Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í UPPHAFI nýrrar stóraldar er margt sem brennur á í íslenzku myndlistarlífi, teikn á lofti um að samræðan verði til muna meiri og al- mennari en fyrrum. Horfir mjög í rétta átt, tengir okkur meir alþjóð- legri vitund en nokkrar afmarkaðar nýstefnur og snöggsoðin stílbrögð frá útlandinu sem hafa átt svo greiðan aðgang hingað á skerið úti á Ballar- hafi. Líkt og margoft hefur verið vísað til í vettvangsskrifum mínum, er sam- ræðan, Dialogan, afar lífleg og skor- inorð vestan hafs sem austan. Víða á Norðurlöndum hefur umræðan verið á suðupotti um árabil og í Þýskalandi sem er mesta safnaland álfunnar er óspart deilt á hlutina og stjórnunar- skipti tíð. Gangi hlutirnir ekki eftir eins og væntingar stóðu til er óhikað spurt hversu valdi og farið í saumana á ástæðunum, málum velt fyrir sér tæpitungulaust, fram og aftur. Er eðlilegasti hlutur undir sólinni vegna þess að hér er um skattpeninga al- mennings að ræða, um leið hagsmuni starfandi myndlistamanna. Hlut- lægni og aðhald þannig mál málanna, einstefna og hlutdræg markaðssetn- ing þröngsýnna hagsmunahópa skulu síður ráða för. Staðsetning Listaháskólans hefur vakið upp meiri og líflegri umræður en ég man eftir frá orustunni að Klömbrum, þ.e. Kjarvalsstaðadeil- unni, og þátttakan almennari, enda hagsmunir margra listgreina í húfi. Sallaklárt að núverandi húsnæði er afar óhentugt, í það minnsta hvað myndlistina snertir, og var til skamms tíma hættulegt heilsu manna, þannig mjög ámælisvert að troða frjálsu deildum MHÍ þangað á sínum tíma. Hef fengið það staðfest, að enginn framhaldsskóli annar hefði látið bjóða sér húsnæðið án gagn- gerðra endurbóta innan húss sem og á lóðinni, og að það hefði naumast staðist gagngera skoðun heilbrigðis- yfirvalda ef þau hefðu verið kölluð til. Mikill miskilningur að staðsetning, stærð og ummál húsa marki gæði þeirra sem listastofnana, hitt jafnal- gengt að því sé öfugt farið og mætti nefna hér sem dæmi Listakademíuna í Ósló þegar hún var til húsa bakatil í Kunstnerenes hus á Wergelands- veien, þó enn frekar Art Students League á 58. götu í New York, þar sem fjöldi nafntoguðustu myndlista- manna Ameríku steig sín fyrstu spor, allt frá Georgiu O’Keeffe (1908-12) til Jackson Pollock (1930-33) svo ein- hverjir séu nefndir. Hvorki staðsetn- ing né stærð skiptir höfuðmáli heldur starfsandinn, andrúmið innan dyra, að bæði nemendur sem kennarar geti notið sín í leik og starfi. Hef af stakri athygli fylgst með umræðunni um staðsetningu skólans, einkum upplífgandi að miklu fleiri taka til máls en aðstandendur hans, jafnvel nokkrir nemendur. En mér kemur spanskt fyrir sjónir, að svo er sem meginveigurinn virðist liggja í sjálfri staðsetningu skólans, og mið- bæjarkjarninn sé á óskalista ráða- manna hans. Vissulega hef ég marg- oft vísað til þess í skrifum mínum að fagurlistaskólar eru iðulega stað- settir í miðbæjarkjörnum stórborga, og hafi svo verið um aldir, en þá var ég öðru fremur að vísa til þeirrar virðingar sem menntunargrunnurinn hefur notið og nýtur enn. En „listin þrífst hvar sem er“ eins og lesa gat í fyrirsögn mjög athyglisverðrar greinar myndlistarkonunnar Hildar Margrétardóttur hér í blaðinu á dög- unum, þar sem hún fer á skeleggan og heilbrigðan