Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÆSTA haust tekur til starfa
nýr skóli í Grafarholti, og er
búið að ráða til hans skóla-
stjóra, Guðlaugu Sturlaugs-
dóttur, þótt enn sé ekki búið
að teikna sjálfa bygginguna.
Engar hefðbundnar skólastof-
ur verða í skólanum og engir
bekkir; í staðinn er skólastarf-
ið skipulagt þannig að um 100
nemendur eru saman á hverri
hæð og þeir hópar kallaðir
fjölskyldur.
Ákveðið hefur verið að
kennsla hefjist í færanlegum
stofum á haustdögum, en
óljóst með fjölda nemenda. Við
hönnun byggingarinnar og
skipulag starfsins verður tekið
mið af vinnu 20 manna hóps
sem skilgreinir hugmyndir
sínar um grunnskóla á fyrstu
áratugum 21. aldar. Í hópnum
er fólk úr öllum áttum, skóla-
fólk, arkitektar, foreldrar, íbú-
ar, fólk úr atvinnulífinu og
margir fleiri. Þetta mun vera í
fyrsta sinn sem svona er staðið
að málum hér á Íslandi, en
samvinna sem þessi hefur skil-
að góðum árangri í Bandaríkj-
unum. Fræðslumiðstöð og
byggingadeild borgarverk-
fræðings standa saman að
verkefninu.
Íslenski hópurinn vinnur
eftir mótuðu ferli undir leið-
sögn bandaríska arkitektsins
Bruce Jilk. Hann var m.a. ráð-
gjafi í hugmyndavinnu vegna
tveggja skólabygginga, af
fimm, sem verðlaunaðar voru í
Bandaríkjunum nýverið. Ís-
lenski starfshópurinn fylgir
svipuðu vinnuferli og verð-
launaskólarnir tveir.
Skóli framtíðar
Tilgangurinn er að fá fram
hugmyndir sem flestra um
skóla framtíðarinnar. Þær
eiga að ná til markmiða skól-
ans, innra starfs og til bygg-
ingarinnar sjálfrar. Þetta á að
auðvelda skólunum að mæta
örum breytingum í þjóðfélag-
inu og að búa nemendur sem
best undir líf og starf. Lýsing
á megináherslum í skólastarfi
og lausleg hugmynd um fyr-
irkomulag í skólabyggingunni
á að liggja fyrir í maí næst-
komandi. Markmiðið er að
hugmyndirnar geti orðið fyr-
irmynd að stofnun fleiri skóla
á næstu árum.
Gerður G. Óskarsdóttir,
fræðslustjóri Reykjavíkur,
kynntist þessari nýju hug-
myndafræði árið 1997, þegar
hún var gestafræðimaður við
háskólann í Minnesota í
Bandaríkjunum. Að sögn
hennar eru, hvað ytri um-
gjörðina snertir, engar hefð-
bundnar skólastofur í skólan-
um og engir bekkir; í staðinn
er skólastarfið skipulagt þann-
ig að um 100 nemendur eru
saman á hverri hæð og þeir
hópar kallaðir fjölskyldur. Síð-
an er hópnum skipt niður í
smærri vinnueiningar eftir
verkefnum hverju sinni, og allt
niður í það að nemendur eru
að vinna einn og einn í vinnu-
básum, þannig að hver nem-
andi hefur lítið skrifborð fyrir
sig. Í húsinu er mjög stórt
miðrými á hverri hæð, með
þessum vinnubásum í. Einnig
er í skólanum stórt bókasafn,
samkomusalur, verkstæði fyr-
ir verklega kennslu og set-
krókar.
„Skólar í Reykjavík eru af
ýmsum gerðum,“ sagði Gerð-
ur. „Elsti skólinn okkar, Mið-
bæjarskólinn, er t.d. byggður í
vinkil, og innan í vinklinum er
gangur og síðan stofur utan
með. Nýjasti skólinn okkar,
Borgarskóli, hefur svipaða
lögun. Sumir skólar eru með
gang eftir endilöngu húsinu
sem gjarnan er kallaður gata
og stofur á báðar hliðar. En
við höfum líka öðruvísi skóla;
sumir skólar í borginni eru
með opnum miðrýmum og
stofurnar opnast út í það. At-
hyglisverð tilraun í þá veru
var t.d. gerð í Fossvogi á sín-
um tíma. Munurinn á okkar
skólum og t.d. þessum ungl-
ingaskóla í Bandaríkjunum,
sem er hvað ólíkastur því sem
ég hef séð og jafnframt fræg-
astur þeirra allra, er því gíf-
urlegur.
