Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 27 Hlín Pétursdóttir fer með hlutverk Músettu í La Bohéme. Hún er fastráðin við Gärtner- platstheater í München. Hlín syngur 2.-3.-9. og 10. mars. X Y Z E T A / S ÍA Sígilt meistaraverk Puccini um bóhemalíf Parísarborgar. Upplifðu nokkrar fegurstu aríur óperusögunnar í flutningi frábærra listamanna. Örfá sæti laus - tryggðu þér miða núna. Sími miðasölu er 511 4200. Vinsamlegast athugið að ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin. af vinsælustu óperu allra tíma SÝNINGAR fös 2. mars kl. 20 lau 3. mars kl. 19 fös 9. mars kl. 20 lau 10. mars kl. 19 fös 16. mars kl. 20 lau 17. mars kl. 19 fös 23. mars kl. 20 lau 24 mars kl 19 uppselt uppselt örfá sæti örfá sæti örfá sæti örfá sæti örfá sæti örfá sæti NORÐMENN hafa nú fyrirskipað langstærstum hluta þeirra Kosovo- Albana, sem enn eru í landinu, að snúa aftur til síns heima. Með þessu feta þeir í fótspor Þjóðverja, Svisslendinga og fleiri þjóða sem sent hafa þúsundir manna aftur til héraðsins. Fólkið yfirgefur Noreg á sama tíma og ofbeldið hefur enn færst í aukana í Kosovo sem aftur hefur orðið til þess að nokkrar stofnanir, sem unnið hafa að end- urbyggingu í héraðinu, hóta að draga úr fjárframlögum. Alls komu yfir 5.000 Kosovo- Albanar til Noregs meðan á átök- unum í héraðinu stóð vorið 1999. Aðeins 279 sneru heim af fúsum og frjálsum vilja eftir að þeim lauk, langflestir sóttu um hæli í Noregi, nær allt fjölskyldur með börn. Mál rúmlega 2.600 hafa verið tekin fyr- ir og fá 54 pólitískt hæli og 217 af mannúðarástæðum. Hinir verða að snúa aftur heim, um 90%, en búist er við að þeim sem fá hæli fjölgi þó eitthvað. Mun fleiri hafa fengið hæli í ná- grannalandinu Svíþjóð. Fólkinu er gert að skrá sig hjá útlendingaeft- irlitinu fyrir 1. mars, ella missir það rétt til fjárupphæðar til end- urbyggingar sem norska ríkið veit- ir þeim er snúa aftur. Fyrsta flug- ið til Kosovo verður svo níu dögum síðar. Vaxandi ókyrrð Fólkið snýr aftur þegar ofbeldi og vopnuð átök hafa færst í aukana. Albanskir skæruliðar berjast við makedónska herinn á landamærum Kosovo og Makedón- íu og við serbneskan her og lög- reglu á svæði í Serbíu þar sem Albanir eru í meirihluta. Þá hefur ofbeldi gagnvart óbreyttum borg- urum aukist, bæði gagnvart öðrum þjóðarbrotum, svo og Kosovo-Alb- önum sjálfum, og tengist þá oft skipulagðri glæpastarfsemi. Þolinmæðin á þrotum Þetta hefur orðið til þess að þeir sem lagt hafa fé til upp- og end- urbyggingar í Kosovo hafa hótað því að draga úr aðstoðinni takist ekki að stemma stigu við ofbeld- inu. Talsmaður Hans Hækkerup, nýs yfirstjórnanda Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, minnti nýverið á þetta, sagði þó ekki um beina hótun að ræða, heldur sterklega orðaða áminningu um að umheim- urinn liti í vaxandi mæli á fyrrum fórnarlömb Kosovo-stríðsins sem gerendur, ekki þolendur. Norðmenn senda flóttamenn heim Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. LÆKNAR á indverska hluta Bor- neó sögðust í gær hafa miklar áhyggjur af örlögum tugþúsunda aðfluttra íbúa eyjunnar sem hafa orðið að flýja heimili sín vegna árása vígamanna úr röðum Daj- aka, frumbyggja eyjunnar. Dajakar hafa myrt að minnsta kosti 400 manns á síðustu tíu dög- um og flest fórnarlambanna eru frá eyjunni Madúra og fluttu til Borneó fyrir tilstilli indónesískra stjórnvalda. Læknar í borginni Sampit sögð- ust óttast að farsóttir blossuðu upp meðal flóttamannanna og sögðu að margir þeirra syltu. „Okkur skortir allt. Við höfum nánast engin matvæli og lyf,“ sagði Qomaruddin Sukhami, lækn- ir og heilbrigðiseftirlitsmaður hér- aðsins Mið-Kalimantan. „Fólkið þjáist af niðurgangi, nokkrir hafa sýkst af taugaveiki, og hætta er á miklum farsóttum ef ekki verður brugðist rétt við.“ Sukhami sagði að flóttamenn væru um 40.000 en indónesíska fréttastofan Antara sagði þá 27.000. Dregur úr ofbeldinu vegna rigninga Dregið hefur úr ofbeldinu vegna rigningar og aðgerða lögreglunnar sem hefur m.a. hafist handa við að afvopna Dajaka sem gengu berserksgang um Palangkaraya, höfuðstað héraðsins, og kveiktu í húsum flóttafólks. „Við höfum lagt hald á 1.053 vopn, meðal annars sverð, spjót og axir,“ sagði talsmaður lögreglunn- ar. 20 Dajakar hafa verið hand- teknir og lögreglumenn hafa feng- ið fyrirmæli um að skjóta ofbeldisseggi sem neita að leggja niður vopn. Óöldin á eyjunni Borneó Óttast farsóttir meðal flóttafólks Sampit. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.