Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 46

Morgunblaðið - 01.03.2001, Síða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIÐ eitt og hálft ár hafa félagar úr Húmanista- hreyfingunni farið reglulega til Indlands til þess að byggja upp hreyfinguna þar. Stofnaðir hafa verið tugir sjálfboðaliða- hópa í nokkrum helstu borgum suður Indlands, í fylkinu Tamil Nadu, sem starfa að fjölbreyttum verkefnum sem tengj- ast heilsugæslu, menntun og afkomu fólks. Síðastliðið haust var síðan stofnað á Íslandi félag sem nefnist Vinir Indlands, en tilgangur þess er að safna fjár- munum til að styðja verkefni sem unnin eru á Indlandi. Ekki hefðbundin hjálparstarfsemi Starfsemi hreyfingarinnar í Ind- landi er ekki hefðbundin hjálpar- starfsemi. Hún byggist fyrst og fremst á því að virkja fólk til að skipuleggja sig til að vinna að um- bótum í þeirra eigin umhverfi. Leitað er eftir virkum þátttakend- um í stað óvirkra þiggjenda. Lagt er til ákveðið skipulag, ákveðið form til að starfa eftir og hug- mynda- og aðferðafræði, en síðan ákveður fólkið á staðnum nákvæm- lega hvaða verkefni það velur að framkvæma, verkefni sem snerta brýnustu vandamálin á staðnum. Gagnkvæmni Gagnkvæmni er grundvallarat- riði í starfi húmanista. Ef einhver nýtur aðstoðar er lagt til að hann hjálpi einhverjum öðrum í staðinn. Dæmi um slíkt eru fátækir nem- endur í háskóla í Karumthur, rétt fyrir utan borgina Madurai, syðst á Indlandi. Þeir fá aðstoð við að stunda nám þar, en í staðinn fara þeir í þorp í nágrenni skólans og kenna börnum þar í sjálfboða- vinnu. Reynt er að sjá til þess að þeir sem njóti aðstoðar láti öðrum í té skólabækur sem þeir eru hætt- ir að nota, o.s.frv. Stuðningur við menntun Dæmi eru um að hópar sem hafa þegar verið að stunda einhvers- konar sjálfboðaliðastarf hafi geng- ið til liðs við hreyfinguna. Þá er reynt að styðja, styrkja og skipu- leggja betur þá starfsemi sem þar var fyrir. Jafnframt er reynt að stuðla að því að hóparnir miðli já- kvæðri reynslu sín á milli. Þannig hefur t.d. hópur í úthverfi Chennai-borgar (áður Madras), sem nefnist Chromepet, verið með athyglisvert menntaátak í gangi undanfarin ár. Hópurinn safnar fé á meðal fólks í hverfinu til að styðja börn úr fátækum fjölskyld- um til náms. Skipulag verkefnisins var til fyrirmyndar. Eftir að fólk hafði sótt formlega um aðstoð, fóru sjálfboðaliðar úr hópnum og gengu úr skugga um að þetta væru raunverulegar aðstæður fá- tæktar og eftir það samþykkti hópurinn eða hafnaði umsókninni. Aðstoðin var fólgin í greiðslu á skólagjöldum, kaupum á bókum eða skólabúningum, allt eftir því sem aðstæður kröfðust. Frekar smátt í sniðum Þetta verkefni var frekar smátt í sniðum, 30-40 börnum hefur verið hjálpað árlega undanfarin ár, en á nk. mánuðum mun fólk úr þessum hópi halda námskeið fyrir ótal aðra hópa sem hafa áhuga á að gera slíkt hið sama á sínum heima- slóðum. Þannig er markmiðið að í byrjun næsta skólaárs verði a.m.k. 1.000 börnum hjálpað á þennan hátt. Án efa verður þessi aðstoð til þess að einhver börn, sem annars hefðu farið í erfiðis- vinnu á unga aldri, njóti menntunar þess í stað. Vinir Indlands Verkefni Vina Ind- lands er að styðja þess háttar verkefni. Fyrirkomulagið bygg- ist á áðurnefndri gagnkvæmni; félagið leggur fram fé í hlut- falli við það fé sem hóparnir safna sjálfir í sínu umhverfi. Framlag hópanna í Indlandi, auk þess að safna sjálfir fé, er að ganga úr skugga um að þiggjendur séu þeir sem raunverulega þarfnast þess. Engum einstaklingum er afhent fé, heldur er greitt beint til skóla, bókakaupa, búninga eða til tækja eða efniskaupa. ess verður gætt að utanaðkomandi aðstoð verði hvetj- andi en komi ekki í veg fyrir að fólk á staðnum taki ábyrgð á verk- efninu og geti framkvæmt verk- efnið með þeirri aðstoð jafnt sem án hennar. Munaðarleysingjaheimili Auk verkefna sem tengjast menntun tekur félagið að sér að styðja við rekstur munaðarleys- ingjaheimila sem tengjast þessum