Morgunblaðið - 01.03.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.03.2001, Qupperneq 20
NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDSLIÐ klúbbs mat- reiðslumeistara og Breiðablik ehf. hófu nýlega samstarf sem hefur það að markmiði að kynna íslenskum neytendum franska matargerð. Af því tilefni var boðið til hádegisverðar í sendi- herrabústað franska sendiráðs- ins og á myndinni eru fulltrúar samstarfsaðila. BÓNUS Gildir til 7. mars nú kr. áður kr. mælie. Óðals svínabógur 359 659 359 kg Óðals svínakótilettur 659 899 659 kg Óðals svínagúllas 799 959 799 kg Óðals svínalundir 1.199 1.599 1.199 kg Óðals svínahnakkasneiðar m/beini 499 759 499 kg Óðals svínasnitsel 799 959 799 kg Óðals bayonneskinka 759 999 759 kg FJARÐARKAUP Gildir til 3. mars nú kr. áður kr. mælie. Kindabjúgu 398 525 398 kg Búðingstvenna 399 498 399 kg Fyrirtaks lasagne, 750 g 379 468 505 kg Oetker pitsur, 450 g 338 398 751 kg Farm Frits franskar kartöflur 179 248 179 kg Maxwell house kaffi, 500 g 298 339 596 kg Freia mjólkursúkkulaði, 100 g 89 119 890 kg Vatnsmelónur 129 169 129 kg HAGKAUP Gildir til 14. mars nú kr. áður kr. mælie. Svínarúllupylsa 698 1.298 698 kg Svínahryggur m/puru 899 1.145 899 kg Svína rifjasteik 289 498 289 kg Rauðar pylsur að hætti Dana 588 769 588 kg Jakobs pítur, 400 g, hveiti/grahams 99 126 247 kg Danskur brjóstsykur, 100 g 85 nýtt 850 kg BKI kaffi, 250 g, moc./costar./ant. 199 299 796 kg Rynkiby safi 2 ltr, 2 bragðteg. 199 269 99 ltr HRAÐBÚÐIR Essó Gildir til 31. mars nú kr. áður kr. mælie. 1944 kjötbollur í sósu, 450 g 259 299 580 kg Sóma samlokur 189 215 1.460 kg Trópí, ½ ltr 89 110 178 ltr Sharps, blár og svartur, 34 g 35 45 1.030 kg Nóa Pipp, piparmyntusúkkulaði 55 70 1.308 kg Kit Kat, 4 fingra 49 70 980 kg Remi, 125 g 119 140 960 kg KÁ verslanir Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. Ungnautahakk 399 999 399 kg Ungnautagúllas 959 1.598 959 kg Ungnautasnitsel 959 1.598 959 kg Ungnautalundir 2.398 2.998 2.398 kg Ungnautafille með fitu 1.838 2.298 1.838 kg Ungnautainnralæri 1.598 1.998 1.598 kg Ungnautaframhryggs fille 1.518 1.898 1.518 kg NÝKAUP Gildir til 4. mars nú kr. áður kr. Holda kalkúnabringur úrb m/skinni 1.534 1.917 1.534 kg Holda kalkúnasteikur 1.607 2.009 1.607 kg Holda kalkúnastrimlar og snitsel 862 1.077 862 kg Hollt og gott salat, 3 teg., 250 g 259 339 1.036 kg Emmess skafís, 6 bragðt. 225 449 225 ltr Emmess skafís van./súkkul., 2 ltr 300 599 150 ltr SAMKAUP Gildir til 4. mars nú kr. áður kr. mælie. Svínahryggur 699 980 699 kg Svínalæri 398 640 398 kg Goða krakkabollur 719 899 719 kg Goða vínarpylsur 598 748 598 kg Svínabógur 379 733 379 kg Freschetta ostapitsa, 355 g 299 440 842 kg Svínahnakki m/beini 498 733 498 kg Goða bayonneskinka 958 1198 958 kg SELECT-verslanir Gildir til 28. mars nú kr. áður kr. mælie. Camembert-ostur, 150 g 279 312 1.860 kg Floridana appesínu-/eplasafi, ¼ ltr 59 70 236 ltr Vínarpylsa, franskar og 0,4 ltr gos 290 