Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 37 ✝ Jón Ásgeir Gests-son fæddist í Arnardal við Skut- ulsfjörð 6. mars 1920. Hann lést 20. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Gestur Guðmundsson, f. 28. september 1901, d. 26. apríl 1974, og Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 16. mars 1900, d. 22. október 1988. Jón ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Guðmundi Gestssyni, f. 26. mars 1879, d. 21. maí 1957, og Jónu Benediktsdóttur, f. 20. maí 1875, d. 22. ágúst 1955, fyrst í Arn- ardal en flutti fimm ára gamall með þeim til Hafnarfjarðar, þar sem hann bjó til æviloka. Hálfsystir Jóns og barn Sigríðar er Sigurborg Gísladóttir, f. 27. apríl 1923, og hálfsystkini, börn Sigríðar og Jóns Guðmundssonar, manns hennar, eru: Ólöf Ragnheiður, f. 28. sept- ember 1924, Jóna Björg, f. 31. og Einar. Haraldur Hafsteinn, f. 22. janúar 1947, kvæntur Guðrúnu Ing- ólfsdóttur. Synir þeirra eru Ragnar og Ingólfur. Gestur, f. 31. maí 1948, kvæntur Huldu Kristjánsdóttur. Synir þeirra eru Kristján, Jón Ás- geir og Árni Björn. Hugrún, f. 24. mars 1950. Sigríður Björg, f. 8. júlí 1951, gift Guðmundi B. Guðmunds- syni. Börn þeirra eru Snorri og Guðný Ása. Guðmundur, f. 25. júlí 1955, kvæntur Lilju Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Jón Gestur og Aðal- björg. Jón og Guðný eiga sex barna- barnabörn sem eru Hafsteinn Fann- ar og Birkir Orri Ragnarssynir, Hildur Sveinsdóttir, Agnes Engilráð Scheving og Embla María Arnars- dóttir og Birta Huld Kristjánsdóttir. Jón vann ýmis störf sem ungur maður en stundaði bifreiðaakstur um 50 ára skeið, framan af leigu- bifreiðaakstur og var einn af stofn- endum Nýju bílastöðvarinnar í Hafnarfirði, en frá 1959 átti hann og rak hópferðabíla. Jón var einn af stofnendum Hóp- ferðamiðstöðvarinnar og var heið- ursfélagi í Félagi hópferðaleyfis- hafa. Útför Jóns fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði á morg- un, mánudaginn 26. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. janúar 1926, d. 15. júní 1947, Bjarnfríður Edda, f. 17. ágúst 1927, d. 22. október 1927, Guðmundur, f. 7. október 1929, d. 31. desember 1951, Hólm- fríður Jóna Arndal, f. 3. desember 1931, Andri Sigurður, f. 4. október 1934, d. 14. apríl 1997, Hulda Guð- rún Dýrfjörð, f. 8. des- ember 1936. Hálfsyst- ir, barn Gests og konu hans Guðrúnar Ein- arsdóttur, er Jóna María, f. 11. júlí 1933. Í desember 1944 kvæntist Jón eft- irlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju Jóhönnu Hannesdóttur, f. 19. sept- ember 1921 í Hnífsdal. Börn þeirra eru: Jóna Guðmunda, f. 7. júní 1944, giftist James Wheeler, þau skildu. Dóttir þeirra er Jennifer Lára. Hannes, f. 30. september 1945, kvæntur Sigrúnu Sveinsdóttur. Syn- ir þeirra eru Sveinn Stefán, Arnar Jón Ásgeir Gestsson fæddist í Fremrihúsum í Arnardal við Djúp 6. mars 1920, sonur Gests Guðmundsson- ar í Neðrihúsum þar, seinna kaup- manns í Svalbarða við Framnesveg, og Sigríðar Guðmundsdóttur frá Hjöllum í Skötufirði. Ekki varð út frekara sambandi foreldranna og bág kjör móðurinnar urðu til þess að föðurfor- eldrar drengsins, Jóna Benediktsdótt- ir og Guðmundur Gestsson, tóku hann í fóstur sex mánaða gamlan. Með þeim flutti hann til Hafnarfjarðar 1925 og ólst þar upp ásamt fjórum föðurbræðr- um sínum, Guðmundi, Benedikt, Krist- jáni og Illuga, sem reyndust honum bræður í raun. Guðmundur Gestsson hafði lært trésmíði í Danmörku. Hann tók að sér byggingar víða um land og var oft langdvölum að heiman. Óend- anleg umhyggja og ástúð ömmunnar mótaði skapgerð og persónuleika drengsins og fylgdi honum alla ævi, enda unni hann ömmu sinni og virti umfram aðra menn. Sigríði móður sinni kynntist hann á fullorðinsárum og voru miklir kærleikar með þeim upp frá