Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAU berjast gegn pelsum,fyrirtækjum, sem stundarannsóknir á dýrum, ogauðvitað hvalveiðum, eins og ekki þarf að segja Íslendingum. Gamaldags dýraverndunarsamtök heyra sögunni til. Það er ekki lengur bara verið að berjast fyrir betri með- ferð á dýrum og það tekur einn mál- staðurinn við af öðrum. Samtök af þessu tagi hafa séð til þess að selveiðar hafa verið lagðar af eða að þeim sorfið, hvalveiðum verið hætt og nú er röðin komin að bresk- um refaveiðum. Þau hafa einnig bar- ist gegn mjólkurdrykkju. Við nánari athugun kemur glöggt í ljós að hér er verið að vinna að allsherjarbanni við allri notkun dýra, banni við slátr- un og auðvitað veiðibann, jafnt á fiskum sem á öðrum dýrum. Hinn hugmynda- fræðilegi grunnur Dýr geta þjáðst. Þess vegna þarf að taka rétt þeirra til greina. Það er eiginleikinn til að þjást sem gerir dýrin jafn rétthá mönnum, ekki að þau hafa ekki eiginleikann til að tala eins og menn. Þetta er inntakið í hugmyndum dýraréttarhreyfingar- innar, sem helsti humgyndafræðing- ur hennar hefur mótað. Hugmyndafræðingurinn er ástr- alski heimspekurinn Peter Singer, sem síðastliðið ár var gerður að pró- fessor í lífsiðfræði við „Center for Human Values“ við Princeton-há- skóla. Útnefningin kallaði á víðtæk mótmæli því að kenningar hans hafa vægast sagt verið umdeildar. Biblía dýraréttarhreyfingarinnar er bók Singers frá 1975, „Animal Liberat- ion“ eða „Frelsun dýranna“. Singer fylgir kenningum nytja- hyggjunnar út í ystu æsar. Hann miðar ekki við mannlega og ekki mannlega eiginleika, heldur talar um persónur og ekki persónur. Persón- ur eru þeir, sem geta fundið til, hafa rökhugsun, gera sér grein fyrir sjálf- um sér og horfa til framtíðarinnar. Samkvæmt þessari skilgreiningu eru fóstur ekki persónur, sem gera Singer að haturstákni hreyfinga er berjast á móti fóstureyðingum. Fólk, sem þjáist af hrörnunarsjúkdómum eins og alzheimer, er heldur ekki persónur og eiga samkvæmt kenn- ingum Singers að njóta minni réttar en til dæmis simpansar. Singer hefur einnig sett fram þá kenningu, að fólk í iðnríkjunum drepi fátæklinga í þriðja heiminum með því að gefa þeim ekki fæði og klæði. Í Bandaríkjunum, segir hann, þarf 30 þúsund Bandaríkjadali, um 2,5 milljónir króna, til að komast af og þeir sem hafa meiri tekjur ættu að gefa umframtekjurnar til fátækra þjóða. Í viðtali á www.reason.com frá því í desember viðurkennir Sing- er þó að hann hafi drjúgt meira í tekjur en þetta en fylgi þó ekki kenningum sínum í því. Hann leggur einnig fé til móður sinnar, sem er með alzheimer, en segir að ef hann einn réði, væri hún kannski ekki á lífi. Frá Birgitte Bardot til Stellu McCartney Einn af þeim fyrstu til að taka upp baráttu gegn veiðum, ekki bara af því dýrin þjáðust, heldur af því að það væri rangt að drepa dýr, var Walesbúinn Brian Davies. Þegar ár- ið 1969 var hann farinn að berjast gegn kópadrápi í Kanada en hvíta, mjúka kópaskinnið var sérlega eft- irsótt í loðkápur og því dýrmæt vara. En selveiðarnar voru mikilvægur hluti af hagkerfi Nýfundnalands og þegar Davies og samherjum hans eins og Grænfriðungum tókst að fá í gegn bann á innflutningi kópa- skinnsins til Evrópu, hrundi líf veiði- mannanna þarna. Kópaveiðarnar höfðu verið mikil- vægar við hliðina á fiskveiðum og öðrum veiðum. Grænlendingar hafa mátt berjast sömu baráttunni þótt selskinn þeirra væru ekki aðeins hvítu kópaskinnin. Meistarabragðið í selabaráttunni var þegar kynbomban og kvik- myndastjarnan Brigitte Bardot var fengin til að fara út á ísinn til kópanna 1977, þar sem voru