Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LÍKLEGA er vand-
fundin sú fjölskylda á
Íslandi sem ekki hefur
komist í kynni við
krabbamein. Afleið-
ingar krabbameins
fyrir sjúklinga og ást-
vini þeirra eru marg-
víslegar, m.a. sorg,
vonbrigði, kvíði og oft
á tíðum ólýsanlega
erfið barátta. Nýgengi
krabbameins hefur
aukist talsvert á und-
anförnum árum en
fyrir tilstuðlan
krabbameinsrann-
sókna og aukinnar
þekkingar á sjúk-
dómnum hefur dregið úr dánartíðni
af völdum hans. Vegna bættrar
greiningar og meðferðar þekkja
fjölmargir Íslendingar gleðina og
þakklætið þegar glíman við sjúk-
dóminn vinnst.
Árangur í baráttunni gegn
krabbameini má þakka þrotlausum
rannsóknum færustu vísinda-
manna. Íslenskir vísindamenn hafa
lagt sitt af mörkum til krabba-
meinsrannsókna enda kjöraðstæð-
ur hér fyrir slíkar rannsóknir;
landið fámennt og sjúkdómaskrár
góðar. Krabbameinsfélag Íslands
hefur verið brautryðjandi í rann-
sóknar- og forvarnastarfi hér á
landi síðastliðin 50 ár.
Með frábæru starfi
hefur félagið reynst
bakhjarl okkar og stoð
þegar á hefur reynt.
Sem dæmi um fram-
úrskarandi árangur af
rannsóknarstarfi á Ís-
landi má nefna rann-
sóknir á brjósta-
krabbameini. Það er
áhyggjuefni að ný-
gengi þess fer vaxandi
á Vesturlöndum og nú
mun að meðaltali ein
af hverjum tíu íslensk-
um konum greinast
með brjóstakrabba-
mein fyrir áttrætt.
Krabbameinsfélag Íslands stóð að
rannsóknum sem áttu veigamikinn
þátt í að greina brjóstakrabba-
meinsgenin BRCA1 og BRCA2 en
fundur þeirra markaði tímamót í
baráttunni við þennan illvíga sjúk-
dóm. Nú stendur yfir viðamikil
rannsókn á um sex þúsund íslensk-
um konum þar sem könnuð eru
tengsl áhættuþátta brjóstakrabba-
meins við breytingar á geni sem
stýrir viðgerð skemmdra fruma.
Vísindamenn hafa skilgreint bet-
ur fjölbreytilegt eðli krabbameina
og betri skilningur er á áhættu-
þáttum sjúkdómsins. Nú er hægt
að greina krabbamein fyrr sem
eykur möguleika á lækningu og
bata. Vísindasamfélagið býr nú yfir
meiri þekkingu á eðli og hegðun ill-
kynja frumna, lyf eru orðin betri
og taka betur mið af sérkennum
hvers æxlis. Á næstu árum væntum
við enn meiri framfara í krabba-
meinsrannsóknum, forvörnum og
lækningum.
Rannsóknir og forvarnastarf eru
áhrifaríkustu vopnin í baráttunni
gegn krabbameini. Við skulum
tryggja að Krabbameinsfélagið fái
þann stuðning sem því ber í ís-
lensku samfélagi. Ég hvet lands-
menn alla til að sýna stuðning í
verki með þátttöku í fjáröflunar-
átaki félagsins.
Styðjum rannsóknir í bar-
áttu gegn krabbameini
Guðfinna
Bjarnadóttir
Landssöfnun
Rannsóknir og for-
varnir, segir Guðfinna
S. Bjarnadóttir, eru
áhrifaríkustu vopnin
í baráttunni gegn
krabbameini.
Höfundur er rektor Háskólans í
Reykjavík.
ÞÓ að yfir þúsund
Íslendingar greinist ár
hvert með krabbamein
hafa lífslíkur krabba-
meinssjúklinga aukist
mikið og má þakka það
forvörnum, betri skiln-
ingi á orsökum
krabbameins, grein-
ingu og markvissri
meðferð. Ekki má
gleyma því forvarna-
starfi í tóbaksvörnum
sem unnið er í grunn-
og framhaldsskólum
landsins og hefur skil-
að góðum árangri.
