Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Námskeið Sparisjóðs Hafnarfjarðar
Leiðsögn
í fjármálum
SPARISJÓÐURHafnarfjarðar munnú í marsbyrjun
standa fyrir þremur nám-
skeiðum fyrir almenning.
Ingibjörg H. Þráinsdóttir
hefur haft umsjón með
undirbúningi þessara
námskeiða, hún var spurð
hvað þarna ætti að fræða
fólk um?
„Fyrsta námskeiðið
verður tvisvar, þann 5.
mars og 8. mars. Þar
verður fjallað um heima-
bankann og notkun hans.
Reynslan sýnir að margir
þeirra sem eru skráðir
heimabankanotendur not-
færa sér hann alls ekki.
Fyrir því eru ýmsar
ástæður og á námskeið-
inu verður fólk hvatt til
þess að fara inn í heimabankann
og nota hann, það fær kennslu
og stuðning til þess arna. Þetta
eru tveggja tíma námskeið sem
hefjast klukkan 20.30 í sal Spari-
sjóðs Hafnarfjarðar að Strand-
götu 8-10. Annað námskeiðið
heitir: Festa í fjármálum heim-
ilisins. Það er fyrir þá sem vilja
taka fjármálin föstum tökum og
njóta lífsins með því sem þeir
hafa handa á milli. Flestir
þekkja dæmi um fólk sem hefur
ekki miklar tekjur en tekst ein-
staklega vel að spila úr þeim og
virðist alltaf hafa nóg. Hitt
þekkja menn líka mörg dæmi um
að fólk hefur miklar tekjur en
virðist alltaf vera í peningavand-
ræðum. Námskeið þetta verður
tvisvar, fyrst 7. mars og svo 13.
mars. Á námskeiðinu verður leit-
ast við að kenna hvernig skipu-
lag, markmiðasetning og áætl-
anagerð nýtist við að ná festu í
fjármálum heimilisins. Á þriðja
námskeiðinu, sem haldið verður
12. mars, verður fjallað um hús-
félagaþjónustu Sparisjóðsins og
á því fá eigendur íbúða í fjöleign-
arhúsum hagnýta fræðslu um
húsfélög og rekstur þeirra. Við
fáum á þetta námskeið sem gest
Elísabetu Sigurðardóttur lög-
fræðing hjá Húseigendafélag-
inu.“
– Er rík ástæða til þess að
halda svona fræðslunámskeið
fyrir almenning?
„Já, reynsla okkar sýnir að
margir eru illa upplýstir um ein-
földustu atriði í fjármálaheimin-
um. Innan veggja Sparisjóðsins
búum við yfir gífurlega mikilli
reynslu af samskiptum við ein-
staklinga af öllu tagi og við erum
í raun og veru með námskeið-
unum að setja fram þessa
reynslu og koma henni á skipu-
legan hátt til þeirra sem þurfa á
henni að halda.“
– Er ungt fólk nægilega vel
frætt um fjármál, t.d. innan
skólakerfisins?
„Það er í raun og veru ótrú-
lega lítil áhersla lögð á þessi efni
í skólakerfinu en oft talað um að
þetta þurfi að kenna eins og ann-
að. Við hjá Sparisjóði Hafnar-
fjarðar höfum þó lagt
okkar af mörkum í
þessum efnum. Við
höfum haft námskeið
fyrir unglinga í tíunda
bekk í yfir tíu ár, þar
sem við fjöllum um
grunnhugtök eins og
t.d. hvað er skuldbinding, hvað
er greiðslukort, hvað er ávísun.
Við svörum spurningum eins og:
Af hverju geta bankar borgað
vexti og hvers vegna hækka þeir
og lækka? Þess má geta að við
höfum einnig haldið námskeið
fyrir menntaskólanema í Flens-
borgarskóla, þar sem farið hefur
verið dýpra ofan í einstaka þætti
eins og t.d. íslenska hlutabréfa-
markaðinn og hve mikið kostar
að lifa – hvernig á að gera ein-
staklingsbundna greiðsluáætlun
sem hentar á hverjum tíma.“
– Kynnið þið líka greiðsluþjón-
ustu?
„Við kynnum á námskeiðunum
greiðsluþjónustu okkar sem er
gott verkfæri til þess að halda
utan um fjármál heimilisins en
hins vegar er svona áætlanagerð
einstaklinga og heimila aðgerð
sem miðar að því að fólk geti
sjálft annast þessi mál.“
– Hefur greiðsluþjónusta
banka hjálpað mörgum til að
koma lagi áfjármál sín?
„Já tvímælalaust. Eins og
reynslan sýnir skipta tekjur
heimilisins ekki máli varðandi
það hvort fólki tekst að halda
jafnvægi milli útgjalda og tekna.
Greiðsluþjónustan nýtist því
bæði tekjuháum og tekjulágum.
Við höfum séð mýmörg dæmi um
það að bara með því að nýta sér
greiðsluþjónustu hefur fólk kom-
ið fjármálum sínum í jafnvægi.“
– Hvar getur fólk sótt sér
rækilegan fróðleik um fjármál?
„Allir bankar og sparisjóðir
eru með veglegar heimasíður
þar sem er að finna mjög mikinn
fróðleik um hina ýmsu þætti
fjármála. Við erum á okkar
heimasíðu með greinar sem við
höfum skrifað um mismunandi
þjónustþætti og önnur málefni
tengd bankamálum, svo dæmi sé
nefnt. Á heimasíðunum er hægt
að lesa sér til um flest það sem
fólk fýsir að vita um bankastarf-
semi og fjármál.“
– Hyggið þið á frek-
ara námskeiðahald?
