Morgunblaðið - 09.02.2001, Page 49

Morgunblaðið - 09.02.2001, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 49 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Sölufulltrúi Heildverslun óskar að ráða sölufulltrúa til starfa við sölu á vönduðu sælgæti og skyldum vörum. Við leitum að samviskusömum starfskrafti með góða framkomu, er reglusamur og hefur metnað til að takast á við krefjandi starf. Starfssvið: Skrifstofu- og sölustarf. Reynsla æskileg. Um er að ræða framtíðarstarf. Uppl. eru veittar á skrifstofu Íslenskrar Dreifing- ar, Skútuvogi 1e, í dag, föstudaginn 9. febrúar, milli kl. 15.00 og 19.00. Íslensk Dreifing er heildverslun sem er sérhæfð í sælgæti og skyldum vörum. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Spænkukennsla Kennara vantar í spænskukennslu á vorönn 2001. Upplýsingar í síma 570 5600. Skólameistari. Laust starf Laust er til umsóknar hálft starf, 50% starf, al- menns skrifstofumanns á skrifstofu sýslu- manns Snæfellinga í Stykkishólmi. Vinnutími er eftir hádegi. ● Tölvukunnátta er áskilin. ● Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veita Hulda Hall- freðsdóttir og Ólafur K. Ólafsson á opnunar- tíma skrifstofunnar í síma 430 4100. Skriflegar umsóknir um starfið berist til skrif- stofu embættisins í Stykkishólmi á Borgarbraut 2 fyrir 23. febrúar 2001. 7. febrúar 2001, Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Rauði kross Íslands Borgarfjarðardeild Aðalfundur Borgarfjarðardeild RKÍ heldur sinn árlega aðal- fund 15. febrúar í húsnæði deildar Brákareyjar kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um Rauða krossinn hvattir til að mæta. Kaffiveitingar. Stjórn Borgarfjarðardeildar RKÍ. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Ránarbraut 1, Vík, sem hér segir á eftirfarandi eign: Langholti, Skaftárhreppi, þingl. eig. Helgi Backman og Jarðasjóður ríkisins, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Vík í Mýrdal, fimmtudaginn 15. febrúar 2001 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Vík, 6. febrúar 2001. Sigurður Gunnarsson. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp í Austurmörk 18, Hvera- gerði, föstudaginn 16. febrúar 2001 kl. 14.00: Álímingarvél, GRUMAC model uR mod 46, álímingarvél, GRUMAC MODEL 2RS, ser.nr. 846, dekkjamót, 4 stk. CIO, dekkjamót, 68 stk. C.I.M.A., dekkjarekkar, 14 stk. CIO, gufuketill, K. Jónsson 170kw teg. D55, serial 586, límsprauta, K2 AENGEL S50, ser.nr. 10777, loftpressa, FF Buster, ser.nr. LD 100, loftpressa, Steinhög Ka 112F ser.nr. 3906842, rafmagnstafla, Rafha, raspur, SIO Ra 2A, skoðari, Collmann, ser.nr. 1011167, snyrtimaskína, Collmann, suðupottur, CIMA RPU 1 hf, ser.nr. 4725, suðupottur, CIMA RPU 1 hf, ser.nr. 4727, suðupott- ur, CIMA RPU 1 hf ser.nr. 4725, suðupottur, CIOM 5, ser.nr. 12070 og vara- og aukahlutir. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 7. febrúar 2001. TILKYNNINGAR Búðarhálsvirkjun allt að 120 MW og 220 kV Búðarhálslína 1. Mat á umhverfisáhrifum - athugun Skipulagsstofnunar Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 9. febrúar til 23. mars 2001 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstof- um Ásahrepps, Holta- og Landsveitar, Gnúp- verjahrepps og Djúpárhrepps. Einnig liggur skýrslan frammi í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun, Reykjavík. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Landsvirkjunar: http://www.lv.is Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 23. mars 2001 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif- um. Samtímis er auglýst tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 er tekur til sama svæðis. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 Búðarhálsvirkjun og Búðarhálslína Samvinnunefnd miðhálendis auglýsir skv. 14. gr. a sbr. 13. gr. a í skipulags- og byggingarlög- um nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 er tekur til framkvæmdasvæðis Búðarhálsvirkjun- ar og Búðarhálslínu eins og það er skilgreint í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar sem auglýst er samtímis sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Gerð er tillaga um eftirfarandi breytingar á svæðisskipulaginu: Stöðvarhús færist vestur að Sultartangalóni og aðrennslisgöng liggja að því frá Sporðöldulóni. Tungnaá verður brúuð við Hald og lagður vegur þaðan að stöðvarhúsi og yfir fyrirhugað stíflustæði Sporðöldulóns sem stækkar um 1 ferkílómeter að flatarmáli frá fyrri áætlunum. Ný 220 kV há- spennulína verður lögð yfir Búðarháls að tengi- virki Sultartangastöðvar. Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu- tíma á eftirtöldum stöðum frá og með föstu- deginum 9. febrúar til og með föstudagsins 9. mars 2001: Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, Holta- og Landsveit, hreppsskrifstofunni Laugalandi í Holtum, 851 Hellu Ásahreppi, hreppsskrifstofunni Laugalandi í Holtum, 851 Hellu Djúpárhreppi, Samkomuhúsi Þykkvabæjar , 851 Hellu Gnúpverjahreppi, hreppsskrifstofunni í Árnesi, 801 Selfossi Sýslumanninum á Ísafirði Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði Héraðsnefnd Eyjafjarðar, Strandgötu 29, 600 Akureyri Hafnarfjarðarbæ, afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðar- bæjar, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfirði Þjóðarbókhlöðunni, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemd- ir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út föstudaginn 23. mars 2001. Skila skal athuga- semdum á skrifstofu samvinnunefndar miðhá- lendisins á Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við breyting- artillöguna fyrir tilskilinn frest, teljast samþykk- ir henni. Samvinnunefnd miðhálendis. Mat á umhverfisáhrifum - ákvörðun Skipulagstofnunnar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að Sjókvíaeldi Silungs ehf. í Stakksfirði út af Vogastapa skuli háð mati á umhverfisáhrif- um samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun- ar: http://www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 9. mars 2001. Skipulagsstofnun. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hrauntjörn 4, íbúð, Selfossi, fastanr. 218-6425, þingl. eig. Rakel Gísla- dóttir og Ketill Leósson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sam- einaði lífeyrissjóðurinn og sýslumaðurinn á Selfossi, fimmtudaginn 15. febrúar 2001 kl. 10.30. Jörðin Hróarsholt II, að undanskildum tveimur 50 ha spildum, þingl. eig. Ingibjörg Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Kaupás hf., fimmtudaginn 15. febrúar 2001 kl. 14.00. Sjöfn ÁR-123, skipaskrárnúmer 2004, þingl. eig. Ásþór ehf., gerðar- beiðendur Olíuverslun Íslands hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 15. febrúar 2001 kl. 9.30. Sunnuvegur 14, íbúð, Selfossi, fastanr. 218-7423, þingl. eig. Karl Ómar Ársælsson, gerðarbeiðendur Almenna málflutningsstofan sf., Búnaðarbanki Íslands hf., Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf. höfuðst., sláturhúsið Þríhyrningur hf., sýslumaðurinn á Selfossi og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 15. febrúar 2001 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 7. febrúar 2001. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  181298½  Sp. I.O.O.F. 12  181298½  Fl. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Náttúrufræðisamkoma í kvöld kl 20.30. Upphafsorð: Klara Valdís Þór- hallsdóttir. Einsöngur: Helga Vilborg Sigur- jónsdóttir. Fyrirlestur og hugleiðing: Dr. Bjarni E. Guðleifsson, náttúru- fræðingur. Aðgangur er ókeypis. Allir hjart- anlega velkomnir. Í kvöld kl. 21 heldur Kristján Val- ur Ingólfsson erindi um helgi- hald í kristnum klaustrum á Sturlungaöld í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Halldórs Har- aldssonar sem sýnir myndband með Krishnamurti. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guð- spekifélagsins verður fram- haldið fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.30 í umsjá Birgis Bjarna- sonar „Opið spjall um hug- rækt“. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Guðspekifélagið er 122 ára alþjóðlegt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hug- myndinni um algert frelsi, jafn- rétti og bræðralag meðal mann- kyns. Nauðungarsala Framhald uppboðs á eftirtalinni fasteign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Suðurbraut 3, Hofsósi, þingl. eign dánarbús Friðvins J.S. Jónssonar, eftir kröfu Íbúðalánasjóðs, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. febrúar 2001 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 8. febrúar 2001. Ríkarður Másson. VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.