Tóbaksvarnafræðsla
hefur oft beinst að því
að gera grein fyrir langtímaafleið-
ingum tóbaksneyslu. Mörg börn
hafa átt erfitt með að skilja að
ákvörðun sem þau taka í æsku get-
ur haft afdrifaríkar afleiðingar í
framtíðinni. Enginn vafi er á því að
fræðsla um skaðsemi tóbaksneyslu
skiptir máli. Þekking á afleiðingum
tóbaksneyslu er helsta ástæða þess
að meginþorri almennings byrjar
ekki að reykja og reykingamenn
reyna að hætta reykingum. Nýleg-
ar rannsóknir sýna að reykingar
meðal íslenskra unglinga eru fátíð-
ari en í flestum öðrum Evrópulönd-
um.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
hefur unnið gott starf að tóbaks-
vörnum í mörg ár.
Með því að koma í veg
fyrir að unglingar
byrji að reykja er ver-
ið að draga úr ýmsum
sjúkdómum, ekki síst
fjölgun krabbameina.
Tóbaksvarnir eru einn
liður í heilbrigðisupp-
eldi í grunnskólum
landsins og mun meiri
þekking er á skaðsemi
reykinga nú en fyrir
nokkrum árum. Ég
vona að þessi þróun
haldi áfram á næstu
misserum og að ung-
lingar geri sér grein
fyrir því hve mikið
þeir græða í lífinu á reykleysi.
Fyrir þremur árum átti ég hlut
að átaki hjá Krabbameinsfélaginu
undir kjörorðinu „Berjumst gegn
brjóstakrabbameini“. Mikilvægt er
að konur mæti reglulega í brjósta-
myndatöku eftir fertugt og skoði
brjóst sín sjálfar í hverjum mánuði.
Með því móti á að vera hægt að
fækka dauðsföllum af völdum
brjóstakrabbameins. Allar íslensk-
ar konur á aldrinum 40–60 ára fá
boð frá Leitarstöð Krabbameins-
félagsins um að mæta í brjósta-
myndatöku á tveggja ára fresti.
Rannsóknir sýna að með regluleg-
um brjóstamyndatökum megi
fækka dauðsföllum vegna brjósta-
krabbameins um 20–30%.
Ég hvet alla Íslendinga til þess
að hugsa um velferð sína og fjöl-
skyldu sinnar. Hægt er að minnka
líkurnar á því að fá krabbamein
með því að reykja ekki, stunda lík-
amsrækt, vanda fæðuval og neyta
áfengis í hófi. Þriðji hver Íslend-
ingur fær krabbamein einhvern
tíma á lífsleiðinni. Þess vegna verða
flest okkar aðstandendur krabba-
meinssjúklinga. Því vil ég hvetja
alla landsmenn til þess að taka þátt
í landssöfnuninni 3. mars næstkom-
andi og leggja sitt af mörkum til
þess að efla starfsemi Krabba-
meinsfélagsins.
Mikilvægi
forvarna
Hólmfríður
Karlsdóttir
Landssöfnun
Mörg börn hafa átt
erfitt með að skilja,
segir Hólmfríður
Karlsdóttir, að
ákvörðun sem þau
taka í æsku getur haft
afdrifaríkar afleiðingar
í framtíðinni.
Höfundur er fóstra.
DAVÍÐ Oddsson
birtist svo að segja í
einu vetfangi sem
þungavigtarmaður á
sviði íslenskra stjórn-
mála er hann varð
borgarstjóri í Reykja-
vík að afloknum sveit-
arstjórnarkosningum
1982. Mér er það enn í
fersku minni hve lítt
mér hugnaðist fram-
ganga hans í ljósvaka-
miðlum næstu árin.
Þegar hann átti í höggi
við andstæðinga sína
virtist mér tónn hans
og talandi er hann
mætti andstæðingum
sínum einkennast af hroka og allt að
því fyrirlitningu á viðmælandanum.
Líkast var því sem hann teldi sig
eiga þar orðastað við undirmálsfólk
sem enga virðingu ætti skilið.