teknar af henni myndir að gæla við þá, um leið og hún sagði að verið væri að drepa þá til að fífl gætu gengið í loð- kápum. Viðbrögðin voru meiri en að- standendur herferðinnar hafði nokkru sinni dreymt um. Þeir hittu fyrir kynslóð, sem var úr öllum tengslum við dýr og dýraslátrun. Þetta var í raun upphafið að her- ferð dýraréttarsamtaka eins og þau eru nú. Þarna lærðu dýraréttar- og um- hverfisverndarsamtök af öllu tagi notadrjúg herbrögð: Að nota frægt fólk og áhrifamiklar og góðar mynd- ir. Hinn frægi ljósmyndari David Bailey var einn af þeim sem léði sela- herferðinni lið sitt. Síðan hefur ekki skort á fræga fólkið í herferðum. Þekktar fyrir- sætur köstuðu pjötlunum fyrir nokkrum árum í frægri herferð gegn loðdýraiðnaðinum. Stella McCartney, fatahönnuður og dóttir Bítilsins Pauls McCartn- eys, leggur dýraréttarsamtökum öfl- ugt lið, rétt eins og faðir hennar, nú síðast með því að skrifa bréf til flug- félagsins Delta til að mótmæla leð- ursætum í vélum þeirra. Í bréfinu sagðist hún vera grænmetisæta til margra ára og það að sitja í leður- sætum væri afturhvarf til fyrri tíma, ekki munaður. Samtök af þessu tagi hafa síðan lært ýmislegt annað. Fá samtök í heiminum eru jafn útsmogin í að hafa áhrif og dýraréttarsamtökin. Með auknum tekjum geta þau líka beitt sér kröftuglega. Í kjölfar selaherferðarinnar stofn- aði Brian Davies International Fund for Animal Welfair, IFAW, sem hef- ur víða beitt sér síðan og Political Animal Lobby, PAL. Davies lét af formennsku samtakanna 1997, en gerði þá samning um að fram til 2005 fengi hann rúmlega 200 þúsund pund á ári fyrir að leggja samtök- unum lið og leyfa þeim að nota nafn sitt. Þessi háa upphæð, um 25 millj- ónir króna, vakti umtal og þótti ekki góð auglýsing fyrir IFAW og PAL, þar sem margir þeirra sem láta pen- inga renna til samtakanna, ganga út frá því að þeir fari til dýranna, ekki leiðtoga samtakanna. Undanfarin ár hefur Davies beitt kröftunum að því að stöðva refaveið- ar í Bretlandi. Þetta er ekki aðeins heldri manna íþrótt, heldur að mörgu leyti hluti af lífinu til sveita. Fyrir síðustu kosningar kynnti Dav- ies sér stefnu flokkanna í refaveiðum og ákvað að leggja fram eina milljón punda í kosningasjóð Verkamanna- flokksins, sem var tíu prósent kosn- ingasjóðsins og því verulegt framlag. Hvort sem þar eru tengsl á milli eða ekki hefur Tony Blair forsætis- ráðherra nýlega lýst yfir að refaveið- ar verði bannaðar. Davies og samtök hans eru orðin áhrifavaldur í Verka- mannaflokknum í dýraréttarmálum, hann hefur hitt Blair og þessi kaup á áhrifum voru væntanlega markmiðið með kosningaframlaginu. „Ertu með blöðru- hálskrabba?“ Ein öflugustu dýraréttarsamtökin nú eru People for the Ethical Treat- ment of Animals, PETA. Samtökin voru stofnuð 1980, hafa bækistöðvar í Virginíu í Bandaríkjunum og í þeim eru 700 þúsund meðlimir, segir á vefsíðu samtakanna, þeirra á meðal Stella McCartney. PETA lýsir því yfir að dýr séu „ekki okkar að borða, íklæðast, gera tilraunir með eða nota til skemmtunar“. Með öðrum orðum þá berst PETA gegn dýraslátrun til matar, til notkunar í leður- og loð- dýraiðnaði, til lyfjatilrauna og í fjöl- leikahúsum. PETA beitir frægu fólki, njósna- starfsemi og leyndum myndavélum, öflugum auglýsingaherferðum og óvæntum uppákomum til að vekja athygli á málstaðnum. Víða er barist og af mörgu að taka þegar tiltæki PETA eru skoðuð. Í haust tóku að birtast í Banda- ríkjunum myndir af Rudi Giuliani, borgarstjóra New York-borgar, með mjólkurskegg. „Ertu með blöðru- hálskrabba?