Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta ✝ Kristján Krist-jánsson fæddist í Móabúð, Eyrarsveit, 8. maí 1925. Hann lést 19. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson útvegsbóndi og k.h. Kristín Gísla- dóttir. Kristján var einn af 13 systkinum. Systkini Kristjáns: Guðríður, f. 1911, lát- in; Gísli, f. 1913, lát- inn; Guðrún, f. 1916; Jósefína, f. 1917; Una, f. 1920, látin; Jón, f. 1920, látinn; Hallgrímur, f. 1923, látinn; Gísli, f. 1928; Ragnar, f. 1929; Guðbjörg, f. 1930; stúlka, dó í fæðingu; Arndís, f. 1937. Kona Kristjáns var Halldóra Jó- hannesdóttir, f. 16. apríl 1932 í A- Húnavatnssýslu, þau giftu sig 12.11. 1955, þau skildu 1993. Börn þeirra eru: Kristján, f. 27.5. 1955, vélstjóri, iðnrekstrar- og iðnaðar- tæknifræðingur, maki Nína Kol- brún Guðmundsdóttir og eiga þau tvær dætur; Gísli Jón, f. 12.12. 1958, fiskvinnslu- og viðskipta- fræðingur, maki Sig- ríður B. Vilhjálms- dóttir og eiga þau eina dóttur; María, f. 8.4. 1962, lyfja- tæknir og Steinar Trausti, f. 2.1. 1967, viðskiptafræðingur, maki Danielle Pam- ela Neben. Kristján var í Reykholtsskóla 1945–1946. Meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1953. Hann var til sjós frá unglingsárum, á mótorbátum og línuveiðurum sem háseti og stýri- maður, síðan á togurum. Lengst af á Víkingi AK 100 og Haraldi Böðvarssyni AK 12 sem háseti, bátsmaður, stýrimaður og skip- stjóri. Síðustu starfsárin starfaði hann hjá Hafrannsóknastofnun sem sjómaður og síðar vaktmaður meðan hann gat. Útför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju á mánudaginn 26. febrúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jæja kæri bróðir og vinur, nú er komið að kveðjustund. „Ég er búinn að gera það upp við mig,“ sagðir þú við mig, þegar við ræddum um dauð- ann. Þú varst einn af þessum ljúfu mönnum, þú hallmæltir engum manni. Við vorum góðir vinir, þú bjóst lengi hjá mér þegar þú varst í skóla. Þú varst augasteinn móður okkar, alltaf hjálpsamur við hana og ljúfur drengur. Þú varst vel gefinn maður. Kristján giftist Halldóru góðri konu, það má með sanni segja og átti með henni fjögur börn. Þín vinkona og systir, (Ína) Jósefína. Móðurbróðir minn Kristján Krist- jánsson lést mánudaginn 19. þessa mánaðar, 75 ára að aldri. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða á síð- ustu árum. Þegar ég heimsótti hann daginn áður en hann lést var ljóst að hann var farinn að kröftum þótt ekki hafi hvarflað að mér að svo stutt væri í endalokin. Kristján var fæddur í Móabúð í Eyrarsveit og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum í stórum systkinahópi, ásamt móður minni Guðríði. Þar kynntist hann ungur sjónum sem síð- an varð hans starfsvettvangur alla tíð. Kristján fór ungur að heiman og gerðist togarasjómaður í Reykjavík. Þar fór hann í Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi vorið 1953. Eftir að Kristján hafði stundað sjó- sókn á togurum frá Reykjavík um árabil kom hann aftur vestur í Grundarfjörð og gerðist skipstjóri á mb. Sæfara sem Hraðfrystihús Grundarfjarðar hafði þá nýverið fest kaup á. Það var þá sem leiðir okkar lágu saman. Ég var í skipsrúmi hjá honum næstu þrjú árin. Þessi fyrstu ár mín við sjómennsku með honum og Jóni bróður hans höfðu mjög mót- andi áhrif á mig og mína framtíð sem sjómanns. Þegar ég gerðist skipstjóri á Akranesi fáum árum síðar var hann með mér stýrimaður sumarlangt. Næstu árin var hann stýrimaður og um tíma skipstjóri á togaranum Vík- ingi AK. Árið 1975 gerðist ég togaraskip- stjóri á Haraldi Böðvarssyni AK 12, alls óvanur