Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 30
VIÐSKIPTI Á SUNNUDEGI 30 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FIMM lítil fyrirtæki í ferðamanna- þjónustu ákváðu í haust að ganga til samstarfs og stofna nýtt fyr- irtæki, Íslenskar ævintýraferðir. Fyrirtækin fimm eru Addís, sem hefur verið í forystu í jeppa- og vetrarferðum, Langjökull vélsleða- ferðir, Geysir vélsleðaferðir, Jöklaferðir á Vatnajökli og Báta- fólkið. Um 30 manns vinna í fullu starfi hjá fyrirtækinu auk annarra lausamanna. Stjórnendur fyrir- tækisins eru þau Arngrímur Her- mannsson, Garðar K. Vilhjálms- son, Jón Kristleifsson og Vilborg Hannesdóttir. Þau eru öll frum- kvöðlar á sínu sviði og reynslunni ríkari eftir að hafa hvert um sig þróað fyrirtæki sín á undanförnum árum. Þrjár milljónir eftir 20 ár „Hugmyndin er að Íslenskar ævintýraferðir verði undir það bú- ið að taka á móti stórauknum straumi erlendra ferðamanna sem kemur til landsins á hverju ári,“ sagði Arngrímur. „Eftir tuttugu ár má búast við að erlendir ferða- menn sem hingað koma verði ríf- lega þrjár milljónir, ef bjartsýn- ustu spár rætast og við trúum á þær. Það er því okkar að setja reglur og byggja upp þá staði sem við viljum að fjöldinn heimsæki.“ Garðar sagði að með stofnun Ís- lenskra ævintýraferða yrði stefnan mun markvissari en 90% viðskipta- vinanna eru erlendir ferðamenn enn sem komið er. „Nú förum við að snúa okkur betur að innan- landsmarkaði, sem fer vaxandi og þörfin fyrir þá þjónustu sem við veitum hefur aukist verulega eftir því sem íslensk fyrirtæki tengjast fleiri erlendum fyrirtækjum,“ sagði hann. „Íslensku fyrirtækin eru farin að snúa sér til okkar þegar von er á erlendum gestum sem vilja upplifa eitthvað óvenju- legt.“ Áhersla á snjó og jöklaferðir „Í framtíðinni mun allur al- menningur til dæmis geta farið um Langjökul á gönguskíðum allt sumarið efir fyrirfram ákveðnum brautum sem við munum leggja og þar verður stærsti golfvöllur í heimi í framtíðinni,“ sagði Arn- grímur. „Við verðum með styttri vélsleða- og jeppaferðir um og yfir Langjökul og seinna lengri ferðir um Vatnajökul.“ Ákveðið hefur verið að halda áfram að byggja upp aðstöðuna við Langjökul, Vatnajökul, Hvítá og í nágrenni Reykjavíkur, þ.e. á Hengilssvæðinu, en þar eru vél- sleðarnir á veturna. „Við bjóðum upp á mismunandi afþreyingu en við leggjum höfuðáherslu á snjó og jöklaferðir og má segja að við flytjum okkur eftir snjólínunni á hverjum árstíma,“ sagði hann. „Reynsla okkar veitir nýja fyrir- tækinu ómetanlegt forskot í að skipuleggja og sjá um ævintýra- ferðir um Ísland, sem engin önnur lönd geta boðið uppá. Þótt við séum tiltölulega nýbyrjuð stöndum við mörgum löndum framar og óvíða í heiminum er að finna jafn- fjölbreytta möguleika á afþrey- ingu. Með því að sameinast búum við okkur undir að mæta síauknum fjölda ferðamanna, erlendum sem innlendum.“ Markviss uppbygging Arngrímur benti á kanna þyrfti hvert ferðamenn vildu fara og jafnframt hvert væri æskilegt að beina þeim. „Hér þarf sameigin- legt átak okkar og stjórnvalda til þess að uppbyggingin verði mark- viss,“ sagði hann. „Við verðum að vera í góðu samstarfi við opinbera aðila eins og Náttúruverndarráð, Vegagerðina, símafyrirtækin, Veð- urstofuna og fleiri þannig að allir verði samstíga í að byggja upp vegi, snyrtiaðstöðu og aðrar lág- marksþarfir ferðamanna. Við get- um ekki gert það ein. Reyndar hefur viðhorf stjórnvalda stórbatn- að undanfarin ár og er allt annað í dag en það var fyrir tveimur ár- um.“ Góð samvinna við heimamenn Þau voru sammála um að sam- vinna við heimamenn á hverjum stað væri góð og hefði alltaf verið. Heimamenn hefðu allt frá upphafi stutt þau og sýnt þeim skilning. „Við fórum stundum okkar leiðir í að koma okkur áfram,“ sagði Garðar. „Og stuðningur við okkar rekstur er mjög mikill hjá heima- mönnum. Meðal annars var það fyrir tilstuðlan þeirra að við kom- um upp aðstöðu við rætur Lang- jökuls frá Kili. Það er í raun alveg ótrúleg skriffinnska sem þarf til að koma erindum í gegn og þess vegna er nauðsynlegt að fá stjórn- völd í lið með okkur. Í raun má segja að við séum að byggja upp okkar „hafnaraðstöðu“ við jökul- rætur fyrir ferðamenn og auðvelda þeim aðgengi að jöklunum.