Morgunblaðið - 25.02.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 25.02.2001, Síða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐUSTU mánuðina hefurmönnum orðið tíðrætt um„málfrelsi“ og „fjölmiðla-frelsi“ í Rússlandi. Eina spurningin er: frelsi undan hverju eða hverjum? Svarið er frelsi undan eigendum fjölmiðlanna. Það er draumur allra rússneskra blaðamanna. Um áramótin birti rússneska tímaritið Itogi grein undir fyrir- sögninni „Sólsetur blaðamennsk- unnar“ þar sem rússneskir fjöl- miðlar voru sakaðir um að hafa hætt að „miðla upplýsingum og þess í stað tekið upp hrein almannatengsl af verstu tegund“. Við þessu virðist lítið hægt að gera því rússneska spakmælið „sá sem borgar getur pantað tónlistina“ hefur verið í fullu gildi í áratugi. Rússnesku fjölmiðlarnir hafa breyst frá árinu 1993, einkum vegna fjárhagslegrar stöðu þeirra. Blöðin áttu undir högg að sækja þar sem of fáir höfðu efni á að kaupa þau eða greiða áskriftirnar. Þau urðu því að fallast á fjárhagsaðstoð. Fyrstu fjölmiðlaeigendurnir komu fram á sjónarsviðið 1992–93. Þessir menn tengdust aðallega bönkum og sérstökum stjórnmála- öflum, Borís Jeltsín og bandamönn- um hans. Í augum þessara fjölmiðla- eigenda fólust upplýsingar einkum í „stuðningi“ við fyrirtæki þeirra. Flest blaðanna á bandi yfirvalda Rússnesk stjórnmál hafa verið mjög sérstæð. Annars vegar er bar- ist um völdin og hins vegar reynt að byggja upp „trausta pólitíska stofn- un“. Þess vegna hafa rússnesku fjöl- miðlarnir alltaf tekið þátt í pólitísku deilunum, fyrir tilstilli eigenda sinna. Í þessu sambandi nægir að líta á héraðsblöðin í Rússlandi. Um 80% þeirra eru undir stjórn héraðsyfirvalda sem nota blöðin til að miðla opin- berum upplýsingum. Á sama tíma tengjast hér- aðsyfirvöldin miðstjórn- arvaldinu í Moskvu. Blöð- in eru því á bandi héraðsyfirvalda í þeim málum sem þau varða en ríkisvalds- ins í málefnum alls Rússlands. Vestrænir blaðamenn falla stund- um í þá freistingu að ræða málefni rússneskra fjölmiðla eins og að staða þeirra sé sú sama og vestrænna fjöl- miðla. Ég tel það mikil mistök því ekki er hægt að líkja þeim saman. Í fyrsta lagi er rússneska stjórn- málakerfið enn að mótast. Á Vest- urlöndum eru rótgrónar lýðræðis- stofnanir og stjórnmálaflokkar sem verja hagsmuni borgaranna þegar þeir komast til valda. Flokksleiðtog- inn er einnig andlit flokksins. Í Rússlandi er hins vegar varla hægt að sjá nokkurn mun á stjórnmála- mönnunum. Þeir eru mjög veikir og berjast því um að hafa sem mest áhrif á umfjöllun fjölmiðlanna. Eng- inn þeirra viðurkennir að hann sé á móti fjölmiðlafrelsi, en þeir nota samt fjölmiðlana sem einu stoð sína. Rússneskir kaupsýslumenn eru einnig mjög sérstæðir og fjölmiðla- jöfrarnir eru engin undantekning. Þeir hafa stundum brotið lögin til að skara eld að sinni köku en um leið lagt kapp á að halda ímynd sinni hreinni. Meginmarkmið fjölmiðla- jöfranna er að hafa sem mestar tekjur með litlum tilkostnaði og mörgum þeirra hefur tekist að græða á kostnað ríkisins. Samt vilja þeir vera óháðir ríkinu. Meginmarkmið Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta er að koma tengslum fyrirtækjanna og ríkis- valdsins í eðlilegt horf. Fjölmiðlafyr- irtækin eru þar engin undantekning. Uppgjör við Gúsínskí Þeir sem segja að ráðamennirnir í Kreml vilji jafna sakirnar við Vlad- ímír Gúsínskí, eiganda sjónvarps- stöðvarinnar NTV, hafa vissulega á réttu að standa að mörgu leyti. Ráðamennirnir skilja í fyrsta lagi ekki hvers vegna skuldunautarnir vilja ekki greiða skuldirnar. Önnur ástæðan er ekki jafnaugljós, en hún er sú að Pútín gleymir aldrei neinu. Forsetinn hefur ekki gleymt því að Gúsínskí fór á fund hans í Kreml haustið 1999 skömmu eftir að Pútín varð forsætisráðherra. Gúsínskí tal- aði digurbarkalega á þessum fundi og bauðst til að gera honum greiða: „Þú hefur