Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.02.2001, Blaðsíða 56
Í SÍÐUSTU viku sýndu Edda Guð- mundsdóttir og Alonzo Ramos frá Ekvador haust- og vetrarlínuna 2001 á tískusýningu sem haldin var í Scandinavian House í New York. Edda og Alonzo hafa starfað lengi saman að fatahönnun og stofnuðu árið 1996 saman fyrirtækið Alonzo, sem hefur aðsetur í New York. Alonzo er orðinn talsvert þekktur fatahönnuður í New York. Til marks um það hefur hann hannað föt fyrir þættina Beðmál í borginni (Sex and the City) og klætt stjörnur á borð við David Bowie og Lil Kim. Föt hans voru að þessu sinni undir sterkum víkingaáhrifum og bar mikið á prjónahönnun og leður- vörum. Frumlegar flíkur Það var mjög íslenskt yfirbragð á sýningunni í Scandinavian House, enda höfðu þau Edda og Alonzo fengið sér til fulltingis íslenska fata- hönnuði og listamenn. Auk nýjustu hönnunar Eddu og Alonzo gafst gestum sýningarinnar tækifæri til þess að njóta fatahönnunar Hrafn- hildar Arnardóttur, sem sýndi prjónaflíkur, og Rósu og Dúsu frá Skaparanum, sem sýndu hatta og grímur. Handbragð Hrafnhildar setti sterkan svip á sýninguna, sem eflaust má rekja til myndlistarbak- grunns hennar. Hún færir íslenska prjónahefð í nýjan búning og mynd- aði þannig skemmtilegar andstæð- ur við nútímalega hönnun Alonzo. Á sýningunni kynnti Brynja Sverris- dóttir skartgripi sína sem ganga undir nafninu „Embracing faith“. Karl Berndsen sá um förðun og þeir Arnar Tómasson og Svavar Örn um hárgreiðslu fyrir sýninguna. Tón- listarflutningur var síðan í höndum raftónlistarmannanna Magnúar Haraldssonar og Halldórs Ágústs Björnssonar, sem saman skipa hljómsveitina atingere. Tískusýn- ingin var m.a. styrkt af Ferða- málaráði, utanríkisráðuneytinu og American-Scandinavian Foundation. Haust- og vetrarlína Eddu og Alonzo kynnt í New York Lundabolur, lopahanskar og ull- arbuxur. Hekluð peysa og kragi, rautt leðurpils. Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir Magnús Haraldsson, tónlist- armaður í atingere, Alonzo fatahönnuður og Michael Formaika Jones. Heklaður kjóll með fiskiroðs- slaufum.Íslensk tíska í Stóra eplinu Prjóna- toppur og ull- arpils. FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Framtíð Reykjavíkur er heitasta umræðuefnið í dag. Tryggðu þér eintak á aðeins 999 kr. og vertu með í umræðunni. er komin út á sölumyndbandi um land allt. Reykjavík í öðru ljósi skifan.is - stórverslun á netinu FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.