“ „Við erum að átta okkur á því að fólk sem vill komast út í óspillta náttúru eru öflugustu náttúru- verndarsinnarnir en þetta eru ein- mitt ferðamennirnir sem við sjáum um,“ sagði Arngrímur. „Við verð- um því að standa okkur.“ Á síðasta ári ferðuðust samtals 35 þúsund ferðamenn með fyrir- tækjunum fimm og ef sá fjöldi er framreiknaður til 20 ára miðað við aukningu sl. fimm ára þá munu 750 þúsund ferðamenn koma í hlut Íslenskra ævintýraferða, að sögn Arngríms. „Ef sú áætlun stenst þá mun ársvelta fyrirtækisins verða um átta miljarðar,“ sagði hann. Miklar fjárfestingar Afkoma fyrirtækjanna hefur verið góð nema hjá þeim sem stað- ið hafa í miklum fjárfestingum, þar hefur hún verið lakari. Sam- einað fyrirtæki á nú fjóra fjalla- skála með góðri aðstöðu við jökla, 50 snjósleða, sex snjóbíla, fjóra of- urtrukka og sex ofurjeppa auk rekstrarbúnaðar og 15 báta og eru sex þeirra í Skagafirði. „Í raun er ótrúlegt hvað við höf- um áorkað miklu að teknu tilliti til rekstrarumhverfis fyrirtækjanna,“ sagði Arngrímur. „Engin önnur eins atvinnugrein skilar meira í ríkissjóð en ferðamenn, sem alltaf eru að greiða virðisauka í einni eða annarri mynd og það í gjaldeyri. Aðrar útflutningsgreinar selja sína vöru erlendis en okkar vara er fullunnin hér en samt greidd með gjaldeyri. Ef við lítum 100 ár fram í tímann þá blikna veltu- og af- komutölur stóriðjunnar í saman- burði við ferðaþjónustuna. Eftir Morgunblaðið/Jim Smart Jón Kristleifsson skrifstofustjóri, Vilborg Hannesdóttir gæðastjóri, Garðar K. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri og Arngrímur Hermannsson, stjórnarformaður Íslenskra ævintýraferða. REYNSLA VEITIR ÓMETANLEGT FORSKOT eftir Kristínu Gunnarsdóttur Arngrímur Hermannsson, stjórnarformaður Íslenskra ævintýraferða hf., er fæddur 1. desember 1953. Hann stofnaði ferðaskrifstofuna Addís árið 1989 og hefur verið frumkvöðull í ferðaþjónustu á breyttum jeppum um hálendið og jökla og í ferðaþjónustu yfir vetrarmánuðina. Hann starfaði um árabil í Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, í landstjórn björgunarsveit- anna auk þess að taka þátt í og stjórna leiðöngrum hérlendis og erlendis. Hann situr nú í afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar. Garðar K. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Íslenskra æv- intýraferða hf., er fæddur 15. október árið 1967. Hann útskrif- aðist úr eðlis- og stærðfræðideild Verzlunarskóla Íslands árið 1987 og er með BBA-gráðu í fjármálafræði frá Vestur-Georg- íuháskóla. Hann hóf störf hjá Bílaleigunni Geysi árið 1991, varð framkvæmdastjóri árið 1994 og stofnaði Geysi-vélsleða- ferðir árið 1997. Hann tók virkan þátt í stofnun Samtaka ferðaþjónustunnar og situr þar í stjórn. Jón Kristleifsson skrifstofustjóri er fæddur 19. janúar árið 1965. Hann hefur unnið við ferðaþjónustu í ýmsum myndum frá blautu barnsbeini. Fyrst við Ferðaþjónustuna á Húsafelli með föður sínum Kristleifi, sem stofnaði ásamt öðrum Lang- jökul ehf. árið 1974. Hann hefur unnið við það fyrirtæki frá árinu 1993. Hann er húsasmiður að mennt og hefur reist um 40 sumarhús á Húsafelli. Vilborg Hannesdóttir gæðastjóri er fædd 28. desember árið 1962. Hún hefur unnið við ferðaþjónustu sem fjallaleið- sögumaður, jeppaleiðsögumaður og bátastjóri í flúðasigl- ingum. Hún er frumkvöðull í flúðasiglingum á ám og stofnaði Bátafólkið árið 1995, sem gert hefur út á siglingar á Hvítá og Jökulsá austari og vestari í samstarfi við ferðaþjónustuna Bakkaflöt í Skagafirði. Hún er kennari að mennt og starfaði um árabil í björgunarsveit og er félagsmaður í Alpaklúbbnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.