Morgunblaðið - 25.02.2001, Side 33

Morgunblaðið - 25.02.2001, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 33 i k i i a f i i u g a i k g n n r u r r a m u og telja má líklegt getur orðið erfitt fyrir Fram- sóknarflokkinn að tala tungum tveim í slíku grundvallarmáli. Áframhaldandi aðild Framsóknarflokksins að Reykjavíkurlistanum er ekki eini vandi borgar- stjóra. Frá því að listinn varð til og hélt meirihluta sínum í síðustu kosningum hefur orðið til ný stjórnmálahreyfing á vinstri vængnum, vinstri grænir. Aðalforystumaður þess flokks í Reykja- vík, Ögmundur Jónasson alþingismaður, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Reykjavíkurlist- ans á vinstri kantinum. Kjarninn í gagnrýni hans hefur verið sá að það sé varla merkjanlegur mun- ur á meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og meirihlutastjórn Reykjavíkurlist- ans. Segja má að hér sé á ferðinni töluverður póli- tískur vandi fyrir báða aðila. Efni vinstri grænir til sjálfstæðs framboðs til borgarstjórnar Reykja- víkur verður afar erfitt fyrir Reykjavíkurlistann að halda meirihlutanum. Ef hægt verður að gera vinstri græna ábyrga fyrir falli vinstri meirihlut- ans í borgarstjórn mun það skapa flokknum um- talsverða erfiðleika í þingkosningum. Vinstri grænir efndu nýlega til ráðstefnu um borgarmál sem augljóslega er fyrsta merki þess að flokkurinn ætli að hasla sér völl á þeim vett- vangi. Líklegt má telja að vinstri grænir skapi sér ákveðinn málefnagrundvöll í borgarmálum og leggi hann til grundvallar viðræðum við forystu- menn Reykjavíkurlistans. Þá getur komið upp sú staða að borgarstjóri neyðist til að færa sig til vinstri til þess að halda vinstri grænum innan borðs, bæði í stefnumörkun og málflutningi. Um leið og hún gerir það skapar hún hins vegar ný tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn til þess að ná því miðjufylgi sem flokknum er nauðsynlegt að ná til vilji hann endurheimta meirihlutann og Björn Bjarnason væri m.a. líklegur til að höfða til þegar pólitískur bakgrunnur hans er hafður í huga. Er yfirleitt framkvæmanlegt að ná saman og halda utan um pólitíska samfylkingu þar sem bæði framsóknarmenn og vinstri grænir eru innan- borðs? Það er kannski óvarlegt að segja að það sé óframkvæmanlegt en til þess þarf flókna pólitíska leiki og lítið má út af bera án þess að allt fari í bál og brand og þá ekki sízt í kosningabaráttunni sjálfri þar sem allir aðilar eru eðli málsins sam- kvæmt viðkvæmari fyrir eigin stöðu en ella. Það er ljóst að borgarstjóri gerir sér glögga grein fyrir þessari stöðu. Í viðtali við Dag, í dag, laugardag, segir hún um þetta mál: „Mér fyndist það rangt hjá hverjum þessara flokka sem nú standa að Reykjavíkurlistanum að kljúfa sig frá honum. Við höfum náð miklu fram saman. Mér fyndist það bera þess vott að menn væru þá ekki að hugsa um hagsmuni borgarinnar og borgarbúa heldur um flokkspólitíska markaðssetningu. Og það sem verra er, það væri beinlínis skaðlegt fyrir lýðræðið ef Sjálfstæðisflokkurinn færi bæði með vald í borginni og landsstjórninni.“ Málefnastaðan Á ÞESSARI stundu er ómögulegt að segja til um hvaða áhrif flug- vallarmálið kemur til með að hafa á kosningar til borgarstjórnar. Tilfinning margra er sú að af- staða til þess hvort flugvöllurinn eigi að fara eða vera fari töluvert eftir aldri. Eldri kynslóðir vilji hafa flugvöllinn á sínum stað. Hinar yngri að hann fari. Þetta á hins vegar eftir að koma í ljós í þeirri atkvæðagreiðslu sem fram fer í marzmánuði. Flugvallarmálið getur hins vegar haft erfiðleika í för með sér fyrir samstarfið innan Reykjavíkur- listans eins og áður var að vikið. Þegar hér er komið sögu hefur Reykjavíkur- listinn hins vegar verið við völd í sjö ár. Það er svo langur tími að forsvarsmenn hans geta ekki leng- ur haldið því fram að þeir hafi ekki haft nægilegan tíma til að hrinda stefnumálum sínum í fram- kvæmd. Fyrir skömmu kom fram í fréttum Morg- unblaðsins og síðan um það fjallað í forystugrein blaðsins að ástandið í leikskólamálum í höfuð- borginni væri á þann veg að upp undir 3.000 börn væru á biðlista. Í forystugrein Morgunblaðsins hinn 13. febr- úar sl. sagði m.a.: „Biðlistar eftir plássi í leik- skólum Reykjavíkur hafa sjaldan eða aldrei verið lengri... Þegar litið er á tölur um heildarfjölda barna, sem nú eru í leikskólum Reykjavíkur, verður enn skýrara hversu alvarlegur vandinn er. Í árslok voru 5240 börn í leikskólunum en á bið- lista voru, eins og áður sagði, tæplega 2900 börn. Þar af eru reyndar 528 yngri en eins árs og 246 eiga lögheimili utan Reykjavíkur, en sum sveit- arfélög mundu ekki leyfa skráningu þessara barna á biðlista. Hvað sem því líður er ljóst að for- eldrar meira en 2000 reykvískra barna vilja koma þeim á leikskóla en fá ekki pláss.