Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ALÞJÓÐLEGUR sjóður, The Seacology Foundation, sem styður verkefni á sviði náttúruverndar og umhverfismála á eyríkjum, hefur ákveðið að veita sem svarar um 400 þúsund krónum til að merkja staði í Árneshreppi á Ströndum sem hafa sérstakt sögulegt gildi eða eru merk- ar náttúruminjar. Í undirbúningi er nú á vegum Landverndar að stuðla að verndun búsetu- og menningar- minja í Árneshreppi og verður í sum- ar ráðist í þessar merkingar. Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ráðgert væri að setja upp 20–30 málmskilti með texta og kortum sem standa munu á undirstöðu úr rekaviði. Haukur Jó- hannesson, forseti Ferðafélags Ís- lands, hefur umsjón með verkinu fyrir hönd Landverndar og er verið að velja staðina um þessar mundir. Segir Tryggvi ætlunina að velja sögulega staði og aðra merkilega út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Alls kosta merkingarnar kringum eina milljón króna og er nú verið að leita fjármögnunar fyrir því sem á vantar. Með þessu verkefni segir Tryggvi Landvernd vilja stuðla að áfram- haldandi byggð í Árneshreppi og vekja athygli á hreppnum og náttúru hans, en þar sé auk þess mikið af sögufrægum stöðum. Í næsta mánuði verður einnig haldin ráðstefna með yfirskriftinni „Búseta og menning, saga og nátt- úra“ og er markmið hennar að varpa ljósi á mikilvægi jaðarbyggða í menningarlegu samhengi, ræða um kosti og galla við að búa í jaðarbyggð og fjalla um hlutverk Árneshrepps í þessu sambandi. Í erindum verður fjallað um verndun menningarminja til atvinnusköpunar og gildi þeirra fyrir ferðamenn. Landvernd fær styrk frá erlend- um umhverfissjóði SAUÐFJÁRBÆNDUM og mjólkur- framleiðendum hefur fækkað um 40– 45% frá árinu 1988. Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands, telur að þessi þróun muni halda áfram og minnir á að bændum hafi fækkað alla síðustu öld. „Það er ekkert sem getur stöðvað þá þróun. Búin eru að stækka. Þau þurfa í raun og veru að stækka til að verða lífvænleg.“ Hann segir mikilvægt að atvinnuástand í sveitum sé það gott að bændur geti haldið áfram búskap að hluta til en sótt um leið atvinnu annað. Sigurgeir bætir þó við að bændum í heild hafi ekki fækkað svona mikið. Einnig sé um að ræða tilfærslu í greininni, þ.e. bændur sem áður voru með blandað bú hafi annaðhvort ein- göngu snúið sér að sauðfjárrækt eða mjólkurframleiðslu. „Það breytir því ekki að fækkunin í heild er veruleg, örugglega á bilinu 25–35%,“ segir Sigurgeir. Bændum fækkar í nágrenni þéttbýlis Sigurgeir bendir á að næst miklu þéttbýli sé búskapur, sérstaklega með kýr, að hverfa smátt og smátt. „Mjólkurframleiðsla er nánast horfin austur í Ölfusi. Hún er að hverfa á Kjalarnesi og í Kjós, í allra næsta ná- grenni þéttbýlisins,“ segir Sigurgeir. Þá hafi dregið talsvert úr búskap í Árnessýslum næst Selfossi og í Borg- arfirði. Sigurgeir telur skýringuna þá að fólk sem býr í þéttbýli sækist eftir jarðnæði í nálægum sveitum, t.d. fyrir hross eða sumarbústaðalóðir. Landbúnaðurinn geti illa staðist slíka samkeppni. „Mjólkurframleiðslan er að færast frá mesta þéttbýlinu og úr mesta dreifbýlinu,“ segir Sigurgeir. Þannig sé ekkert kúabú í N-Þingeyj- arsýslu, mjólkurframleiðsla sé afar lítil í Barðastrandarsýslu og aðeins í Bæjarhreppi í Strandasýslu framleiði bændur nú mjólk. Á suðurfjörðunum á Austurlandi er mjólkurframleiðsla afar lítil. „Þróunin verður sú að mjólkur- framleiðsla verður ekki í dreifðustu byggðunum,“ segir Sigurgeir. Aðspurður um hvað taki við hjá þeim bændum sem hætta búskap segir Sigurgeir allan gang á því. Margir hafi einfaldlega hætt búskap fyrir aldurs sakir, sumir