Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vatnslitasýning Smiðjunnar Til sýnis verða verk eftir: Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Mugg, Kjarval, Jón Engilberts, Hafstein Austmann, Eiríkur Smith, Jón Axel, Guðrúnu Svavu, Björgu Örvar, Hörpu Björns, Hlíf Ásgríms. Kjartan Guðjónsson. Gunnlaugur Scheving Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16.00 opnum við sölusýningu á vatnslitaverkum nokkurra listamanna. Sýningin stendur til 7. mars. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10-18, laugardaga kl. 12-14 Erum að leita eftir verkum gömlu meistaranna fyrir næstu sýningu okkar. Hágæða innrömmun SMIÐJAN Innrömmun - Art Gallerý Ármúla 36, sími 568 3890. Opið í dag, sunnudag, kl. 16-18 Í SMIÐJUNNI art gallerí, Ármúla 36, verður opnuð sýning á vatnslita- myndum í dag kl. 16. Til sýnis verða m.a. verk eftir Ásgrím Jónsson, Guð- rúnu Svövu, Gunnlaug Scheving, Hafstein Austmann, Jón Axel, Jón Engilberts, Kjarval, Mugg, Þorvald Skúlason, Hörpu Björnsdóttur, Björgu Örvar og Hlíf Ásgrímsdóttur. Sýningin stendur til 7. mars. Vatnslitamyndir í Smiðjunni ÞAÐ var troðfullt á Múlanum á fimmtudagskvöldið síðasta er Rúnar Georgsson lék þar ásamt kvartett sín- um og sérstökum gesti, kanadísk-ís- lenska flautuleikaranum Rosemary Kajoka sem lék fjórar sömbur með kvartettinum; allt frá Corcovado til Samba de uma nota so. Tónleikarnir hófust á blúsnum fræga eftir Mercher Ellington: Thing’s Ain’t What They Used to Be. Rúnar blés hann af innlifun, en greinilegt var og kom engum sem til þekkir á óvart, að hann er ekki í þeirri þjálfun sem margir yngri blásarar okkar eru, enda spilar hann ekki oft opinberlega núorðið. Eyþór og Rúnar náðu strax vel saman, en Valdimar og Matthías voru dálítið utangátta, en í fimmta laginu á efnisskránni, Misty eftir Erroll Garner, small kvartettinn alltí einu saman. Rúnar blés ballöð- una meistaralega og Eyþór þræddi hljómaganginn vendilega. Matthías lék með burstum og náðu þeir Valdi- mar loksins að leika án áreynslu – og svinga. Rúnar blés með örlitlum Websterblæ þarna, en í sömbunum var hann nær Stan Getz. Þeir sem eru vanir hinum harða sterka tóni Rúnars fengu að heyra dálítið mýkri tón og vonandi fær hann tækifæri til að leika meira á næstunni og þróa og þroska hinn mildari spilamáta sem hann hef- ur nú tileinkað sér. Í kjölfar Misty sigldi önnur djass- klassík, kynningarlag meistara Duk- es Ellingtons, Take The A Train eftir Billy Strayhorn, sem einnig var vel spilað. Lagið sem Rúnar blés best eft- ir hlé var ballaðan sígilda eftir Johnny Green: Body and Soul. Eyþór var pottþéttur að vanda og Matthías góð- ur með burstana. Afturá móti var bassinn veiki hlekkurinn, en þess ber að geta að hinn kornungi og efnilegi bassaleikari hljóp í skarðið fyrir Þórð Högnason á síðustu stundu. Hann stóð sig yfirleitt með prýði þetta kvöld og það var dálítið gaman þegar hann lék slappbassa a la Pops Foster í Watermelon Man þarsem Rúnar ýlfr- aði uppá gamla mátann. Rosemary Kajoka er klassísk- menntaður flautuleikari en blés sömburnar áheyrilega. Þar náði Matti flugi á trommurnar og Rúnar var óborganlegur í gestískri túlkun sinni á Jobim. Það var gaman að heyra Rúnar þetta fimmtudagskvöld í fyrsta skipti á nýrri öld og vonandi verður þess ekki langt að bíða að hann láti til skar- ar skríða að nýju og þá með æfða hljómsveit og vandaða efnisskrá. Annar eins náttúrutalent og Rúnar hefur varla komið fram í