Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 39                                                         !          "     #  $%&'  ( ) &*  +     ,&-     .       )   "                                 ! !!! Fiskaslóð — Grandinn Nýtt, á góðum stað ca 1.200 fm á tveimur hæðum. Mjög vandað verslunar- og þjónusturými. Má skipta uppí þrjár sjálf- stæðar 400 fm einingar á tveimur hæðum. Miklir möguleikar. Mjög góð staðsetning. Stangarhylur — Árbær — Höfðinn Til leigu tvö mjög rúmgóð skrifstofurými, 114 fm og 125 fm, með sérinng. Mjög hagstæð leiga. Akralind — Kópavogi 600 fm til sölu. Tilbúið til afhendingar í nýju húsi. Klætt með áli. Mjög góð aðkoma ásamt góðu útiplássi. Þrjú bil, 120 fm, 180 fm og 300 fm. Upplýsingar veitir Magnús á skrifstofu, gsm 899 9271. Valhöll Síðumúla 27, sími 588 4477 Magnús 899 9271 Höfum fjölda annarra eigna á skrá til sölu eða leigu - Persónuleg þjónusta - Hafið samband - Við vinnum fyrir þig Iðnaðar-, verslunar- og skrifstofuhúsnæði Opið hús í dag frá kl. 14-16 í Reykjabyggð 5, Mosfellsbæ Einbýlishús á einni hæð ásamt tvöföldum bílskúr. 4 svefn- herbergi og 2 stofur. Hitalögn í stéttum. Stærð 191,1 fm samtals. Húsið í mjög góðu ástandi. Góður garður. Verð 19,9 millj. Haukur og Guðrún bjóða ykkur velkomin milli kl. 14 og 16 í dag. Vegna sérstakra aðstæðna vorum við að fá í sölu þekkta blikksmiðju í eigin hús- næði. Rekstrinum fylgja góð tæki og viðskiptasambönd. Hentar vel einstaklingi eða samhentum aðilum. Til greina kemur að selja reksturinn sér. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Blikksmiðja í fullum rekstri til sölu Sími 5304500 Sérlega falleg ca 220 fm sérhæð með út- sýni. 3 rúmgóð svefnherbergi, 3 stórar stofur, nýleg eldhúsinnrétting, parket á gólfum, suðursvalir, tvöfaldur bílskúr, sól- skáli. Glæsilegt útsýni. Verð 19,3 millj. Ákveðin sala. Upplýsingar gefa Einar í síma 896 4196/Ævar 897 6060. FOLD FASTEIGNASALA, sími 552 1400, fax 552 1405. Logafold Opið virka daga kl. 8.00 - 17.00 Sími 552 1400 Fax 552 1405 Heimasíða: www.mbl.is/fasteignir/fold Netfang: fold@islandia.is ANNEY BÆRINGSDÓTTIR ✬ EINAR GUÐMUNDSSON ✬ GUÐBJÖRG GYLFADÓTTIR ✬ SIGRÍÐUR SIF SÆVARSDÓTTIR ✬ VIÐAR BÖÐVARSSON ✬ ÞORGRÍMUR JÓNSSON ✬ ÆVAR DUNGAL ✬ HÁLFDÁN STEIÞÓRSSON Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Laugavegi 170, 2. hæð 105 Reykjavík Básabryggja 15 3.h.h. Opið Hús á milli kl. 14 og 18 Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050, www.hofdi.is Í dag býðst þér og þinni fjöl- skyldu að skoða þessa stór- glæsilegu 148 fm „penthouse“ endaíbúð sem er í fjögurra íbúða stigahúsi. Stórar suðv. svalir með útsýni í listigarðinn. Parket og flísar á gólfum. Sjón er sögu ríkari. Verð 19,9 millj. Theódór býður ykkur velkomin. henni. Það er bara svo erfitt að sætta sig við þegar svo fer sem fer og margar áleitnar spurningar sækja á huga og sál. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og auðmjúk verðum við að hlýða Honum. Oft finnst okkur líka sem eftir lif- um Herrann vera svo ósanngjarn þegar hann setur á suma svo þung- ar byrðar að erfitt er að axla þær. Elsku Bogga, Svenni, Kristján, Linda og fjölskylda og Karen. Megi kærleikur Guðs og allar góðu minn- ingarnar um drenginn ykkar styrkja ykkur á þeim erfiðu tímum sem framundan eru. „Þeir sem vona á Drottin, fá nýj- an kraft. Þeir fljúga upp á vængjum sem örninn. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.“ (Jesaja 40:31.) Árni, Freyja, Katrín Sif, Árni Freyr og Aðalbjörg Júlía. Elsku Svenni minn. Það er með miklum harmi í hjarta sem ég skrifa þessi orð. En í hvert skipti sem ég hugsa um þig færist samt bros á andlit mitt, því ég sé þig fyr- ir mér brosandi. Bros þitt var svo smitandi, og það er það reyndar enn. Þessi káti ungi maður sem þú varst, gerandi grín að öllu og öllum og áttir alltaf nóg af bröndurum í pokahorninu. Allt frá því að við vorum litlir kom okkur vel saman og mér þótti alltaf gaman að koma að Krossum í heimsókn. Ég gat alltaf hlegið svo mikið að þér og með þér. Það er mér þó sérstaklega minnisstætt að eitt fór óskaplega í taugarnar á mér þegar við vorum yngri. Það var þegar ég fékk að gista á Krossum og þú svafst alltaf svo lengi á morgnana. Ég gat aldrei sofið út í þá daga og það var bókstaflega ómögulegt að vekja þig að mér fannst. Þessu ásamt mörgu öðru vorum við búnir að hlæja mikið að eftir að við urðum eldri. Síðan kynntumst við alveg upp á nýtt þegar þú fékkst að fljóta með mér og Ómari bróður