Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ . . . . . . . . . . 25. febrúar 1945: „Tæpir 250 íslenskir sjó- menn, konur og börn hafa farist í þessari styrjöld. Ís- lenska þjóðin syrgir þetta fólk, nú síðast þá fimmtán skipverja og farþega, sem fórust, er Dettifossi var grandað. Auk þess hafa síð- astliðin fimm ár farist af slys- förum á sjó 159 Íslendingar. Samtals hafa því Íslendingar glatað 408 mannslífum á sjónum þessi ár. Þau eru orð- in mörg heimilin á Íslandi, sem eiga um sárt að binda af völdum hernaðar og sjóslysa. En í hvert skifti, sem ís- lensku skipi er grandað, hvort heldur er af miskunn- arleysi styrjaldarinnar eða kaldlyndi Ægis, streymir hjóðlát samúð allrar þjóð- arinnar til þeirra sem sakna nánustu ástvina.“ . . . . . . . . . . 23. febrúar 1975: „Það gerist nú hvað eftir ann- að, að hér á landi finnast tæki, er varpa ljósi á hern- aðar- og njósnastarfsemi Sovétríkjanna innan íslenskr- ar lögsögu. Ákveðnir íslensk- ir aðilar hafa réttlætt þessa íhlutun sovéskra hernaðar- yfirvalda á íslensku yf- irráðasvæði með þeim rök- um, að þeim sé þetta nauðsynlegt vegna varn- arsamstarfs okkar við Bandaríkin. Þessi afstaða ber vott um afar lítilmannlega þjónkun við erlent vald, enda á hún engan hljómgrunn meðal alþýðu manna á Ís- landi. En eigi að síður er full- víst, að þessar raddir munu heyrast á ný í umræðum um mál þetta. Hverjum manni er þó ljóst, að þessi starfsemi Sovétríkj- anna innan íslenskrar lög- sögu er ögrun við Íslendinga, hvernig svo sem varnarsam- starfi okkar við aðrar þjóðir er háttað. Hvort sem menn eru hlynntir varnarsamstarf- inu við Bandaríkin eða ekki, hljóta menn að snúast önd- verðir við þeirri freklegu íhlutun, sem hér hefur átt sér stað. Og íslensk stjórnvöld verða að taka á þessu máli af festu. Ekkert sjálfstætt ríki getur látið kyrrt liggja, þegar atburðir af þessu tagi gerast, og leggja verður áherslu á, að rannsókn málsins verði hrað- að svo sem föng eru á.“ Fory s tugre inar Morgunb lað s ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BARÁTTAN GEGN REYKINGUM Ánægjulegur árangur hefurnáðst á undanförnum árum íbaráttunni við þann ban- væna ósið, reykingarnar. Nýlega kom fram í skoðanakönnun Price- waterhouseCoopers að á síðasta ári hefðu 25% Íslendinga á aldrinum 18–69 ára reykt daglega, en það er lægsta hlutfall frá því mælingar hófust. Árið 1985 reyktu 40% Ís- lendinga daglega. Sú niðurstaða samevrópskrar könnunar, sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. mið- vikudag, að reykingar séu fátíðari meðal íslenzkra unglinga en jafn- aldra þeirra í öðrum Evrópulönd- um, lofar jafnframt góðu um fram- tíðina. Þessi árangur hefur án efa fyrst og fremst náðst vegna öflugs for- varnar- og fræðslustarfs sem unnið hefur verið á vegum fjöldamargra stofnana og félagasamtaka undan- farna áratugi. Nýrri fræðsluher- ferð, „Ekkert tóbak undir 18“, var hleypt af stokkunum í síðustu viku. Markmiðið er að vekja seljendur tóbaks til vitundar um þá ábyrgð, sem þeir bera er þeir selja ung- mennum undir lögaldri tóbak. Tób- ak er enn lögleyft fíkniefni, en það er algert lykilatriði að ósjálfráða börnum og ungmennum sé ekki af- hent það yfir búðarborðið. Vitneskja um skaðsemi tóbaks er orðin útbreidd og það ætti að vera