Síðla í nóvember 1987 tók ég þátt
í 60 ára afmælishátíð Ferðafélags
Íslands í krafti þess að þá taldist ég
til forystusveitar Ferðafélags Akur-
eyrar.
Margt stórmenna tók þátt í hátíð
þessari, þar á meðal þáverandi for-
sætisráðherra, Þorsteinn Pálsson og
Davíð Oddsson sem borgarstjóri.
Báðir fluttu þeir ræður og skipti
þar mjög í tvö horn. Davíð fór á
kostum, reytti af sér brandara og
kitlaði hláturtaugar samkomugesta.
Þorsteini fataðist gjörsamlega flug-
ið í sinni ræðu og áreiðanlega stökk
engum bros meðan þessi valdamesti
maður þjóðarinnar talaði Þessi lífs-
reynsla breytti viðhorfi mínu til
Davíðs verulega svo að ég fór jafn-
vel að taka svari hans á vinnustaðn-
um við daufar undirtektir margra
vinnufélaganna.
Veturinn 1989–90 stóð Stöð 2 fyr-
ir spurningakeppni undir stjórn
hina þjóðkunna sjónvarpsmanns,
Ómars Ragnarssonar. Þar kepptu
3ja manna sveitir frá kaupstöðum
landsins í útsláttarkeppni og fór svo
að til úrslita kepptu á vordögum
1990 sveitir Akureyrar og Reykja-
víkur.
Ég var liðsmaður í sveit Akureyr-
ar ásamt kornungu fólki, stúlku sem
þá var nemandi í MA og pilti við
nám í Verkmenntaskólanum á Ak-
ureyri.
Töluvert tilstand var af hálfu
Stöðvar 2 í sambandi við þessa úr-
slitarimmu. Bæjarfulltrúar og bæj-
arstjóri Akureyrar voru viðstaddir
svo og kollegar þeirra í Reykjavík.
Óneitanlega vakti það töluverða at-
hygli mína að Davíð Oddsson gekk
fram og heilsaði okkur Akureyring-
um innvirðulega þegar við komum í
salinn. En þáverandi bæjarstjóri á
Akureyri, hvers nafn skal ekki upp-
lýst hér, lét slíkt ógert.
Úrslit urðu þau að við Akureyr-
ingar unnum nokkuð örugglega.
Þegar viðureigninni
var lokið kom Davíð
aftur til okkar og ósk-
aði okkur til hamingju
með sigurinn.
Mér þótti töluvert til
þess koma og eftir á
þeim mun meira sem
hinn ónefndi bæjar-
stjóri Akureyrar virti
okkur ekki viðlits.
Ekki fór hjá því að við-
horf mitt til Davíðs
yrði miklum mun já-
kvæðara eftir þetta.
Rúmlega ári seinna
settist Davíð í stól for-
sætisráðherra um leið
og hann tók sæti á þingi því sem
hann líkti við Gaggó Vest. Mér
fannst framkoma hans á þessu nýja
valdsviði með töluvert öðrum blæ en
upphaflega í borgarstjórn. Enn bet-
ur var þessi landsföðurlega ímynd
hans staðfest í sambandi við hin
hörmulegu snjóflóð á Vestfjörðum
árið 1995. Að mínum dómi var fram-
koma hans þar til fyrirmyndar.
Á síðustu misserum hefur fram-
ganga hans við ýmis tækifæri alls
ekki verið í samræmi við áður-
nefnda ímynd landsföðurins.
Dæmi um slíkt eru viðbrögð hans
við tilkomu Samfylkingarinnar. Þá
varð ekki betur séð en aftur birtist
hinn gamli Adam borgarstjóraár-
anna. Ummæli hans um það fólk
sem vann að stofnun flokksins voru í
hinum sama tón mannfyrirlitningar
og lítilsvirðingar sem hann sýndi
andstæðingum sínum í borgar-
stjórn.
Þegar Kári Stefánsson hóf „inn-
rás“ sína í íslenskt þjóðlíf kom fljót-
lega í ljós að fyrirætlanir hans með
stofnun Íslenskrar erfðagreiningar
nutu stuðnings forsætisráðherrans.
