Morgunblaðið - 25.02.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 25.02.2001, Síða 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á N HEFÐAR er listin eins og hjörð án smala. Án nýjunga er hún sem liðið lík“, er haft eftir þeim mæta manni Winston Churchill. Hefðin þjónar þeim tilgangi að halda utan um hina menningarlegu arfleifð um leið og hún gengur í endurnýjun lífdaga með þeim nýjungum sem samtíminn hefur upp á að bjóða hverju sinni. Hvert tímabil fyrir sig hefur þannig mótandi áhrif á hefðina því með sí- breytilegri söguvitund, nýrri sögurýni og sjálfs- vitund breytast þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar við rannsókn á fortíðinni og vísun hennar til samtímans. Fortíðin verður því ekki slitin úr samhengi við nú- tíðina, sýn hennar og smekk. Hugtakið „hefð“ hefur þó ekki krafist jafn mikillar umræðu hér á landi og víða annars staðar. Enda má færa rök fyrir því að listhefð okkar sé ekki ýkja rótgróin nema ef til vill á sviði bókmenntanna. Þær raddir heyrast meira að segja sem grafa undan sjálfstrausti okkar á því sviði með því að benda á að bók- menntahefðin sé langt frá því að vera órofin og marki því ekki eins stöðuga þróun og við viljum vera láta. Íslendingar bjuggu heldur ekki við þær aðstæður í gegnum aldirnar sem taldar eru forsendur listrænnar sköpunar nema að tak- mörkuðu leyti. Borgarmenning þekktist ekki, þeir fáu sem leitað gátu æðstu menntunar gerðu það erlendis, allar hefðbundnar liststofn- anir vantaði, svo sem söfn, tónlistarhús, leikhús og sýningarsali, allt fram á tuttugustu öld. Þó benda megi á þjóðlega arfleifð á sviði bygging- arlistar og tónlistar, þá er vart verjandi að segja að hefð á þessum sviðum taki að mótast fyrr en á tuttugustu öld. Það sama á við um myndlist, en á því sviði er íslenskur menningararfur lið- inna alda enn fátæklegri. Þegar hilla tók undir aldamótin 1900 má segja að Íslendingar taki fyrir alvöru að leita út fyrir landsteinana að þjálfun og uppfræðslu í listum og hefur sá straumur verið nokkuð sam- felldur síðan. Samfara þeirri þróun lýkur í raun hugmyndafræðilegri einangrun landsmanna að mestu og erlendir meginstraumar taka að ber- ast hingað um svipað leyti og örlar á þeim ann- ars staðar. Þessi þróun setti mark sitt á alla tuttugustu öldina og varð til þess að mynda þann vísi að íslenskri listhefð sem til er í dag. Þeir sem fyrstir brutust til listnáms á erlendri grundu og reyndu að standa undir nafni sem „fagmenn“ í skapandi skilningi voru því vissu- lega merkir frumkvöðlar, ef litið er til þeirra að- stæðna sem þeir bjuggu við. Hér heima beið þeirra ekki einungis það hlutverk að sanna gildi sitt sem einstaklingar heldur urðu þeir einnig að sanna gildi listar sinnar í fátæku samfélagi sem iðulega mat „raunverulega“ vinnu ofar öllu og gaf lítið fyrir nytsemi hugmyndavinnu og af- stæðara erfiðis á sviði lista. Hlutverk þeirra var krefjandi fyrst um sinn en að sama skapi þakk- látt þegar tímar liðu og samborgarar þeirra gerðu sér grein fyrir menningarlegu vægi starfa þeirra. Í samræmi við það nutu frum- kvöðlarnir að lokum virðingar fyrir að færa Ís- land inn í nútímann og gera það málsmetandi í samfélagi þjóðanna, hvort sem þeir mörkuðu sér starfssvið innan tónlistar, bókmennta, myndlistar eða jafnvel byggingarlistar. Ígrein sem hann nefnir „Whom Do WeWrite for? or The Hypothetical Book-shelf“ (Fyrir hvern skrifum