hátt í saumana á hlutnum. Vekur jafnframt athygli á kostum núverandi staðsetningar, og það hafði Gunnar Karlsson prófessor einnig gert í ágætri grein í Dag- blaðinu 19. febrúar og tek undir allar röksemdir þeirra. Bið svo almættið að blessa prófessorinn fyrir að mót- mæla hugmyndnni um staðsetningu skólans á Miklatúni, nær væri að end- urbyggja Klambrabýlið og reisa minnisvarða um stórbýlið Sunnuhvol, jafnframt fá aftur mishæðirnar á HVÖRF Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Jón Stefánsson, 1881–1962, Skarðsfjall, 1944, olía á léreft. Ekki ber þessi mynd vott um vankunnáttu í í teikni- list né að málaranum hafi verið ókunnugt um vægi svipmikillar burðargrindar. SJÓNMENNTAVETTVANGUR Teikn eru á lofti um að samræðan verði til muna meiri, hvassari og almennari en fyrr- um, er álit Braga Ásgeirssonar, sem tekur hér til meðferðar staðsetningu Listaháskól- ans og víkur af gefnu tilefni að ýmsum stað- reyndum um málarann Jón Stefánsson. FJÖLL rímar við tröll er heiti sýningar Páls Guðmundssonar frá Húsafelli sem þessa dagana stendur yfir í Ásmundarsafni. Á sýningunni teflir Páll fram steinmyndum frá sl. tveimur áratugum. Í anddyrinu er eldri verkum hans komið fyrir í miklu návígi hvert við annað á með- an nýrri verkin breiða úr sér í söl- um safnsins og ekki hægt að segja annað en að þau sómi sér þar vel innan um verk Ásmundar Sveins- sonar. Yfir steinmyndum Páls hvílir viss fortíðarandi og minna verkin ýmist á klassískar höggmyndir, býzant- ínskar veggmyndir sem og forsögu- lega eða frumstæða list. Fornminja- söfn koma gjarnan upp í hugann er hrjúfur steinninn er skoðaður og myndirnar sem brjótast fram úr grjótinu, sem að öðru leyti er óunn- ið, virðast gefa niðurbrot tímans til kynna. Myndir Páls teljast þó engan veg- inn til eftirlíkinga þótt þær kunni að koma kunnuglega fyrir sjónir. Efni- viðurinn, og oft á tíðum viðfangs- efnið, er rammíslenskur og vinnu- staðurinn á fátt sameiginlegt með erlendum söfnum – heldur eru heimkynni hans, líkt og efniviðarins, bæjargilið á Húsafelli og verur Páls koma beint úr steininum líkt og listamaðurinn hafi leyst þær úr ár- þúsundalöngum fjötrum. Það er kannski þessi eiginleiki verkanna sem veitir þeim þetta forna yfirbragð en hæfni Páls til að vinna með miðli sínum og efnivið í stað þess að þvinga hann að sínum hugmyndum á þar ekki síður hlut að máli. Borðsamlokur, líparítverk frá ár- unum 1996–2000, taka á móti gest- um í fremsta sal Ásmundarsafns. Borðsamlokurnar, steinflögur með andlitsmyndum, hafa yfir sér jafnt klassískt, býzantínskt sem og rammíslenskt yfirbragð. Gulbrúnn litur steinsins hentar verkunum vel og blíðlegir klassískir andlitsdrættir öldungs og ungrar konu ala á fortíð- arandanum á meðan auðþekkjanleg- ur prófíll Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness færir sýningargesti um- svifalaust aftur til nútímans. Flautuleikari, flikrubergsverk frá 1992, býr einnig yfir klassísku yf- irbragði sem reyndar er nokkuð ein- kennandi fyrir flikrubergsverkin á meðan líparítverkin virðast frekar móta tengsl við býzantínska list. Hrokkinhærður flautuleikarinn er í klassískri stöðu þar sem hann brýst að hluta út úr hrjúfu berginu og er liðað hár hans í beinni samsvörun við óslétt bergið. Verkið marar þá á mörkum