Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG VIL einfaldlega breyta til og lifa öðruvísi lífi, að minnsta kosti um skeið,“ sagði Jón. „Þegar ég réðst í næstsíðasta starfið mitt hjá Akur- eyrarbæ ætlaði ég að vera í fimm ár en var í nítján. Þegar ég réð mig til borgarinnar árið 1995 ætlaði ég aft- ur að vera fimm ár og þau eru liðin. Samtals hef ég verið tuttugu og fimm ár í stjórnunarstörfum hjá sveitarfélagi og það er orðið ágætt í bili. Ég er orðinn 53ja ára og vil ekki falla við skrifborðið. Hann Ingimar Erlendur orti einu sinni „… menn verða ekki lengur úti milli bæja, því menn verða inni milli veggja“. Ég ætla semsé að reyna að forð- ast að verða inni milli veggja. Þó svo að það hafi verið afar gaman í þessu starfi mínu hjá Reykjavíkurborg finnst mér samt óneitanlega að ég hafi verið að flýta mér öll þessi síð- ustu fimm ár. Að auki hef ég lang- tímum haft vonda samvisku yfir ein- hverjum ó- eða illa gerðum verkum. Þetta tvennt er ekki gott til lengdar. Ég á ýmsar góðar bækur ólesnar, diska sem ég hef ekki mátt vera að því að hlusta á og svo á ég forkunn- arskemmtileg barnabörn, sem hafa tíma fyrir mig einmitt núna og alls- óvíst hvað síðar verður í því efni. Ég ætla með öðrum orðum ekki að hella mér beint í annað enn merkilegra starf heldur sinna ýmsu sem ég hef haft of lítinn tíma fyrir að undan- förnu en er mér dýrmætt. Ég las í einhverju „manager-tímariti“ að í Bandaríkjunum héti svona hegðun „down-switching“ og þar telst hún ekki til sjúkdóma. Við það létti mér.“ Bjóst við fráhvarfseinkennum En var þetta erfið ákvörðun? „Já og nei. Mér hefur þótt starf mitt hjá borginni mjög spennandi og gefandi en kannski einmitt þess vegna hefur það verið nærgöngult. Það hefur rutt ýmsu öðru til hliðar. Svona starf verður líka einskonar lífsstíll, og ég væri kjáni ef ég reiknaði með að það væri hægt að leggja frá sér starf af þessu tagi, lífsmáta af þessu tagi, alveg átakalaust. Ég bjóst við einhvers konar fráhvarfseinkenn- um. Að ég sakni vinnufélaga, að ég sakni einhverrar kenndar um eigið mikilvægi, að mér geti leiðst eða ég fyllist örvæntingu yfir að vera ekki boðið á frumsýningar eða sýning- aropnanir. Þessir dagar sem liðnir eru síðan hafa hinsvegar verið mjög ljúfir og ég hef haft yfrið af ánægju- legum hlutum að sýsla við. Svo þyk- ist ég vita að ef tilveran verður óþol- andi leiðinleg án vinnu þá bara reyni ég að ráða mig í vinnu á nýjan leik. Áhættan er nú ekki stærri en svo.“ Jón segist kveðja vel launað en tímafrekt starf. „Ég geng að því að ég muni hafa miklu minni tekjur en miklu meiri tíma og miklu meira frelsi um að nota hann. Það vill svo vel til að ég er búinn að kaupa mér flest dótið sem þarf og ég er svo lán- samur að ég á ekki jeppa eða önnur tómstundatæki sem eru svo dýr í rekstri að þau kosta nærri allar tómstundirnar. Aftur á móti er ég ekki að gera því skóna að sitja iðju- laus og ég mun taka að mér einhver launuð verkefni, ég hef skrifað eina bók og kannski skrifa ég aðra. Ég er fullur af athafnaþrá og áhuga- málum.“ Mismunandi fletir á sömu málum Jón varð fyrstur til að gegna starfi framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs hjá borginni en hafði verið í sams konar stöðu hjá Akureyrarbæ. „Þetta er staða sviðs- stjóra og hefur einkum það hlutverk að tengja saman eða samhæfa þjón- ustustofnanir borgarinnar í hinum svonefndu mjúku málum, menning- armálum, félagsþjónustu, skólamál- um, leikskólamálum, öldrunarþjón- ustu og tómstundamálum,“ sagði Jón. „Hjá Reykjavíkurborg sinna sterkar, sjálfstæðar stofnanir hverj- um þessara málaflokka um sig: Félagsþjónustan, Fræðslumiðstöð- in, Íþrótta- og tómstundaráð. Það getur þó gerst, og því fremur sem kerfi eru stærri, að menn gleymi að einstakar þjónustugreinar eru allar aðeins mismunandi fletir á sömu málum, ólíkar þarfir sama fólks og það geta hæglega risið veggir milli stofnana. Sviðsstjóri er tengiliður milli yfirstjórnar og stofnananna. Hann leitast við að samhæfa störf þeirra og koma í veg fyrir tvíverkn- að eða gloppur. Hann þarf að vera leiðandi í þróunarstarfi og breyt- ingum. Svo er hann að sjálfsögðu á vissan hátt slökkvilið ef vandamál koma upp og ruslakista fyrir verk- efni sem koma aðvífandi en eiga sér ekki stað fyrir í kerfinu. Í ársbyrjun 1999 varð til Þróunarsvið í Ráðhúsi Reykjavíkur og mér var falið að stýra því. Þróunarsviðinu er ætlað að undirbúa morgundaginn og vera tæki fyrir yfirstjórn borgarinnar til þess að undirbúa og innleiða breyt- ingar.