Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2001 47. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Í þágu almennings 10 Líffærameina- fræðin er listræn 28 REYNSLA VEITIR ÓMETANLEGT FORSKOT SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR BLAÐB SUNNUDAGUR Ríflega þrettán ár eru nú frá því Upp- gjör konu, ævisaga Höllu Linker, kom út á Íslandi og varð metsölubók. Hispurslausar lýsingar ræðis- manns Íslands í Los Angeles á hjóna- bandi sínu við sjónvarpsmanninn Hal Linker, ferðalögum um öll heimshorn og af lífi og starfi fjarri heimahögunum vöktu mika athygli og Halla Linker varð ein þekktasta kona landsins. „Bókin breytti öllu fyrir mig. Hún veitti mér styrk, fjárhagslegt öryggi og eftir ritun hennar tók við stærsta ævintýri lífs míns,“ segir Halla í viðtali við Björn Inga Hrafnsson, en hún ber nú eftir- nafnið Aguirre, eftir giftingu hennar og úrúgvæska hershöfðingjans og diplóm- atans Francisco Aguirre, sem m.a. hef- ur gegnt ráðherraembætti í heimalandi sínu./B16 Lífið er eitt samfellt ævintýriTveir rómantíkerar úr ólíkum áttum sameinaðir í Los Angeles. Morgunblaðið/BIH Ríflega sjötug segir Halla Linker Aguirre að ástin og hamingjan blasi við sér Þorði ekki að svara í símann af ótta við slæmar f́réttir 6 Breyttir tímar 16 Druslustimpilllinn stjórntæki 20 30 COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Kaíró í Egyptalandi í gær og var það fyrsti áfanginn í ferð hans um Miðaust- urlönd. Mun hann meðal annars leita eftir stuðningi ráðamanna í arabaríkjum við stefnu Bandaríkj- anna gagnvart Írak og hann ætlaði að fara fram á það við egypsku stjórnina, að hún beitti sér fyrir því, að Ísraelar og Palestínumenn tækju aftur upp viðræður. Í gær átti hann einnig sinn fyrsta fund með Ígor Ív- anov, utanríkisráðherra Rússlands, í Kaíró. Auk þess var fyrirhugaður fundur með leiðtogum Ísraela og Palestínumanna. Innfellda myndin er af Powell við komuna til Kaíró en sú stærri sýnir umferð eftir helstu „þjóðbrautinni“ á Gaza en Ísraelar hafa eyðilagt þjóðveginn, sem tengir tvö helstu svæðin þar, þannig að nú verða Gazabúar að fara fjöruna. AP „Þjóðvegurinn“ um Gaza ANFINN Kallsberg, lögmaður Fær- eyja og leiðtogi Fólkaflokksins, hefur lagt til, að þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði eyjanna verði aflýst. Segir hann, að hörð viðbrögð Dana valdi því og ekki sé hættandi á, að meirihluti landsmanna hafni fullveld- istillögunni. Fulltrúar hinna flokk- anna tveggja í landstjórninni hafa lýst yfir andstöðu við afstöðu Kalls- bergs. Kallsberg skýrði frá þessari af- stöðu sinni á fundi með samstarfs- mönnum sínum í landstjórninni, úr Þjóðveldisflokknum og Sjálfstýri- flokknum, en fyrirhugað var, að þjóð- aratkvæðagreiðslan yrði 26. maí næstkomandi. Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti því hins vegar yfir, að sam- þykktu Færeyingar að segja skilið við dönsku krúnuna, fengju þeir áfram danska styrkinn, sem nemur þriðjungi færeysku fjárlaganna, í fjögur ár en ekki 12 eins og færeyska landstjórnin vill. Skoðanakönnun, sem gerð var í Færeyjum eftir yfirlýsingu Rasmus- sens sýndi, að ákveðinn meirihluti landsmanna ætlaði að segja nei 26. maí. Kallsberg leggur nú til að í stað þjóðaratkvæðagreiðslunnar fari Færeyingar að vinna að því af krafti að taka við ýmsum málaflokkum sem nú eru kostaðir af Dönum. Þar á með- al eru kirkjan, menntamál og fleiri. „Sjálfstæðisbaráttan er slagur á milli okkar og Dana og það væri ekk- ert annað en stórslys, sem hefði af- leiðingar langt inn í framtíðina, ef meirihluti landsmanna segði nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni,“ sagði Kallsberg. Hinir flokkarnir andvígir Samstarfsmenn Kallsbergs í Þjóð- veldisflokknum og Sjálfstýriflokkn- um eru ekki sammála honum um að rétt sé að aflýsa þjóðaratkvæða- greiðslunni. Þjóðveldisflokksmaður- inn Högni Hoydal, sem fer með sjálf- stæðismálin, kvaðst í gær vera andvígur afstöðu Kallsbergs og flokkurinn vildi standa við fyrri ákvarðanir landstjórnarinnar. Hel- ena