Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þrír fyrirlestrar Sjálfsbjargar Sjálfstraust, kyn- líf og samskipti Sjálfsbjörg, lands-samband fatlaðra,stendur fyrir fyrir- lestraröð um sjálfseflingu og verður fyrsti fyrirlest- urinn nk. fimmtudag, 1. mars. Þá mun Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræð- ingur fjalla um sjálfs- traust. Fyrirlestrarnir verða í safnaðarheimili Háteigskirkju og hefjast allir klukkan 20 og standa í um það bil tvær klukku- stundir. Ragnheiður Kristiansen kynningar- og markaðsfulltrúi hjá Sjálfsbjörgu LSF hefur átt þátt í að undirbúa þessa fyrirlestraröð, hún var spurð um tilgang hennar? „Þessum fyrir- lestrum um sjálfseflingu er ætlað að höfða til fólks með hreyfihömlun. Um er að ræða þrjá sjálfstæða fyrirlestra sem haldnir verða 1. og 14. mars og 4. apríl, allir á sama stað á sama tíma. Allir þrír fyrirlesararnir eru mjög færir og skemmtilegir með mikla reynslu og þekkingu, hver á sínu sviði. Fyrstur er Jó- hann Ingi Gunnarsson sálfræð- ingur, sem fyrr gat. Annar í röð- inni er Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur sem hefur haldið fjölda fyrirlestra um kyn- líf og verið með námskeið um það efni og er með fasta kynlífs- pistla í Degi. Þriðji fyrirlesarinn er Sæmundur Hafsteinsson sál- fræðingur en hann og Jóhann Ingi hafa staðið fyrir vinsælum námskeiðum um sjálfstraust og samskipti hjá Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands.“ – Er sjálfstraust mikilvægara fyrir fatlaðra en aðra? „Já, gott sjálfstraust byggist á sjálfsþekkingu alveg eins og lík- amlegt form byggist á þjálfun. Hver og einn þarf að læra að virkja og nýta þá hæfileika sem hann hefur og velta sér ekki upp úr göllunum. Flest okkar verða fyrir áföllum sem hafa áhrif á sjálfsímyndina sem síðan hefur áhrif á sjálfstraustið. Að duga eða drepast hefur oft verið við- horfið, en það sem skiptir máli er að sjálfstraust er færni sem allir geta lært eða unnið upp. Jóhann Ingi mun tala um aðferðir til þess að efla sjálfstraust og ákveðni einstaklinga og um það að gott sjálfstraust er grunnur- inn að góðu lífi. Hann ræðir um það sem einkennir einstaklinga sem hafa hátt sjálfsmat og þá sem eru með lágt sjálfsmat. Það sem skiptir máli þar er áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsunar á hegðun og líðan. Þetta skiptir miklu máli til að geta tekist á við hlutina á jákvæðan og heilbrigð- an hátt.“ – Er kynlíf meiri erfiðleikum bundið hjá einstaklingum sem eiga við hreyfihömlun að stríða en hjá öðrum? „Ragnheiður Eiríksdóttir ætl- ar í fyrirlestri sínum að leggja upp með spurninguna: Er kynlíf munaður eða lífsnauðsyn? Kynlíf er að mínu mati ekki munaður heldur fyrir alla og er mjög mik- ilvægur þáttur í lífi hvers einstaklings. Kynlíf fatl- aðra hefur lítið verið rætt hér á landi en mikið verið í umfjöllun á öðrum Norðurlöndum. Þar hafa verið gerðar ýmsar kynlífsrann- sóknir meðal fatlaðra sem Ragn- heiður mun segja frá. Hún mun nálgast efnið frá ýmsum hliðum og fjalla um rétt hvers einstak- lings til þess að stunda kynlíf.