Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 38

Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GOTT hljóð var í mönnumá Bolungarvík í gær þarsem loðnubræðsla errekin allan sólarhring- inn um þessar mundir. Guðjón Magnússon verksmiðjustjóri segir að komin séu 11.500 tonn af loðnu á land í Bolungarvík og von var á bát í gærkvöldi með 1.000 tonn. Loðnan er öll brædd þar sem eng- inn er í frystingu á loðnu eða hrognum á svæðinu. Þrettán manns vinna í Loðnubræðslunni Gná í Bolungarvík á vöktum og auk þess hafa nokkrir fengið vinnu við uppskipun. Guðjón segir að það sé himna- sending að fá loðnuna núna enda er rækjuverksmiðjan stopp. „Við reynum að halda fullum dampi meðan veiðar standa yfir og nóg framboð er. Það er rífandi veiði hjá þeim,“ segir Guðjón. Bræðslan getur tekið við 700- 750 tonnum á sólarhring. Guðjón segir að menn tali um að það sé ekki nema ein vika í hrygningu og eftir það drepst mest af loðnunni. Sjómannaverkfall kemur til fram- kvæmda 15. mars semjist ekki áð- ur. Guðjón segir ljóst að þessi ganga verði búin að hrygna þá en spurningin sé hvort von sé á öðr- um göngum. Sigurður Hafberg, vinnur í Loðnuverksmiðjunni Gná. „Þetta er eins og það á að vera. Blúss- andi loðna og svo er verið að skipa út mjöli. Svo er von á skipi í kvöld,“ segir Sigurður. Í fyrra var tekið á móti um 17 þúsund tonn- um af loðnuen ekki er hægt að spá fyrir hver endanleg tala v þessari vertíð. „Nú er bar vona að það komi austang nógu sunnarlega þannig a Loðnan er ljós í atvinnulífinu á Bolungarvík Egill Benediktsson og Sigurður Hafberg voru við vinnu í loðnubræðslunni. D LÍFLEGT var og mikil að-sókn að bás sex íslenskrafyrirtækja sem kynntuvöru sína á matvælasýn- ingunni Tema sem nú stendur yfir í Bella Center í Kaupmannahöfn. Fyrirtækin sýndu saman í bás Úflutningsráðs, undir samheitinu Sælkeraeyjan, en þátttakan í sýn- ingunni er tilraun til að kynna ís- lensk matvæli á þennan hátt, að sögn Vilhjálms Jens Árnasonar, yf- irmanns sýningarsviðs Útflutnings- ráðs. Enn er of snemmt að segja til um árangurinn af þessari markaðs- kynningu en Hólmgeir Karlsson, yfirmaður Nýsköpunar- og mark- aðssviðs Norðurmjólkur, sagði markaðssetningu á skyri í Dan- mörku farna að skila sér og byggist hann fastlega við því að það myndi festast í sessi á danska markaðnum. Þá hefur íslenskt lambakjöt unnið sér vaxandi sess í dönskum versl- unum. Sýningin í Bella Center er eink- um fyrir norrænan markað, veit- ingahús, mötuneyti og verslanir, og taldi Útflutningsráð því rétt að ein- beita sér að þeim markaði til að byrja með, hann væri nærri og verðlag oftar sambærilegt. Flest fyrirtækjanna sem sýna í Bella Center hafa nú þegar einhverja samninga við erlend fyrirtæki og er litið á sýninguna sem kjörið tæki- færi til að kynna vöruna og fá við- brögð neytenda, sem aftur myndu leita til innflytjenda. Svo er vonast til þess að frekari samningar muni fylgja í kjölfarið. Mikil aðsókn var að sýningunni fyrstu tvo dagana, um 26.000 manns, en henni lauk í gær, miðvikudag. Kostnaður við að sýna í Bella Center nemur allt að hálfri annarri milljón ísl. kr., að sögn Vilhjálms, og greiðir Útflutningsráð fyrir að- stöðuna á móti fyrirtækjunum. All- an annan sýningarkostnað, svo sem laun, hráefni og ferðir, greiða fyr- irtækin sjálf. Fyrirtækin sem sýna á Tema eru: Sláturfélag Suðurlands með marinerað lambakjöt, Norður- mjólk sem kynnti skyr, Rúllur sem kynnir fylltar