við? Eða hinímyndaða bókahilla) fjallar ítalski rithöf- undurinn Italo Calvino um tengsl samtíma- bókmennta við hefðina eða það sem hann kýs að tákngera í „bókahillunni“ – geymslustað bók- menntanna. Hann lýsir því meðal annars hvern- ig þær kröfur sem gerðar eru til samtíma- bókmennta breytast stöðugt í takti við tímana svo það sem afhjúpaði nýjan sannleika á ákveðnu tímabili felur jafnvel einungis í sér sögulegt gildi þegar frá líður. Þannig reynir listin að þjóna samtíma sínum og þörfum hans en óhjákvæmilegt er að ýmislegt sem lofað var í hástert vegna vægis þess á ákveðnum tíma, standist ekki fagurfræðilega eða hugmynda- fræðilega mælikvarða þegar fram líða stundir og söguleg vitund tekur breytingum. Í myndlist kemur hefðin einna sterkast fram í málverkum. Hægt er að rekja listasögu liðinna alda með því að kanna ákveðna þætti í þróun málverksins allt þar til aðrir miðlar taka í aukn- um mæli að þróast samhliða því í byrjun tuttug- ustu aldar. Málaralist er því sú listgrein sem á einna ríkulegustu hefðina í þeim vestræna menningarheimi sem við tilheyrum. En það sama á við um myndlistina og bókmenntirnar hvað hefðinni viðkemur, sjónarhornið breytist með sögunni, svo hugmyndir Calvino má ef til vill heimfæra upp á fleiri greinar lista en bók- menntirnar. Það sem þó gerir alla umræðu um myndlist mun flóknari er að þau verk sem njóta viðurkenningar innan listhefðarinnar hafa tölu- vert markaðsverðmæti. Öfugt við t.d. mestu perlur bókmennta og tónlistar sem eðli málsins samkvæmt eru fjöldaframleiddar (jafnvel á tón- leikum) og allir geta notið gegn vægu gjaldi. Umræða um myndlist lýtur því iðulega ólíkum og flóknari lögmálum þar sem veraldlegir hags- munir geta verið í húfi þegar verið er að „end- urmeta“ verk í samræmi við hugsun og kröfur nýrra tíma. Í samfélagi af okkar stærðargráðu, sem þar að auki á sér ekki ýkja langa listhefð, er ef til vill nauðsynlegt að greina á milli innlendrar list- hefðar og erlendrar til þess að umræðan verði á raunhæfum nótum. Ljóst má vera að listamað- ur, rithöfundur eða tónskáld sem hefur mikið vægi á Íslandi og nýtur vinsælda og virðingar, gegnir ekki endilega sama hlutverki á al- þjóðavettvangi þar sem aðeins þeir sem sýna afgerandi yfirburði komast á spjöld sögunnar. Þannig getur t.d. málverk eftir íslenskan frumkvöðul verið sögulegt samkvæmt okkar listasögu og að sama skapi mikilvægur hlekkur í íslenskri listhefð, þótt það hafi ekki haft neitt nýtt fram að færa í alþjóðlegra samhengi eða ef til vill aðeins verið í meðallagi sem fulltrúi til- tekinnar hreyfingar eða tímabils. Hið sama má segja um íslenskan rithöfund; eitt verka hans getur verið framúrskarandi með tilliti til höf- undarverks hans í heild þótt það marki engin tímamót utan landsteinanna. Það heyrir því eðli málsins samkvæmt til undantekninga að ís- lenskum listamönnum takist að hafa mótandi áhrif á umheiminn, þótt þeir eigi að sjálfsögðu afar stóran þátt í því að móta innlenda hefð. Það ber því að hlúa vel að því sem sprettur úr íslensku umhverfi hvort sem það er gamalt eða nýtt. Þó er vert að hafa í huga að íslenskri list er enginn greiði gerður með upphafningu og óraunhæfum væntingum. Slíkar tilhneigingar verða einungis til þess að undirstrika þá stað- reynd að við erum eyland, ekki bara í land- fræðilegum skilningi, heldur stundum einnig í andlegum skilningi. Jafnframt felst engin lítils- virðing í því