“ Í þessu sambandi er ástæða til að minna á að lausn á þessum vanda var aðalbaráttumál Reykjavíkurlistans og Ingibjargar Sólrúnar í borgarstjórnarkosningunum 1994, þegar listinn náði meirihluta í borgarstjórn. Leikskólamálið var aftur eitt aðalmál borgarstjóra og hennar fólks í kosningunum fyrir þremur árum. Nú er komið að þeim tímamótum í sögu Reykjavíkurlistans að forráðamenn hans verða að standa og falla með verkum sínum en geta ekki byggt á loforðum. Staðreyndin er sú að því fer víðs fjarri að Reykjavíkurlistanum hafi tekizt eða muni takast á því sem eftir er af kjörtímabilinu að leysa leikskólavanda ungra foreldra. Auðvitað geta borgarstjóri og hennar sam- starfsmenn haldið því fram að kröfurnar hafi auk- izt svo mikið að það hafi verið nánast óvinnandi vegur að ljúka málinu á tveimur kjörtímabilum. Það breytir hins vegar engu um staðreyndir málsins. Það er hlutverk stjórnmálamanna ekki sízt að finna hvaða straumar eru á ferðinni undir yfirborðinu í samfélagi okkar og gera ráðstafanir til þess að mæta þeim. Annaðhvort hefur Reykja- víkurlistinn sofnað á verðinum eða misst sam- bandið við grasrótina. Veruleikinn er sá að nú í byrjun nýrrar aldar er það eðlileg og sjálfsögð krafa ungra foreldra að börn þeirra geti fengið aðgang að leikskóla ekki síður en grunnskóla. Sú var tíðin að margir drógu í efa að það væri endilega skynsamlegt að börn væru í leikskólum í þeim mæli sem nú er talið sjálfsagt. En þær efasemdir eru ekki lengur fyrir hendi hjá þorra fólks. Þvert á móti er það talið nauðsynlegt að ung börn hafi tækifæri til að vera í leikskóla sem alltof mörg þeirra hafa ekki tæki- færi til í dag. Í þessum efnum þýðir ekki að vísa á dagmömmur. Það er einfaldlega ekki hægt að bera saman þær aðstæður sem dagmömmur starfa við og börnin þar með búa við og leik- skólana. Fyrir utan þær pólitísku flækjur, sem flugvall- armálið getur skapað innan Reykjavíkurlistans, er ljóst að leikskólamálið og frammistaða Reykja- víkurlistans á þeim vettvangi verður veigamikið málefni í kosningabaráttunni fyrir næstu borg- arstjórnarkosningar. Og raunar ekki bara í kosn- ingum til borgarstjórnar Reykjavíkur heldur í flestum stærri sveitarfélögum. En að því er Reykjavík varðar snýst málið ekki bara um það hverju Reykjavíkurlistinn hefur ekki fengið áorkað heldur líka hitt hvernig Sjálfstæð- isflokkurinn heldur á málinu. Og spurning miðað við stöðu málsins hvers vegna Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki lagt miklu meiri áherzlu á að fjalla um þennan málaflokk á vettvangi borg- arstjórnarinnar. Að sjálfsögðu munu fleiri mál koma til umræðu í aðdraganda borgarstjórnarkosninga en þau tvö, sem hér hafa verið nefnd, og t.d. ljóst að vinstri grænir munu leggja miklu áherzlu á húsnæðis- málin. Þegar horft er til þeirra pólitísku vandamála, sem Reykjavíkurlistinn stendur frammi fyrir á báða vegu, ef svo má að orði komast og þeirra málefna, sem líklegt er að muni einkenna borgar- stjórnarkosningarnar, fer ekki á milli mála að því fer fjarri að úrslitin séu fyrirfram ráðin. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn getur átt mikla möguleika á að endurheimta meirihluta sinn en það getur líka þýtt að þriðji aðili, annað hvort Framsóknarflokkur eða vinstri grænir gætu hugsanlega komizt í oddaaðstöðu innan borgarstjórnarinnar. Í þessu ljósi fer ekki á milli mála að þær um- ræður, sem nú fara bersýnilega fram innan Sjálf- stæðisflokksins um skipan borgarstjórnarlista flokksins í næstu kosningum, hafa enn meiri póli- tíska þýðingu en ella. Morgunblaðið/RAX Loðnulöndun „Þeir sem vel þekkja til telja að það hafi haft mikil áhrif á mennta- málaráðherra hve margt ungt fólk hef- ur komið að máli við hann um þessi mál. Og ekki fer á milli mála að með Birni Bjarnasyni væri kominn fram á sjón- arsviðið á vettvangi borgarmála mjög sterkur stjórn- málamaður.“ Laugardagur 24. febrúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.