Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Barnaskautar (Smelluskautar) Stærðir 29-36 Áður kr. 3.990 nú kr. 2.400 Skeifunni 11, sími 588 9890 Opið laugardaga frá kl. 11-15 40% AFSLÁ TTUR Ú T S A L AListskautarVinilHvítir: 28-44Svartir: 33-46Áður kr. 4.201 nú kr. 2.500 Hokkískautar Reimaðir Stærðir 37-46 Áður kr. 9.338 nú kr. 5.600 Smelluskautar Stærðir 29-41 Áður kr. 4.989 nú kr. 2.993 Hokkískautar Smelltir Stærðir 36-46 Áður kr. 5.990 nú kr. 3.600 Listskautar Leður Hvítir: 31-41 Svartir: 36-45 Áður kr. 6.247 nú kr. 3.800 VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að áform Bandaríkja- stjórnar um að koma upp eldflauga- varnakerfi brytu í bága við Gagneld- flaugasáttmálann frá 1972, sem hann lýsti sem grundvelli alþjóðlegra ör- yggismála. „Allar tilraunir til að breyta sátt- málanum munu grafa undan öryggi og friði í heiminum,“ sagði Pútín í ræðu á þingi Suður-Kóreu í Seoul, þar sem hann var í opinberri heim- sókn. Varaði hann við afleiðingum þess að sáttmálinn missti gildi sitt. Pútín mælti í síðustu viku fyrir þró- un evrópsks eldflaugavarnakerfis, sem ekki bryti í bága við Gagneld- flaugasáttmálann. Í sameiginlegri yfirlýsingu Pútíns og Kims Dae-jung, forseta Suður- Kóreu, segir ennfremur að Gagneld- flaugasáttmálinn sé „hornsteinn stöðugleika í heiminum og mikilvæg- ur grundvöllur alþjóðlegrar viðleitni til afvopnunar og banns við út- breiðslu kjarnavopna“. Suður-kór- eska utanríksiráðuneytið sendi þó frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem áréttað er að í yfirlýsingunni sé ekki tekin afstaða til eldflaugavarnaá- forma Bandaríkjastjórnar. Suður- Kórea er náinn bandamaður Banda- ríkjanna og þar eru að jafnaði um 37.000 bandarískir hermenn. Í heimsókn sinni til Suður-Kóreu hét Pútín einnig stuðningi við sátta- ferlið, sem nú er hafið milli Kóreu- ríkjanna tveggja, og mælti fyrir auknum viðskiptum milli Rússlands og Suður-Kóreu. Forsetinn hélt til Víetnam í gærdag. Nauðsynlegt að beita eldflaugavörnum Skömmu eftir að Pútín hélt ræðu sína á þingi Suður-Kóreu í gærmorg- un að staðartíma, mælti George W. Bush Bandaríkjaforseti fyrir drög- um stjórnar sinnar að fjárlagafrum- varpi fyrir fjárhagsárið 2002, á þriðjudagskvöld að bandarískum austurstrandartíma. Í ávarpinu á Bandaríkjaþingi gaf Bush til kynna að áfram yrði unnið að undirbúningi eldflaugavarnakerf- isins. „Til að vernda bandarísku þjóðina, bandamenn okkar og vini er okkur nauðsynlegt að þróa og beita virkum eldflaugvörnum,“ sagði for- setinn í ræðu sinni. Pútín varar við afleið- ingunum Seoul. AFP, AP. Bush segir áfram unnið að þróun eldflaugavarnakerfis Reuters Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Kim Dae-jung, forseti Suður- Kóreu, við upphaf heimsóknar hins fyrrnefnda. LÉLEGRI vegamerkingu hefur verið kennt um alvarlegt slys í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld, sem kostaði tvo Svía lífið, auk þess sem 26 slösuðust. Tveggja hæða rúta, sem fólkið var í, keyrði á Knipp- elsbrú, sem er skammt frá danska þinghúsinu, og var höggið svo mik- ið að þak rútunnar rifnaði af. Er þetta í fjórtánda sinn sem ekið er á brúna á 18 árum, þar af hafa nokkrar alvarlegar ákeyrslur orðið sl. hálft ár. Engu að