íslenskum djassi og leitt til þess að vita að hann, einsog margir eldri djassleikarar okkar, heyrist nær aldrei. Það er töff að leika djass og sjaldnast nokkuð uppúr því að hafa og menn letjast í ár- anna rás við að sinna listinni í hjá- verkum. Rúnar á ljúfari nótunum DJASS M ú l i n n í H ú s i m á l a r a n s Rúnar Georgsson tenórsaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Matthías M. D. Hemstock trommur. Gestur: Rosemary Kajoka flautu. Fimmtudagskvöldið 22. febrúar. KVARTETT RÚNARS GEORGSSONAR Vernharður Linnet TRÍÓ Margrétar Eirar leikur á Ozio við Lækjargötu í kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20.30. Tríóið skipa, auk Margrétar Eirar sem sér um söng, Karl Olgeirsson píanóleikari og Jón Rafnsson bassaleikari. Leikin verða popplög í djassút- setningum m.a. af fyrstu sólóplötu Margrétar sem út kom síðasta haust. Einnig verða fluttir djassstandardar. Sunnudagsdjass á Ozio Aríur og ljóða- söngvar í Hömrum SÖNGTÓNLEIKAR verða haldnir í söngskólanum Hömrum, tónleikasal Tónlistarskóla Ísafjarðar, í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Flytjend- ur eru Ingunn Ósk Sturludóttir mezzósópran og Guðrún Anna Tóm- asdóttir píanóleikari. Flutt verða þjóðlagaútsetningar eftir Jóhannes Brahms, ljóðasöngvar eftir Granad- os, Tsjækovskí, Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson og aríur eftir G. Bizet. Ingunn Ósk hefur haldið fjölda tónleika hér heima og erlend- is. Hún hefur búið vestur á fjörðum um árabil og er nú búsett í Vigur. OPIÐ HÚS verður milli kl. 14 og 18 í Söngskólanum í Reykjavík í dag, sunnudag. Staðið verður fyrir fjölbreyttri dagskrá sem fer fram bæði í skólabyggingunni við Hverf- isgötu 45 og í Smára við Veghúsa- stíg 7. Opna húsið er haldið í tilefni af Degi tónlistarskólanna í gær, og vonast Söngskólinn til að með því að vera með dagskrá sína í dag verði uppákomum í tengslum við daginn betur dreift um alla helgina. „Markmið Dags tónlistar- skólanna er að kynna tónlistar- skólana í landinu og þá starfsemi sem þar fer fram, en hún er mörg- um hulin. Fæstir vita hversu gíf- urlegt nám og kennsla fer fram í tónlistarskólunum sem skilar sér með ólíkum hætti inn í tónlistarlíf landsins,“ segir Garðar Cortes skólastjóri Söngskólans. Dagskráin hefst kl. 14 í Smára þar sem Garðar Cortes kynnir skólann og skólastarfið, en Söng- skólinn hefur verið starfræktur sem sjálfseignarstofnun frá því haustið 1978. Milli kl. 15 og 16 gefst gestum og gangandi kostur á að sækja söngtíma og/eða fylgjast með söngkennslu. Þennan dag- skrárlið telur Garðar einna skemmtilegastan, en hann segir þessa opnu söngtíma hafa hlotið góðar viðtökur þegar Söngskólinn var síðast með opið hús árið 1995. „Það var alveg ótrúlega góð þátt- taka. Það var allavegana fólk að koma í tíma og voru menn ófeimnir að láta reyna á sönghæfileika sína, þótt allar dyr stæðu opnar.“ Garð- ar segir að miðað við þátttökuna í dagskránni fyrir sex árum, megi búast við að 200–300 manns heim- sæki skólann þennan dag.