Sú skýring kom fram í því efni að
þeir hefðu verið bekkjarbræður í
MR. Vel kann það hafa sitt að segja
en trúlega er þyngri á metum sú
skoðun Davíðs að um sé að ræða
hinn mesta happafeng fyrir íslenskt
atvinnulíf. Ágreiningur er þó ærinn
um fyrirtækið eins og öllum er
kunnugt.
Að því er ég best man var það á
árinu 1999 sem maður í þjónustu ís-
lensku þjóðkirkjunnar birti smá-
sögu í Lesbók Morgunblaðsins sem
augljóslega var helguð andspyrnu
gegn Íslenskri erfðagreiningu. Sag-
an var skreytt með teikningu þar
sem erlendur auðkýfingur hefur
fest kaup á Esjunni og verið er að
hefja fjallið úr sínum stað til flutn-
ings í annað land að ósk kaupand-
ans.
Á teikningunni sjást nokkrir
menn og einn þeirra greinilega í lík-
ingu Davíðs. Mátti skilja að sá hefði
forystu um sölu fjallsins.
Skömmu síðar hvarf höfundur
sögunnar úr starfi sem hann gegndi
við undirbúning kristnihátíðar. Ekki
man ég betur en fram kæmi af hálfu
Davíðs að hann hefði ráðið því að
maðurinn hvarf frá þessu starfi.
Hið síðasta sem hér verður um
rætt verður varla nefnt annað en
dæmi um valdhroka og á ég þar við
viðureign Davíðs og Garðars Sverr-
issonar, formanns Öryrkjabanda-
lagsins. Þar mætast stálin stinn því
að Garðar lætur hvergi deigan síga
að halda fram málstað umbjóðenda
sinna gegn æðsta valdsmanni þjóð-
arinnar. Upphaf þessara skylminga
var gagnrýni Davíðs á Öryrkja-
bandalagið þess efnis að það hefði
lagt milljónir króna í auglýsingar til
stuðnings Samfylkingunni í aðdrag-
anda alþingiskosninga 1999 sem
Garðar svaraði fullum hálsi.
Seinni hólmganga þeirra stendur
enn yfir þar sem eru eftirmál hins
margfræga dóms Hæstaréttar um
ólögmæti þess að skerða örorku-
bætur vegna tekna maka. Sér ekki
fyrir endann á þeim átökum þegar
þetta er ritað en báðir virðast ganga
fram á ystu nöf í málflutningi sínum;
Davíð með því að reyna að lítillækka
Hæstarétt og Garðar með því að
heimta leiðréttar bætur umsvifa-
laust, ekki öllu seinna en sama dag
og dómur féll.
Nýlegur þjóðarpúls Gallups gefur
vísbendingu um hverjum augum
þjóðin lítur þetta mál. Vinsældir rík-
isstjórnar í lágmarki og fylgi stjórn-
arflokkanna dalar verulega frá fyrri
könnun. Einhverjir mundu einnig
benda á kjör Garðars sem maður
ársins. Eitthvað er til í því en öðrum
þræði ber það þess vitni hve minni
fólks nær skammt til baka í tíma, al-
veg á sama hátt og þegar Davíð var
valinn stjórnmálamaður aldarinnar.
Á nítjándu öld var einn svipmesti
frammámaður íslenskur Arnljótur
Ólafsson, prestur og alþingismaður.
Samtímamaður hans, Páll Ólafsson
skáld, orti um hann vísu, mannlýs-
ingu sem margir kunna. Mér finnst
vel megi heimfæra hana upp á for-
sætisráðherra vorn sem niðurlag og
ályktunarorð þessarar greinar:
Mér er um og ó um Ljót,
ætla hann bæði dreng og þrjót,
í honum er gull og grjót,
hann getur unnið mein – og bót.
Í honum er
gull og grjót ...
Guðmundur
Gunnarsson
Þjóðfélagsmál
Vinsældir ríkisstjórnar
eru í lágmarki,
segir Guðmundur
Gunnarsson, og fylgi
stjórnarflokkanna
dalar verulega frá
fyrri könnun.
Höfundur er ellilífeyrisþegi,
búsettur á Akureyri.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is