lágmyndar og skúlptúrs og falla óljós mörkin vel að stíl Páls. Viðfangsefnið í Hrút, flikrubergs- verki frá 1996, er öllu íslenskara og á svipuð vinnuaðferð og við gerð Flautuleikarans hér hvað stærstan þátt í klassískum einkennum verks- ins. Bergið er þó öllu ómótaðra og á stundum getur hrútshausinn virst hverfa inn í fjólugráleitan steininn og verður yfirbragð verksins fyrir vikið öllu meira í ætt við frumstæða list. Ísbjörn, líparítverk frá sama ári, er á sömu frumstæðu nótunum. Lögun steinsins sér þar um að móta stórt höfuð ísbjarnarins, sem starir út úr grjótinu með hvassar vígtenn- ur og æðisglampa í augum. Það er allt annars konar frum- stæðni sem einkennir Steinhörpu Páls. Einfalt útlit og uppbygging hörpunnar, trjádrumbar sem á hafa verið festar steinflögur, leiðir hug- ann að forsögulegum tíma og fyrstu tilraunum til tónlistariðkunar. Ára- löng leit listamannsins að steinflög- um sem byggju yfir rétta hljóm- inum gerir verkið þó mun þróaðra og ljóst að tilviljanir hafa hér fengið engu ráðið líkt og hljómur hörp- unnar er til vitnis um. Sýningin Fjöll rímar við tröll býr yfir töluverðri fjölbreytni þótt efn- istakan fari öll fram á einum stað. Verk Páls virðast til að mynda hafa tekið nokkrum breytingum í tímans rás. Er höfuðmyndirnar í anddyri safnsins eru skoðaðar má sjá að Páll hefur við gerð þeirra unnið steininn töluvert meira en í síðari verkum sínum. Verkin Hallsteinn og Gamall maður eru ágætis dæmi um þetta en höfuðmyndirnar eru allar frá níunda áratug síðustu aldar. Hér er sam- vinna listamanns og efniviðar minni en síðar hefur orðið og ekki annað að sjá en að Páli finnist þörf á að móta steinmyndir sínar nokkuð ít- arlega því hér er ímyndunaraflinu ekki látið eftir sama rými og annars staðar. Verur Páls eru gjarnan bæði þessa heims og annars og ekki laust við að huldufólk, tröll og forynjur komi upp í hugann í Ásmundarsafni. Steinninn, sem verkið Sörli er heigður Húsafells í túni, stærsta verk sýningarinnar, er gert á, hefði til að mynda sómað sér vel sem álfa- steinn. Í ljósgrátt og brúnleitt berg- ið hafa verið mótaðar tvær myndir og sýnir önnur þeirra andlit trölls- legt að yfirbragði og stærð á meðan á hinni hlið steinsins má sjá höfuð Sörla. Hesthausinn er öllu óljósari í mótun en hin myndin, áferðin léttari og loftkenndari líkt og gefið sé þar til kynna að Sörli sé nú allur. Eina verk Páls á sýningunni, sem ekki er unnið úr steini, er vatns- litamyndin Fjallahringur. Verkið nýtur sín vel á bogadregnum vegg og breiðir fjallahringur Húsafells þar úr sér á níu metra löngum flet- inum. Bjartir litir ná að kalla fram íslenska náttúru á heiðskírum og köldum haustdegi og þjónar fjalla- hringurinn því skemmtilega hlut- verki að færa Húsafell inn í Ás- mundarsafn. Steinmyndirnar falla þar með að nokkru aftur inn í sitt náttúrulega umhverfi þrátt fyrir marmaragólf og hvíta veggi safnsins og andlitin í grjótinu öðlast aukið líf. MYNDLIST Á s m u n d a r s a f n Sýningin er opin daglega frá kl.13– 16. Sýningin stendur til aprílloka. FJÖLL RÍMAR VIÐ TRÖLL. PÁLL GUÐMUNDSSON FRÁ HÚSAFELLI Verurnar í grjótinu Morgunblaðið/Jim Smart Ísbjörn (1996), líparítverk eftir Pál Guðmundsson frá Húsafelli. Anna Sigríður Einarsdótt ir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.