Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 45

Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 45 Í KASTLJÓSI 19. febrúar sl. var til um- ræðu fyirhugað útboð Hafnarfjarðarbæjar á rekstri Áslandsskóla. Þar tókust á um málið tveir bæjarfulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Þorsteinn Njálsson og Lúðvík Geirsson. Fram kom ítrekað hjá Þorsteini sem mælti fyrir útboðinu að um tilraun væri að ræða. Ein röksemd Lúðvíks gegn útboðinu var að börn væru ekki til- raunadýr. Í stjórnmál- um skiptir miklu máli að hafa sigur í rökræðu. Þessvegna er oft ekki um eiginlega rökræðu að ræða, heldur röklegar skylmingar þar sem allar mögulegar brellur og brögð eru leyfileg. Atið á milli stjórnmálamanna er oft hin besta skemmtun en sjaldnast skila þær áheyrendum skýrari hugmynd um eðli málsins en þeir höfðu áður. Til þess að gagn sé af rökræðu er mik- ilvægt að menn beiti hugtökum af vandvirkni. Börn eiga ekki að vera tilraunadýr. Erum við ekki öll sammála um það? Það er siðferði- lega rangt að gera til- raunir á mönnum. Við gerum tilraunir á dýr- um og mörgum finnst það rangt. Hvað þá á börnum okkar. Röbrellan í þessu til- viki er síendurtekin notkun á orðinu til- raunadýr. Það er ekki sjálfgefið að tilraunir í skólamálum geri börn að tilraunadýrum. Til- raunadýr eru notuð sem tæki til þess að ná markmiðum í rann- sóknum sem eru dýrunum og fram- tíð þeirra óviðkomandi. Þessvegna er ógeðfellt að manneskja sé notuð sem tilraundýr. Ekki síst börn. Brellan er sem sé fólgin í því að nota orð yfir gjörðina, sem felur í sér gildisdóm og gerir málið fyrirfram tortryggilegt. Ég man ekki betur en sá grunnskóli sem nú heitir Há- teigsskóli hafi áður heitið Æfinga- og tilraunaskóli Kennaraháskólans. Þeim skóla var ætlað það hlutverk m.a. að vera í fararbroddi í þróun nýrra kennsluhátta. Ríki og sveit- arfélög veita talsverðu fé í þróun- arverkefni í skólastarfi sem eru til- raunir í sjálfu sér. Við verðum að gera tilraunir í menntamálum, ann- ars ríkir stöðnun. Góður kennari gerir tilraunir á hverjum degi. Þrátt fyrir það þætti okkur flestum mikill útúrsnúningur að þar með væri að hann að gera börnin að tilraunadýr- um. Hann prófar með börnunum ný verkefni, nýja nálgun viðfangsefna á ábyrgan hátt og hefur að sjálfsögðu hag nemenda að leiðarljósi. M.ö.o. þá er það ekki fyrirfram siðferðilega rangt að bjóða út skólastarf einsog Lúðvík Geirsson lét í veðri vaka. Slíkur málflutningur er líklegri til að drepa málinu á dreif en að varpa ljósi á málefnið. Þeir eru örugglega margir sem vilja átta sig betur á rökum þeirra sem setja sig gegn fyrirhugaðri skólatilraun í Hafnar- firði. Vandaðri málflutningur myndi auka skilning manna á þeim mál- stað. Tilraunir á börnum Sigurður Björnsson Kennsla Tilraunadýr eru notuð sem tæki til þess að ná markmiðum í rannsóknum, segir Sigurður Björnsson, sem eru dýrunum og framtíð þeirra óviðkomandi. Höfundur er lektor í heimspeki við KHÍ. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Bankastræti 10, Skagaströnd, þingl. eig. Johannes Marian Simonsen og Þórdís Skúladóttir, gerðarbeiðendur Höfðahreppur, Íbúðalánasjóð- ur og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 5. mars 2001 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Blönduósi, Blönduósi 28. febrúar 2001. Hraunsréttarsöfnunin Ákveðið hefur verið að safna fé til endurupp- bygginar á Hraunsrétt í Aðaldal. Hafist var handa á sl. sumri, en ljóst er að verkið tekur nokkur ár og um mjög kostnaðarsama fram- kvæmd er að ræða. Þingeyingar, búsettir í héraði, og þeir, sem brottfluttir eru og bera góðan hug til réttarinn- ar, eru hvattir til að leggja málinu í lið. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 60643 í Landsbankanum á Húsavík. Upplýsingar gefur Atli Vigfússon í síma 464 2022. Hollvinir Hraunsréttar. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, þriðjudaginn 6. mars 2001 kl. 11.00 á eftirfar- andi eign: Brimslóð 8, Blönduósi, þingl . eig. Steindór Ingi Kjellberg, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf. Sýslumaðurinn á Blönduósi, Blönduósi 28. febrúar 2001. ÝMISLEGT Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp í Einarshúsi, Eyrarbakka, fimmtudaginn 8. mars 2001 kl. 10.00: 19 tréborð á pottfæti, 2 frystikistur ca. 300 og 560 lítra, 2 frystiskápar (annar Boss), 2 stk. uppáhelli-kaffivélar, 4 hellna Bertos gaseldavél, 60 tréstólar, bökunarskápur úr ryðfríu stáli, Electrolux ofn, Euro pizzaofn, hitaskápur, hvítt matar- og kaffistell fyrir 300 manns A. Karlss., kaffivél Fame, kæliborð, kælivél og blásari fyrir stórkæli, kökukælir, vaskaborð fyrir uppvask úr ryðfríu stáli, vaskaskápur úr ryðfríu stáli allt frá Frostverki, og Wescodisc uppþvottavél DC-6. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 28. febrúar 2001. R A Ð A U G L Ý S I N G A R SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  181318  Br Landsst. 6001030119 VII I.O.O.F. 11  181318½  9.III* Fimmtudaginn 1. mars kl. 20. Kvöldvaka í umsjón Guðmundar Guðjónssonar og bræðranna. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Björg Lárusdóttir. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . Aðaldeild KFUM, Holtavegi 28. Sameiginlegur fundur með AD KFUK. Heimsókn í Lang- holtskirkju þar sem Jón Helgi Þórarinsson, Jón Stefánsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Svala Sigríður Thomsen taka á móti gestum. Fundurinn hefst kl. 20. Allir velkomnir, konur og karlar.   Smiðjuvegi 5, Kópavogi. ● Lækningasamkoma kl. 20. Guðrún Halldórsdóttir predikar, fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. „Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann.“ www.vegurinn.is . Fjölbreyttar ferðir allt árið! Jeppaferð á Hlöðuvelli 3.—4. mars. Ferð fyrir meðal breytta bíla. Undirbúningsfundur verður fimmtudagskvöld kl. 20 á Hall- veigarstíg 1. Gist í skála. Sunnudagsferðir 4. mars kl. 10.30: 1. Gullfoss í klakaböndum — Geysir og fl. 2. Skíðaganga (ef snjóalög leyfa). Landmannalaugar á fullu tungli 9.—11. mars. 1. Jeppa- og skíðagönguferð. 2. Skíðagönguferð. Helgarferðirnar eru mjög vinsælar. Bókið því strax. Næsta myndakvöld er mánu- dagskv. 5. mars kl. 20 í Húna- búð, Skeifunni 11. Á dagskrá er hálendið norðan Vatnajökuls. Sjá utivist.is og textvarp bls. 616. www.mbl.is Vettvangur fólks í fasteignaleit w w w . m b l . i s / f a s t e i g n i r Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur ATVINNA mbl.is alltaf á föstudögum annan hvern miðvikudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.