Vinnubrögðin eru líka mjög
ólík því sem við eigum að venj-
ast. Kennararnir vinna saman
í hópum. Þar er einn kennara-
hópur, u.þ.b. 5 kennarar, með
um 100 nemenda hóp. Kenn-
ararnir vinna náið saman en
skipta svo með sér verkum.
Einn hefur bakgrunn í móð-
urmálinu og skipuleggur þá
vinnu, annar er með stærð-
fræði og skipuleggur hana
o.s.frv., en svo kenna þeir allir
þessi fög. Hver kennari flytur
þannig inn sérþekkingu sína í
samstarfshópinn. Hópar nem-
enda fara víða út í þjóðfélagið
til náms og starfa og til út-
landa; einn hópur frá þessum
skóla kom t.d. til Íslands í
haust sem leið.“
Að sögn Gerðar hefur Bruce
tekið þátt í 30 verkefnum af
þessum toga síðan þetta fór af
stað. Í öllum tilfellum hefur
verið beitt þessari sömu að-
ferð, að byrja í nokkra mánuði
á því að kalla saman alls konar
fólk, sem fer í gegnum ákveðið
ferli sem hann stýrir,um
markmið skólans, sérkenni og
tengsl við umhverfi o.s.frv.
Nýir tímar kalla
á breyttar áherslur
Sagði Gerður að það sem
væri ólíkt við þetta frá því sem
áður hefði verið gert, væri að
kalla til svona hópa fólks áður
en hönnun hæfist og reyna
jafnframt að hugsa alllangt
fram í tímann.
„Núna erum við komin með
tölvur og Netið og forsendur
orðnar aðrar en áður var,
þjóðfélagið að breytast, með
auknum kröfum, og tími kom-
inn núna til að fara að hugsa
skipulag skólastarfsins og um-
gjörðina upp á nýtt. Og það er-
um við einmitt að reyna í nýja
hverfinu, Grafarholti. Það
verður svo verkefni arkitekts-
ins sem ráðinn hefur verið að
hanna bygginguna á grunni
hugmyndanna sem fæðast í
hópnum og nýráðins skóla-
stjóra að skipuleggja starfið
með sínu fólki á grunni þeirra
sömu hugmynda. Það verður
spennandi að fylgjast með
því,“ sagði Gerður að lokum.
Um 20 manna hópur fólks víða að vinnur að hönnun nýstárlegrar skólabyggingar í Grafarholti
Engir bekkir en 100
nemenda fjölskyldur
Morgunblaðið/Ásdís
Hin nýja aðferð í skólabyggingarmálum kynnt á fundi í vikunni. Frá vinstri: Sigrún
Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykja-
víkur, og Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður byggingardeildar borg-
arverkfræðings, sem öll eiga sæti í samstarfsnefnd um grunnskólabyggingar. Við
hlið Guðmundar situr Rúnar Gunnarsson, arkitekt á byggingardeild.
Morgunblaðið/Jim Smart
Bandaríski arkitektinn Bruce
Jilk er glaðbeittur á svip, enda
margverðlaunaður fyrir nýja og
athyglisverða hönnun skóla-
bygginga í alls sex heimsálfum.
Grafarholt
FYRSTA skóflustungan að
viðbyggingu við Álftamýrar-
skóla var tekin nýlega.
Byggja á 502 fermetra hús á
einni hæð við austurenda nú-
verandi skólahúss og verður
gætt samræmis við útlit
eldra hússins.
Í byggingunni verður há-
tíða- og matsalur, tón-
menntastofa, myndmennta-
stofa og hópherbergi, ásamt
eldhúsi fyrir mötuneyti skól-
ans.
Á síðastliðnu ári var tekin
í notkun 174 fermetra ný-
bygging með bókasafni og
tölvustofu í innigarði skól-
ans.