að endurmeta, í ljósi sögulegrar fjarlægðar og betri yfirsýnar, þau verk sem óyggjandi teljast til hefðar okkar. Því hefðinni tilheyrir ýmislegt sem þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að varðveita sögulegt samhengi menningararfsins og vera vitnisburður um ástand mannsandans hverju sinni. Listaverk mótast ætíð í einhvers konar afstöðu til sjálfs- myndar og menningarpólitísks samhengis síns tíma. En þótt listrænt vægi verka standist ekki alltaf tímans tönn þurfa þau ekki að glata gildi sínu, í það minnsta með tilliti til samhengis hlut- anna. Miklu nær væri að halda því fram að gildi þeirra geti verið töluvert sem menningarlegrar og sögulegrar heimildar um sannleika ákveðins augnabliks, veikleika þess og styrk. Íbók sinni „Ways of Seeing“ (Hvernig viðhorfum) fjallar breski myndlistarmað-urinn og rithöfundurinn John Berger umsamband málverksins við hefðina. Hann heldur því fram að þau viðmið sem við notum þegar við horfum á málverk og metum það séu stöðugum breytingum háð. Hann er því sam- mála Calvino um það að hugmyndir manna um fegurð, sannleika og smekk breytist í tímans rás og dregur inn í þá kenningu ótta okkar við þá óvissu sem óhjákvæmilega felst í samtím- anum. „Mannkynssagan felur ætíð í sér sam- band á milli samtímans og fortíðarinnar,“ segir Berger. „Af því leiðir að ótti okkar við samtím- ann verður þess valdandi að við sveipum fortíð- ina dulúð blekkingar. En það verður ekki lifað í fortíðinni; hún er uppspretta ályktana sem við drekkum í okkur til þess að geta aðhafst eitt- hvað. Menningarleg blekking hvað fortíðina snertir hefur tvöfaldan missi í för með sér. Listaverk eru gerð ónauðsynlega fjarlæg. Og fortíðin færir okkur þá færri ályktanir til að glíma við.“ Þannig má leggja útfrá orðum jafn ólíkra manna og hér hefur verið vitnað í, þeirra Churchill, Calvino og Berger, og ímynda sér hefðina sem það afl er heldur hjörð ærið mis- litra sauða saman. Þeim mun lengra sem litið er aftur í aldir, því skýrari verður afstaða nú- tímans til þess hvað telst gott. Tíminn skilur hismið frá kjarna hvers verks í því samhengi sem það er skoðað og skilin verða stöðugt óljós- ari eftir því sem nær dregur samtímanum. Þrátt fyrir allt er það samt sem áður svo að án endurskoðunar, nýrra strauma og tengingar við samtímann verður hefðin svo sannarlega „sem liðið lík“, enda hefur það sýnt sig að ólíklegustu hugmyndir rata á endanum inn í hefðina og gæða hana nýju lífi – og sumt af því sem átti hvað greiðustu leiðina þangað sýnist tilþrifalítið og jafnvel andlaust þegar fram líða stundir. Hefðin; hjörð mislitra sauða? Leikið með hefðina. Málverk eftir Mark Tansey frá árinu 1981, málað í svart/hvítu til að gefa því „trúverðugleika“ fréttaljósmyndar. Heiti verkisins „The Innocent Eye Test“ (Viðbrögð hins saklausa auga könnuð) vísar til hugmynda um hinn fullkomna áhorfanda sem ekki hefur orðið fyrir neinum utanaðkomandi áhrifum og getur því tekið óháða afstöðu til listarinnar. Kýrin virðir fyrir sér raunverulegt málverk eftir Paulus Potter og til hliðar við það hangir þekkt málverk eftir Monet af heystakki, sem einnig gæti vakið áhuga hennar. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur ÁSHILDUR Haraldsdóttir flautu- leikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari halda tónleika í Nes- kirkju í dag kl. 17. Þar verður leikin svokölluð virtúós-tónlist fyrir flautu og píanó. Efnisskráin er að sögn Ás- hildar Haraldsdóttur léttklassísk, en þar er að finna verk eftir Boehm, Chaminade, Furstenau, Borne, Bozza, Taffanel og Widor. Öll verkin eiga það sameiginlegt að flokkast undir virtúós-tónlist, sem krefst þess að hljóðfæraleikararnir fari fram á ystu nöf tæknilegrar getu sinnar. Áshildur segir ekki algengt að haldnir séu tónleikar sem byggjast al- farið upp á flutningi virtúós-verka, al- gengara sé að eitt slíkt verk sé t.d. leikið í lok tónleikanna. Segist Áshild- ur hafa farið að leggja drög að því að halda tónleika af þessu tagi til að fá dálitla tilbreytingu í efnisval í tón- leikum fyrir flautu en hún hefur sankað að sér nokkru af nótum af ýmsu tagi. „Lítið var samið af verkum fyrir flautu á rómantíska tímabilinu, á nítjándu öldinni. Mikið er hins vegar til af klassískum verkum, barokki og tuttugustu aldar verkum. Flautan var þó mikilvægt hljóðfæri innan stærri hljómsveitarverka og á þessum tíma var verið að finna upp nýja tegund af flautu sem var tæknilega fullkomnari en verið hafði og vann hún sér ekki fastan sess fyrr en á tuttugustu öld.“ Þó var ein tegund flaututónlistar mjög vinsæl, þ.e. fyrrgreind virtúós- tónlist, sem gekk út á það sýna tækni- kunnáttu flytjandans. „Hún byggist upp á þemum og tilbrigðum við stef. Í þessu formi sömdu mörg tónskáld eins konar fantasíur um vinsælar óp- erur, og þau verk voru síðan flutt fyrir þá sem ekki höfðu efni á að sjá sjálfar óperurnar,“ segir Áshildur en á tónleikunum verða fluttar þrjár slíkar fantasíur, byggðar á óperunum Carmen eftir Bizet, Normu eftir Bell- ini og Mignon eftir Thomas. „Tónlist- inni má e.t.v. lýsa sem litlum sirkus- hundi sem leikur listir sínar fyrir áhorfendur. Óperufantasían við Normu, sem er eftir Furstenau, heitir t.d. Sjónhverfingin því hún er á tíma- bili svo hröð að það minnir á sjón- hverfingu. Þetta verða léttir tón- leikar, enda verður ekki sagt um tónlistina að hún sé þung. Þetta er eins konar kampavínstónlist, svona létt og bubblandi,“ bætir Áshildur við. Þær Áshildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir komu fram saman í nóvember síðastliðnum á styrktartónleikum Amnesty Int- ernational og ákváðu í framhaldi af því að spila saman á tónleikunum sem nú eru haldnir. Nína Margrét segir mjög gaman hafa verið fyrir sig að kynnast þessari tónlist, og leika hana með svo færum flautuleikara sem Ás- hildur er. „Við munum halda sam- starfinu áfram í mars, en þá verðum við með tónleika auk Margrétar Stef- ánsdóttur flautuleikara.“ Morgunblaðið/Golli Áshildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir. „Létt kampa- vínstónlist“ KURAN kompaní-hópurinn heldur tónleika í Kristskirkju við Landakot í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20.30. Kuran kompaníð er skipað Szymon Kuran fiðluleikara og Hafdísi Bjarnadóttur rafgítarleikara. Tónleikunum er ætlað að vera slökun frá amstri hvers- dagsins án þess að vera trúar- legs eðlis, tónlistin er undir áhrifum frá miðalda- og endur- reisnartímanum og eru efnis- tökin blönduð frumsömdum verkum, spuna og lögum eftir aðra. Ásamt Szymon og Hafdísi leika þeir Grímur Helgason á klarinett, Albert Óskarsson á saxófón og söngkvartett er skipaður þeim Ingiríði Olgeirs- dóttur, Guðlaugu Kristjáns- dóttur, Kristjáni Helgasyni og Gesti Svavarssyni. Kuran- kompaníið í Krists- kirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.