sérhverjum reykingamanni víti til varnaðar að daglega deyr einn Ís- lendingur úr sjúkdómi af völdum reykinga, samkvæmt tölum Hjarta- verndar. Reykingafólk veldur ekki ein- vörðungu sjálfu sér skaða, heldur jafnframt öðrum. Sýnt hefur verið fram á að fólk getur orðið fyrir áhrifum vegna „óbeinna reykinga“ og sérstaklega eru börn viðkvæm fyrir tóbaksreyk. Reykingafólk er komið í svo mikinn minnihluta með- al þjóðarinnar að ekki er með nokkru móti verjandi að hinn stóri, reyklausi meirihluti þurfi að verða fyrir því að tóbaksreyk sé haldið að honum á opinberum stöðum. Nýtt frumvarp Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra til breytingar á tóbaksvarnarlögum er því á flestan hátt ánægjuefni, en þar er réttur fólks til reyklauss andrúmslofts viðurkenndur og sér- staklega kveðið á um rétt barna. Heimildir til að leyfa reykingar á veitingastöðum eru þrengdar, kveðið er á um reyklaus herbergi á gististöðum, reykingar bannaðar í húsakynnum sem almenningur hef- ur aðgang að vegna þátttöku í menningar- og félagsstarfsemi og staðfest skylda vinnuveitenda til að sjá til þess að starfsfólk fái að starfa í reyklausu umhverfi. Eitt ákvæði þessa tóbaksvarna- frumvarps orkar þó tvímælis, en með því er enn hert á lagaákvæðum frá 1996, sem banna hvers konar umfjöllun fjölmiðla um einstakar tegundir tóbaks „til annars en að vara sérstaklega við skaðsemi þeirra“. Með ákvæðum af þessu tagi er einfaldlega bannað að nefna tóbakstegundir á nafn í fréttum eða annarri fjölmiðlaumfjöllun, jafnvel þótt hún sé ekki á neinn hátt sölu- hvetjandi eða geti túlkazt sem óbein tóbaksauglýsing á nokkurn hátt. Hvernig eiga fjölmiðlar t.d. að bregðast við ef viðmælandi í viðtali nefnir að hann reyki tiltekna vindlategund, svo dæmi sé tekið? Þarna virðist lengra seilzt en nauðsynlegt er til að halda uppi banni við tóbaksauglýsingum. A.m.k. á meðan íslenzka ríkið heim- ilar sölu tóbaks og hagnast um marga milljarða á þeirri sölu er hæpið að þingmenn banni að tób- akstegundir séu nefndar á nafn í fjölmiðlum. Morgunblaðið, sem á undanförnum árum hefur birt tugi forystugreina gegn reykingum og staðið að margvíslegri annarri um- fjöllun um skaðsemi þeirra, getur ekki mælt með að svona langt sé gengið í að takmarka tjáningar- frelsi, þótt það sé í þágu góðs mál- staðar. Öflugt fræðslustarf og áróður gegn reykingum, sem byggist á traustum vísindalegum grunni, eru mun nærtækari ráð til að vinna gegn vágestinum og þau skila ár- angri eins og dæmin sanna. Slíka starfsemi eigum við áfram að efla eins og frekast er kostur. T ÖLUVERÐ umbrot eru nú í kringum borgarstjórn Reykjavíkur enda ekki nema rúmt ár til kosninga og mikið í húfi. Síðustu daga hafa opinber ummæli Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra orðið til þess að vekja upp spurningar um hvort hann muni hugs- anlega fara fyrir borgarstjórnarflokki sjálfstæð- ismanna í kosningunum. Í sjálfu sér hefur menntamálaráðherra ekki gert neitt annað en staðfesta að við hann hafi ver- ið rætt og þá væntanlega af flokksmönnum í Sjálf- stæðisflokknum um að hann veiti framboðslista flokksins forystu í komandi kosningum til borg- arstjórnar. Ráðherrann kveðst hafa hlustað á þessi sjónarmið en enga afstöðu tekið til þeirra enda væri það ekki tímabært. Í frétt hér í blað- inusl. fimmtudag sagði m.a. eftir samtal við ráð- herrann: „Þegar fréttamenn hefðu hins vegar spurt hann um þetta hefði hann ekki getað neitað því, að fótur væri fyrir því, að þessi mál hefðu ver- ið rædd við hann. Það væri greinilegt að menn væru að velta fyrir sér ýmsum möguleikum að þessu leyti enda væri það eðlilegt í ljósi þess, að sveitarstjórnarkosningar yrðu á næsta ári.