Morgunblaðið - 25.02.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.02.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU í dag fylgir blað frá tímaritinu Basic – heilsa. Blaðinu verður dreift á höfuðborgarsvæðinu. HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði áherslu á samstöðu innan flokksins fram að næstu kosningum í ræðu við upphaf miðstjórnarfundar flokksins í Reykjavík í gær. Hann sagði að for- ysta flokksins hefði orðið fyrir gagnrýni fyrir að láta ekki koma skýrt fram áherslumun milli sín og sjálfstæðismanna í stjórnarsam- starfinu. „Ég tel afskaplega mikilvægt að Framsóknarflokkurinn sýni á næstu árum, fram að næstu kosn- ingum, mikla samstöðu og ég tel það vera mikilvægast til að við get- um skilað góðum árangri á næstu árum og í komandi kosningum,“ sagði Halldór. „Það hefur oft gefist vel í stjórn- málum að hafa uppi nokkurn ágreining bæði innan flokka og milli flokka en það er hins vegar ljóst að ef sá ágreiningur fer úr böndum þá eyðileggur það viðkom- andi flokka og það eyðileggur líka viðkomandi ríkisstjórn,“ sagði Hall- dór ennfremur. Áherslumunur Fram kom að hann hefði á und- anförnum mánuðum setið 22 fundi með um það bil 1.000 flokksmönn- um. Þar hefðu komið fram marg- víslegar áhyggjur og gagnrýni en líka mikill vilji til að vinna að mál- efnum flokksins og beita sér sam- einað í baráttu fyrir málstað flokks- ins. „Ég geri mér grein fyrir því eftir þessa fundi að menn vilja fá betur fram hver er áherslumunur milli flokkanna í ríkisstjórn. Mönnum finnst oft á tíðum að við séum þar ekki í miklum ágreiningi og sýnum ekki mikla sérstöðu. Það er vissu- lega rétt en við skulum hafa það í huga að það er mikilvægt að rík- isstjórn vinni vel saman. Það er mikilvægt fyrir þjóðina og alla framtíðarhagsmuni landsins,“ sagði Halldór. Einkavæðing innan flokks Halldór sagði að á fundunum hefðu ýmis mál komið til umræðu, meðal annars hefði mikið verið tal- að um einkavæðingu og komið fram áhyggjur af því sem kallað væri einkavæðing innan flokks. Flokksmenn hefðu líka áhyggjur af velferðarkerfinu, heilsugæslu, sjúkrahúsum og menntakerfinu og meðal flokksmanna væri sterkur vilji til að flokkurinn stæði vörð um þá uppbyggingu sem hann hefði staðið að í marga áratugi og það kvaðst hann telja að flokkurinn ætti að gera. Einkavæðing í heilbrigðis- og skólakerfinu Halldór vék að einkavæðingu í heilbrigðis- og menntakerfinu og sagði að þeir sem störfuðu í heil- brigðiskerfinu vildu í vaxandi mæli hafa þjónustuna á eigin höndum en hættan væri sú að smátt og smátt yfirtækju einstaklingar bestu bit- ana en skildu ríkisvaldið eftir með það sem væri erfiðast og dýrast. „Ég tel að það megi ekki eiga sér stað,“ sagði Halldór. „Og það sama á við um menntakerfið. Það er auð- velt að taka að sér þá nemendur sem gengur best í skóla, sem skara fram úr og eiga ekki við nein vanda- mál að etja. En það er ekki auðvelt að styðja við bakið á þeim sem ein- hverra hluta vegna gengur ekki jafnvel og hinum. Ég óttast að ef einkaaðilar taka yfir skólarekstur í vaxandi mæli þá muni eiga sér stað meiri skipting í þjóðfélaginu, skipt- ing milli þeirra sem hafa meiri efni og gengur betur og þeirra sem dragast aftur úr af ýmsum ástæð- um,“ sagði Halldór. „Við höfum ekki efni á því sem Íslendingar að taka áhættu á þessu sviði. Við erum lítil þjóð sem hefur staðið vel saman og við verðum að halda þeirri samstöðu og þeirri samhjálp sem við höfum þroskað með okkur í gegnum aldirnar og hefur gert okkur að því sem við er- um.“ Þá sagði Halldór að stundum væri lítið gert úr því að framsókn- armenn legðu of mikið upp úr því að miðla málum. „En það er göfugt hlutverk í þjóðfélaginu því aðeins með málamiðlunum verða framfarir í sæmilegum friði og það verða eng- ar framfarir nema með friði,“ sagði Halldór og sagði að það skyldu menn einnig hafa í huga innan flokksins. Fjallað um lagabreytingar Á miðstjórnarfundinum var m.a. fjallað um breytingar á lögum flokksins, m.a. í þá átt að ritari flokksins mætti ekki jafnframt gegna ráðherraembætti. Núverandi ritari er Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra. Einnig var fjallað um drög að nýrri grundvallarstefnuskrá flokks- ins svo og drög að ályktunum flokksþings sem haldið verður í næsta mánuði. Þar verður m.a. kos- inn