359 Always Ultra dömubindi 289 355 Mónu krembrauð 59 80 Crack a nut hnetur, 125 g 68 109 540 kg SPARVERSLUN.is Gildir til 6. mars nú kr. áður kr. mælie. Nautagúllas 849 1.225 849 kg Nautasnitsel 898 1.389 898 kg Nautahakk 659 877 659 kg Toro mexíkóskur pottréttur, 193 g 137 161 709 kg Toro ítalskur pottréttur, 168 g 139 164 827 kg Toro bolognese pottréttur, 173 g 166 195 959 kg Toro stroganoff pottréttur, 99 g 179 212 1.808 kg Daloon vorrúllur með nautah., 900 g 399 442 443 kg UPPGRIP-verslanir OLÍS Mars tilboð nú kr áður kr. mælie. Seven-Up 0,5 ltr/ diet 7-Up 0,5 ltr 95 125 250 ltr Fílakaramellur 8 12 Prins Póló, 100 g 150 nýtt 1.500 kg ÞÍN VERSLUN Gildir til 7. mars nú kr. áður kr. mælie. Búrfells nautahakk 660 777 660 kg Ísfugls ferskir kjúklingar 459 867 459 kg Nan hvítlauksbrauð 199 249 278 kg Filippo Berio ólífuolía, ½ ltr 259 319 518 ltr Tilda basm. hrísgrjón í suðup., 500 g 169 198 338 kg Homeblest, 200 g 119 138 595 kg Alabama salat 198 247 990 kg Hel garTILBOÐIN Úr hverju er lesitín og gelatín unnið? Efnin lesitín og gelatín er oft að finna í innihaldslýsingu á umbúðum matvæla en úr hverju eru þau unn- in? „Lesitín er fituefni, nánar tiltekið fosfólípíð, og finnst víða í náttúrunni í dýrum og plöntum. Mest af efninu er að finna í eggjarauðu, lifur og sojabaunum,“ segir Svava Liv Edg- arsdóttir, matvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. „Lesitín sem notað er í matvælaiðnaði er unnið úr sojabaunum. Það getur því innihald- ið sojaprótein og hugsanlega vakið upp ofnæmi hjá fólki sem hefur of- næmi fyrir sojabaunum,“ segir Svava Liv og bætir við að lesitín sem unnið er á þennan hátt sé aukefni og hafi E-númerið 322 en aukefni fá E- númer þegar þau eru viðurkennd af yfirvöldum í Evrópusambandinu. „Aukefni eru notuð við framleiðslu matvæla til að lengja geymsluþol og viðhalda bragðgæðum og útliti. Á umbúðum matvæla sem innihalda aukefni er skylt að geta þeirra í inni- haldslýsingu. Taka skal fram flokks- heiti aukefnisins ásamt númeri þess eða viðurkenndu heiti aukefnisins, sbr. ýruefni (E 322) eða ýruefni (les- itín).“ Að sögn Svövu Liv er lesitín ýmist notað sem þráavarnarefni þ.e. til að draga úr hættu á að fita og olíur þráni fyrir áhrif súrefnis eða sem bindiefni (eða ýruefni). „Lesitín er oftast notað sem ýruefni í matvæl- um, þ.e. í þeim tilgangi að binda sam- an fitu- og vatnsfasa og gera þannig lausnina stöðuga. Fyrir fólk sem ekki hefur ofnæmi fyrir soja- próteinum er lesitín talið skaðlaust. Lesitínið er náttúrulega í eggja- rauðu og er það efnið sem bindur saman fitu- og vatnsfasa t.d. í majon- esi.“ Að sögn Sesselju Maríu Sveins- dóttur, matvælafræðings hjá Holl- ustuvernd ríkisins, er gelatín litlaust og bragðlaust hleypiefni. „Það er að- allega unnið úr beinum og húð svína og nautgripa með vatnsrofi á kolla- geni. Gelatín inniheldur hátt magn af auðmeltu próteini, eða 84 til 90%, 1–2% steinefni og 8–15% vatn. Á innihaldslýsingu matvæla telst gel- atín vera hráefni en ekki aukefni og er ekki skylt að tiltaka hvort efnið sé unnið úr svínum eða nautgripum.