Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 47
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 47 MBA-nám • Öll kennsla fer fram á ensku. • 11 mánaða almennt MBA-stjórnunarnám með áherslu á áætlanagerð, forystu og uppbyggingu víxlstarfandi liðsheildar. • Nemendur alls staðar að, hámark 40 á námskeiði. • Meðalaldur 32 ár og 7 ára starfsreynsla. • „Hands on“-ráðgjafarverkefni. MSc-nám • Öll kennsla fer fram á ensku. • Tveggja ára fullt nám. • Fjármálahagfræði. • Markaðsfræði. • Áætlanagerð og alþjóðaviðskipti. • Upplýsingatæknistjórnun. Við getum boðið þér eitt alþjóðlegasta MSc- og MBA-nám á Norðurlöndum Föstudaginn 2. mars kl. 17.00 fyrir MBA og 18.00 fyrir MSc á Hótel Sögu, fundarherbergi B. Kynningarfundur á Íslandi Netfang: msc@bi.no, mba@bi.no http://www.bi.edu FISKBÚÐIN VÖR Höfðabakka 1 sími 587 5070 FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44 sími 588 8686 kr. kg. FISKFARS 199 SÖL HÁKARL FISK- BOLLUR Námske ið Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Sálfræðistöðin Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar 562 3075 og 552 1110 frá kl. 11-12. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Hjá Svönu Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. Lokadagar útsölunnar Verslunin hættir 1. mars Mikil verðlækkun MIKIÐ HEF ég glaðst undanfarna daga yfir umræðunni í fjölmiðlum landsins, á kaffistofum vinnustaða og í sundlaugum sveitarfélaganna. Mikið gleðst mitt íslenska hjarta og eflist mín þjóðernisvitund, að ég tali nú ekki um stoltið sem er að sprengja mitt brjóst, yfir þeim öfl- uga og réttsýna hópi sem í útvarps- ráði situr. Ég hef líka sofið betur. Það er vor vonarinnar. Og í framtíðinni blasir við sumarið. Sumar íslenskrar tungu. Eilíft sumar. Og sumarið mun ekki einskorðast við Ísland. Því sjá, sumarið mun í vor ná að teygja anga sína til annarra landa. Og áður en varir mun heimsbyggðin öll njóta ylsins af okkar ástkæra og ylhýra sumri íslenskrar tungu. Þökk sé út- varpsráði sem er leitt af alíslenskri visku Marðar Árnasonar. Já, ís- lenskunni er frelsari fæddur. Þið eigið stuðning minn allan. Og ég hvet ykkur til dáða. Hálfnað verk þá hafið er. Mikið starf er óunnið í baráttunni við eflingu íslenskrar tungu á erlendri grund. Það er líka forkastanlegt að enginn vitiborinn Íslendingur skuli hafa séð hvílík firr- ing hefur verið í gangi hér um ára- tuga skeið. En nú er þjóðin að vakna. Nýtt blómaskeið íslenskunnar að renna úr vör. Já við höfum sofið. Sofið á verð- inum. En nú hefur frelsarinn vakið okkur. Og þegar við höfum vaknað ber okkur skylda til að halda áfram hinn rétta veg. Stöðvum nú alla firr- ingu. Leiðréttum misgjörðir fortíð- arinnar og stöðvum rangindi í fæð- ingu. Um árabil hafa úlfar í sauðagær- um, óvildarmenn heimsvæðingar ís- lenskunnar, lagt sig í líma við að koma íslenskri hugsun til annarra þjóða á öðrum málum en íslensk- unni. Þessir úlfar hafa unnið óbæt- anlegt tjón á heimsvæðingu íslensk- unnar með því að bjóða öðrum þjóðum íslenska ritsnilld á þeirra eigin tungumálum. Við svo búið má ekki sitja. Stöðva ber alla þýðingarstarfsemi á íslensk- um bókmenntum. Öðrum þjóðum skal hér eftir ekkert boðið af ís- lenskri ritsnilld öðruvísi en á ís- lensku og afturkalla skal allt það efni sem þegar hefur verið prentað af ís- lenskum