sjálfboðaliðahópum. Í þorpi er nefnist Salavakkam og er rétt fyr- ir utan Chennai, tekur félagið þessa dagana þátt í að byggja kló- sett og sturtuaðstöðu á munaðar- leysingjaheimili þar sem um 80 börn búa við þröngan kost. Heim- ilið er einkaframtak manns að nafni Govindasami, en hann rekur það að mestu fyrir eftirlaun sín og með aðstoð hóps sjálfboðaliða sem í kringum hann er. Allt það fé sem félagið Vinir Indlands safnar fer óskipt í þessi og fleiri verkefni. Allt umsýslu- starf og skipulag er unnið í sjálf- boðaliðastarfi. Mannsæmandi samfélag Það sem skilur þetta starf frá venjulegu hjálparstarfi, auk áður- nefndrar gagnkvæmni, er jafn- framt sú staðreynd að með öllu þessu erum við líka að hjálpa fólki, bæði þátttakendum og þiggjend- um í verkefnunum, til að vera meðvitaðra um réttindi sín og möguleika. Við erum að skapa hreyfingu fólks sem er að bylta lífi sínu og aðstæðum, berjast fyrir réttindum sínum sem manneskjur og skapa mannsæmandi samfélag þar sem fólk hefur aðgang að menntun, heilsugæslu og hefur í sig og á. Kjarninn í því sem við er- um að gera birtist e.t.v. best í því sem ungur félagi okkar úr stétt dalíta (lægstu stétt hinna óhreinu) sagði: „Þessar hugmyndir fá mig til að gleyma því æ oftar hvaðan ég kem og hver staða mín hefur verið, mér finnst ég eins góður og allir aðrir.“ Vinir Indlands Kjartan Jónsson Höfundur er útflytjandi og félagi í Húmanistahreyfingunni. Sjálfboðastarf Starfsemin á Indlandi byggist fyrst og fremst á því, segir Kjartan Jónsson, að virkja fólk til að vinna að um- bótum í þeirra eigin umhverfi. FYRIR jólin komu út fylgiblöð um bækur með Morgunblaðinu. Í þeim voru nýjar bæk- ur kynntar og sumar ritdæmdar. Einn af þessum ritdómum nefndist „Fornfálegur siðaboðskapur“ og var eftir Rögnu Garðars- dóttur, sem mér er ókunn. En þar sem ritdómur hennar fjallaði um bók eftir einn helsta uppá- haldshöfund minn, C.S. Lewis, sem hún telur hafa samið „óhemju leiðinlegt lesefni“, hann líti niður á konur og prédiki úrelt siðferðisgildi, get ég ekki á mér setið að bregða skildi fyrir hann. Þessi ritdómur er heldur ólund- arlegur og því datt mér strax í hug að þessi Ragna hefði líklega ekki verið mjög glaðlynt barn, blessuð litla stúlkan, og ímyndunarafl hennar tæplega mjög frjótt. Og þannig stúlkum er hætt við að vill- ast út í þá tegund af feminisma sem óskemmtilegastur er. Við verðum bara að sætta okkur við að á konum og körlum er andlegur og líkamlegur munur, allt frá getnaði, Guði sé lof. Annars hefði farið ógæfulega um viðhald mannkyns- ins. Þá ályktun að Ragna hafi ekki verið glaðlynt barn byggi ég á því, að þegar börn mín voru ung sá ég í erlendu blaði fjallað um bókina „Ljónið, nornin og skápurinn“ eftir Lewis, sem er fyrst í röð Narnía- bókanna svonefndu og mér finnst best þeirra. Ég pantaði bókina, fannst hún vera frábær og end- ursagði hana fyrir börn mín sem muna hana ennþá sem skemmti- legustu bókina sem ég las fyrir þau í bernsku. Þess vegna skil ég þessa andúð Rögnu á Narnía-bók- unum svo að hún hafi ekki komist upp á lag með að njóta ævintýra á barnsaldri og lifa sig inn í þau, hún hafi sett sig upp á móti þeim og viljað hafa sögurnar „vitsmuna- legar“ eins og Karl litli í Snæ- drottingunni eftir H.C. Andersen eftir að hann fékk glerbrotið upp í augað. Heimur ævintýra og huldu- fólks er nefnilega dýrlegur heil- brigðum og glaðlyndum börnum og við fullorðna fólkið hugsum ævilangt til hans með söknuði. Narnía-sögurnar eru ævintýri eins og þau gerast best, börnin fara fyrirhafnarlaust úr þessum heimi inn í ævintýralandið Narn- íu þar sem dýrin tala, tíminn er óháður jarð- artímanum og barátta stendur yfir milli góðs og ills. Mig minnir það væri annar önd- vegishöfundur, G.K. Chesterton, sem sagði að ævintýrin, með þessari sífelldu bar- áttu milli góðs og ills, þar sem hið góða sigr- aði að lokum og hið illa fengi makleg málagjöld, væru ómetanlegur þáttur í andlegri mót- un ungra barna. Þau fylltust sam- úð með