Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 25 komið á og menningarborgarár fór fram. Það var unnið að almennri stefnumótun á ýmsum mikilvægum sviðum, sem er nauðsynlegt í dreif- stýrðu kerfi. Núna er í gangi mál sem er afskaplega mikilvægt og ör- lagaríkt á marga vegu og þá á ég við flugvallarmálið svokallaða og þá djörfu – og vissulega ekki óumdeil- anlegu – ákvörðun að láta íbúana kjósa um það.“ Tvennslags kerfi Jón benti á að það sama ætti við um Reykjavík og önnur sveitarfélög að þar eru tvö kerfi. Annars vegar er pólitískt kerfi, hinir kjörnu og pólitískar nefndir, sem eiga að marka pólitíska stefnu og taka póli- tískar ákvarðanir. Hins vegar er stjórnsýslukerfið. „Það eru starfs- menn borgarinnar og hlutverk þeirra er að útfæra hinar pólitísku ákvarðanir,“ sagði hann. „Nú held ég að stjórnsýslukerfið hafi tekið miklum og jákvæðum stakkaskiptum undanfarin ár, en það sama á ekki við um pólitíska kerfið. Þar finnst mér of margir hjakka í sama farinu varðandi sjálfsskilning, skilning á hlutverkinu og verklagi sínu. Ég á við að kjörnir fulltrúar þurfa að laga hlutverk sitt og verklag bet- ur að nútímastjórnunarháttum. Þeir eru ekki verkstjórar yfir illa gefnum erfiðismönnum. Þeir hafa yfir að ráða afskaplega sérhæfðu og vel menntuðu starfsliði til að fram- kvæma ákvarðanir sínar. Þeir eiga sjálfir að vera í pólitík. Þeir eiga að leggja línur og marka stefnur. Þeir eiga að túlka vilja, áhugamál, óskir og vonir umbjóðenda sinna og finna þeim skynsamlegan farveg. Til þess eru þeir kosnir. Þeir eiga með öðr- um orðum að hugsa lýðræðislega, þeir eiga að hugsa hátt og vítt og þeir eiga að hugsa til langrar fram- tíðar. Þeir eiga ekki að vera að vas- ast í smámunum, redda einstökum málum. Til þess hafa þeir starfs- menn. Þeir eiga að segja starfs- mönnum borgarinnar hvaða veg á að fara, fylgjast með að það sé gert og bregðast við sé það ekki gert. Mér finnst allt of mörgum borg- arfulltrúum mistakast þetta. Það er svo miklu auðveldara að setja sig inn í smámunina, að rekistefnast í framkvæmdaatriðum, heldur en sjá fram í tímann og móta pólitíska stefnu. Margir kjörnir fulltrúar virðast hreint ekki horfast í augu við það, hversu grafalvarlegur hlut- ur það er að fólk treysti þeim fyrir atkvæði sínu og umboði og hve mik- ils það krefst af þeim í flóknu og sí- breytilegu umhverfi. Stjórnsýslan hjá borginni hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og lagað sig að núverandi aðstæðum. Póli- tíska kerfið hefur ekki tekið sér samskonar tak, það situr eftir og það er afar slæmt. Það er bagalegt ef pólitíkin er framsækin en stjórn- sýslan hjassaleg. Það er líka baga- legt og grefur raunar undan lýðræði ef pólitíkin er ekki stjórnsýslunni vaxin. Þessi tvö kerfi verða að þróast saman og vera samferða. Ég er að tala um borgarfulltrúa almennt, hvaðan sem þeir koma, flesta en samt ekki alla. Pólitíska kerfið og stjórnsýslukerfið snertast í persónu borgarstjóra, sem er sam- tímis kjörinn fulltrúi, pólitískur leið- togi og æðsti embættismaðurinn í stjórnsýslunni. Borgarstjóri gegnir lykilstöðu í báðum kerfunum og hef- ur mjög mikið vald, sennilega meira en vera ætti í kerfi sem vill vera dreifstýrt, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. Það hefur sýnt sig að á þeim stóli hafa oftast setið skarpir stjórnmálamenn og dugandi stjórnendur og aðrir tolla þar tæplega til lengdar. Núverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún, er hvort tveggja. Hún hefur jafnt skilning, lag og sýn á pólitík og er kröftugur stjórnandi. Raunar held ég persónulega, að hún sé annar að- eins tveggja stjórnmálamanna sem heiti hafa hérlendis þessa stundina. En R-listinn verður að vanda sig ætli hann að standast. Það er auð- velt að slappa af í skjólinu af sterk- um leiðtoga. Það hefur oft sýnt sig og þess eru nýleg dæmi.