til Akureyrar á hverjum morgni til að fara í skólann. Það var vorönnina 1998. Þá var oftast eitthvað brasað eftir skóla á Akureyri. Mig minnir þó að það hafir verið þú sem þurftir alltaf svo mikið að gera. Þú varst oft svo upptekinn, en hafðir samt alltaf tíma til að sinna vinum þínum og fjölskyldu. Eftir að ég flutti suður hittumst við sjaldnar. Þú fórst líka á sjóinn og það hittist sjaldan þannig á að þú værir í landi þegar ég kom í heimsóknir norður. Ég heyrði samt oft í þér í síma og alltaf lá vel á þér. Þú sagðir mér að þú hefðir fundið hamingjuna með Karen og ég sá það líka á ykkur. Þú sagðir mér að þér hefði aldrei liðið eins vel eins með og henni. Skarðið sem þú skilur eftir er stórt bæði innan fjölskyldu okkar og vinahóps okkar. Það skarð verð- ur aldrei fyllt af neinum öðrum. Líf- ið er ekki eins án þín, en við sem þekktum þig höfum þó minninguna um þig og megum teljast mjög heppin að hafa fengið að kynnast þér á þessari leið sem lífið er. Það var alltaf svo gott að tala við þig og ég gat trúað þér fyrir hug- renningum mínum. Þú varst sann- kallaður trúnaðarvinur. Það var gott að tala við þig þegar mér lá eitthvað á hjarta, því að þú varst alltaf tilbúinn að hlusta. Síðasta stundin sem við áttum saman var stutt, eiginlega allt of stutt. Við skiptumst aðeins á nokkr- um orðum og ræddum um það að við þyrftum að fara að gera eitthvað skemmtilegt saman. Því síðasta sem þú sagðir við mig gleymi ég aldrei, því að það var svo dæmigert fyrir þig: „Ég heyri í þér.“ Ég þakka fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, sem voru alveg ótrúlega margar þegar ég fer að hugsa um það. Það er ótrúlegt að ég skuli ekki getað fengið að hitta þig framar í þessu lífi. Við hittumst þó aftur einhvers staðar og ég get huggað mig við það. Söknuður okkar sem þekktum þig er mikill. Þinn vinur og frændi, Logi. Þetta eru bara fáein- ar línur til að minnast elsku bróður míns. Það var sárt að fá þessa frétt og vera svona langt frá öllum systkinum mínum, sem fóru öll upp á spítala til að vera hjá Pétri bróður þegar hann andaðist. Ég sat bara ein hér heima og hugsaði mikið. Það var svo margt sem kom upp í huga mér. Eitt af því var þegar ég var bara níu ára og Pétur fimmtán ára. Hann var stóri bróðir og ég leit upp til hans. Þá kom hann á hjólinu sínu og leyfði mér að sitja á stönginni. Hann hjólaði upp Skólavörðustíg, upp á Skólavörðuholt, sem var óbyggt á þessum tíma, bara holt og hæðir. Hann fór á hraðri ferð upp og niður alla hóla og brekkur og var afar flink- ur að mér fannst, stóri bróðir minn, glæsilegur. Ég gleymi þessu aldrei. Hann Pétur bróðir, við kölluðum hann það alltaf, ólst upp hjá ömmu okkar í föðurætt, Guðrúnu Tómas- dóttur. Hún átti heima á Skólavörðu- stíg og við á Bergstaðastræti, stutt á milli. Hann kom oft til okkar og við systkinin til ömmu, við héldum hóp- inn. Ég gæti skrifað margt um það PÉTUR RAGNAR BÆRING EINARSSON ✝ Pétur RagnarBæring Einars- son fæddist í Reykja- vík 11. október 1931. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 8. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskapellu 15. febr- úar. sem Pétur gerði, hann var svo flinkur á sínum tíma við það sem hann vann við, en það geymi ég bara með sjálfri mér. Eftir að ég frétti að Pét- ur væri farinn frá okkur sat ég alveg máttlaus og var svo miður mín. Son- ur minn, sem er 27 ára og þroskaheftur, kom til mín úr herbergi sínu, lagði handlegginn utan um mig til að hugga mig, fór svo aftur inn í herbergið sitt, kom síð- an með bréf, með allt skrifað sem hann langaði að segja mér því hann á bágt með að tala, hann stamar. Það var svo fallegt, mig lang- ar að láta það fylgja með þessari grein. Hann skrifaði það á ensku, svo ég varð að þýða það yfir á íslensku, það var á þessa leið: „Mamma. Það er um bróður þinn. Guð segir mér alltaf: Þú verður að trúa því í hjarta þér að hann muni alltaf vera með þér. Þú átt ennþá bræður. Þú verður að gráta, það er allt í lagi, ég get tekið því, ég elska þig og þú elskar bróður þinn. Mundu líka að hann er með þér núna, lifir innra með þér. Það voru Guð og Jesú sem sögðu mér þetta. Ég veit að ég þekkti Pétur ekki. Guð blessi Drottin. Hann er alltaf þér til hjálpar. Undirritað af þínum syni, Einar Árnason.“ Mér leið strax betur í sorg minni og fann að nú væri Pétur bróðir í góðum höndum og liði vel. Guð blessi bróður minn. Sólrún systir, Flórída. FASTEIGNIR mbl.is alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.