búi áfram á jörðum sínum og sæki vinnu í sveit- unum, aðrir hafi flutt í burtu. Ríkið keypti upp 35.000 ærgildi sl. haust í samræmi við nýjan samning við sauðfjárbændur. Það samsvarar um 8–9% af greiðslumarki í landinu. Sigurgeir segir að uppkaupin hafi verið hlutfallslega mest á Vesturlandi og í Eyjafirði. Bændur á hinum svo- kölluðu sauðfjársvæðum, s.s. N-Þing- eyjarsýslu og Vestfjörðum, hafi síst selt greiðslumarkið. Bændur í ná- grenni þéttbýlis hafi frekar gripið tækifærið og hætt sauðfjárbúskap. Bændum hefur farið mjög fækkandi um land allt á síðustu tólf árum Mjólkurframleiðsla að leggj- ast af í dreifðustu byggðunum PÍLAGRÍMAFLUG hjá flugfélaginu Atlanta hefur farið vel af stað síðan það hófst fyrir fjórum vikum, en gert er ráð fyrir að fljúga með um 200 þúsund pílagríma fram til vors. Pílagrímaflugið er um þessar mundir stór hluti af starfsemi Atl- anta, en flogið er fyrir flugfélög í Sádi-Arabíu, Austurlöndum fjær og Afríku. Gert er ráð fyrir að fljúga með rúmlega 200 þúsund pílagríma til og frá Jedda á Hajj-tímabilinu svo- nefnda sem stendur að þessu sinni yfir frá 26. janúar til 26. febrúar og 8. mars til 9. apríl. Flugfélagið Atl- anta er með 10 af 18 vélum félags- ins í þessum verkefnum og er starf- semin því nokkru umfangsminni en í pílagrímafluginu í fyrra þegar 12 af vélum félagsins voru notaðar í flug með pílagríma. Af þeim 10 vélum félagsins, sem eru í þessum verkefnum, fljúga þrjár Boeing 747 fyrir ríkisflugfé- lag Sádi-Arabíu, Saudia, frá Indó- nesíu og Bangkok, tvær Boeing 747-vélar fljúga frá Malasíu fyrir Air Asia, ein Boeing 747 flýgur frá Indónesíu fyrir Garuda, ein Lock- heed Tristar flýgur með pílagríma fyrir Air India frá Indlandi og þrjár Boeing 747-vélar fljúga fyrir Air Afrique frá Vestur-Afríku til Jedda. Atlanta hefur nú flogið með píla- gríma á hverju ári í samfellt 11 ár eða síðan árið 1991. Um 900 manns starfa á vegum félagsins í Sádi- Arabíu og útstöðvum tengdum píla- grímafluginu um þessar mundir og þar af eru tæplega 25% Íslendingar. Pílagrímaflugið hefur farið mjög vel af stað að þessu sinni enda kom- in áralöng reynsla á starfsemina hjá félaginu, sem fagnar fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Yfir helmingur véla Flugfélagsins Atlanta í pílagrímaflugi Flogið með rúmlega 200 þúsund farþega Boeing 747-300 TF-ATI-vél Atlanta á King Abdhul-flugvelli í Jedda. HÚN er einbeitt á svip hún Salbjörg og ákveðin í að taka á öllu sínu til að komast á tindinn, nánar til- tekið upp á þak á litla húsinu á róluvellinum við Freyjugötu í Reykjavík. Morgunblaðið/Ásdís Einbeitt á róló ENDURSKOÐUN á kjörum öryrkja og ellilífeyrisþega á að ljúka fyrir 15. apríl næstkom- andi. Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði við upphaf miðstjórnarfundar flokksins í Reykjavík í gær að kjör aldraðra og öryrkja væru sá málaflokkur sem flokkurinn legði nú mesta áherslu á og ákveðið hefði verið að flýta end- urskoðun þeirra mála á fyrr- greindan hátt að frumkvæði Ingibjargar Pálmadóttur heil- brigðisráðherra. Hann sagði að umræða um kjör öryrkja undanfarnar vikur hefði sem betur fer vakið at- hygli í þjóðfélaginu á bágum kjörum margra öryrkja og aldraðra og sagði flokksmenn fagna áhuga á að bæta kjör þess fólks enda hefði sú af- greiðsla sem átti sér stað á Al- þingi ekki varðað kjör þeirra sem minnst mega sín. „Við höf- um ávallt lagt áherslu á að bæta fyrst og fremst kjör þeirra sem minnst mega sín og að því ætl- um við að vinna hörðum hönd- um,“ sagði Halldór og kvað nauðsynlegt að setja meira fé í málaflokkinn. Kjör öryrkja og aldraðra endurskoðuð fyrir 15. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.