“ Forneskjulegir stjórnunarhættir Að mati Jóns var margt forn- eskjulegt hjá borginni þegar hann kom til starfa og þá aðallega stjórn- unarhættir í Ráðhúsinu. „Þar tíðk- aðist einhver sjálfsskilningur og stjórnsýsla sem tilheyrði liðnum tíma og kom t.a.m. fram í mikilli miðstýringu og fornfálegum vinnu- brögðum í fjármálastjórn samhliða litlu eftirliti,“ sagði Jón. „Stjórnsýsl- an í Reykjavík var einfaldlega langt á eftir og einhver sjálfbirgingshátt- ur virtist banna henni að breyta sér eða læra af öðrum. Ég vissi áður en ég kom að Reykjavík var vegna þessa orðin visst aðhlátursefni ann- arra sveitarfélaga sem voru tekin að þróa stjórnsýslu sína. Þetta átti miklu síður við um þjónustustofn- anir borgarinnar utan Ráðhússins. Þar var og er víða mikill metnaður og enginn hroki kom í veg fyrir að þær vildu læra að vinna betur. Þær voru hinsvegar nokkuð í viðjum miðstýringar. Það er náttúrlega varla til neitt skemmtilegra en að koma inn í svona gamaldags kerfi, blásaklaus sjálfur af að það skuli vera svona, og takast á við breytingar. Það vildi svo til, að á árinu 1996 var mikill hugur í fólki í Ráðhúsinu og vilji til að endurskoða stjórnsýsluna. Þetta var fólk sem þá var nýlega komið til starfa og einnig aðrir sem höfðu verið þar fyrir og vissu að umbóta var þörf. Þetta var líka frábært hæfileikafólk og mjög gaman að taka þátt í að þróa stjórnsýslu Ráð- hússins í nútímalegri átt með þessu fólki. Ég held að það hafi tekist bærilega. Ég held það sé ekkert sveitarfélag lengur sem hlær að Reykjavíkurborg fyrir forneskju, þvert á móti veit ég að hún er á ný orðin mörgum þeirra fyrirmynd eins og höfuðborg á vitaskuld að vera.“ Sífelldar breytingar Jón sagði að kyrrstaða hefði átt stóran þátt í að svo var komið fyrir stjórnsýslunni. „Það er ósköp svipað með opinbert stjórnsýslukerfi eins og steypubíl, að það verður sífellt að snúa tromlunni, annars stífnar og storknar steypan,“ sagði hann. „Það skiptir aftur á móti ekki öllu máli hvort tromlan snýst á þennan veg- inn eða hinn, mestu skiptir að hún snúist. Opinber stjórnsýsla vakir meðan hún er að breyta sér, hún vakir meðan hún veltir fyrir sér hvernig hún er og hvernig hún á að verða. Þegar hún hættir að spyrja sig þessa er hætt við að hún sofni og storkni jafnvel í furðulegustu form- um. Einu sinni hélt ég að breytingar breytinganna vegna væru bara vit- leysa en nú játa ég fúslega að svo er ekki. Mér finnst að breytingar í op- inberri stjórnsýslu verði að vera sí- felldar af því stjórnsýsla verður að vera sívakandi. Sú stjórnsýsla sem ekki er að breyta sér á tímum eins og núna eru er einfaldlega sofandi; storknuð steypa. Meðal annars þess vegna er ekki svo slæmt að stjórn- endur hugsi sér til hreyfings eftir fimm til tíu ára starf.“ Hann sagði að breytingarnar í stjórnsýslunni hefðu verið að hverfa frá miðstýr- ingu til dreifstýringar. Að auka sjálfstæði stofnana og stefnumótun- arvinnu, taka upp rammafjárveit- ingar, ný eftirlitskerfi, ekki einasta með fjármálum heldur einnig með árangri í þjónustu. „Kúltúrinn í svona umfangsmiklum stjórnkerfum breytist ekki á einni nóttu, en ferlið hefur staðið yfir frá árinu 1996 og sumar breytingarnar eru orðnar vel rótfastar meðan aðrar eru ennþá bara græðlingar,“ sagði hann. „Þetta á við um stjórnsýsluna en þess utan hefur heilmargt spenn- andi verið að gerast í starfsemi á vegum borgarinnar undanfarin ár. Staðið hefur yfir mjög áhugaverð tilraun í hverfisþjónustu í Grafar- vogi, þ.e. Miðgarður, sem hefur tek- ist afar vel og verður vonandi vísir að fleiri hverfismiðstöðvum þar sem reynt er að veita alla íbúaþjónustu á einum stað. Það verður vonandi haldið áfram að leita að formum fyr- ir grenndarlýðræði eins og reynt var í Grafarvogi með svokallaðri hverfisnefnd, þó svo hún hafi ekki virkað sem skyldi. Á þessum tíma var grunnskólinn fluttur til sveit- arfélaganna, menningarnótt var Morgunblaðið/Golli Jón Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þróunar- og fjölskyldusviðs hjá Reykjavíkurborg. Bagalegt ef pólitík- in er stjórnsýslunni ekki vaxin Jón Björnsson lét nýlega af störfum sem framkvæmdastjóri þróunar- og fjölskyldu- sviðs hjá Reykjavíkurborg eftir fimm ára starf en áður hafði hann starfað hjá Akureyr- arbæ í nítján ár. Hann sagði Morgunblaðinu frá ákvörðun sinni um starfslok og viðhorf- um til stjórnsýslu sveitarfélaga. Hættir eftir tuttugu og fimm ár í stjórnunarstörfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.