Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ að almenningi er meinuð búseta á bestu svæðunum og vísað út í hrá- slagalegan útjaðar byggðarsvæðisins, víðs fjarri borgarmiðjunni. Þrjár stofnbrautir mundu duga til að tengja byggðina við Skerjafjörðinn traustum böndum: Hlíðarfótur í vest- ur frá Kringlumýrarbraut og inn á flugvallarsvæðið, brú sem lægi yfir Fossvoginn austan Nauthólsvíkur, til Kópavogs (og e.t.v. göng áfram til Garðabæjar), og loks vegtenging frá enda Suðurgötunnar yfir á Álftanesið (mynd 3). Þessar vegatengingar gerðu flug- vallarsvæðið að rökréttum miðpunkti í þessari vel tengdu miðju höfuðborg- arsvæðisins. Aukakostur við þessar vegtengingar er, að allar vegalengdir myndu styttast og jafnframt yrði mjög létt á aðalflöskuhálsunum í um- ferðinni, þ.e. í Kópavogsgjá, við gatnamótin við Kringluna sem og á Miklubraut og Hringbraut. Þessi af- létting mundi gera aðkomuna að vest- urbænum og miðbænum mun auð- veldari en er í dag. FLUGVALLARMÁLIÐ svokallaða samanstendur af tveimur þáttum; þeim sem lýtur að flugvallarvalkost- um og þeim sem lýtur að skipulagsmálum í Reykja- vík og á höfuðborgarsvæð- inu. Flugvallarvalkostirnir hafa nú fengið mjög ítarlega umfjöllun í tvo til þrjá mán- uði. Núna hefur hins vegar verið ákveðið að ekki verði kosið um flugvallarvalkost- ina, heldur um skipulags- hlið málsins, og mun um- ræðan því snúast um skipulagsmálin þær þrjár vikur sem enn eru til kosn- inga. Þessi grein dregur upp nokkra meginþætti þessa máls á hinum þremur stigum skipulags; svæðis-, aðal- og deiliskipulagi. I. Staða svæðisins í svæðisskipulagi Á sl. þremur árum hefur verið unn- ið að nýju svæðisskipulagi fyrir höf- uðborgarsvæðið. Þó að í orði kveðnu hafi verið talað um nauðsyn þess að þétta byggðina hefur kjarkinn skort til að gera róttækar uppstokkanir og að taka ýmis miðlæg svæði fyrir byggð eins og t.d. flugvallarsvæðið, Bessastaðanes, Garðahraun og eyj- arnar. Þetta hefur leitt til þess að menn tala, þótt ótrúlegt sé, í alvöru um að þenja byggð til norðurs upp í veðra- vítið undir Esjurótum (mynd 1), eða þá út á flöt hraunin sunnan Hafnar- fjarðar (mynd 2). Afleiðingar svona útþenslustefnu yrðu hörmulegar. Vegalengdir hér á höfuðborgarsvæðinu ykjust geysilega og þar með sá kostnaður og tíma- eyðsla sem eilífum bílaakstri fylgir. Nær ómögulegt yrði að reka ásætt- anlegt almenningsvagnakerfi, félags- leg einangrun aldraðra og unglinga ykist og talið er að þurfi 48 milljarða í stofnbrautirnar einar, fyrir svo utan allar aðrar götur. Þessi Los Angeles-gerð af skipu- lagi er þegar komin í mikinn vanda í Bandaríkjunum, jafnvel þó að bens- ínverð sé þar aðeins um þriðjungur af því sem hér er. Þeg- ar haft er í huga að miklar líkur eru á að bensínverð muni fara mjög hækkandi í framtíðinni, sem einnig mun draga úr kaupmætti í hin- um vestræna heimi, blasa afleiðingarnar í raun við: Rekstur tveggja til þriggja bíla mun verða sí- fellt þyngri baggi fyrir fjölskyldurnar, jafnvel þótt mikil lenging vegalengda bættist ekki við. Og svo verður að muna að hækkun orkuverðs mun líklega leiða til efnahagsvandamála í heimin- um, sem einnig mun þýða minni kaup- mátt á Íslandi. Bílaskipulagið og hin dreifða borg sem því tengist, stendur því á brauðfótum lágs bensínverðs. Að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýr- inni gæti orðið mjög áhrifamikil að- gerð í þá átt að þétta byggðina. Þessi byggð kallar að vísu líka á stofn- brautaframkvæmdir en þær yrðu, gagnstætt því sem er í fyrri tilfellun- um, til að stytta vegalengdir og að auka samvirknina á eðlilegu miðsvæði höfuðborgarsvæðisins, þ.e. á svæðinu í kringum Skerjafjörðinn, svæði þar sem mikill hluti byggðarinnar er þeg- ar, en þar eru geysilega stór svæði sem hægt væri að nýta. Því miður hefur þó þá, sem unnið hafa að núver- andi svæðisskipulagstillögu brostið kjark til að nýta stór, miðlæg svæði á borð við t.d. fuglasvæðin og hraunin í Garðabæ og á Álftanesi. Hér leiða öfgafullar friðunarhugmyndir til þess II. Umskipti í möguleikum í aðalskipulagi Reykjavíkur Vandi gamla miðbæjarins í Reykja- vík er þrenns konar. 