“ Hælbítapólitík minnihlutans En hvað finnst Jóni um meiri- og minnihluta í borgarstjórn? „Nú hef ég verið hjá borginni í tíð eins og sama meirihluta og eins og sama minnihluta en sú nesja- mennska, sem ég kvartaði yfir hjá borgarfulltrúum, sýnir sig ekki síst í því hvernig minnihlutinn rækir sitt mikilvæga hlutverk og kannski væri það eins ef skipt væri á valdahlut- föllunum,“ sagði Jón. „Hjá minni- hlutanum ríkir einhvers konar hæl- bítapólitík sem gengur ekki út á að koma með betri og farsælli tillögur en meirihlutinn heldur alfarið út á að finna höggstaði. Það skiptir ekki máli hvort meirihlutinn fer með gott mál eða vont, heldur hvort málið gefur færi á höggstað. Vont mál er látið afskiptalaust sé enginn högg- staður á því og ráðist er á gott mál sé á því slíkt færi. Þetta er dálítið frumstæður skilningur sem er eins og ættaður frá hólmgöngum og ein- vígjum aftur í öldum. Vopnavið- skiptin sjálf skipta meira máli en málstaðurinn. Ég held ekki að kjós- endur hafi svona frumstæðan skiln- ing á borgarmálum, sem í raun snú- ast um að reka hið sameiginlega fyrirtæki borgarbúa á hagkvæman og árangursríkan hátt. Ég held að þeir kjósi fólk til þess að vinna vel að hagsmunamálum borgarbúa og hafi minni áhuga á því hvort og hve mikið er rifist um þau. Fyrirtæki, þar sem annar helmingur stjórnar hefði það að trúaratriði að vera á móti öllu sem hinn helmingurinn segði og gerði, mundi eyða miklum tíma og fyrirhöfn í gagnsleysu. Ég held að ég geti tekið flugvallarmálið sem dæmi. Þarna neyðist aumingja minnihlutinn til þess að andskotast út í marga góða hluti og hafa allt á hornum sér bara vegna þess að hann þarf að vera á móti meirihlut- anum. Ég hef engar áhyggjur af lýðræðinu þótt menn færu úr þess- um hælbítastellingum. Það er held- ur ekki eins og sé verið að móta heimspólitík með borgarmálunum, sem í aðalatriðum snúast um að veita borgarbúum góða þjónustu fyrir skattféð í bráð og lengd.“ Reykjavík öfundsverð Hvernig blasir framtíðin í borg- armálum við Jóni? „Eins og ég nefndi er borgin á hraðri siglingu, henni er vel stýrt og bæði sjólagið og byrinn eru henni hagkvæm,“ sagði hann. „Aðrar borgir erlendis sem Reykjavík gæti jafnað sér við hafa ótrúlega margt að öfunda hana af. Samtímis er ým- islegt í framtíðinni sem hægt er og ástæða er til þess að hafa áhyggjur af. Ég ætla að nefna þrennt. Eitt er hve núverandi tíðarandi leggur mik- ið upp úr svigrúmi og frelsi sumra til allra hluta og gerir lítið með jöfn- uð og réttlæti. Frelsið og jöfnuður- inn eru eins og vegasalt, þegar fólk fær sig fullsatt á öðru hækkar hitt í gengi. Menn hafa velt jöfnuðinum of lítið fyrir sér upp á síðkastið, bæði hjá Reykjavíkurborg og annars staðar og bæði hjá meiri- og minni- hluta borgarstjórnar. Í öðru lagi finnst mér byggðaþró- unin í landinu eiga að vera stórt áhyggjuefni fyrir Reykjavíkurborg af sömu ástæðu og Palla þótti ekki gaman að vera einn í heiminum. Þeir eru haldnir alvarlegum mis- skilningi, sem segja að Reykvíking- um komi byggðaþróunin ekki við og þeir eigi ekki að skipta sér af henni. Í þriðja lagi er ég sannfærður um að málefni nýbúa verða umfangs- mikið viðfangsefni á næstu árum. Það kann að takast vel hérlendis og betur en annarsstaðar að fást við þau, en það er vandasamt að finna réttan veg í þeim efnum. Við höfum tvímælalaust gott af nýjum vindum, en það má ekki verða of hvasst því að þá gæti fokið ofan af litlum fas- istum sem kúra innan í mörgum. Ekki af því að við séum illa innrætt fólk heldur hinu að við höfum svo lengi verið ein hér í eynni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.