“ Björn Bjarnason gæti með réttu sagt að hann hefði ekki með þessum orðum haft neitt annað í huga en staðfesta að slíkar óskir hefðu verið sett- ar fram við hann og ekki væri hægt að líta svo á að út úr þeim orðum mætti lesa einhverja pólitíska yfirlýsingu af hans hálfu. Á hinn bóginn má telja líklegt að þeir sem fylgj- ast grannt með stjórnmálum líti svo á að hefði menntamálaráðherra viljað útiloka þennan mögu- leika með öllu hefði hann svarað á annan veg. Alla vega verður að telja að eftir yfirlýsingu mennta- málaráðherra sé ekki hægt að útiloka að hann eigi eftir að koma við sögu. Nú er það svo að snemma á þessu kjörtímabili tók Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi við for- ystu borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Hún hefur ekki gefið neinar opinberar yfirlýs- ingar um að hún hyggist láta af því starfi. Í sam- tali við Morgunblaðið í dag, laugardag, segir hún hins vegar í tilefni af ummælum Björns Bjarna- sonar: „Ég fagna öllum þeim, sem vilja leggjast á árarnar með okkur til þess að koma R-listanum frá völdum. Það sem skiptir mestu máli er að okk- ur takist að stilla upp sigurstranglegum lista því að framtíðarhagsmunir Reykvíkinga krefjast þess að það verði stjórnarskipti í Reykjavík á næsta vori. Við höfum verið að vinna að því innan borgarstjórnarflokksins á þessu kjörtímabili að styrkja stöðu okkar eins og kostur er. Þeirri vinnu verður haldið áfram.“ Þessi ummæli Ingu Jónu Þórðardóttur verða ekki skilin á annan veg en þann að hún vilji alls ekki útiloka þátttöku menntamálaráðherra í borgarstjórnarkosningunum. Þau orð hennar að „það sem skiptir mestu máli er að okkur takist að stilla upp sigurstranglegum lista“ benda til þess að hún setji flokkshagmuni ofar eigin hagsmun- um, ef menn meti stöðuna á þann veg, og þarf raunar engum að koma á óvart þegar þessi borgarfulltrúi á í hlut. Þeir sem vel þekkja til telja að það hafi haft mikil áhrif á menntamálaráðherra hve margt ungt fólk hefur komið að máli við hann um þessi mál. Og ekki fer á milli mála að með Birni Bjarna- syni væri kominn fram á sjónarsviðið á vettvangi borgarmála mjög sterkur stjórnmálamaður. Hann hefur náð traustari tökum á mennta- og skólamálum þjóðarinnar en nokkur annar menntamálaráðherra allt frá dögum föður hans, Bjarna Benediktssonar, svo og dr. Gylfa Þ. Gísla- sonar í því ráðuneyti. Þess vegna mundi mörgum sjálfstæðismönnum þykja þetta góður kostur en það á eftir að koma í ljós hvort hér er meira á ferð- inni en virðist við fyrstu sýn. Viðhorf innan Reykjavíkur- listans Á SAMA tíma og þess- ar umræður fara fram innan Sjálfstæðis- flokksins ríkir tölu- verð óvissa um fram- tíðina á vígstöðvum Reykjavíkurlistans. Það er þó alveg ljóst að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir mun fara fyrir listanum í kosningunum að ári. Meiri spurning