1) Þar er ekki nóg pláss fyrir þá starfsemi sem eðli- legt er að teljist til miðbæjarstarf- semi. 2) Hann er að verða æði fjarlægur miðað við hugmyndir svæðisskipu- lagsins um framtíðarbyggðarsvæði og 3) erfitt er að koma umferð að hon- um sunnan frá. (Hér hefur því jafnvel komið hugmynd um jarðgöng frá Hringbraut að gömlu höfninni.) Stór hluti af þessum vanda á frum- orsök sína í því, að tilkoma flugvallar í Vatnsmýrinni lokaði fyrir mögu- leikann á þróun miðborgarinnar til suðurs, út að hinni fögru suðurströnd borgarinnar við Skerjafjörðinn. Annar óskundi sem flugvöllurinn olli var að auka umferðartengingin til vesturbæjarins, sem þegar var komin inn á skipulagsuppdrátt 1937 (sjá mynd 4), gat ekki orðið að raunveru- leika. Á skipulagsuppdrætti frá 1957 er vegurinn með ströndinni enn inni, enda gert ráð fyrir að flugvöllurinn færi (sjá mynd 5). Í aðdraganda danska skipulagsins frá 1965 var enn gert ráð fyrir að flug- völlurinn færi og bent á þrjú ágæt flugvallarsvæði; í Garðahrauni, á Álftanesi og í Kapelluhrauni. Því mið- ur fékkst ekki niðurstaða í málið, þannig að danska skipulagið hélt flug- vellinum og felldi þar með niður veg- tenginguna góðu vestur í bæ. Hér kemur gatan Hlíðarfótur fyrst til sög- unnar. Hann er sýndur sunnan undir Öskjuhlíðinni, en sveigir síðan í átt að Loftleiðahótelinu og tengist loks Sól- eyjargötu. Um 1996 hvarf Hlíðarfótur út úr skipulaginu en er nú, góðu heilli, aftur kominn inn í skipulagstillögur. Í vegakerfishugmynd frá mars 2000 er Hlíðarfótur sýndur, og einnig frumleg vegarhugmynd, sem yrði framlenging Flugvallarvegar, og lægi til vesturs meðfram hótelinu og undir NS-flugbrautina. Þessi vegur er sýndur koma upp móts við gömlu flugstöðina og sameinast Þorragötu, en Njarðargatan tengdist honum þar. Þorragatan tengist síðan Suðurgöt- unni. (Sjá mynd 6.) III. Deiliskipulagshugmynd um flugvallarsvæðið Mynd 7 sýnir hvernig greinarhöf- undur telur rétt að hafa hina nýju vegtengingu vestur í bæ. Er þetta hluti af skipulagshugmynd hans um svæðið. Hætt er við að sveigja Hlíð- arfót til norðurs, heldur er honum beint í vestur frá Öskjuhlíðinni. Hér hefur í raun Strandvegurinn gamli og tenging hans við Ægisíðuna verið endurvakin. Munurinn er sá, að veg- urinn er ekki látinn eyðileggja tengsl byggðarinnar við ströndina, heldur liggur hann innar í landinu og að hluta þar í göngum. Miðað við legu flug- brautanna fara göngin undir þar sem þær skerast, og koma upp við Þorra- götuna eins og í fyrrgreindri tillögu. Mismunurinn er sá, að Þorragatan er framlengd og tengd Ægisíðu. Tengibraut er sýnd til norðurs, og Mynd 1. Ef byggðaþróuninni yrði beint í norður myndu byggðasvæði Reykjavíkur verða á Geldinganesi, Álfsnesi og á Kjalarnesi. Mynd 2. Ef byggðaþróuninni yrði beint í suður teygðust byggðasvæðin út í hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð. (Núverandi tillaga fer milliveginn.) Mynd 4. Skipulagið frá 1937 gerir ráð fyrir að byggð yrði við Skerjafjörðinn eins konar Ytri-Hringbraut innan úr Fossvogsdal og með ströndinni vestur í bæ. Mynd 5. Skipulagið frá 1957 gerir ráð fyrir að flug- völlurinn færi. Myndin sýnir íbúðabyggð með strönd- inni og framan í Öskjuhlíð. Vegakerfið er álíka. Mynd 8. Byggð á flugvallarsvæðinu byði upp á stórkostlegra umhverfi og staðsetningu en á nokkru öðru byggðasvæði í Reykjavík. Örvarnar sýna stuttar gönguferðir til stórkostlegra staða. OPNUN Á NÝRRI FRAM- TÍÐARSÝN Við eigum þess kost, segir Trausti Valsson, að hjálpa nýju alda- mótakynslóðinni við að móta samfélag þekk- ingar og alþjóðatengsla. Trausti Valsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.