fiskirúllur, Íslenskt- franskt eldhús sem kynnti fiski- paté, Norðurbragð með fiskikraft og Zanus Rex með íslenskt vatn. Tvö tonn af skyri á tveimur dögum Mjólkursamlag KEA og Mjólk- ursamlagið á Húsavík sem nú hafa sameinast undir heitinu Norður- mjólk hafa unnið að því sl. 2–3 ár að markaðssetja skyr og hafa gert samninga við verslanakeðjuna Dansk supermarked, sem á og rek- ur Netto, Føtex og Bilka mark- aðina. Að sögn Hólmgeir sonar seldust tvö tonn af s á tveimur dögum í Ne nokkrum mánuðum og er h góður um að verslanakeð varanlegan samning um skyri. Ástæðuna segir hann þ að forráðamenn keðjunnar treysti framleiðandanum, séu hrifnir af skyrinu, og vilji fjölga framleiðendum vöru í verslunum sínum samruna tveggja stórra búa, Arla og MD. „Skyri undir því nafni og það vir hafa komið að sök. Það he ar komið okkur á óvart hv Danir virðast þekkja skyr alli tíð,“ segir Hólmgeir. Auk skyrsins hyggst mjólk einnig reyna að mark Smjörva í Danmörku en H segir enn of snemmt að seg hvernig það gangi. Verksmiðja opnuð á J Sláturfélag Suðurlands h lambakjöt í danskar vers nokkurra ára skeið en h fara út í að fullvinna vörun smiðju sem opnuð verður á í næsta mánuði. Þar verða aðar þrjár tegundir lamba hafa tekist samningar vi Áhugi á bás sex íslenskra matvælafyrirtækj Tilraun til að kynn íslensk matvæli Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. TJÁNINGARFRELSI OG RÉTTHUGSUN VERNDUM VAKTARAHÚSIÐ LAUNAMUNUR HJÁ AKUREYRARBÆ Akureyrarbær var fyrr í vikunnidæmdur í Héraðsdómi Norður-lands eystra til að greiða Ingi- björgu Eyfells, sem áður gegndi stjórnunarstöðu hjá bæjarfélaginu, bætur vegna launamisréttis. Um er að ræða aðra konuna, sem vinnur mál gegn bænum vegna kynbundins launamunar bæði fyrir kærunefnd jafnréttismála og fyrir dómstólum. Áður hafði Ragnhildur Vigfúsdóttir, sem var jafnréttis- og fræðslufulltrúi bæjarins, unnið mál gegn bænum á grundvelli jafnréttislaga. Þá hefur Valgerður Bjarnadóttir, forveri Ragn- hildar í starfi, gert kröfu á bæjaryf- irvöld vegna launamismununar. Þessi mál eru vandræðaleg fyrir bæjaryfirvöld á Akureyri, ekki sízt í ljósi þess að bæði núverandi og fyrr- verandi meirihluti í bæjarstjórn hafa lagt áherzlu á jafnréttismál og bærinn hefur lengi haft jafnréttisfulltrúa, sem hefur sinnt skipulögðu jafnrétt- isstarfi. Bæjaryfirvöld verða þó ekki sökuð um aðgerðaleysi í málinu. Fyrir tæpum þremur árum voru kunngerðar niðurstöður könnunar sem Félagsvís- indastofnun Háskólans vann fyrir Ak- ureyrarbæ og sýndi fram á talsverðan kynbundinn launamun meðal starfs- manna bæjarins. Í framhaldi af því var settur á stofn starfshópur, sem skilaði síðastliðið haust tillögum, sem ætlað er að jafna launamuninn á með- al bæjarstarfsmanna, jafnt í stjórn- unarstöðum sem öðrum störfum. Það er síðan undir bæjaryfirvöldum komið hvort þeim tekst að hrinda þessum til- lögum í framkvæmd með sannfærandi hætti. Þær konur, sem sótt hafa rétt sinn gegn Akureyrarbæ á grundvelli jafn- réttislaga, hafa að ýmsu leyti unnið brautryðjendastarf. Þeim hefur tekizt að sýna fram á að með fulltingi dóms- kerfisins er hægt að leiðrétta kyn- bundinn launamun, a.m.k. þar sem um störf í þágu opinberra aðila er að ræða. Þetta ætti að verða öðrum sveit- arfélögum og opinberum aðilum yfir- leitt tilefni til að skoða laun starfs- manna sinna og gera ráðstafanir til að útrýma hinum kynbundna launamun að fyrra bragði til að komast hjá álits- hnekki