Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum einnig um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla. Hér sitjum við félag- arnir á verkstæðinu hans Alla og reynum að rita okkar hinstu orð til þín, en það gengur hægt. Einhvern veginn er ekki allt með felldu, það vantar eitt- hvað svo mikið í tilveruna hjá okkur núna að okkur finnst engu áorkað í enda dags. Af hverju hringirðu ekki? Og hvað varð um bassadrunurnar sem alltaf heyrðust í bílnum þínum þegar þú nálgaðist verkstæðið? Af hverju varst það þú sem kvaddir MAGNÚS BRYNJAR GUÐJÓNSSON ✝ Magnús BrynjarGuðjónsson fæddist á Akureyri 23. maí 1980. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 12. febrúar síðastliðinn af völdum áverka sem hann hlaut í um- ferðarslysi og fór út- för hans fram frá Akureyrarkirkju 20. febrúar. þennan heim fyrstur af okkur? Því miður þýðir lítið að velta sér upp úr svona spurningum en einhvers staðar heyrð- um við sagt að Guð legði þyngstu byrðarn- ar á sterkasta fólkið og það eru svo sannarlega orð að sönnu í þessu til- viki. Styrkurinn sem við félagarnir höfum feng- ið frá fjölskyldu þinni er ólýsanlegur og hefur létt okkur lífið þessa síðustu daga. Samstaða vina þinna og fjölskyldu hefur verið algjör og gert það að verkum að oft hefur verið brosað í gegnum tárin yf- ir öllum sögunum sem til eru um þig og þín prakkarastrik. Hvort sem það var vöðvadansinn, þrjóskan, hlátur- inn eða eftirhermurnar, þá gátum við alltaf hlegið að og með þér. Hvort sem við vorum að skemmta okkur eða sátum rólegir og spjölluðum var maður á einhvern hátt öruggur með þig við hlið sér, því allir vissum við að þú varst vinur vina þinna og ef ein- hver réðst að þeim sem voru þér kærir, þá réðst hann jafnframt að þér. Já, það messaði enginn við Magn- ús Brynjar. Að vera hluti af jafntraustum vina- hópi og okkar er hlutur sem margir geta aðeins óskað sér, og vitandi það að við urðum þess heiðurs aðnjót- andi er ómetanlegt. Við höldum líf- inu áfram og berum höfuðið hátt því ef það var eitthvað sem þú kenndir okkur var það að hindranirnar eru til þess að yfirstíga þær, ekkert hefst með því að leggja árar í bát. Þú lifðir lífinu á þinn eigin hátt og á þínum forsendum og varst virtur fyrir það af okkur hinum, það var ósjaldan sem við gagnrýndum eitt- hvað sem þú sagðir eða gerðir, en þá heyrðist oft ekkert meira frá þér en: „Hey, Chilla Nigga.“ Nærveru þinnar hefur verið óskað á æðri stöðum, kæri vinur, en meðal okkar. Við þökkum fyrir tímann sem við áttum með þér og kveðjum með þeim látlausu orðum: Við sjáumst. Aðalsteinn (Alli), Elmar, Frið- geir (Fiddi), Gunnar, Hall- grímur (Halli) og Hörður.                                       !     ! "     #    $%% &      '      (    )  * ! ++ ,,,                ! "# $      %  !  # "      !   & '  "#   "(  )*"    + )  + !  +  ! ,      * !"   *%                                                 !  "# $   %  &' (% " &%  &' (% ) ! *#"# +(, (% " % # " &% ,-   #  (% -  .!, % (  /&% #                                  !   "# $% & '   !   (!)   * '  + ! ' (  ,    $  #  + ' - -. %                                         ! " #                   !  ! !  "  #$                                         !"   #$ $% &       '   !  (     ! "# $ %  &'( !)&&% $ %# $ % * + % *+%,+% # $ %  -($ !)