Bjarni Snæbjörnsson arki-
tekt hannaði nýbygginguna
en Íbyggð ehf. annast upp-
steypu, þakfrágang og glerj-
un, sem á að ljúka fyrir 1.
júní nk. Áætlað er að taka
viðbygginguna í notkun í
september nk. Jafnframt
verða gerðar breytingar á
eldra húsnæði sem m.a. fela
í sér að samkomusal verður
breytt í þrjár kennslustofur.
Kostnaðaráætlun vegna
framkvæmdanna er alls 146
m.kr.
Stungið fyrir viðbygg-
ingu við Álftamýrarskóla
Álftamýri
Morgunblaðið/Ásdís
Arna og Sigrún, nemendur í 10. bekk Álftamýrarskóla, að-
stoðuðu Sigrúnu Magnúsdóttur, formann fræðsluráðs, við
að taka fyrstu skóflustunguna að nýbyggingunni.
GAMLA ÍR-húsið við Túngötu
verður á næstunni flutt niður
á Ægisgarð þar sem það mun
standa í allt að einu ári meðan
unnið er að því að finna því
nýja lóð til frambúðar.
Fyrirtækið Minjavernd hef-
ur tekið að sér, í samstarfi við
menningarmálanefnd borg-
arinnar, að annast flutning
hússins, að því er fram kom í
samtali blaðsins við Þorstein
Bergsson, framkvæmdastjóra
Minjaverndar.
Um þessar mundir er verið
að búa húsið undir flutning-
inn, sem Þorsteinn sagði
stefnt að því að framkvæma
um miðjan næsta mánuð.
Þorsteinn sagði ekki búið
að velja framtíðarstað fyrir
þetta elsta íþróttahús bæj-
arins, sem verður að víkja af
lóð sinni við Túngötu í sam-
ræmi við dóm Hæstaréttar í
deilumáli ÍR-inga við kaþ-
ólska söfnuðinn í Reykjavík.
Þorsteinn sagði að ýmsar
hugmyndir hefðu verið til
skoðunar um framtíð-
arstaðsetningu hússins, sem
eftir ætti að vinna betur úr
áður en ákvörðun er tekin.
Meðal annars þyrfti að huga
að fjármögnun og því að
hvaða framtíðarnotum hús-
inu verður ætlað að koma.
Þorsteinn sagði að ljóst
væri að Árbæjarsafn hefði
áhuga á að fá húsið til sýning-
arhalds en einnig væru til
skoðunar ýmsar hugmyndir
um að velja húsinu stað nær
miðborginni. Meðal annars
hefðu verið nefndir staðir við
Tryggvagötu, neðan við
Naustið, í Grófinni, á Alþing-
ishúsreitnum og í Ánanaust-
um í tengslum við gamla Fær-
eyska sjómannaheimilið, sem
stendur á lóð Landhelg-
isgæslunnar. Einnig hefði
verið rætt um staðsetningu í
Hljómskálagarði og í Laug-
ardal.
Morgunblaðið hefur áður
greint frá því að til stæði að
húsið yrði fyrst um sinn
geymt vestur í Örfirisey en
Þorsteinn sagði að fallið hefði
verið frá því og talið væri að
besti og öruggasti staðurinn
til bráðabirgðageymslu þess
væri við vestanverðan Æg-
isgarð, á uppfyllingunni neð-
an við slippsvæðið. Kostirnir
við þetta svæði fram yfir Ör-
firisey eða Granda væru að
það væri upplýst, aflokað og
vaktað. Auk þess er flutnings-
leiðin greiðari en aðeins þarf
að fara með húsið spölkorn
austur Túngötu og síðan
norður Ægisgötu. Þarna yrði
húsið geymt en þó ekki leng-
ur en í eitt ár. Á meðan yrði
unnið að endanlegri lausn og
ákvarðanir teknar um end-
urbætur. Ekki er þó ráðgert
að vinna mikið að end-
urbótum á húsinu fyrr en það
er komið á framtíðarstað.
ÍR-húsið
geymt
við Æg-
isgarð
Morgunblaðið/Golli
Vesturbær