og óþægindum af því tagi, sem Akureyrarbær hefur óneitanlega orð- ið fyrir vegna þessa málarekstrar. Laugardaginn 17. febrúar birtisthér í Morgunblaðinu frétt þess efnis að Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefði í ávarpi á fundi hinnar íhaldssömu Am- erican Enterprise-stofnunar varað við því að fólk léti stjórnast af pólitískri rétthugsun. Benti Thomas á að þeir sem segðu álit sitt á opinberum vett- vangi og hefðu skoðanir sem væru í andstöðu við ríkjandi rétthugsun væru iðulega úthrópaðir sem illmenni, kynþáttahatarar, karlrembur o.s.frv. Orð Thomas vekja óneitanlega spurningar er varða frelsi einstak- lingsins til tjáningar. Ljóst er að í lýð- ræðissamfélagi er tjáningarfrelsi undirstöðuatriði, en þrátt fyrir það hefur samfélagið tilhneigingu til að kveða þær raddir í kútinn sem ekki samrýmast þeirri pólitísku rétthugs- un sem á upp á pallborðið hverju sinni, hvort sem um er að ræða orð- ræðu um stjórnarhætti, samfélags- réttindi, minnihlutahópa eða annað. Bandaríski málvísindamaðurinn og hugmyndafræðingurinn Noam Chomsky varði fyrir u.þ.b. tuttugu ár- um rétt franska prófessorsins Faur- issons til að tjá sig um helför gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, en Faur- isson hélt því m.a. fram að Þjóðverjar hefðu ekki skipulagt útrýmingu gyð- inga. Chomsky útskýrði forsendur sínar á þá leið að það væri grundvallaratriði að tjáningarfrelsi væri ekki takmark- að við þau viðhorf sem meirihluti sam- félagsins er samþykkur og það væri einmitt í þeim tilfellum þar sem slík viðhorf eru nær samhljóða fyrirlitin og fordæmd sem harðast þyrfti að ganga fram í að verja slíkt frelsi. Vís- aði hann meðal annars í orð sem rit- höfundurinn Voltaire lét falla við líkar kringumstæður og vert er að hafa í huga í þessu sambandi: „Ég fyrirlít það sem þú skrifar, en myndi láta líf mitt til að gera þér mögulegt að halda skrifunum áfram.“ Íslendingar hafa ekki fyrr en á síðustuárum tekið að gefa nægilegan gaum þeim mikilvægu menningarverðmæt- um, sem fólgin eru í gömlum húsum. Dæmin eru alltof mörg um að bygging- ar, sem gætu í dag veitt okkur dýrmæta innsýn í sögu og lífshætti fyrri alda, hafi verið rifnar eða eyðilagðar í hugsunar- leysi. Á tímabili var mörgum húsum í Reykjavík bjargað með því að flytja þau á Árbæjarsafnið. Þar hefur verið byggt upp myndarlegt og skemmtilegt safn en það er ekki endilega eftirsóknarverð lausn að halda lengi áfram á þeirri braut vegna þess að húsin eru hrifin úr sögulegu umhverfi sínu og eðlilegu samhengi við aðra byggð. Í Morgunblaðinu í gær er greint frá því að eigendur Vaktarahússins svo- kallaða við Garðastræti hafi sótt um leyfi til að rífa það. Hér er um að ræða eitt af elztu timburhúsum í Reykjavík og það fyrsta sem reist var í Grjóta- þorpi fyrir utan hús Innréttinganna í Aðalstræti. Húsið er einnig sögulegt fyrir þær sakir að þar fæddist Sigvaldi Kaldalóns tónskáld. Vaktarahúsið er í dag í niðurníðslu og nýtt sem geymsla. Þannig háttaði hins vegar áður til um ýmsar smáperlur mið- borgarinnar, t.d. Götuhús við Vestur- götu og Hákot við Garðastræti, sem ungt fólk gerði upp af myndarskap og dugnaði með stuðningi borgaryfirvalda og húsverndarsjóða. Í dag dettur eng- um í hug að tala um að rífa þau hús. Borgaryfirvöld í Reykjavík eiga að hlutast til um að Vaktarahúsið verði varðveitt á sínum stað og fært í upp- runalegt horf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.