er hvort hún mundi sitja út þriðja kjörtímabilið ef hún héldi meirihlutanum. Innan Samfylkingarinnar líta margir til hennar sem framtíðar forystumanns flokksins og telja að gengi hans í skoðanakönn- unum bendi til að ný andlit þurfi að koma í forystu flokksins. Samfylkingin efnir til flokksþings næsta haust og erfitt að sjá hvernig borgarstjóri gæti komið þar við sögu án þess að skaða mögu- leika sína í borgarstjórnarkosningum nokkrum mánuðum síðar. Þetta er þó ekki mesti vandinn sem borgar- stjóri stendur frammi fyrir. Fyrir nokkrum miss- erum var fjallað um það hér á þessum vettvangi hvort Framsóknarflokkurinn mundi verða aðili að Reykjavíkurlistanum í næstu borgarstjórnar- kosningum. Þá var margt sem benti til þess að ráðandi öfl í Framsóknarflokknum í Reykjavík teldu nauðsynlegt að efna til sjálfstæðs framboðs á vegum flokksins til þess að láta reyna á fylgi hans í Reykjavík og skapa honum sjálfstæðari stöðu í borgarmálum. Líkurnar á því að til þessa kæmi minnkuðu verulega þegar Finnur Ingólfs- son tók ákvörðun um að hætta afskiptum af stjórnmálum en mundu aukast á ný ef hann sneri til baka sem vel upplýstir menn um málefni Framsóknarflokksins vilja ekki útiloka þótt það yrði flókin aðgerð fyrir seðlabankastjóra. Stað- reyndin er hins vegar sú að ný foringjaefni eru ekki á hverju strái í Framsóknarflokknum eins og sjá má á umræðum um varaformannskjör í flokknum. Þetta vandamál er ekki bundið við Framsóknarflokkinn. Þetta sýnist ætla að verða vandamál í öllum stjórnmálaflokkum á næstu ár- um. Til marks um sterka stöðu Finns Ingólfssonar í Framsóknarflokknum, þótt hann hafi hætt af- skiptum af stjórnmálum eru eftirfarandi ummæli Elíasar Snælands Jónssonar, ritstjóra Dags í grein, sem hann skrifar í blað sitt í dag, laugar- dag, en hann segir: „Það er út af fyrir sig athyglis- vert, að Finnur Ingólfsson skuli enn setja mark sitt á umræður og átök innan Framsóknarflokks- ins, þótt það sé einungis með brotthvarfi sínu og til marks um hversu sterk staða hans var innan flokksins. Þannig blandast átökin um eftirmann Finns í embætti varaformanns að vissu leyti inn í ágreining um hvernig fylla eigi leiðtogasæti hans meðal framsóknarmanna í höfuðborginni.“ Þróun flugvallarmálsins gæti ýtt undir þær raddir á nýjan leik innan Framsóknarflokksins að flokkurinn eigi að efna til sjálfstæðs framboðs í höfuðborginni. Það kom mörgum á óvart að borgarstjóri skyldi á fundi í ráðhúsinu fyrir viku taka af skarið um sína afstöðu til málsins. Að sjálfsögðu er æskilegt að afstaða stjórnmálafor- ingja liggi fyrir í svo veigamiklu máli. Hins vegar má ætla að þessi yfirlýsing eigi eftir að valda Ingi- björgu Sólrúnu vandkvæðum þegar að því kemur að halda Reykjavíkurlistanum saman. Hún er í raun og veru í forystu fyrir samsteypustjórn í Reykjavík og þeir sem í slíku hlutverki eru þurfa stundum að halda öllum möguleikum opnum fram á síðustu stund. Forystumenn Framsóknarflokksins koma nú hver á fætur öðrum og lýsa stuðningi við að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sínum stað. Með þeim yfirlýsingum eru þeir að tryggja stöðu flokksins á landsbyggðinni. Verði flugvallarmálið stórt mál í næstu borgarstjórnarkosningum eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.