Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁTTTAKENDUR í rann-sókninni voru átta, sexkonur og tveir karlmenn,sem höfðu búið á tveimur hjúkrunarheimilum allt frá sex mán- uðum til sjö ára þegar rannsóknin var gerð. „Ástæðan fyrir því að þau bjuggu á hjúkrunarheimilunum var að þau voru farin að heilsu og gátu ekki lengur búið ein en þau voru öll mjög hress andlega,“ sagði Ingibjörg. „Rauði þráðurinn í gegnum öll mín samtöl við þetta fólk var hvað þeim fannst mikilvægt að búa á einbýli en ekki í fjölbýli með öðrum eins og sumir verða að sætta sig við. Þau sem bjuggu á einbýli voru búin að skapa sér sitt eigið heimili með per- sónulegum munum, sem þau höfðu tekið með sér, en það fannst þeim mjög mikilvægt.“ Ingibjörg sagði að annar mikil- vægur þáttur að mati viðmælenda hennar væri að halda góðu sam- bandi við fjölskylduna og tók hún sem dæmi einn viðmælendanna sem væri ógiftur og barnlaus en þrátt fyrir það héldi hann góðu sambandi við sína fjölskyldu sem væri honum mjög mikilsvert. „Góð samskipti við fjölskylduna eru þessu fólki hald- reipi við nýjar aðstæður,“ sagði hún. „Það þarf því að bjóða fjölskylduna velkomna á hjúkrunarheimilið því oft er það svo að hún veit ekki hvers er krafist af henni eða hvernig hún á að haga sér við þessar nýju aðstæð- ur.“ Að vera sjálfráða Það tekur alltaf nokkra mánuði að aðlagast aðstæðum og umhverfi eft- ir að komið er inn á hjúkrunarheim- ili. „Það kom fram hjá þátttakend- um að það var þeim mikilvægt að halda stöðu sinni sem einstaklingar og að starfsfólkið virti þá sem slíka,“ sagði Ingibjörg. „Einhver nefndi að hann væri svo hræddur um að hverfa í fjöldann á heimilunum en á hverri deild geta búið um 30–40 manns. Þakklátust voru þau fyrir það ef starfsfólk lagði sig fram um að hagræða sínu starfi að þeirra óskum og þörfum.“ Rannsóknin sýnir að samskipti heimilisfólks og starfsmanna eru mjög góð. „Þó ekki þannig að þau séu hnökralaus en í heildina eru þau ljómandi góð,“ sagði Ingibjörg. „Líklega er það vegna þess að heim- ilisfólkið hefur mikinn skilning á stöðu starfsfólksins. Þetta gamla fólk talaði um hvað starfið væri erf- itt, vaktavinna alla daga allt árið um kring og á hátíðisdögum þegar fólk vildi helst vera heima með sínum nánustu. Það setti sig í spor starfs- fólksins og samskiptin virtust vera mjög ánægjuleg en án þess að vera fullkomin. Einhver sagði að starfs- maður hefði verið hranalegur en þá sagði gamla konan sem í hlut átt, ... „ja, hún er bara þreytt í dag.“ ... Það er því ákveðinn skilningur þarna á milli um að fólk sé ekki fullkomið.“ Mikið áfall Um 70% íbúa á hjúkrunarheim- ilum eru minnisskertir og sagði Ingibjörg að sú staðreynd reyndist andlega heilbrigðum mikið áfall þegar þeir flyttu inn. „Þarna eru þau komin í nýtt umhverfi og sjá þá fyrir sér fullt af veiku fólki, sem ekki er hægt að spjalla við,“ sagði hún. „Sumir hafa búið á hjúkrunarheim- ilum í mörg ár og segjast ekki þekkja neinn. Þau vilja helst vera ein og í friði inni á sínu herbergi. Því eins og einn sagði, „Það er ekki gaman að sitja og horfa á fólk sem ekki getur hjálpað sér sjálft.“ Her- bergið verður þeim griðastaður þar sem þau geta sinnt sínum áhuga- málum í friði. Vera má að sú áhersla sem lögð er á að stefna fólki saman í setustofunni sé því ekki rétt. Við megum ekki gleyma því að fólk er með mismunandi áhugamál og að því ógleymdu að þarna eru oft þrjár kynslóðir samankomnar á aldrinum 70 til 100 ára en meðalaldurinn á hjúkrunarheimilum er 83 ár.“ Að hafa eitthvað við að vera Og Ingibjörg heldur áfram og segir að margir hafi kviðið því áður en að þeir fluttu inn á hjúkrunar- heimilið að þeir myndu lenda á her- bergi með ókunnugum og hefðu þá ekki næði. „Ég get nefnt þér dæmi um þátttakanda, sem hafði ítrekað dottið heima hjá sér og legið ósjálf- bjarga í tólf tíma á gólfinu en vildi frekar deyja heima en að lenda á herbergi með öðrum,“ sagði hún. „Það eru svo miklu fleiri ókostir við að vera á fjölbýli heldur en kost- ir. Rauði þráðurinn er að halda mannlegri reisn. Það hafa allir þörf fyrir að halda sinni reisn þó þeir séu gamlir og lasburða. Hluti af því er að búa í eigin herbergi og að halda áfram tengslum við fjölskyldu sína. Að litið sé á hvern og einn, sem ein- stakling og að fólk ráði sér sjálft að því ógleymdu að hafa eitthvað við að vera en það fannst þeim öllum vera bráðnauðsynlegt. Enda kom í ljós að allir þessir einstaklingar þó svo þeir væru mjög farnir af heilsu og marg- ir hefðu lítið þol þá voru þau öll búin að finna sér eitthvað við að vera. Sumir lögðu mikið upp úr því að finna sér sjálfir eitthvað til dundurs en það sem þeir tóku sér fyrir hend- ur tengdist alltaf því sem hver og einn hafði haft áhuga á fyrir fyrr á ævinni. Áhugamál breytast ekki með aldrinum. Það þyrfti því að hjálpa fólki að finna nýjar leiðir til þess að njóta fyrri áhugamála.