„Já, ef viðtökurnar
núna verða góðar þá
munum við væntan-
lega fjölga námskeið-
unum.“
– Hvað kostar að
sækja þessi námskeið?
„Námskeiðin eru þátttakend-
um að kostnaðarlausu en við
óskum eftir að fólk skrái sig fyr-
ir fram. Fólk fær kennslugögn
og því er velkomið að hafa sam-
band og sækja sér einstaklings-
bundna ráðgjöf ef það þarf síð-
ar.“
Ingibjörg H. Þráinsdóttir
Ingibjörg H. Þráinsdóttir
fæddist í Reykjavík 14. desember
1966. Hún lauk stúdentsprófi
1986 frá Verslunarskóla Íslands
og viðskiptafræðiprófi frá Há-
skóla Íslands 1992. Hún hefur
starfað hjá Íslandsbanka sem
sérfræðingur en frá 1997 hefur
hún starfað hjá Sparisjóði Hafn-
arfjarðar, nú sem forstöðumaður
einstaklingsþjónustu.
Námskeið
fyrir þá sem
vilja taka
fjármálin
föstum tökum
MANNVERND hefur ákveðið að
höfða fljótlega mál á hendur íslenska
ríkinu og krefjast þess að viðurkennt
verði með dómi að lög um lífsýnasöfn
frá 1. janúar séu andstæð ákvæðum
stjórnarskrár íslenska lýðveldisins
um friðhelgi einkalífsins. Jafnhliða
verður á sömu forsendum höfðað mál
vegna laga um miðlægan gagnagrunn
á heilbriðissviði. Pétur Hauksson, for-
maður Mannverndar, segir að alvar-
legir ágallar séu á lögunum sem felist
í því að lögin gefi möguleika á því að
sýni verði notuð þrátt fyrir kröfu lífs-
ýnagjafa um að sýnin verði vistuð sér-
staklega og eingöngu notuð í hans
eigin þágu. „Þrátt fyrir að sýnin verði
vistuð sérstaklega gefa lögin mögu-
leika á því að niðurstöður rannsókna á
sýninu verði notaðar áfram. Þetta
sýnir að menn hafa misskilið það
grundvallaratriði að sýni sem geymt
er uppi á hillu er ekki hættulegt á
þann veg að það sé hægt að nota gegn
sjúklingi. Það sem er hins vegar hægt
að nota gegn sjúklingi eru rannsókna-
niðurstöðurnar. Hann getur því að-
eins bannað notkun sýnisins en ekki
notkun niðurstaðnanna. Það er því
mjög mikilvægt að breyta lífsýnalög-
unum svo þau verði til samræmis lög
um réttindi sjúklinga og alþjóðlegar
siðareglur sem byggjast á reglunni
um upplýst samþykki.
Málið höfðað undir vorið
Ragnar Aðalsteinsson, hæstarétt-
arlögmaður og lögmaður Mannvernd-
ar, mun reka málið og segir að það
verði höfðað mjög fljótlega, líklega
undir vorið.
„Samkvæmt lögunum geta menn
látið frá sér lífsýni með tvennum
hætti, annars vegar gefið lífsýni í til-
efni af tiltekinni vísindarannsókn eða
að tekin eru lífsýni úr mönnum vegna
þjónustu og læknismeðferðar,“ segir
Ragnar. „Hugsun laganna er sú að
það megi ætla að sá sem þurfi af ein-
hverjum ástæðum að sæta blóðrann-
sókn hjá lækni sínum vilji leyfa að
blóðsýnið fari í lífsýnabanka. Hann
getur reyndar hvenær sem er lýst því
yfir að ekki megi nota lífsýnið en því
verður ekki eytt þrátt fyrir það, held-
ur verður það áfram í lífsýnabankan-
um. Þrátt fyrir bann lífsýnagjafans
getur vísindasiðanefnd og Persónu-
vernd heimilað rannsóknir á sýninu í
óskilgreindu skyni ef almannahags-
munir teljast vega þyngra en hags-
munir viðkomandi einstaklings af því
að þessi hluti úr honum sjálfum sæti
ekki rannsókn. Sama er að segja um
þá sem gefa lífsýni til rannsókna. Þótt
gjafar geti afturkallað lífsýnagjöf sína
geta ákveðnar niðurstöður varðandi
gjafann orðið eftir í rannsókninni ef
hún er komin af stað. Því er ekki um
að ræða fullkomna afturköllun á þátt-
töku í rannsókn. Hér er því ekki um
að ræða upplýst samþykki til að taka
þátt í vísindarannsókn. Það eru ekki
uppfylltar almennar viðteknar reglur
um rétt manna til að gefa upplýst
samþykki og til að hætta við þátttöku
í vísindarannsókn þannig að allt um
viðkomandi lífsýnagjafa verði eyði-
lagt. Þetta er því brot á ákvæðum
stjórnarskrár íslenska lýðveldisins
um vernd einkalífsins.“
Mannvernd ákveður að höfða mál gegn íslenska ríkinu
Telja unnt að nota rannsókna-
niðurstöður gegn sjúklingum
Það munu mætast stálin stinn ef Rauða herdeildin og Bjarnason-army leiða saman hesta sína.