síður telja borgaryfirvöld að nægar aðvaranir hafi verið við brúna. Vegna slyss- ins kann sú niðurstaða að breytast að sögn Søren Pind, yfirmanns tækni- og umferðarmála borgar- innar. Rútan var full af starfsmönnum og eigendum veitingahúsa í Sví- þjóð sem sótt höfðu matvælasýn- ingu í Bella Center. Var stemmn- ingin þar í gær að vonum þung og kokkar í keppninni um matreiðslu- mann Norðurlanda báru sorgar- bönd. Farþegar í rútunni sögðu höggið hafa verið líkt og spreng- ingu en þeim sem sátu niðri var ekki ljóst hvað gerst hafði fyrr en bílstjórinn skipaði þeim út. „Það er algert brjálæði að byggja því- líka dauðagildru í miðri borg,“ sagði einn farþeganna, Bertil Andreasson. Vegurinn undir brúna er mjög fjölfarinn enda liggur ein aðalum- ferðaræðin frá borginni til Sjá- lands þar. Fjölmargir hafa orðið til þess að gagnrýna skort á merk- ingum við brúna, sem er aðeins 3,1 metri á hæð. Það eru ekki síst út- lendir bílstjórar sem það gera en erfitt er að nálgast upplýsingar, t.d. um hugsanlega vegartálma fyrir langferðabifreiðar, viður- kenndu samgönguyfirvöld í gær. Yfirvöld gagnrýnd Á blaðamannafundi með lög- reglu og yfirmönnum samgöngu- mála í gær var hart deilt á yfirvöld að bregðast ekki fyrr við öllum þeim slysum sem orðið hafa við brúna. Var einkum vísað til þess er tveggja hæða rúta festist undir brúnni í nóvember sl. Farþegarnir voru skólabörn og eftir slysið var fullyrt að hefðu farþegarnir verið fullorðnir, hefðu afleiðingarnar orðið mun alvarlegri. Søren Pind sagði að niðurstaða rannsóknar sem gerð var eftir það slys, hefði verið sú að merkingarnar við brúna væru fullnægjandi og ekki væri ástæða til að auka þær. Slys- ið á þriðjudagskvöld breytti ekki þeirri skoðun en vegna þess hve alvarlegar afleiðingarnar hefðu verið, hefði verið ákveðið að bæta við aðvörunarskiltum. Þá yrðu aðrir möguleikar, svo sem að koma fyrir bómu sem gef- ur til kynna hæð brúarinnar, lækka veginn undir brúna, hækka hana og takmarka umferð hárra bifreiða, kannaðir. Auk aðvörunar- skilta er geisli við brúna sem nem- ur hvort bifreið sem nálgast er of há, og í því tilfelli blikka ljós. Við- bragðstíminn ef rúta er á 65 km hraða, eins og í þessu tilfelli, er hins vegar aðeins hálf önnur sek- únda. Viðvörunarljósin voru próf- uð eftir slysið og voru í lagi. Nokkrir fá varanlegan skaða Af þeim 26 sem slösuðust eru 6 alvarlega sárir og segja læknar að þrír muni líklega bíða varanlegan skaða. Björgunarlið var fljótt á vettvang og var fólkið flutt á sjúkrahús um allt Sjáland. Erfitt var að fá upplýsingar um hvað gerst hafði og streymdu aðstand- endur frá Svíþjóð til ríkissjúkra- hússins í Kaupmannahöfn til að reyna að fá upplýsingar um ástvini sína. Bílstjórinn hefur verið yfir- heyrður en ekkert gefið upp annað en að áfengispróf sem tekið var á staðnum reyndist neikvætt. Scanpix Nordfoto Slasað fólk var flutt á sjúkrahús víða á Sjálandi og voru yfir 30 sjúkra- bílar sendir á staðinn. Efri hæð rútunnar sópaðist af eins og sjá má. Lélegar merkingar sagðar orsök slyssins Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Tveir menn létust og 26 slösuðust er tveggja hæða rúta ók á brú í Kaupmannahöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.