Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRABBAMEINSFÉLAG Íslands efnir til landssöfnunar laugardaginn 3. mars nk. Söfnunin er tvíþætt, ann- ars vegar verður leitað til einstak- linga, gengið í hús í samvinnu við Kiwanis og Lions, safnað á útvarps- stöðvum og í sjónvarpsþætti og hins vegar verður leitað sérstaklega til fyrirtækjanna í landinu. Guðrún Agnarsdóttir læknir er forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Það eru fimmtíu ár síðan fram- sýnir hugsjónamenn, sem flestir voru úr heilbrigðisstétt, hvöttu til stofnun- ar þessa félags. Margt af þessu fólki hafði menntast erlendis og vissi um mörg úrræði sem ekki voru kunn hér á landi þá varðandi forvarnir og krabbameinsmeðferð. Menn höfðu líka á þeim tíma mikla trú á rann- sóknum í þessum efnum, og það hef- ur heldur betur ræst,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir um tilurð og stofnun þessa félags sem hefur verið lands- mönnum svo dýrmætt að þrisvar hafa þeir gefið miklar gjafir í lands- söfnunum eins og þeirri sem nú stendur fyrir dyrum. Fyrir al- mannafé var meðal annars reist hið glæsilega hús í Skógarhlíð 8, þar sem viðtal þetta fer fram og félagið hefur sína aðalstarfsemi. Þar vinna að stað- aldri um 80 manns, en allt að 60 manns um allt land koma að starfinu að auki þegar allt er talið. Ennþá áhugamannafélag „Krabbameinsfélagið er ennþá áhugamannafélag með hugsjóna- fólki, eins og það var þegar hinir fyrr- nefndu hugsjónamenn stofnuðu til borgarafundar hér í bæ fyrir 50 árum og hvöttu almenning til að leggja málinu lið. Framámenn í samfélagi þess tíma og almenningur stofnuðu þetta félag, sem samanstendur af 24 svæðisfélögum og 6 stuðningshópum sjúklinga sem starfa sem sjálfboða- liðar. Hér í þessu húsi fer fram marg- breytilegt starf, jafnframt því sem það er miðstöð félaganna úti á landi og ein af mikilvægum heilbrigðis- stöðvum þjóðarinnar. Hvergi veit ég til þess að öll kven- þjóðin í einu landi eigi kost á því að koma í leghálsskoðun og brjóstaskoð- un á einum og sama stað. Á hinum Norðurlöndunum, og þó ekki öllum, geta konur farið í leghálskrabba- meinsleit og brjóstakrabbameinsleit, en ekki endilega á einum og sama stað.“ „Sú skipulega leit sem hér hefur farið fram hefur skilað miklum ár- angri, einkum hvað varðar legháls- krabbameinsleitina, sem er 35 ára gömul. Það er enginn vafi á að þar hefur dregið mjög úr tíðni sjúkdóms- ins og má ætla að lífi 150 kvenna hafi verið borgið með henni. Tíðni brjóstakrabbameins hefur hins vegar rokið upp á Vesturlöndum almennt. Menn vita ekki hvers vegna þetta hefur gerst né heldur hvað veldur brjóstakrabbameini. Rannsóknirnar leiða okkur að vísu nær og nær en gera málið jafnframt flóknara og flóknara áður en við komumst að lausninni. Það hlýtur að vera eitthvað í gerð okkar og eitthvað í umhverfinu sem spilar þarna saman. Lægri tíðni er í Japan á brjóstakrabbameini og telja menn að mataræði geti átt þar hlut að máli, flytji japanskar konur aftur á móti til Bandaríkjanna og búi þar í nokkurn tíma þá fer brjósta- krabbamein meðal þeirra að nálgast þá tíðni sem þar í landi tíðkast. Að einhverju leyti á arfgengi hlut að máli hvað varðar brjóstakrabba- mein, en það er í hverfandi litlum mæli eða innan við 10% af öllu brjóstakrabbameini.