Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 17

Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 17 TILRAUNAVERKEFNI á vegum Stígamóta hófst á Akureyri þriðju- daginn 27. febrúar. Starfsemin verður í húsnæði Vinnuklúbbs Menntasmiðjunnar á Glerárgötu 26, 1. hæð. Starfskona Stígamóta verður til viðtals á þriðjudögum frá kl. 13–17. Á þriðjudagskvöldum verða í gangi sjálfshjálparhópar fyrir konur sem orðið hafa fyrir sifjaspellum eða nauðgunum. „Markmiðið með starfinu er að flytja reynslu Stígamóta norður yfir heiðar. Hugmyndin er að þjálfa upp konur sem síðan geti stýrt sjálfshjálparhópum, þannig að Akureyringar verði sjálfbjarga um þjónustu við þolendur sifja- spella og nauðgana. Lengi hefur það verið ljóst að þörfin fyrir þjón- ustuna er brýn og eru þegar komnir biðlistar eftir henni,“ segir í fréttatilkynningu. Frá upphafi starfsemi Stígamóta hafa sjálfshjálparhópar verið kjarninn í starfseminni. Boðið er upp á hópa fyrir konur sem orðið hafa fyrir sifjaspellum og nauðg- unum. Í þessum hópum koma kon- ur saman til þess að sækja þangað styrk til að takast á við vanda- málin, sem rekja má til afleiðinga sifjaspella og nauðgana. „Með þátttöku í hópstarfi sem þessu er einangrun rofin, þar veita þátttak- endur hver öðrum stuðning. Sam- kennd og trúnaður ríkir þar í sam- skiptum þátttakenda,“ segir í fréttatilkynningunni. Í hverjum sjálfshjálparhópi eru að jafnaði 5–6 konur auk leiðbein- anda. Leiðbeinendur eru konur, sem sjálfar hafa orðið fyrir kyn- ferðisofbeldi og hafa unnið úr þeirri sáru reynslu. Hóparnir eru lokaðir og hittast í 15 skipti með leiðbeinendum á þriggja mánaða tímabili. Það voru starfskonur hjá Komp- aníinu, upplýsinga- og þjónustu- miðstöð ungs fólks, sem svo ein- dregið lýstu þörf fyrir þjónustu að Stígamót brugðust við. Verkefnið er styrkt af félagsmálaráði og jafnréttisnefnd Akureyrar. Síminn hjá Stígamótum á Akureyri er 461 5959. Þjónustan á þriðjudögum er ókeypis og öllum opin. Stígamót hefja starfsemi á Akureyri SR. SIGURÐUR Pálsson, prestur við Hallgrímskirkju í Reykjavík, flytur fyrirlestur í Kapellu Akureyr- arkirkju í kvöld, fimmtudag kl. 20. Fyrirlesturinn nefnir hann: Sjálfs- víg, áhættuþættir og úrvinnslu sorg- ar er þeim tengjast. Sú sorglega staðreynd blasir við í okkar samfélagi í dag að æ fleiri ein- staklingar taka sitt eigið líf. Einnig fjölgar til muna þeim tilvikum þar sem ungir og aldnir gera tilraun til að svipta sig lífi. Því hafa samtökin Samhygð á Akureyri fengið sr. Sig- urð Pálsson, prest við Hallgríms- kirkju, til að koma til Akureyrar og halda fyrirlestur um þetta efni. En um það býr sr. Sigurður bæði yfir eigin reynslu og djúptækri þekk- ingu, segir í fréttatilkynningu. Sjálfsvíg, áhættuþætt- ir og úrvinnsla sorgar FÉLAGSFUNDUR Umsjón- arfélags einhverfra verður haldinn í Síðuskóla á Akureyri föstudaginn 2. mars kl. 20. Tíu útvarpsrásir og sand- pappír. Jarþrúður Þórhalls- dóttir, sjúkraþjálfari og starfs- maður Svæðisskrifstofu Reykjavíkur um málefni ein- hverfra, fjallar um skyntruflan- ir hjá fólki með einhverfu. Félagið hefur látið þýða grein eftir mann með einhverfu þar sem skyntruflunum er lýst á áhrifaríkan hátt. Greinin og fleira fræðsluefni mun liggja frammi á fundinum. Einnig mun stjórn Umsjón- arfélags einhverfra kynna starfsemi félagsins og sitja fyr- ir svörum að því loknu. UE hvetur alla sem tengjast einhverfu til þess að fjölmenna á fundinn. Það kostar ekkert inn og fundurinn er opinn öll- um, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Fundur Um- sjónarfélags einhverfra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.