Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 31
því sem tíminn líður munu menn átta sig á að vægi ferðaþjónust- unnar verður mun meira. Þeir framsýnu sjá að bestu afkomu- möguleikar okkar eru í ferðaþjón- ustunni og því er jafngott að hefja strax undirbúninginn þannig að við getum stjórnað þróuninni.“ Ferðamenn allt árið Vilborg benti á að svo virtist sem ferðamannastraumurinn ein- skorðaðist ekki lengur við sum- armánuðina þrjá. Í ævintýraferð- um væri ekki endilega verið að bjóða upp á sumar og sól. Helsti styrkleiki fyrirtækisins væri dreif- ing ferðamannanna yfir árið og hafa fjögur þúsund ferðamenn ferðast á vegum fyrirtækisins frá áramótum. „Við erum að selja vont veður meira og minna allt árið,“ sagði hún. Garðar benti á að í raun væri fyrirtækið landsbyggðarfyrirtæki með aðsetur í Reykjavík. „Hver einasti farþegi sem ferðast á okkar vegum fer beint út fyrir borgar- mörkin og honum er ekki skilað fyrr en í lok ferðarinnar,“ sagði hann. Áður en lagt er upp í ferð er öll- um þátttakendum gerð grein fyrir hvað er í vændum og þeim kennd viðbrögð við óvæntum aðstæðum. Hvernig menn eiga að haga sér á jöklum eða um borð í bát á leið niður jökulár, svo dæmi séu tekin. Reyndir fararstjórar eru með hverjum hópi og eru þeir oftar en ekki liðsmenn úr björgunarsveit- um. „Það er ekkert að óttast,“ sagði Garðar. „Það eru engin ald- urstakmörk og fatlaðir geta verið með því í raun má segja að þeir ferðist um í bómull. Við sleppum aldrei af þeim hendinni.“ Arngrímur vildi ganga ennþá lengra og fullyrti að fyrirtækið væri það eina í heimi sem byði upp á ofurjeppa sem kæmust yfir allar hindranir. Eftirlit með ferðamannahópunum Til að tryggja öryggið enn frek- ar hefur verið settur upp fjar- skiptabúnaður í höfuðstöðvunum í Reykjavík, þar sem fylgjast má með ferðum allra farartækja á þeirra vegum. Það er fjarskipta- fyrirtækið Stikla og hugbúnaðar- fyrirtækið Stefja sem hafa þróað og byggt upp búnað, sem byggist á Tetra-tækni og er þetta fyrsta eft- irlitskerfi með ferðamannahópum sem sett er upp. „Þessi búnaður auðveldar okkur að skipuleggja og fylgjast með hvernig ferðirnar ganga,“ sagði Arngrímur. „Við sjáum hvenær bílar eru væntan- legir á áfangastað auk þess að gefa góða yfirsýn yfir marga ferðahópa og við getum geymt ferlið ef svo ber undir fyrir þá sem á eftir koma.“  +" + + + + +" + + + +         "  #$$ #$#$ ,$    - $  #  .  /0"$  $  0 $123 +" + + + + +" + + + +" ! " "     4 ' %     "  &$#$$$ 0.  !"! $  $  "$  " ! "       ! 4    $123                                       !! "    # !$ %&'  (    )*          !&   !  VIÐSKIPTI Á SUNNUDEGI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 31 Þurfa þínar útlínur styrkingar við? ...ferskir vindar í umhirðu húðar Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Silhouette og Body Scrub frá Karin Herzog er frábær hjálp til að undirstrika fagrar útlínur! www.karinherzog.com Suður-Afríka hittir í mark! „KJÖRIN EIGA SÉR EKKI HLIÐSTÆÐU, ÞETTA JAFNGILDIR 3 FYRIR 1,” sagði farþegi, þegar hann staðfesti ferðina. Okkur er ánægja að tilkynna að S-Afríkuferðin er í höfn með leiðsögn valinkunnra ÍSLENSKRA fararstjóra. Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Valkostir: Cape Town frá kr. 99.900. - fá sæti Blómaleið A uppseld, B örfá sæti Durban - sól, sjór og S a f a r i - örfá sæti Salan í ferð Visa og Heimsklúbbsins-PRÍMA 8.-16. apríl með beinu, þægilegu leiguflugi ATLANTA Boeing 747 til CAPE TOWN er í há- marki núna. Það fer ekki milli mála, hvaða páskaferð ber af. Sértilboð um síðustu helgi rann strax út. SÉRTILBOÐ EINSTAKRA STARFSHÓPA RENNA ÚT Á NÆSTU DÖGUM. Kynnið ykkur netið og tilboðin, sem enn eru í gangi í dag, meðan sæti eru til. Gaman er að heyra raddir þeirra, sem skynja hve einstakt tækifæri er á ferðinni, sbr. eftirfarandi: „Við hjónin höfum ferðast mikið um Afríku áður og það er okkar skemmtilegasta ferðareynsla. Við skelltum okkur strax á þetta tilboð, því það jafngildir 2 fyrir 1 eða meira. Það ódýrasta sem við fundum frá Bretlandi kostar 75.000 kr. meira á mann heldur en að fljúga alla leið héðan og komast beint!” UMSAGNIR um fyrri ferð Heimsklúbbsins til S-Afríku eru mjög jákvæðar: „Okkur fannst frábært að komast á nýjan stað og kynnast nýrri menningu. Vönduð herbergi og þjónusta mjög góð. Margt var heillandi í ferðinni, svo sem kynnisferðin á Góðrarvonarhöfða og tilfinningin að vera á slíkum stað.” Kristín og Flemming. OPIÐ Í DAG KL. 13-15 fyrir staðfest- ingar á pöntunum, sem hægt er að gera með einu símtali, 56 20 400 Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.