Dam í Sjálfstýriflokknum er á sama máli og Högni en vill fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni til 14. september. Sumarið skuli nota til að skýra betur út fyrir landsmönnum hugmyndir landstjórnarinnar um sjálfstæðismálin. Ekki verður endanlega ljóst fyrr en eftir nokkra daga hvað ofan á verður í þessum málum eða hvaða áhrif þau muni hafa á samstarfið í landstjórninni. Lögmaður Færeyja á fundi með samstarfsflokkunum í landstjórninni Vill aflýsa þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæði Þórshöfn. Morgunblaðið. GRÆNLENSKIR skotveiði- menn eru komnir vel á veg með að útrýma heilu fuglabyggðun- um og stjórnmálamenn í Græn- landi láta sem þeir viti ekki af því. Kemur þetta fram í danska blaðinu Aktuelt, sem aftur vitn- ar í grein í tímariti danska fuglaverndarfélagsins. Þar seg- ir, að litið sé á Grænlendinga sem „svarta sauðinn“ meðal þjóðanna á norðurhveli enda skeyti þeir í engu um mótmæli Íslendinga og Kanadamanna. Í blaði danska fuglaverndar- félagsins, Fugle og Natur, seg- ir, að búið sé að útrýma sextán langvíubyggðum og flest bendi til, að langvíunni verði að mestu útrýmt. Þá séu kría og æðar- fugl að fara sömu leið. Í blaðinu segir, að ástæðan fyrir þessari þróun sé meðal annars sú, að Grænlendingum hafi fjölgað og næstum allir hafi þeir aðgang að nýtískuvopnum og vélbátum. Þá séu engin um- hverfisverndarsamtök starf- andi í landinu ef undan er skilin nýstofnuð deild í danska fugla- verndarfélaginu. Blaðið segir, að hluti af langvíunni í Grænlandi sé fugl frá Íslandi og Svalbarða og mikið af æðarfugli við vestur- ströndina komi frá Kanada. Græn- lendingar útrýma fuglinumMIKIL reiði ríkir í röðum banda-rískra demókrata vegna hinna um- deildu sakaruppgjafa, sem Bill Clint- on, fyrrverandi forseti, undirritaði á síðasta degi sínum í embætti. Hafa sumir þeirra gagnrýnt dómgreindar- leysi hans og ráðleggja honum að fara í langt frí fjarri sviðsljósinu. Opinber rannsókn er nú hafin á nokkrum sakaruppgjöfum Clintons og í síðustu viku var síðan upplýst, að Hugh Rodham, bróðir Hillary, eigin- konu Clintons, hefði þegið stórfé fyrir að mæla með náðun tveggja afbrota- manna. Þá kveðst Roger, bróðir Clintons, hafa beitt sér í náðununum og segist raunar vera mjög reiður bróður sínum fyrir að hafa ekki náðað sex menn, sem hann kynntist er hann sat sjálfur á bak við lás og slá. New York Times sagði í gær, að Al Gore, fyrrverandi varaforseti, væri „vonsvikinn og miður sín“ yfir fram- ferði Clintons og James Carville, fyrrverandi kosningastjóri Clintons, sakaði hann um dómgreindarleysi og undir það tók Terry McAuliffe, for- maður Demókrataflokksins. Joan Walsh, mikill stuðningsmaður Clint- ons til þessa, sagði, að nú yrði hann að „fara í langt frí fjarri sviðsljósinu“. „Demókratar þurfa síst af öllu á að halda stefnulausum, óöguðum, fyrr- verandi forseta, sem vill ekki láta sig hverfa,“ sagði Walsh. „Clinton fari í langt frí“ Washington. AFP, AP. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, lýsti í fyrrakvöld að lokn- um fundi með Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, yfir stuðningi sínum við stofnun evrópsku hrað- sveitanna. Mjög vel fór á með þeim leiðtogunum á fundinum. Bush kvaðst hafa samþykkt þau rök Blairs, að evrópsku hraðsveitirn- ar myndu ekki verða til að grafa und- an NATO og þeim yrði aðeins beitt við friðargæslu og þegar NATO sjálft ætti ekki hlut að máli. Blair lagði áherslu á, að ekki yrði um fastaher að ræða, heldur úrræði, sem nauðsynlegt væri að geta gripið til. Það yrði hlutverk NATO hér eftir sem hingað til að standa vörð um friðinn í Evrópu. Blair lýsti ekki yfir stuðningi við eldflaugavarnaáætlun Bandaríkja- manna en kvaðst hins vegar vera sammála þeim um, að nauðsynlegt væri að vera á verði fyrir utanað- komandi ógn. Um Írak voru þeir leiðtogarnir sammála og sögðu, að halda yrði aftur af Saddam Hussein Íraksforseta. Bush styð- ur hrað- sveitirnar Camp David. AP, AFP, Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.