bókmenntum á erlendum málum. Þá má einnig bjóða erlendu fólki, sem látið hefur ginnast til að kaupa þessar falsanir, að skila þeim og fá sent í staðinn ósvikið eintak. Hvernig getur nokkurt annað tungumál komið því til skila sem á ís- lensku er ritað eða mælt? Það er ekki nema von að íslenska þjóðin eigi sér ekki nema eitt nóbelsskáld. Rit- snilldin getur einfaldlega ekki skilað sér nema ósvikin. Það er sannfæring mín að ef engin íslensk ritsmíð yrði gagnrýnd á öðru tungumáli en ís- lensku myndi nóbelsverðlaunum og öðrum rigna yfir íslenska rithöfunda. Og í fæðingu verður að kæfa þá firru sem sú unga listgrein íslensk kvikmyndagerð lætur yfir sig ganga. Að láta þýða kvikmyndir eða talsetja yfir á annað tungumál til sýninga er- lendis. Hvers eiga erlendir kvik- myndaunnendur að gjalda? Það hlýt- ur að koma niður á skilningi þeirra á gerseminni að þurfa annaðhvort að hlusta á sína eigin tungu með ís- lenskt landslag í bakgrunn eða að missa af stórum hluta þeirrar feg- urðar við lestur texta. Áfram Mörður. Áfram útvarpsráð. Áfram allir vopnfærir pennar, laga- höfundar, ræðuskörungar og hand- ritahöfundar. Forsetaræður á er- lendri grund á íslensku. Íslensku á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, EES, EFTA, ESB, SCHENGEN, NATO og Alþjóðahvalveiðiráðsins. Áfram til dýrðar íslenskri tungu. Heimsyfirráð eða dauði. ÞÓR GÍSLASON, Garðarsbraut 47, Húsavík. Íslenskunni er frelsari fæddur Frá Þór Gíslasyni: FYRIR mitt vit var það klukkna- hljómur að lesa áminningu Ragnars Tómassonar til lesenda. Hann sagði að þjóðin væri ekki fullkomin – og þarmeð ekki þeir sem fólkið kýs sem sína fulltrúa. Gott væri að aðrir greinahöfundar settu sitt mál fram þannig að lýðurinn nennti að lesa. Aðeins til þess að minn hjartabikar spryngi ekki í dag, vil ég aflétta af mér eftirfarandi. Eitt einlægasta orð í okkar safni er „forsjárhyggja“. Alltaf er þetta orð – eða athöfn vel meint. Hjá trúuðum og/eða lærðum á sinni tíð var forsjált fólk ekki alltaf heppilegt – og jafnvel óæskilegt. Því var oft komið fyrir kattarnef. Brennt, því var drekkt eða það for- smáð. Í gamla daga var samt forsjár- hyggja aðallega kennd við mæður sem unnu ungum sínum allt hið bezta. Að hafa vit fyrir sjálfum sér er erf- itt, en að hafa vit fyrir öðrum er auð- velt. Furðulegt. Forsjárhyggja er semsagt að þeg- ar góðir bændur riðu til Reykjavíkur til að mótmæla símanum þá var það ekki þeim og þeirra fyrir bestu – heldur öllum Íslendingum. Þeir vildu vel. Sextíu landsmenn urðu þess valdandi að Faxaflóasvæðið gat ekki horft lengur á kanasjónvarpið, nátt- úrulífsmyndir, fréttir og Gunsmoke. Vissulega var það þeirra köllun að hafa vit fyrir öðrum. Ég var svo smitaður af Brennu- Njáls sögu að Marðarnafnið vakti óhug. Vissulega skyldi enginn tónlist- armaður voga sér að fara, hvað þá heldur að hugsa, út fyrir tvö hundruð mílur. En eigum við nú ekki aðeins að doka við og spyrja okkur sjálf hvort hnattvæðing sé ekki óumflýjanleg og jafnvel æskileg – og örlátt framtak þeirra sem vilja hafa vit fyrir okkur og setja fólk ítrekað til fortíðar til- heyri henni bara sjálft og láti okkur hin í friði. HELGI STEINGRÍMSSON, Jörfabakka 18, Reykjavík. Að hafa vit fyrir öðrum Frá Helga Steingrímssyni: MOGGABÚÐIN mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.