því. Skólaganga Jóns varð ekki löng eins og títt var á þeim árum. Um fermingu fór hann að vinna fyrir sér við ýmis störf til sjós og lands. Hugur hans stóð til sjómennsku en sjóveiki kom í veg fyrir þann draum. Hann var þó á síld á sumrin fram til 1943. Upp úr tvítugu varð bifreiðaakstur hans aðalatvinna, fyrst hjá öðrum en fljótlega eignaðist hann sinn eigin bíl og var einn af stofn- endum Nýju bílastöðvarinnar í Hafn- arfirði. Hann ók um tíma fyrir herinn á Keflavíkurflugvelli og lengi var hann ökumaður hjá Hval hf., oft einkabíl- stjóri forstjórans. Árið 1959 keypti hann sinn fyrsta hópferðabíl, og eftir það gerði hann út rútubíla í meira en þrjátíu ár. Hann stofnaði ásamt fleirum Hópferðamið- stöðina hf. og var heiðursfélagi í Félagi hópferðaleyfishafa. Hann var afar farsæll bílstjóri og eftirsóttur í hópferðir, enda hafði hann sömu við- skiptavinina árum saman, stofnanir og skóla og í 20 ár sá hann um akstur hér á landi fyrir svissneska ferða- skrifstofu á sumrin. Jón keypti sínar rútur sjálfur í Þýskalandi, hafði þar góð viðskiptasambönd og aðstoðaði marga félaga sína við kaup og inn- flutning á bílum. Jón var bindindis- maður alla tíð, ákaflega vinnusamur, trúaður, hjálpfús og ósérhlífinn. Með framsýni, eljusemi og áræði komst hann í góðar álnir og ávaxtaði vel sitt pund. Hann hafði gaman af viðskipt- um, var alltaf opinn fyrir braski, eins og hann sagði sjálfur. Hann þótti stundum fastur fyrir og fylginn sér í samningum en aldrei óheiðarlegur eða yfirgangssamur og betur stóðu orð hans en undirskriftir margra ann- arra. Það reyndi undirritaður, að ef Jón Gestsson var ábyrgðarmaður á víxli þurfti ekki frekari trygginga við. Jón var félagslyndur maður, naut sín vel meðal fólks og átti vini og kunningja um allt land enda þekkti hann öll byggðarlög landsins og flest- ar óbyggðir líka. Hann unni mjög ís- lenskri náttúru og farinn að heilsu fór hann í hringferð um landið með dætr- um sínum sumarið 1999 og vikuferð um Vestfirði sl. sumar. Hann var víð- lesinn og hafði yndi af tónlist, einkum og sér í lagi söng, enda góður söng- maður sjálfur og tók gjarnan lagið með farþegum sínum. En maðurinn einn er ei nema hálf- ur. Árið 1943 hóf hann sambúð með eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Jó- hönnu Hannesdóttur frá Hnífsdal, einstakri myndar- og dugnaðarkonu. Hún bjó honum traust og fallegt heimili og þeim varð sjö barna auðið, sérlega náinn og samhentur systkina- hópur sem hlaut gott veganesti að heiman og hefur vegnað vel í lífsins ólgusjó. Vegna umsvifa Jóns var upp- eldi þeirra og umsýsla heimilis í henn- ar höndum, en hann studdi þau með ráðum og dáð. Síðastliðin fimm ár bjuggu Jón og Guðný á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði og nutu umönnunar afburða starfsfólks sem ekki verður fullþakkað. Gagnkvæm væntumþykja og virðing hjónanna kom vel fram í erfiðum veikindum beggja undanfarin ár. Fyrir u.þ.b. 12 árum greindist Jón með parkinsonsveiki og síðan hefur sjúkdómurinn smám saman bugað hinn stóra og sterka líkama hans þannig að hann þurfti mikla hjálp og hjúkrun seinustu ár. Stundum gat hann vart hrært legg eða lið langtím- um saman og aðeins hvíslað svo lágt að varla heyrðist. En andlegu atgervi hélt hann til æviloka, fylgdist vel með málefnum líðandi stundar, var áhuga- samur um fréttir og stjórnmál, dygg- ur sjálfstæðismaður, ræðinn og reifur þegar sjúkdómsokinu létti um stund- arsakir. Við vorum ekki alltaf jábræð- ur en alltaf vinir. Þegar ég kom til hans að banabeði skömmu fyrir and- látið gat hann ekki lengur tjáð sig með orðum en tók í hönd mína þétt og hlýtt í kveðjuskyni og gaf þannig til kynna vitund sína um að þetta var okkar síðasta handaband. Ég kveð tengdaföður minn með þökk og virðingu. Vol og víl væri hon- um ekki að skapi nú og ég lýk þessum pistli með orðum sem honum voru töm á tungu: Við brosum. Guðm. B. Guðmundsson. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sezt á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. (Steinn Steinarr.) Mig langar að minnast elsku afa míns með örfáum orðum. Þetta ljóð hans Steins þykir mér eiga vel við því að ég vil óska þess að einhvern tímann munum við hittast aftur á nýrri leið. Afi var góður maður og hjartahlýr og einstaklega skýr allt til hinstu stundar. Jafnvel þótt líkaminn væri farinn að gefa sig fylgdist hann með öllum nýjungum og hafði mikinn áhuga á okkur barnabörnum sínum og okkar lífi og starfi. Er mér minn- isstætt þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð þá skruppum við í bíltúr í Borgarfjörðinn og til baka bara til að skoða og sjá, bæði göngin og svo að njóta þess að skoða náttúruna, sem afa þótti mjög vænt um. Elsku afi. Hann var okkur öllum svo mikil fyrirmynd og hans er sárt saknað. Ég mun aldrei gleyma hvað mér fannst spennandi að koma á stóra verkstæðið hans sem hann byggði yf- ir rúturnar sínar þegar ég var lítil. Aldrei þreyttist ég á að segja frá afa mínum sem átti rúturnar og nafnið hans, Jón Á. Gestsson, stóð meira að segja stórum stöfum á þeim. Það þótti litlu stelpunni alltaf stórmerkilegt og afi var mikil hetja. Í mínum huga verða alltaf bestu stundirnar heima hjá ömmu og afa þegar fjölskyldan kom saman og drakk heitt súkkulaði. Að ógleymdum öllum heimsóknunum í Naustahlein þegar afi drakk kaffi úr óbrjótandi glasinu sínu og laumaði að okkur krökkunum sælgætismolum, því sjálfur var hann mikill „nammikall“. Alltaf var líka stutt í brosið og grall- araskapinn, eða svo notuð séu hans eigin orð: Jón Gests, alltaf hress, ekk- ert stress, bless! Elsku afi minn, þér líður betur núna og það er huggun okkar. Minning þín er ljós í lífi okkar. Guðný Ása. Elsku langafi. Nú kveðjum við þig og þökkum þér fyrir samverustund- irnar sem þó voru allt of fáar. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hafsteinn Fannar og Birkir Orri. Þegar ég kom í þennan heim, fyrsta barnabarnið þitt, þá leiddir þú mig af stað út í lífið. Þegar ég fór í fyrsta skipti á er- lenda grund, var það með þér, og þú leiddir mig um heiminn. Þegar ég var í sveitinni á sumrin, komst þú í heimsókn, og leiddir mig um túnin. Þegar ég flaug úr hreiðrinu og keypti mína fyrstu íbúð, leiddir þú mig af stað og gafst mér góð ráð. Þegar litlu drengirnir mínir komu í heiminn, fylgdist þú stoltur með þeim, og leiddir þá af stað út í lífið. Þegar ég var að byrja að byggja, og þú varst orðinn lasinn, en hafðir svo mikinn áhuga, fékk ég að leiða þig með. Elsku afi minn, ég þakka þér fyrir samfylgdina og bið góðan Guð að styrkja ömmu og alla fjölskylduna í sorginni. Góða nótt og Guð geymi þig. Þinn Ragnar. JÓN ÁSGEIR GESTSSON                                            ! " # $% &' # ())* +), # %# *# $% &' # %#  ) *( -! .%/%(0 # # & #&' # % & #& #&' #!                                                      !"            #       $  %             & '  #            ( )      "  *     %               +   %     !  "   #$  %&$ '$ ("" ) %$$ "  *$+,%  #$ '$ (-  #$ "   , & .',$ '$ *$+$$ !,+ ! ,,+ / "     #$ "  !  + '$ $ $ . #&$ "                                                 ! "   # !#  !  $  # %&''  '   !  (  #!)&%&'' $** " ' +  ! %&'' - *   .& /%+  ! %&'' $  / *    +!#  ! %&'' .&    (   " '  "   !  & 0 %&''                                                       !  #! $  %   &'  (  #! $  ' )* &'  '  #! &'  +, &   #! $    &' -.' &'     #! $  (&   &'  /  /%  /  /  /%  '   ' &'  $ * * & &                                                  !"    # $ !  %   &    !                ! " #$ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.