ekki næga möguleika á að verða forseti en með hundrað millj- ónum dala getur sjónvarpsstöð okk- ar reynt að leysa þetta vandamál,“ sagði hann. Pútín afþakkaði þetta tilboð kurt- eislega. Svo fór að Pútín þurfti ekki á aðstoð NTV að halda til að byggja upp ímynd sína sem „landsfaðir“ og sjón- varpsstöðin barðist gegn honum í forsetakosning- unum og einnig gegn stuðningsmönnum hans í kosningunum til dúm- unnar, neðri deildar þingsins. Og nú er komið að því að gera upp reikningana. Það eina sem ríkisvaldið vill er að fá yfirráð yfir þeim eignum sem til- heyra því. Rússneska ríkissjónvarpið (VGTRK) er þegar álitið vera algjör- lega á bandi stjórnarinnar. Gert er ráð fyrir því að hún nái einnig fullum yfirráðum yfir sjónvarpsstöðinni ORT á næstu dögum. Þá er verið að undirbúa breytingar á stjórn NTV, einu stóru sjónvarpsstöðinni sem er enn óháð ráðamönnunum í Kreml. Alfred Kokh, forstjóri fjölmiðla- fyrirtækis sem gasfyrirtækið Gazpr- om hefur stofnað, tilkynnti 13. þessa mánaðar að hann hygðist taka við stjórn NTV eftir margra mánaða baráttu um yfirráð yfir sjónvarps- stöðinni. Gazprom er undir stjórn ríkisins og helsti lánardrottinn NTV. Kokh kvaðst ætla að boða til hlut- hafafundar á næstu dögum til að skipa nýja stjórn NTV. Gúsínskí og nánustu samstarfsmenn hans, Ígor Malashenko og Andrej Tsímaílo, verða ekki í stjórninni. Kokh hyggst tilnefna fimm full- trúa Gazprom í stjórnina sem verður skipuð níu mönnum. Þrír starfs- menn fjölmiðlafyrirtækis Gúsínskís, Media-Most, verða fulltrúar þess í stjórninni, þeirra á meðal Jevgení Kíseljov, aðalframkvæmdastjóri NTV. „Ég er verndari fjölmiðlafrelsisins“ Kokh sagði að líklega yrðu gerðar einhverjar breytingar á rekstri NTV en kvaðst ætla að reyna að halda yf- irmönnum þess. Kokh sagði síðar um daginn í hvössum orðaskiptum við fréttamann NTV að hann væri „sáttur“ við Kíseljov sem aðalfram- kvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinn- ar. Þegar fréttamenn spurðu hvort ráðamennirnir í Kreml stæðu á bak við þá ákvörðun að Gazprom tæki við NTV skýrði Kokh frá því að Pút- ín hefði boðað hann á sinn fund 14. janúar til að ræða framtíð sjón- varpsstöðvarinnar. Forsetinn hefði þá krafist þess að fjölmiðlafyrirtæki Gazprom skipti sér ekki af frétta- flutningi NTV og umfjölluninni um stjórnmál. „Hlutabréf, skuldir og fjárhagur sjónvarpsstöðvarinnar eru þín mál,“ hafði Kokh eftir Pútín. „En láttu fréttamennina og yfir- mennina í friði. Ég er verndari fjölmiðla- frelsis. Verkefni okkar er að tryggja að sem minnstar breytingar verði á dagskrár- stjórninni og frétta- flutningnum.“ Media-Most reyndi að koma í veg fyrir að Gazprom næði yfirráð- um yfir sjónvarpsstöð- inni og tilkynnti í vik- unni sem leið að fyrirtækið væri tilbúið að selja hópi fjárfesta, undir forystu Teds Turners, stofnanda CNN, hlutabréf Gús- ínskís í NTV. Fyrir- tækið skoraði á Pútín að styðja söluna og lofa að ríkið myndi ekki hafa afskipti af frétta- flutningi sjónvarps- stöðvarinnar. Pening- arnir sem fengjust fyrir hlutabréfin, and- virði 25 milljarða króna, yrðu notaðir til að greiða skuldir NTV við Gazprom. Christopher Renaud, fjármála- stjóri Media-Most, lýsti baráttunni um NTV sem kapphlaupi milli Media-Most, sem vildi endurgreiða lánin sem fyrst, og fjölmiðlafyrir- tækis Gazprom sem vildi sölsa sjón- varpsstöðina undir sig áður en lánin yrðu greidd. Berezovskí býðst til að bjarga NTV Baráttan um NTV magnaðist verulega daginn eftir þetta útspil Media-Most. Borís Berezovskí (kaupsýslumaður sem hafði mikil áhrif í Kreml í forsetatíð Borís Jelts- íns) tilkynnti þá að hann væri tilbú- inn að bjarga sjónvarpsstöðinni. Forstjóri Gazprom hvatti hins vegar hluthafana til að selja gasfyrirtæk- inu hlutabréfin. Gazprom ábyrgðist lán sem Media-Most fékk frá svissneskum banka og andvirði 22 milljarða króna gjaldféllu í sumar. Gazprom