“ – Hvað ætlar Sæmundur Haf- steinsson sálfræðingur að fjalla um í sínum fyrirlestri, nánar til tekið? „Hann ætlar að fjalla um hvernig má auka færni sína í mannlegum samskiptum. Fyrir- lestur hans heitir: „Árangursrík samskipti“. Hann mun tala út frá sjálfsímynd sem hann tengir við sjálfstraustið. Ef við höfum vonda tilfinningu fyrir okkur sjálfum getur það birst með ýmsu móti, t.d. í feimni, óákveðni og einangrun eða þá í árásar- girni eða hroka. Þetta mun hann tengja við sjálfsímynd einstak- lingsins, persónuleika og viðhorf. Maður getur líka sagt að þessi tilfinning birtist í því hvernig maður ber sig og hvernig maður skapar tengsl og hvers eðlis þau eru. Sæmundur mun einnig sér- staklega fjalla um tjáningu – hvaða áhrif fötlun getur haft á tjáningu. Hvernig tjáskipti eru á milli fatlaðra og milli fatlaðra og ófatlaðra. Hann segir að sam- skiptaþroski byggist á glímu ein- staklingsins við sjálfan sig. Mót- læti getur hert fólk eða brotið það niður. Það mikilvæga er að þekkja sjálfan sig og sætta sig við hvað maður getur gert en ekki að reyna að berjast við það sem maður getur ekki breytt. Nauðsynlegt er að læra að lifa á sem jákvæðastan hátt.“ – Hefur þú sjálf persónulega reynslu af fötlun? „Sjálf er ég ófötluð en á fatl- aða dóttur og ég hef starfað í foreldrafélögum, bæði í Stokk- hólmi og hér í Reykjavík. Móðir mín hefur starfað í Sjálfsbjörgu um langt árabil og þannig kynntist ég starfsem- inni áður en ég hóf ég formleg störf. Sjálfs- björg er eins og kunn- ugt er félagsskapur hreyfihaml- aðra. Um það bil 2.800 félagar eru í Sjálfsbjörgu og er um það bil helmingur þeirra hreyfihaml- aður. Sextán Sjálfsbjargarfélög eru í landinu og sameinast þau í Sjálfsbjörgu LSF. Þar fer fram blómlegt starf af ýmsu tagi og eru fyrirlestrarnir þrír sem áður var fjallað um hluti af því.“ Ragnheiður Kristiansen  Ragnheiður Kristiansen fædd- ist á Hvolsvelli 1952. Hún tók stúdentspróf í Svíþjóð og fil.- cand.-próf frá Stokkhólmshá- skóla 1986 í starfsmanna- og vinnumarkaðsfræðum. Hún hef- ur starfað að stjórnun og starfs- mannamálum bæði í Stokkhólmi og á Íslandi. Nú er hún kynn- ingar- og markaðsfulltrúi hjá Sjálfsbjörgu LSF. Ragnheiður á tvær dætur. Sjálfstraust er færni sem allir geta lært og unnið upp Ólafur minn, lofaðu henni Jónínu að standa fyrir framan þig á skíðunum. Okkur veitir ekki af að fá einhvern í forystuna sem þorir að lumbra á þessum öryrkjalýð, góði. ÚLFAR Þórðarson, læknir og flug- áhugamaður, var heiðursgestur á fundi hjá Flugklúbbi Mosfellsbæjar nýverið. Ræddi hann þar um flug á Íslandi á litlum vélum. „Ég hef átt vélar og flogið dálítið sjálfur en er löngu hættur því,“ sagði Úlfar er Morgunblaðið ræddi stuttlega við hann en Úlfar kvaðst áfram ætla að fylgjast með flugi á Íslandi þótt aldurinn færðist yfir en stutt er síðan Úlfar hætti einnig læknisstörfum. Úlfar starfaði sem trúnaðar- læknir Flugmálastjórnar í áraraðir. Hann kvaðst hafa lært að fljúga á Englandi árið 1932 þegar hann var í miðju læknanáminu. „En ég hef alltaf haft sama áhuga á flugi og var snemma sannfærður um að flugið væri tækni framtíðarinnar,“ sagði Úlfar ennfremur. Hann sagði hafa verið skemmtilegt að heim- sækja Flugklúbbinn í Mosfellsbæ, þar væru fyrsta flokks aðstæður fyrir félagsstarf. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Nokkrir flugmenn og flug- áhugamenn með langa sögu úr fluginu. Frá vinstri: Úlfar Þórð- arson, Jóhannes R. Snorrason, Hörður Sigurjónsson, Dagfinn- ur Stefánsson og Þorsteinn Jónsson. Alltaf sami flugáhuginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.