Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 49 DAGBÓK SNILLDIN er stundum tvíbent. Einn vel lesinn „snillingur“ fékk að kenna á því í upphafi tvímennings Bridshátíðar. Hann sat í vestur í vörn gegn þremur gröndum: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á10654 ♥ 10 ♦ ÁD763 ♣ 107 Vestur ♠ 982 ♥ G852 ♦ K10 ♣ Á965 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 spaði 2 hjörtu 3 grönd Pass Pass Pass Margur maðurinn hefði sagt fjögur hjörtu við þrem- ur gröndum, en þessi vestur taldi ástæðulaust að fórna með svo góð varnarspil – kóng og ás til hliðar og fjög- ur spil í líflit makkers. Lát- um vera. Útspilið var að sjálfsögðu hjarta upp á kóng makkers og ás sagnhafa. Þar með lá ljóst fyrir að suð- ur var með ÁD í hjarta. Næst kom smár tígull að borðinu. – Yfir til lesandans. Norður ♠ Á10654 ♥ 10 ♦ ÁD763 ♣ 107 Vestur Austur ♠ 982 ♠ DG7 ♥ G852 ♥ K97642 ♦ K10 ♦ – ♣ Á965 ♣ G932 Suður ♠ K3 ♥ ÁD ♦ G98542 ♣ KD4 Vestur hafði séð þetta í bók. Sagnhafi á G9x heima. Hann svínar auðvitað drottningunni og fær óhjá- kvæmilega fimm slagi á lit- inn. Nei – það mátti ekki gerast. Vestur lét kónginn og var snöggur að því! Hug- myndin var auðvitað sú að láta sagnhafa svína níunni í bakaleiðinni. Sagnhafi þurfti nú ekki að velta fyrir sér tígulíferðinni og tók 11 slagi og uppskar vel. Ef vestur lætur tíuna og sagnhafi stingur upp ás, fást aðeins níu slagir og þá hefðu AV tekið inn meirihluta stig- anna. „Hefði hann ekki hvort sem er svínað?“ sagði vestur afsakandi. „Það veit enginn,“ svaraði austur, sem var eins um- burðarlynt svar og hægt var að ætlast til. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú átt gott með að finna þér skjól þar sem þú getur verið einn með hugsunum þínum. Þú ert næmur á umhverfi þitt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Eitt og annað kann að fara úrskeiðis í dag en þú skalt bara halda þínu striki því annars áttu á hættu að allt það sem þú vinnur að renni út í sandinn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér standa ýmsir möguleikar opnir og vissulega er vandi að velja en undan honum getur þú ekki vikist. Gefðu þér tíma til að kanna málin. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gleymdu því ekki að segja vinum þínum og vandamönn- um hversu vænt þér þyki um þá. Þeir gætu ofan í kaupið veitt þér aðstoð við það verk- efni sem þú vinnur að. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef þér mislíkar eitthvað í fari annarra gerir þú rétt í því að láta það í ljósi. En mundu að slíkt má segja á tillitssaman og kurteisan máta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú vilt umfram allt halda áfram en fyrst þarft þú að ganga úr skugga um að þeir sem með þér eru séu tilbúnir því annars líður verkefnið fyrir misvægi ykkar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ef þér finnst aðrir of kröfu- harðir á athygli þína skaltu segja þeim það og taka sjálf- ur stjórn á hlutunum. Ein- beittu þér að því sem skiptir máli. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef þér finnst þú ekki ráða við ákveðið verkefni upp á eigin spýtur þá skaltu ekki hika við að leita þér aðstoðar hjá þeim sem þú veist að geta hjálpað þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er bara til óþurftar að reyna að grugga vatnið og hefur því lítið upp á sig. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er stórskemmtilegt að horfa á hlutina með augum barnsins. Mundu að enginn er eldri en hann finnst hann vera hvað svo sem árunum líður. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Enda þótt þú sjáir ekki fram- tíðina fyrir þá er skynsamlegt að reyna að gera sér sem gleggsta grein fyrir því sem framundan er. Það sparar bæði tíma og fyrirhöfn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er ekki nóg að sjá bara hinar breiðu línur því einnig þarf að skyggnast undir yf- irborðið eftir smáatriðunum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt eitt og annað megi lesa út úr vísbendingum sem blasa við skaltu varast að gera svo mikið úr þeim að þér fallist hendur. Haltu því sem truflar í burtu frá þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT TIL SKÝSINS Sortnar þú, ský, suðrinu í og síga brúnir lætur. Eitthvað að þér eins og að mér amar, ég sé þú grætur. Virðist þó greið liggja þín leið um ljósar himinbrautir, en niðri hér æ mæta mér myrkur og vegarþrautir. Hraðfara ský, flýt þér og flý frá þessum brautum harma, jörðu því hver of nærri er oft hlýtur væta hvarma. Jón Thoroddsen. Árnað heilla 85ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 26. febrúar, verður 85 ára Gest- ur Guðjónsson, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði. Gestur og eiginkona hans, Svava Hannesdóttir, taka á móti ættingjum og vinum í dag, sunnudaginn 25. febr- úar, kl. 15-18 í sal á 5. hæð Hrafnistu, Hafnarfirði. Myndasmiðjan ehf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Egilsstaðakirkju af sr. Láru G. Oddsdóttur Steinunn Snæland og Ellert Grétarsson. Heimili þeirra er að Útgarði á Egilsstöð- um. SPÆNSKI stórmeistarinn Alexei Shirov (2718) tefldi ekki eingöngu einvígið við Simen Agdestein í heimsókn sinni til Björgvinjar fyrir stuttu. Degi eftir að því lauk tefldi hann fjöltefli við val- inkunna skákmenn. Einn þeirra var Helgi Hauksson sem tókst að véla af Spánverjanum þrjú peð en fékk hinsvegar á móti afleitlega kóng- stöðu. Staðan er frá þeirra viður- eign og hafði sá spænski hvítt: 20.f5! b6 Til álita kom að leika 20...h6 þar sem eftir texta- leikinn er staða svarts gjörsamlega vonlaus. 21.Dg5 f6 22.Dxg7 Dxa3 23.Dxh8+ Df8 24.Hd8+! Kxd8 25.Dxf8+ Kc7 26.Dd6+ Kb7 27.exf6 e5 28.Hc1 c5 29.Dd5+ Kc7 30.Dxa8 og svartur gafst upp. Kvenna- meistaramót Taflfélagsins Hellis hefst kl.13.00 í dag, 25. febrúar, í húsakynnum félagsins í Þönglabakka 1 í Mjódd. Atkvöld Hellis hefst kl. 20.00 26. febrúar. Ljúf- feng verðlaun verða í boði Dominos-pizza! SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.- is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Voruð það þér sem pöntuðuð flamberaða steik? COSPER Sumarið er í Storkinum Rowan prjónablaðið er komið Nýtt garn Nýir litir Laugavegi 59, sími 551 8258. Þarftu nudd? Kolbrún Þóra Sverrisdóttir nuddari FÍN Gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir í Hólagarð • Lóuhólum 2–6 • S. 557 5959 • 862 9740 Býð m.a upp á kínverska punkta, vöðva-, sogæða-, ilmolíu- og svæðanudd. DÚNDUR TILBOÐ Yfirhafnir tvær fyrir eina Greitt fyrir dýrari flíkina Opið í dag frá kl. 13 – 17 Mörkinni 6, sími 588 5518 FRÉTTIR ÞÓTT enn séu sjö vik- ur til páska og góan rétt hafin hafa páska- liljur í görðum nýtt sér hina góðu tíð að und- anförnu og potast upp úr jörðu. Plantan er þannig rótbúin að þó að aftur kólni eru blöðin með nokkurs konar frostvörn þann- ig að hún lifir af kulda- kafla og tekur sig svo til og sprettur á ný þegar aftur hlýnar. Páska- liljur lifna úr jörð Þótt enn séu sjö vikur til páska hafa páskalilj- ur potast upp úr jörðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.