“ Sagði hún að margir hlustuðu t.d. á hljóðbækur. Ekki endilega vegna þess að þeir væru blindir heldur höfðu þeir ef til vill ekki þrek til að lesa. Tveir ef ekki fleiri töluðu um að það að hlusta á bækur eða tónlist væri eitthvað sem hægt væri að læra af alla ævi. „Þetta fólk var að bæta við sig og þroskast áfram sem einstaklingar og lifði áfram sínu lífi þó svo það væri á nýjum vettvangi,“ sagði Ingibjörg. „Þannig að lífinu líkur ekki þó svo maður fari inn á hjúkrunarheimili. Fólk heldur áfram að njóta lífsins.“ Ingibjörg sagði að miklu skipti að fólk héldi líkamlegum styrk. „Við- mælendur mínir voru farnir af heilsu og voru með ýmsa sjúkdóma en þau gerðu sér ekki mikla rellu út af því heldur horfðu til þess sem þau gátu gert og vildi viðhalda þeirri getu með sjúkraþjálfun og endur- hæfingu til að geta notið þess lífs sem eftir var,“ sagði hún. Sjónarhorn aldraðra Ingibjörg sagði að með þessari gæðabundnu rannsókn væri hún að draga fram sjónarhorn aldraðra á hjúkrunarheimilum um það sem gæfi lífinu gildi og að slík rannsókn hefði ekki verið gerð áður hér á landi með þessum hætti. Sagði hún að stefna heilbrigðis- ráðuneytisins væri að fólk hefði kost á einbýli á hjúkrunarheimilum eins og ný lög um málefni aldraðra gerðu ráð fyrir. „Þessi rannsókn styður þessa stefnu og þrýstir á um að eldri hjúkrunarheimilum verði gert kleift að breyta húsnæðinu til að fjölga einbýlum,“ sagði hún. „Ég mun í framhaldi af þessari rannsókn kynna niðurstöðurnar á hjúkrunar- heimilunum og síðan verður tíminn að leiða í ljós hvort hún hefur áhrif eða ekki. Hún mun einnig leiðbeina okkur sem erum að vinna við öldr- unarmál og á hjúkrunarheimilum um hvaða þætti við eigum að leggja áherslu á og hver sé vilji aldraðra. Við sem veitum þjónustuna erum ekki alltaf dómbær á hvað þeir vilja sem hana þiggja. Þar hjálpar svona rannsókn.“ Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðsstjóri á Landakoti, fjallar um væntingar aldraðra, sem búa á hjúkrunarheimili. Væntingar aldraðra á hjúkrunarheimilum Mikilvægt að búa á einbýli Hvernig aldraðir upplifa lífsgæði á hjúkrunarheimilum og hvað skiptir þá mestu máli er til umfjöllunar í masters- ritgerð Ingibjargar Hjaltadóttur, sviðsstjóra á Landakoti. Rannsókn Ingibjargar er gæðabundin og byggist á viðtölum við aldr- aða, sem dvelja á tveimur hjúkrunarheim- ilum, og féllst hún á að segja Kristínu Gunnarsdóttur frá helstu niðurstöðum. Nánari upplýsingar hjá Helgu Magg í símum 585 4113 og 585 4140 netfang helgamagg@uu.is Úrvals bændaferð með Friðriki G. Friðrikssyni LÚXUSFERÐ Á LÁGU VERÐI Páskaferð á slóðir Rómverja, víkinga, skálda, sjómanna og Bítlanna 14. - 22. apríl 2001. (Ath. Aðeins 3 virkir dagar!). Flogið verður beint til Blackpool, sem er við Írlandshaf og ein mesta skemmti- og ferðamannamiðstöð Englands. Blackpool og Liverpool, borg Bítlanna, verða skoðaðar. Heimsóknir Liverpoolbúa til Blackpool eru í miklu uppáhaldi. Ein mesta náttúruperla Englands, The Lake District, liggur skammt undan, en þangað sækja Bretar mikið í fríum sínum. Þar verður gist í tvær nætur í Ambleside, og farið bæði í lestarferð og siglingu á Windermerevatninu. Eftir að hafa skoðað Lake District er haldið til York eða Jórvíkur eins og víkingarn- ir nefndu staðinn. Þar má sjá stórkostleg mannvirki frá dögum Rómverja og síðar víkinga. Út frá York verða hafnar- og fiskimannabæirnir Hull og Grimsby heimsóttir, en til þess að komast þangað þarf að fara yfir brú, sem til skamms tíma var lengsta hengibrú veraldar. Innifalið í ferðinni er morgunverðarhlaðborð allan tímann, 5 kvöldverðir, flugvallarskattar, skoðunar- ferðir og fararstjórn. Verð á mann í tvíbýli kr 69.500 (aukagjald v. einbýlis kr 15.000) Örfá sæti laus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.