“ stóð á myndunum. Giuliani hafði tilkynnt að hann væri með krabba og plakatið gaf til kynna að mjólk orsakaði krabba. Herferðin þótti með afbrigðum ósmekkleg, en PETA gat vel við unað. Öll athygli er góð, hvort sem hún er jákvæð eða ekki. PETA hefur einnig hvatt meðlimi sína til að snúast gegn CBS-sjón- varpsstöðinni því að í sjónvarpsþætti nú í vetur, „Survivor“, sem gengur út á að komast af á eyðieyju, þurftu þátttakendur að drepa dýr sér til matar. Mótmælin beindust ekki aðeins gegn CBS, heldur einnig gegn fyr- irtækjum eins og Reebok, Visa og General Motors, sem hafa styrkt þáttinn. Fataframleiðandinn GAP var tek- inn í karphúsið fyrir að nota leður af heilögum kúm á Indlandi og í kjöl- farið hætti GAP að nota þetta leður, þótt það framleiði enn leðurbelti og aðrar leðurvörur. PETA hefur einn- ig ráðist að gæsarækt, sem beinist að því að þvinga fóður í gæsirnar til að fita lifrina. Samtökin þakka sér það að margir veitingastaðir og flugfélög hafa hætt að bjóða upp á gæsalifur. Í Bretlandi hefur angi af PETA beitt sér gegn Huntingdon Life Sci- ence, HLS, í tvö ár. Þetta fyrirtæki stundar lyfjarannsóknir og aðrir efnarannsóknir, sem samtök er kalla sig SHAC, Stop Huntingdon Animal Cruelty, berjast gegn af sjaldséðri hörku. Þau hafa lagt starfsfólk í ein- elti, líka heima fyrir, halda uppi stöð- ugum símhringingum og hótunum og ellefu íkveikjusprengjur hafa sprungið undir bílum starfsmanna. Tveir meðlimir SHAC eru í fangelsi fyrir hótanir. Nýlega handtók breska lögreglan 81 mann, þegar hópur SHAC-áhang- enda réðst á húsnæði í eigu þýska lyfja- og efnafyrirtæksins Bayer, sem skiptir við HLS. Mörg önnur fyrirtæki hafa orðið fyrir því sama. Breski bankinn Barclays hætti viðskiptum við HLS vegna þrýstings frá SHAC. HLS rambaði nýlega á barmi gjaldþrots vegna aðgerðanna, en fékk nýtt hlutafé frá bandarískum fjárfestum sem halda nafni sínu leyndu af skilj- anlegum ástæðum. Breska lögreglan rannsakar nú tíu naglasprengjur, sem hafa verið sendar í pósti und- anfarna mánuði. Sjö þeirra beinast gegn fólki tendu dýrum, en markmið þriggja er óljóst. Ein kona hefur slasast illa af þessum völdum. Ekki einstakir atburðir heldur ein heild Þegar litið er á starfsemi dýra- réttarsamtaka kemur glöggt í ljós að þótt samtökin taki fyrir einstök fyr- irtæki og standi fyrir uppákomum hingað og þangað, þá er það í raun markmiðið að dýradrápi verði jafnað við mannsdráp og öll slátrun dýra og dýradráp verði lagt niður. Banni við kópadrápi hefur fengist aflétt og einhverjar veiðar eru nú stundaðar á Nýfundnalandi, en veiðimannasamfélag eins og þar var er ekki til lengur. Allir vita hvernig stendur með hvalveiðar. Grindaveið- ar Færeyinga eru undir aðsúg frá Paul Watson og félögum hans á Sea Shepherd. Það amast enginn við friðun dýra, sem eru í útrýmingarhættu og góð meðferð dýra er sjálfsögð. En það er umhugsunarvert hvort og þá hvern- ig bregðast eigi við áróðri dýrarétt- arsamtaka fyrir rétti dýra til að vera ekki slátrað og til að vera viður- kennd jafn rétthá og menn. Reuters Dýraréttarsamtökin eru lagin við að fá frægt fólk til liðs við sig. Hér er leikkonan Pamela Anderson ásamt Ingrid Newkirk, einum af stofnendum PETA, að kynna bók, sem Newkirk hefur skrifað og heitir „Þið getið bjargað dýrunum“. Það er réttara að tala um dýraréttar- en dýra- verndarsamtök, því þessi samtök berjast fyrir rétti dýra til að lifa, hvort sem eru nytjafiskar eða pöndur í útrýmingarhættu. Markmiðið er að binda enda á allt dýradráp. Sigrún Davíðsdóttir skyggnist inn í heim dýraréttarsamtakanna. Frá dýraverndar- til dýraréttarsamtaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.