nýr varaformaður flokksins. Formaður Framsóknarflokksins við upphaf miðstjórnarfundar í gær Mikilvægt er að sýna samstöðu innan flokksins Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður flokksins, ræddu saman við upphaf miðstjórnarfundarins í gær. Í upphafi ræðu sinnar bað Halldór viðstadda að rísa úr sætum og hylla Ingibjörgu með lófataki en hún er nú að snúa til starfa eftir veikindaleyfi. PÁLL Magnússon, upplýsinga- fulltrúi Íslenskrar erfðagreining- ar, segir að það hafi aldrei verið neitt leyndarmál hver niðurstaða skoðanakönnunar Gallups fyrir Íslenska erfðagreiningu hafi verið varðandi afstöðu lækna til slita stjórnar Læknafélags Íslands á viðræðum við Íslenska erfða- greiningu vegna miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði. Niðurstaða könnunarinnar meðal lækna samkvæmt upplýs- ingum Páls var sú að 56,7% lækna voru sammála viðræðuslitum, 38,8% voru ósammála og 4,5% tóku ekki afstöðu. Spurt var: „Ertu sammála eða ósammála þeirri ákvörðun stjórnar Lækna- félagsins að slíta viðræðum við Ís- lenska erfðagreiningu um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði.“ Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að á blaðamanafundi þar sem niðurstöður könnunarinnar voru kynntar hafi ekki verið greint frá niðurstöðum varðandi spurningu um afstöðu lækna til viðræðuslitanna. Páll sagði að upplýsingar í þess- um efnum hefðu aldrei verið neitt leyndarmál. Stjórn Læknafélags- ins hefði sjálf tekið þá ákvörðun að hún væri ekki aðili að þessu máli lengur. Hún hefði hafnað því að taka upp viðræður aftur og því í reynd verið búin að segja sig frá málinu. Þeim hefði því þótt þessi spurning ekki eiga neitt erindi inn á blaðamannafundinn hvaða af- stöðu menn hefðu tekið til ákvarð- ana stjórnar Læknafélagsins. Spurningu sama efnis var einn- ig beint til almennings og voru 16,4% sammála afstöðu Lækna- félagsins, 72,4% ósammála og 11,2% tóku ekki afstöðu. Upplýsingafulltrúi ÍE Niðurstöðurnar voru aldrei neitt leyndarmál HEIMSÓKN Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra og Ingu Jónu Þórð- ardóttur, eiginkonu hans, til Mani- toba hófst síðastliðinn föstudaginn með því að Svavar Gestsson sendi- herra og Guðrún Ágústsdóttir, kona hans, sýndu þeim hjónum ís- lenskudeild Manitoba-háskóla en Íslendingar gáfu á síðasta ári fimmtíu milljónir króna til þeirrar deildar. Að því loknu hélt fjár- málaráðherra svo fyrirlestur um vanda smáþjóða á alþjóðavett- vangi við viðskiptadeild háskólans. Geir hóf fyrirlestur sinn á því að tala um samskipti Íslands og Kanada í gegnum árin og sagði meðal annars frá því að Íslend- ingar ættu Vestur-Íslendingum ýmislegt að þakka því vestur- íslenskir sjómenn hefðu til dæmis kennt íslenskum sjómönnum að frysta fisk á sínum tíma og að Vestur-Íslendingar hefðu átt stór- an þátt í því að stofna Eimskipa- félag Íslands. Um hundrað og fimmtíu manns sóttu fyrirlest- urinn. Um kvöldið voru fjármálaráð- herra og eiginkona hans svo gest- ir í móttöku sem Peter Liba, vara- ríkisstjóri Manitoba fylkis, hélt til heiðurs Svavari Gestssyni sem á næstu mánuðum flytur frá Winni- peg eftir tveggja ára starf sem að- alræðismaður Íslands. Gestir í móttökunni voru ræðismenn ann- arra þjóða, Neil Bardal, aðalræð- ismaður Íslands í Gimli, og Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba. Fjármálaráðherra er sjöundi ráðherra ríkisstjórnar Íslands sem heimsækir Manitoba á síðustu fjórtán mánuðum. Fjármálaráðherra í heimsókn í Kanada Morgunblaðið/Jón Einarsson Gústafsson Svavar Gestsson ræðir við Geir H. Haarde og Ingu Jónu Þórðardóttur. Íslendingar eiga Vest- ur-Íslend- ingum mik- ið að þakka BOLLUDAGURINN er á mánudag- inn og mikið er um að vera í bak- aríum landsins við að baka bollur, þeyta rjóma og krem. Arnþrúður María Felixdóttir vinnur hjá Jóa Fel og hefur eflaust í mörg horn að líta um helgina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bolludagur ♦ ♦ ♦ ÞRJÚ loðnuskip með fullfermi biðu löndunar í Vestmannaeyjahöfn í gærmorgun. Annir voru við höfnina því auk loðnulöndunar var verið að umskipa um 500 tonnum af saltfiski og frysti- vöru úr leiguskipi Eimskips í 25 frystigáma um borð í Skógafoss sem halda átti áleiðis til Kanada. Annir í Eyjahöfn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.