&&% . % ./% * . % . % ./% # Sigfúsi Agnari Sveinssyni kynntist ég þegar við samtímis sögðum upp föstu plássi við útgerð Bakkusar, höfðum samt aldrei ver- ið samskipa á þeirri skútu. Seinna stofnuðum við, ásamt öðr- um, útgerðarfélagið Alka, og þó hann fljótlega seldi mér sinn hlut gat ég alltaf sótt ráð og leiðbein- ingar til hans, í mínum frístunda- veiðum. Fáir þekktu betur til sjósóknar á Skagafirði en hann. Svo kom þar að hann dreif mig með á rjúpnaveiðar, þær hafði ég ekki stundað síðan ég flutti frá Húsavík fimmtán árum fyrr. Í þeim félagsskap hef ég trúlega aukið mörgum árum við líf mitt og skipti samt hitt meira máli að minningasjóðurinn er ótæmandi. Þekking Sigfúsar Agnars á fjöllum hér í firðinum var mikil, hann hafði arnarsjón og óslítandi gönguþrek. SIGFÚS AGNAR SVEINSSON ✝ Sigfús AgnarSveinsson, fyrr- verandi sjómaður, Sauðárkróki, fædd- ist í Reykjavík 20. janúar 1931. Hann lést 15. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Sauð- árkrókskirkju 24. febrúar. Stórgróðann fékk ég samt í félagsskapnum og því hvað kostulega skemmtilegt var alltaf á þessu rölti okkar og tilsvörin óborganleg. Eitt sinn sagði ég þegar mér þótti haldið nokkuð stíft á: „Eigum við ekki að tylla okkur niður?“ – Svarið kom að bragði: „Ég geng nú svo rólega að það er eins og ég sitji.“ – Hann var laginn að koma mér á óvart, samt aldrei eins og þegar hann spilaði fyrir mig á píanó í fyrsta skipti, þá varð ég orðlaus, sem ekki gerist daglega. Þeir sem þekktu Sigfús Agnar vita að það var fjarri því að hann hefði rétt skapaðar píanóhendur, raunar víðs fjarri, en þessar járn- krumlur fóru svo létt um nótna- borðið að það bæði söng og hló. Seinna fékk ég að heyra lögin hans og var með það eins og fleira, þar dugði ekki meðalmennskan. Þegar hann bað mig í fyrsta sinn að semja texta sagði ég hreint út að það gæti hann gert jafnvel og ég. Á rjúpnagöngum okkar var ljóða- gyðjunni ekki hlíft, þá þeystum við berbakt af fullkomnum stráksskap, börðum fótastokkinn, en leirinn spýttist í allar áttir. Hann sagðist ekki vera laginn að semja ljóð við lög, en yfirleitt voru það ferskeytlur sem við kváðum. Ýmsa texta gerði ég við lögin hans, en það er rétt um hálfur mánuður frá því hann bað mig um texta og spilaði fyrir mig lagið. Þetta var í eina skiptið sem hann kvað á um innihaldið, sagði að það ætti að vera Kveðja. – Með nokkuð öðru hugarfari en oftast áður gerði ég þrjár vísur. Þegar hann hafði lesið varð hon- um að orði: „Það hlaut að koma að því að þú gætir gert nothæfan texta.“ – Þá skildi ég að það var í lagi. Báðir vissu að hann var á land- leið. Sigfús Agnar Sveinsson var mað- ur sem mér þótti vænt um, það var ekki alltaf auðvelt því svo fádæma þrár gat hann verið að það stappaði nærri fullkomnun. Samtímis var prúðmennskan slík að stundum fékk ég að ráða, þó hann skipti auðvitað ekki um skoð- un. Þá var nú líka eins gott að hafa rétt fyrir sér, sem ekki var auðvelt, en þegar mér skjátlaðist sagði karl gjarnan: „Ég var búinn að segja þér þetta.“ – Já og sagði það oftar en einu sinni. Þegar vinir mínir kveðja er sárast að með þeim fer helftin af mínum minningum, svona er maður nú eigingjarn. En þegar Sigfús Agnar á í hlut er hálfur minningasjóður mikið ríkidæmi. Takk fyrir allt. Við hjónin sendum fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur okkar. Hilmir. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. Í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.