togarasjómennsku. Þá kom Kristján aftur til hjálpar og gerðist stýrimaður og skipstjóri með mér. Það varð ómetanlegur styrkur að fá að njóta hans miklu reynslu. Kristján bjó yfir miklum dugnaði og yfirburða þekkingu á þessu sviði og miðlaði til annarra. Við áttum farsæla samvinnu næstu fimm árin. Kristján var góður félagi og jákvæðni hans og dugnaður hafði smitandi áhrif á alla sem í kringum hann voru. Þegar Kristján hætti togarasjó- mennsku gerðist hann starfsmaður Hafrannsóknastofnunar í Reykjavík. Fyrst á skipum stofnunarinnar en síðan í landi. Að leiðarlokum vil ég þakka hon- um samstarfið og öll samskipti gegn- um tíðina. Þau voru mér afar dýr- mæt. Ég sendi fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkeðjur. Kristján Pétursson. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Hvaðan sem vindurinn blæs – aðeins þessi stígur (Óskar Á. Óskarsson.) „Hvaðan ert þú?“ „Frá Hallorms- stað – ef þú veist hvar hann er!“ Ég bliknaði – báðar vorum við nýsloppn- ar gegnum hið þrönga nálarauga landsprófsins, svo að þetta dreissuga svar gat ég bara túlkað á einn veg. Þannig voru fyrstu orðaskipti okk- ar Möggu á Sal í MA fyrir margt löngu, en þangað hafði skólabjallan kallað nemendur til fyrsta kynning- arfundar. MARGRÉT GUTTORMSDÓTTIR ✝ Margrét Gutt-ormsdóttir kenn- ari fæddist 28. sept- ember 1932. Hún andaðist á Landspít- alanum 12. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 22. febrúar. Tíminn leið og brátt kynntist ég allt annarri hlið á þessari „dreiss- ugu stúlku“. Fann að þar fór öndvegis mann- eskja, glaðvær, hlátur- mild, mikill námsfork- ur, sérstæð um margt en sjálfsmatið gat verið býsna reikult. Nú hefur þessi vin- kona mín lagt að baki stíginn sem okkur öll- um er ætlað að fara og minningarnar hrannast upp – mest frá góðum og áhyggjulitlum náms- árum við MA. Það er bíóleyfi hjá heimavistarbú- um og sökum svellalaga er „Mennta- vegurinn“ lýstur ófær. (Menntaveg- urinn er kallað bugðótt og snarbratt einstigi sem liggur niður Brekkuna frá skólanum að Samkomuhúsinu.) Sem við stöndum þarna í hnapp við bíódyrnar verður okkur litið upp Menntaveginn og sjáum hvar ein- hver vera blátt áfram flýgur sem spörfugl á ógnarhraða niður stíginn. Þögn sló á hópinn og leyfðum við okkur ekki að anda fyrr en anti- sportistinn Margrét Guttormsdóttir náði jafnsléttu. Þetta „flug“ kom til af þeirri gjörnýtingu á tíma sem Magga hafði tamið sér. Hún þurfti gjarnan að ljúka einhverju rétt áður en... Engan hefi ég vitað geta lesið í skruddunum alveg þar til komið var upp að prófborðinu nema hana. Jafn- aðargeði Möggu var við brugðið – þannig haggaðist hún hvergi – þegar hún í fyrsta tíma var tekin upp í lat- ínu og hugðist þýða upp úr vertion- um – en skruddan sem hún fletti upp í reyndist þá vera símaskráin sem hún hafði tekið í misgripum í síma- klefanum, þegar hún var að flýta sér í yfirhöfnina. Hún hafði ríka ábyrgðarkennd gagnvart fjölskyldu sinni og 5. bekk las hún að mestu utanskóla, vafalaust til að létta undir með henni, enda voru þau fjögur systkinin samtímis þar. Eftir stúdentspróf skildi leiðir, hún fór til Þýskalands og síðan í Kennaraskólann. Sumarfrí eitt fór- um við þrjár skólasystur, Magga, Síta og undirrituð, heim á Siglufjörð í síld til að græða peninga. Síðan ætluðum við að enda á hin- um nafntogaða fæðingarstað Möggu. Sítu urðum við að skilja eftir á Ak- ureyri – þar sem hún hafði hand- leggsbrotnað. Þegar á áfangastað kom sannreyndi ég að „í Hallorms- staðarskógi er angan engu lík“. Ég naut ekki bara gestrisni fjöl- skyldunnar heldur