á nú þegar 46% hlut í NTV og reynir nú að eignast 19% til viðbótar með því að höfða mál gegn Media-Most. Dómstólarnir lögðu hald á 19% hlutabréfanna og þar sem dómsmálið hefur ekki verið leitt til lykta er hvorki Gazprom né Media-Most með með meirihluta hlutabréfanna í sjónvarpsstöðinni sem stendur. Borís Berezovskí tilkynnti að hann væri tilbúinn að leggja til and- virði 22 milljarða króna til að koma í veg fyrir að Gazprom eignaðist Media-Most og bauðst einnig til að veita fjölmiðlafyrirtækinu lán að andvirði 4,3 milljarða króna. Hann sagði í opnu bréfi til sambands rúss- neskra iðnrekenda að það þjónaði ekki aðeins „hagsmunum rúss- neskra fyrirtækja, heldur einnig alls Rússlands, að koma í veg fyrir að fjölmiðlafrelsið yrði skert“. Þetta tilboð Berezovskís kom á óvart þar sem hann hefur lengi átt í erjum við Gúsínskí. Þeir eiga það þó sameiginlegt að hafa fallið í ónáð hjá Pútín og eru báðir í útlegð. Rúss- nesk yfirvöld hafa krafist þess að Gúsínskí verði framseldur frá Spáni þar sem hann hefur dvalið frá því í sumar þegar hann fór frá Rússlandi eftir að honum var haldið í fangelsi í þrjá daga. Berezovskí hefur einnig neitað að snúa aftur til Rússlands vegna rannsóknar á meintum fjár- drætti í tengslum við flugfélagið Aeroflot. Um 600 milljónir dala, and- virði tæpra 52 milljarða króna, voru færðar af reikningum Aeroflot á reikninga tveggja fyrirtækja Ber- ezovskís í Sviss. Ríkissaksóknari Rússlands segir að fram hafi komið nýjar upplýsingar í málinu og býr sig nú undir að gefa út alþjóðlega handtökutilskipun á hendur honum. Berezovskí selur ORT Berezovskí er nú ekki lengur fjöl- miðlajöfur því fulltrúi hans tilkynnti nýlega að hann hefði fallist á að selja 49% hlut sinn í sjónvarpsstöðinni ORT. Ennfremur var skýrt frá því að náinn samstarfsmaður hans, Sergej Dorenko, sem hefur verið kallaður „fjölmiðlamorðinginn“, hefði verið rekinn frá sjónvarpsstöð- inni. Margir telja að kaupsýslumaður- inn Roman Abromavítsj, sem hefur verið áhrifamikill í Kreml, kaupi hlutabréf Berezovskís og selji þau síðan ríkinu til að sýna hollustu sína við ráðamennina. Svo virðist sem hann vilji eitthvað fyrir sinn snúð. Talið er því nánast öruggt að ríkið fái yfirráð yfir sjónvarpsstöðinni. Gangi það eftir verður ORT að berj- ast við VGTRK um framlög úr rík- issjóði. Ólíklegt er þó að ríkið vilji fjár- magna tvö sjónvarpsfyrirtæki. VGTRK hefur verið rek- ið með miklu tapi að und- anförnu og svo virðist sem ekki sé gert ráð fyrir framlögum til ORT í fjár- lögum þessa árs. Ólíklegt þykir einnig að fólk vilji horfa á fréttir tveggja ríkissjónvarpsstöðva. Líklegt er því að önnur stöðvanna leggi niður fréttatíma sína og um- fjöllun um stjórnmál og verði að hreinni afþreyingarstöð. Mikilvægasta breytingin felst hins vegar í því að sjónvarpsstöðv- arnar verða ekki undir stjórn bíræf- inna kaupahéðna sem ota sínum tota. Pútín hefur tekist að koma þeim á kné eins og hann einsetti sér þegar hann tók við forsetaembætt- inu. Rússnesku fjölmiðlajöfrarnir Vladímír Gúsínskí og Borís Berezovskí eru að missa yfirráð sín yfir tveimur af þremur stærstu sjónvarpsstöðvum Rússlands. Alexander Malkevich segir að deilan um sjónvarps- stöðvarnar snúist einkum um frelsi fjölmiðlanna undan eigendum þeirra. B A K S V I Ð Reuters Rússnesku kaupsýslumennirnir Gúsínskí og Berezovskí takast í hendur í veislu áður en þeir fóru í útlegð. Vladímír Pútín Rússlandsforseti veifar til áhorfenda á knattspyrnuleikvangi í Moskvu þegar hann kom þangað til að fylgjast með leik Spartak og Bayern München í meistara- deild Evrópu á miðvikudaginn var. Tali menn um sjálfstæði þurfa þeir að vera sjálfstæðir Ríkisvaldið vill fá yfirráð yfir þeim eignum sem tilheyra því Fjölmiðla- jöfrarnir knésettir Höfundur er ritstjóri tímarits í Sankti Pétursborg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.