“ Reynt að skilja boðskiptaferli frumna „Menn eru í rannsóknum sínum komnir langt inn í frumuna og í æ rík- ari mæli farnir að skoða þau boð- skiptaferli sem þar ríkja. Þau eru margvísleg og ótrúlega flókin en eigi að síður gilda á þeim vettvangi mjög stífar „umgengnisreglur“. Frumur skipta sér og við það brenglast sumar þeirra eins og gerist í öllu fram- leiðsluferli. Brengluðum frumum er stýrt af þar til gerðum vörðum yfir í sjálfsmorðsferli. Hver og ein fruma kann að fremja sjálfsmorð, hún er þá ræst í það ferli og eyðir sér. Rannsóknir beinast í ríkum mæli að því að reyna að skilja þessi boð- skiptaferli, það stjórnunarferli sem varðveitir heilbrigði frumnanna og forðar þeim frá því að sleppa undan aganum og geta farið að lifa sjálf- stæðu lífi á kostnað allra hinna frumnanna og lífverunnar sjálfrar.“ Krabbamein ekki lengur sá dauðadómur sem það var „Margt hefur áunnist frá því t.d. ég var að læra læknisfræði á síðari hluta 20. aldar. Sem dæmi má nefna að hvítblæði í börnum var þá nánast dauðadómur og mjög átakanlegt, nú læknast nánast flest börn sem fá hvítblæði. Þarna hefur orðið gjör- breyting. Í mörgum tilvikum gildir hið sama – krabbamein er ekki leng- ur sá dauðadómur sem það áður var í eyrum manna, þótt enn sé þetta hættulegur sjúkdómur. Það hafa orð- ið stórstígar framfarir í meðferð og greiningu. Það læknast sannarlega mun fleiri en áður, eða um helmingur. En margt hefur líka breyst á ann- an veg. Þegar ég var að læra lækn- isfræði var viðtekin kenning að konur fengju ekki lungnakrabbamein, kon- ur höfðu ekki reykt. Á því hefur orðið mikil breyting, nú er lungnakrabba- mein það krabbamein sem konur deyja helst úr.“ „Segja má að barátta Krabba- meinsfélagsins núna, m.a. hvað varð- ar hina fyrirhugðu söfnun, beinist fyrst og fremst að því að efla stuðn- ing við krabbameinssjúklinga, hann er ekki nægilega mikill og góður þótt margt sé vel gert hér í þeim efnum. Meðferð og greining á krabbameini er hér ólíkt betri en jafnvel á hinum Norðurlöndunum. Ef grunur leikur á krabbameini er fólk yfirleitt búið að fá sjúkdómsgreiningu innan tíu daga undir venjulegum kringumstæðum og jafnvel komið í meðferð. En t.d. í Danmörku og Noregi getur þetta ferli tekið mánuði og fólk þarf að bíða að greiningu lokinni í marga mánuði eftir meðferð. Þarna stöndum við því vel. Hins vegar er ekki nægilega gott ástand hvað varðar andlegan og lík- amlegan stuðning við krabbameins- sjúklinga, svo að þeir séu betur í stakk búnir að njóta þess bata sem þeir eiga vonandi í vændum og þeirra lífsgæða sem það leiðir af sér. Þetta ferli viljum við mjög gjarnan efla og það er eitt af markmiðum okkar í hinni fyrirhuguðu landssöfnun.“ Mikilvægt að viðhalda því starfi sem þegar er unnið „Þá teljum við mikilvægt að við- halda því starfi sem við höfum verið að sinna hér og efla það. Ég er þá m.a. að tala um krabbameinsskrána sem við höfum haldið utan um hér síðan á fimmta áratugnum og er ein af þeim bestu í heimi. Þessi skrá er geysilega verðmætt og öflugt rann- sóknartæki til þess að reyna að skilja eðli krabbameins í samfélaginu – hvað sé á seyði og hvort tíðnin sé að breytast. Magakrabbamein hefur t.d. hrapað niður hvað tíðni snertir, trú- lega með breyttum fæðuvenjum, hreinlæti og heilbrigði. Tóbaksvarnir hafa verið eitt mik- ilvægasta verkefni Krabbameins- félagsins og er þar við ramman reip að draga – tóbaksframleiðendur heimsins reyna með öllum ráðum