heillaðist ég af fegurð staðarins og kynngimögnuðu andrúmsloftinu. Ungt fólk, skáld og bóhemar vann þarna við skógræktina og andagiftin sveif yfir Leginum. Með sjálfri mér þykist ég viss um að skáldið Þor- steinn Valdimarsson, sem dvaldist þarna oft, hafi ort á þessum stað kvæðið „Skúraskin“ um „messusöng á móum hjá mýrarsnípum og lóum“. Mér var sýndur lækurinn sem Páll Ólafsson hafði ort um „Gott áttu hrísla“ og sennilega sá ég umorta hríslu! Tíminn leið og hjúskapur og barnauppeldi tók við ásamt oft strangri vinnu. Allir verða jú að koma sér upp hús- næði á Íslandi. Samgangur varð strjálli og Magga gerði okkur heldur erfiðara fyrir með því að búa langtímum saman á frem- ur óaðgengilegum stöðum, s.s. upp við Elliðavatn, í Vestmannaeyjum, Þýskalandi, Noregi og Lúxemborg. En hún lagði ómælt á sig til að vera með okkur þegar bekkur okkar, Undri, átti júbilár eða blásið var til annars fagnaðar. Nú er stígurinn á enda. Við Áslaug náðum að kveðja kæra vinkonu áður en yfir lauk og var það okkur dýr- mætt. Vinum og vandamönnum votta ég samúð. Jóhanna D. Skaftadóttir.                                 !" #$%& # $'   (     )    Þegar okkur barst sú sorgarfrétt að morgni 26. janúar að hann Sveinn Birkir væri dáinn urðum við virkilega slegin og ráðþrota. Þetta var reiðarslag því dauðinn er einn af þeim hlutum sem við forðumst að leiða hugann að í okkar daglega lífi. Það er aðeins á þeim stundum sem hann snertir okkur persónulega sem við gerum okkur grein fyrir öllum þeim þunga og því miskunn- arleysi sem honum fylgir fyrir þá sem eftir standa. Þótt dauðinn sé jafn óumflýjanlegur og gangur sól- arinnar kemur hann okkur alltaf jafnmikið á óvart og hann er ávallt óvæginn og ósanngjarn finnst okk- ur gjarnan. Sveinn Birkir, eða Svenni litli eins og við öll kölluðum hann til að- greiningar frá föður sínum, var yndislegur drengur í alla staði. Við vorum svo heppin að fá að þekkja hann mjög náið frá blautu barns- beini og þökkum við það aldrei nóg- samlega. Sjaldan sá maður Svenna öðruvísi en hlæjandi og með prakk- arasvipinn í andlitinu. Hann var SVEINN BIRKIR SVEINSSON ✝ Sveinn BirkirSveinsson fædd- ist á Ytra-Kálfs- skinni á Árskógs- strönd 23. apríl 1980. Hann lést 26. janúar síðastliðinn og fór minningarathöfn um hann fram í Stærra- Árskógskirkju 10. febrúar. einstaklega laginn við það að sjá alla hluti með jákvæðum for- merkjum og oft vorum við búin að veltast um af hlátri yfir tiltækjum hans, glettni og spaug- semi. Svenni var einn af þeim sem verða góðir í hverju sem þeir taka sér fyrir hendur. Hvort sem um var að ræða íþróttir, aðra leiki eða störf. Hann var kappsamur og vann sín verk af slíkri vandvirkni og eljusemi að unun var oft á að horfa. Svenni var líka hreinskilinn og óhræddur við að segja sínar skoðanir á hlutunum, sama hvert tilefnið var. Hann var sannur vinur vina sinna, hjartahlýr og umhyggjusamur og margar stundirnar var setið og spjallað um þá hluti sem áttu hug hans og vin- anna hverja stundina. Þar sem fjöl- skyldan frá Krossum er samheldin voru tengslin á milli barnanna sterk og alltaf var litið á Svenna sem leið- togann í þeirra hópi. Í þennan fjöl- skyldu- og vinahóp hefur verið höggvið stórt skarð sem aldrei verður hægt að fylla með öðru en góðum minningum um ljúfan og yndislegan dreng. Það er erfitt fyrir okkur að skilja hvers vegna Guð tekur til sín góðar sálir á ungri ævi og kannski er það heldur ekki okkar að efast um rétt- mæti þeirrar ákvörðunar Hans, eða yfirleitt að reyna að átta okkur á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.