvers byggð- arlags að eiga menn eins og Grím sem ekki var einungis handlaginn heldur töluglöggur og bókhaldsfær í besta lagi. Þegar kvatt er sannast enn að það er mest virði sem hægt er að gera öðrum til góðs. Bjargey Arnórsdóttir. Elsku afi, það er undarlegt til þess að hugsa að þú hafir nú kvatt þennan heim. Á slíkum stundum fer margt í gegnum hugann og við horfum á allar þær stundir sem við megum þakka fyrir frá liðinni tíð. Litla dóttir mín, hún Hildur Björk, var að raða saman litríkum plast- perlum á spjald svo þær mynduðu marglitan kross. Hún bað mig að bræða þær saman og fara svo með krossinn vestur til þín og leggja hann hjá þér. Fyrir mér er þessi athöfn hennar dálítið táknræn því þannig finnst mér nú einmitt hafa raðast saman marglitar minninga- perlur í huga mínum, í mynd sem ég get alltaf horft á með vænt- umþykju og virðingu – mynd af góðum afa. Með kæru þakklæti. Arndís Lilja. Elsku amma mín. Nú ertu farin, þú ert komin á friðsælan stað hjá guði, og ég veit að þér líður vel. Það er samt erfitt að vita til þess að þú sért dáin, en þú varst búin að vera veik svo lengi og líða svo illa. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín mjög, en í huga mínum og hjarta mun ég geyma yndislegar minningar um þig. Þú varst svo góð og kenndir mér svo margt og það var alltaf svo gaman þegar þú sagðir mér bibl- íusögur þegar ég var lítil. Ég þakka guði fyrir að hafa feng- ið að kveðja þig þegar ég kom norð- ur til þín helgina áður en þú yf- irgafst þennan heim. En það var svo erfitt að horfa upp ÍSÓL KARLSDÓTTIR ✝ Ísól Karlsdóttirfæddist í Garði í Ólafsfirði 17. ágúst 1917. Hún lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði 2. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Ólafsfjarðarkirkju 8. febrúar. á þig kveljast svona, þú varst samt svo frið- sæl, ánægð og falleg og reyndir að brosa og sagðir mér að brosa í gegnum tárin. Ég er svo ánægð að hafa fengið að eyða smátíma hjá þér, halda í höndina þína, kyssa þig og segja við þig að ég elskaði þig amma og það var það síðasta sem ég sagði við þegar ég kvaddi þig því að ég vissi að ekki væru margir dagar eftir. Ég veit að þér líður vel núna, þú ert komin á öruggan stað og getur fylgst með okkur öllum frá himnum. Elsku amma, takk fyrir allar stundirnar og allan þann tíma sem þú gafst mér, ég mun segja henni Maríu Mist mikið frá þér, hún er svo lítil núna og skilur ekki en hún var heppin að fá að kynnast þér smá og ég á svo fallegar myndir af ykk- ur saman sem ég mun varðveita vel. Elsku afi minn, ég vil votta þér samúð mína og ég veit að þetta er erfitt, en við vitum bæði að henni líður svo vel núna. Elsku amma, mig langar að fá að kveðja þig með smáljóði sem þú kenndir mér þegar ég var fimm ára. Þú skrifaðir það á blað handa mér svo ég myndi muna það og geymi ég það enn og mun ávallt gera. Ég elska þig amma og þú munt ávallt vera í huga mínum og hjarta. Símstöðin er opin og línan lögð nú er lögð af himni niður ofan á jörðu hér aldrei lokast þessi undrastöðin kær. Aðeins nota bæn og trú og sambandið þú færð, bænasíminn upp til himins hringja kann helgir lífsins straumar berast gegnum hann faðir vor hann lagði fyrir börnin sín. Flýt þér að hringja í númer guðs svo frelsist sálin þín. (H.Ó.) Þín dótturdóttir, Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir. Elsku amma. Nú hefur þú yfirgefið þetta jarð- líf. Það tók nokkuð á fyrir þig en loksins sofnaðir þú svefninum langa, eins og þú trúðir svo innilega á. Ég vona að eftir alla þessa baráttu sofir þú vært og dreymi vel. Ég er svo glöð fyrir þína hönd, því nú er allt svo fallegt og gott. Amma mín var engin venjuleg kona. Hún var listakona og skáld- kona, örgeðja en viðkvæm og átti sér marga drauma sem hún gat ekki alltaf látið rætast. Ég minnist allra jóla- og afmælis- gjafanna, útprjónaðar peysur, vett- lingar og húfur í stíl, alltaf eitthvað hannað af henni. Hún saumaði mik- ið á sig og sína. Sótti allskonar nám- skeið í keramik- og glermálun og þannig mætti lengi telja. Allt sem hún hefur afkastað í gegnum ævina er með ólíkindum. Meira að segja síðustu árin hennar, þegar hún var orðin mjög sjóndöpur, prjónaði hún ýmislegt til að gefa barnabarna- börnunum. Amma gaf út þrjár bæk- ur og eftir hana liggja ótal handrit, ljóð og sálmar. Hún eignaðist sex börn, þrjú með fyrri manni sínum, Karli Sigtryggs- syni, móðurafa mínum, og þrjú með Sigurði afa en frumburð sinn misstu þau aðeins fárra daga gamlan. Sjálf hef ég verið minnt á hversu dýrmæt gjöf það er að eignast barn. Ég reyni stundum að gera mér í hug- arlund hversu mikil sorg það hefur verið fyrir ömmu og Sigurð afa að missa litla fallega drenginn sinn. Það var sama sorgin þá og það er í dag, nema að þau töluðu aldrei um það. Minning hans hefur þó alltaf lifað með þeim. Elsku amma, ég mun alltaf geyma minningu þína í hjarta mínu. Fallega háa ennið, brosið og hlát- urinn. Ég man þegar ég var hjá ykkur afa sumarið sem ég varð sextán ára. Fyrst þegar ég kom varst þú í Hveragerði og afi eldaði á hverju kvöldi handa mér. Svo komst þú og þið skiptust á að dekra við mig. Dag einn eftir vinnu beið amma eftir mér í bílnum sínum en nokkrum metrum frá beið afi í sín- um bíl. Ungfrúin átti ekki að þurfa að ganga heim. Átján árum síðar man ég ennþá þessa gleðitilfinn- ingu. Það eru forréttindi að eiga svona góða ömmu og afa. Ég minn- ist þess líka þegar við amma fórum í söluferð með bókina hennar „Vakna þú, sem sefur“ og nokkra glermuni sem hún hafði málað. Þetta var æv- intýraferð. Amma leyfði mér að keyra og það var í fyrsta sinn sem ég keyrði fyrir „Múlann“ enda ný- komin með bílpróf. Ferðin gekk vel hjá okkur og dagurinn hafði komið vel út. Elsku amma, ég kveð þig með virðingu. Hvíl í friði. Ég kvíði ekki degi, því Drottinn er hér, daglega mun hann vaka yfir mér, varðveita og blessa allt, sem ég á. Aldrei hann víkur steinsnar mér frá. Hann einn getur huggað, hann einn getur grætt, hann einn getur skilið, þá hjartað er mætt, leitt út úr myrkri í ljósið hjá sér. Hve ljúft er, minn Jesú, að tilheyra þér. (Ísól Karlsdóttir.) Þín dótturdóttir, Rósa. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.