að véla til sín nýja „reykjendur“. Í for- vörnum er mikið starf unnið og þarf enn að vinna út um allt land meðal unga fólksins því fyrst og fremst þarf að koma í veg fyrir að fólk byrji að reykja. Þá má nefna rannsóknirnar sem við rekum hér. Þær hafa getið sér mjög gott orð á alþjóðavettvangi, einkum rannsóknir á brjóstakrabba- meini, þar sem mikilvægur skerfur hefur verið lagður til þekkingar. Svo er raunar á öðrum sviðum líka. Við höfum kappkostað að leita stöðugt nýrra leiða í krabbameinsleit og halda vöku okkar í þeim efnum. Árangur og skipulag krabbameins- leitar okkar í leghálsi og brjóstum ís- lenskra kvenna hefur vakið mikla at- hygli erlendis og er raunar höfð að Krabbameinsfélag Íslands ætlar í fjórða sinn að leita til landsmanna með söfnun til stuðnings skjólstæðingum sínum. Í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur segir Guðrún Agnarsdóttir, læknir og forstjóri Krabba- meinsfélagsins, frá markmiðum landssöfn- unarinnar og greinir frá ýmsu er snertir starf félagsins nú um stundir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðrún Agnarsdóttir og Ragnar Davíðsson á rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð.                                      ! "    #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #        ! "   $   $ %& $  ' ' ()*                                                ! "    #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #        ! "   $   $ %& $  ' ' ()*     Landssöfnun til stuðnings krabbameinssjúkum 3. mars nk. Í þágu almennings  Ár hvert mæta 30.000 kon- ur í leit að krabbameini í leg- hálsi og 15.000 konur í leit að krabbameini í brjóstum. Árangur leitarstarfsins er með því besta sem þekkist í heiminum.  Áætlað hefur verið að um 150 fleiri konur hefðu dáið af völdum leghálskrabba- meins ef leitarinnar hefði ekki notið við.  Rannsóknastofa í sam- einda- og frumulíffræði fæst við grunnrannsóknir, einkum á brjóstakrabbameini, og hafa niðurstöðurnar vakið heimsathygli.  Krabbameinsskráin er grundvöllur íslenskra far- aldsfræðirannsókna á krabbameinum og er talin ein af þeim bestu sem til eru.  Öflug fræðsla um skaðsemi tóbaks í grunnskólum frá 1975. Verulega dró úr reyk- ingum nemenda. Reykingar fullorðinna minnkuðu einnig (úr 40% 1985 í 25% 2000).  Félagið hefur gefið út tugi fræðslurita, sem dreift er ókeypis til almennings. Fræðsla um holla lífshætti hefur verið vaxandi þáttur.  Vefsíðan krabb.is flytur mik- inn fróðleik um krabbamein og daglega nýjar fréttir.  Heimahlynning Krabba- meinsfélagsins er sérhæfð hjúkrunar- og læknisþjón- usta sem gerir sjúklingum með ólæknandi sjúkdóm mögulegt að dveljast heima eins lengi og þeir óska og aðstæður leyfa.  Krabbameinsráðgjöfin er símaþjónusta þar sem hjúkr- unarfræðingar og sálfræð- ingur veita almenningi upp- lýsingar og stuðning.  Stuðningshópar krabba- meinssjúklinga og aðstand- enda hafa starfað í náinni samvinnu við Krabbameins- félagið.  Krabbameinsfélögin hafa verið með starfsmenn á Ak- ureyri, Austurlandi, Suður- landi og Suðurnesjum. Áformað er að opna skrif- stofur víðar.  Krabbameinsfélagið og Rauði krossinn eiga fimm íbúðir þar sem krabbameins- sjúklingar af landsbyggðinni geta dvalið með fjölskyldu sinni meðan á meðferð stendur. Hvað hefur Krabba- meinsfélag- ið gert?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.