“ Sesselja María segir ennfremur að notkunarmöguleikar gelatíns séu mjög fjölbreyttir. Helstu eiginleikar þess séu hleyping, bindigeta, ýru- myndun, og þykkingar- og mótunar- eiginleikar. „Gelatín er ýmist fram- leitt sem duft eða matarlímsblöð sem algengt er að nota á heimilum. Gelat- ín er notað í ýmis matvæli eins og sælgæti, kjötafurðir, fiskafurðir, mjólkurafurðir, ís, ábætisrétti og fleira. Þá er gelatín einnig notað í lyfjaiðnaði og þá sem belgir utan um lyf,“ segir Sesselja María. Hvenær er best að umpotta? Þegar sólin hækkar á lofti þurfa plöntur meðal annars meiri vökvun og næringu. Er þá ráð að fara að huga að umpottun? „Besti tíminn til að umpotta er um þessar mundir, það er að segja þegar sólin fer að hækka á lofti,“ segir Oddný Guðmundsdóttir, garðyrkju- fræðingur hjá Garðheimum. „Margir hafa það fyrir venju að umpotta með tveggja ára millibili en aðrir gera það árlega. Ég ráðlegg fólki að um- potta ekki oftar en það. Þeir sem eru með mjög stórar plöntur skipta oft einungis um efsta lagið en það getur líka verið nóg.“ Aðspurð segir Oddný að á þessum tíma sé nauðsynlegt að gefa plöntum næringu. „Það fer síðan eftir því hvernig næring er notuð hve oft á að nota hana. Ég mæli með því að fólk lesi leiðbeiningar vandlega. Hvað varðar vökvun á þessum árstíma er erfitt að segja til um hversu oft er best að gera það, það fer allt eftir plöntunni. Það gefur augaleið að um leið og sólin fer að hækka á lofti þurfa plönturnar meiri vökvun því uppgufun verður meiri. Þá hefur rakastig og hiti í hýbýlum fólks líka áhrif. Ég ráðlegg fólki að stinga fingrinum ofan í pottinn og finna það þannig. Mikilvægt er að fylgjast vel með og einnig að muna að leyfa þeim plöntum að þorna inn á milli sem þess þurfa. Það er í raun algengara en hitt að fólk drepi plöntur með of- vökvun.“ Oddný hvetur síðan fólk til að úða plönturnar sínar en það sé ekki síður mikilvægt en vökvun. Hver getur stillt baðvog? Er hægt að stilla tölvubaðvog? Hvernig á að stilla venjulega bað- vog? „Tölvuvog er ekki hægt að stilla,“ segir Ottó Hreiðarsson, sölumaður Húsasmiðjunnar. „Tölvuvogirnar koma stilltar frá verksmiðjunum og ef þær eru ekki rétt stilltar þá eru þær bilaðar. Við höfum fengið nokk- ur slík tilfelli til okkar og þá höfum við haft það fyrir venju að skipta þeim út fyrir nýja. Tölvubaðvogir eiga ekki að breyta sér og því kemur þetta í ljós fljótlega eftir að baðvogin hefur verið keypt,“ segir Ottó. Að sögn hans er yfirleitt auðvelt að stilla venjulegar baðvogir. „Á bað- vogunum er sérstök skífa, annað- hvort á hlið eða undir, sem þarf að snúa. Núllstilla þarf skífuna áður en stigið er á hana og þá er hún rétt stillt.“ Spurt og svarað um neytendamál Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósmynd/Jimbo Kynning á franskri matreiðslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.