“ Nemendaópera Söngskólans hef- ur starfað frá árinu 1982 og mun hún halda óperusýningu í tónleika- sal skólans, Smára, í tilefni dags- ins, fyrri hluta kl. 14.15 en þann síðari kl. 16.45. Um er að ræða gamanóperuna „Gondólagæjarnir“ eftir Gilbert og Sullivan. Kaffitími verður í opna húsinu milli kl. 16 og 16.30, en þá verður boðið upp á kaffi, heitt súkkulaði, gosdrykki, heimabakaðar kleinur og pönnukökur. „Hér er verið að halda upp á mikilvæga hefð í starf- semi Söngskólans, en kaffitími er alltaf haldinn á þessum tíma í dag- legri starfsemi skólans. Þetta er al- gerlega „heilagur“ tími, þá er aldr- ei sungin nóta, og kennararnir hittast allir á kaffistofunni, en nemendur safnast saman í nem- endaherberginu. Þessari hefð hef- ur verið haldið í um tuttugu ár, en hún stuðlar mjög að tengslum og samheldni kennaranna,“ segir Garðar. Dagskránni lýkur með samsöng sem hefst kl. 17.30 og munu þá nemendur, kennarar og söngglaðir gestir stilla saman strengi sína. „Þeir sem sótt hafa söngtíma í til- efni dagsins verða eflaust vel und- irbúnir auk þess sem mönnum gefst tækifæri til að sjá hvernig farið er að þegar við búum til kóra og kórsöng. Það má benda á að héðan útskrifast á hverju ári söngvarar sem styrkja kóra og sönglífið í landinu að ótöldum þeim sem gera garðinn frægan í óperu- húsum hérlendis og erlendis,“ seg- ir Garðar og bætir því við að hann voni að fólk muni nýta sér það tækifæri sem opna húsið skapar til að kynnast starfsemi Söngskólans og því hlutverki sem hann gegnir í þjóðlífinu og menningu landsins. Opið hús í Söngskólanum í Reykjavík kl. 14 til 16 í dag Gestum og gangandi gefst kostur á að sækja söngtíma Morgunblaðið/Golli Óperudeild Söngskólans í Reykjavík flytur Gondólagæjana í dag. DR. SIGURBJÖRN Ein- arsson biskup vígir nýtt orgel Hjallakirkju við hátíðarguðsþjónustu kl. 11 í dag. Jón Ólafur Sig- urðsson organisti Hjalla- kirkju leikur á orgelið og Kór Hjallakirkju syngur, trompetleikarar eru Guðmundur Haf- steinsson og Jóhann I. Stefánsson. Sérstakir vígslu- tónleikar verða í kvöld 20.30 og frumflytur Jón Ólafur nýja útsetningu Jóns Þórarinssonar á Te Deum. Verkið var frum- flutt í hljómsveitargerð fyrir tveimur vikum en Jón hefur nú umskrifað verkið fyrir orgel Hjalla- kirkju og tvo trompeta. Flytjendur eru, auk Jóns Ólafs, Kór Hjallakirkju, Marta Guðrún Halldórs- dóttir, sópran, Gísli Magnason, tenór, Guðmundur Haf- steinsson og Jóhann I. Stefánsson trompetleikarar og Lenka Mátéová á orgel. Stjórnandi er Jón Ól. Sig- urðsson. Þá leikur Jón Ólafur einleik á orgelið verk eftir Buxtehude, Bach o.fl. og kynnir nokkra af mögu- leikum hins nýja orgels. Auk þess verður samleikur á tvo trompeta og orgel. Röð orgeltónleika verða í kirkj- unni fram eftir vikunni og hefst tónleikaröðin með leik Kjartans Sigurjónssonar organista Digra- neskirkju á mánudag. Þriðjudaginn 27. febrúar leikur Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Akureyr- arkirkju. Miðvikudaginn 28. febr- úar leikur Jörg E. Sondermann, organisti í Hveragerði. Tónleika- röðinni lýkur með leik Marteins H. Friðrikssonar, dómorganista, fimmtudaginn 1. mars. Allir tón- leikarnir hefjast kl. 20.30. Tuttugu og sjö raddir „Hið nýja orgel Hjallakirkju er smíðað í orgelsmiðju Björgvins Tómassonar á Blikastöðum. Org- elið hefur 24 sjálfstæðar raddir sem skiptast á tvö hljómborð og fótspil sem einnig hefur þrjár fram- lengdar raddir þannig að orgelið nýtist sem 27 radda hljóðfæri,“ seg- ir Jón Ólafur. „Sjálft orgelhúsið er fellt inn í hvelfingu á einum vegg kirkjunnar. Pípurnar í framhlið orgelsins mynda einkenni (logo) kirkjunnar og mynd af kirkjunni er felld inn í nótnapúltið á spilaborðinu. Hljóm- gun orgelsins er unnin af Björgvin Tómassyni og Reinhard Tzchöck- el.“ Orgelvígslutónleikar í Hjallakirkju Morgunblaðið/Jim Smart Hið nýja orgel Hjallakirkju. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.