hinu góða og tækju afstöðu með því, og þeim fyndist það „gott á nornina“ að hún skyldi vera látin dansa á glóandi járnskóm þangað til hún datt dauð niður. Ég gladd- ist mikið yfir þessum endalokum hennar þegar ég var lítill og mér hlýnaði líka um hjartaræturnar síðar þegar ég las hvernig menn Þórunnar biskupsdóttur hleyptu út iðrunum á Kristjáni skrifara, ráð- bana föður hennar, og er ég þó hvorki illgjarn né blóðþyrstur og mátti ekki blóð sjá þegar ég var barn. Narnía-bækurnar eru sjö, allar frábærar, og jafnframúrskarandi voru þær bækur sem Lewis samdi um kristna trú og siðgæði (líklega það sem fer svona kröftuglega í taugarnar á Rögnu blessaðri). En einmitt það sem hann skrifaði um þau mál tilheyrir því besta sem ég hef lesið af því tagi. Ég skil ekki annað en þeir eða þær (svo ég gleymi nú ekki kvenfólkinu) sem hafa lesið „Rétt og rangt“ og „Guð og menn“ eftir hann, sem Bóka- gerðin Lilja gaf út á sínum tíma, taki undir það með mér. Ég nenni ekki að elta ólar við þras Rögnu um lítilsvirðinguna sem konur eigi endalaust í stríði við. Um það mál hefur verið og er enn fjallað svo ýtarlega og þrot- laust að mér finnst það vera að bera í bakkafullan lækinn að bæta í þann orðabelg, enda sé ég ekki annað en konum hafi orðið vel ágengt í jafnréttisbaráttu sinni, sem betur fer. En hverjar eru nú þessar dyggðir og siðferðisgildi sem ekki eiga lengur við? Hvort sem við að- hyllumst kristna trú eða ekki hljótum við að viðurkenna, að sið- ræn viðmiðun og mótun menning- ar okkar byggist á lögmáli kristn- innar og þar ber boðorðin tíu hæst. Ég renni augunum yfir þau og sé ekki neitt sem ekki á lengur við. Að vísu trúa ekki allir á Guð kristninnar, að minnsta kosti ekki á sama hátt, en ég held eftir lang- varandi kynni mín af allskonar fólki, að leit sé á mönnum sem engu trúa. Að heiðra föður sinn og móður vona ég að öllum finnist sjálfsagt, þó að því tilskildu að foreldrarnir verðskuldi það, og á því er ég hræddur um að sé stund- um misbrestur sem bitni illa á börnunum. Að tryggja fólki hvíld- ardag er svo merkilegt boðorð að það ætti ekki að vera ágreinings- mál. Að við eigum ekki að drepa fólk, stela, bera ljúgvitni og ágirnast það sem aðrir eiga, finnst mér sjálfsagt og ræði það ekki frekar. Þá er það sjötta boðorðið, um að drýgja ekki hór. Það veit ég að mörgum finnst ósanngjarnt og vilja heldur aðhyllast það sem ég vil kalla „flækingskattamóral“. En verum nú hreinskilin. Væri okkur sama þótt börnin okkar sykkju niður í drykkjuskap, eiturlyfja- neyslu, glæpi og hömlulaust og heimskulegt kynsvall? Vildum við ekki heldur að þau lifðu sæmilega siðlegu lífi? Eða þótt foreldrar okkar lifðu þannig lífi? Ég kemst ekki hjá þeirri hugsun að allmargt af því unga fólki sem nú bindur enda á líf sitt, hafi borið upp á sker vegna þess að það hafi ekki viljað virða þessar gamaldags dyggðir, eða af því að þeirra nán- ustu brugðust þeim og sýndu þeim ekki kærleika og umhyggju þegar það þurfti mest á því að halda. Hvað um samúð, kærleika, hjálpfýsi, kurteisi, vingjarnlegt viðmót, trúmennsku, orðheldni og áreiðanleika? Allt eru þetta æva- gamlar dyggðir. En eru þær úreltar þess vegna? Ég held ekki. Ég held að gott og hamingjuríkt mannlíf byggist einmitt á iðkun þessara dyggða og annarra þeim líkra. En hverjar eru þá úreltu dyggðirnar? Spyr sá sem ekki veit. Enginn er fullkominn, það veit ég vel. En ef við gefumst ekki upp og reynum að gera okkar besta, stöndum upp þótt við föllum, þiggjum framrétta hjálparhönd og umfram allt reynumst öllum vel, fyrst og fremst okkar nánustu, er ég sannfærður um að okkur farnast vel, þessa heims og annars, því auðvitað trúi ég á framhaldslíf. Ég held það hafi einmitt verið títtnefndur C.S. Lewis sem sagði, að sér þætti engu trúlegra að „hið skapaða“, með öllu sínu skipulagi og samhæfingu, hafi orðið til af tilviljun, en að ef hann skvetti úr mjólkurbrúsa á götuna, yrði slett- an eins og England í laginu. Hvað eru „dyggðir sem nú eiga ekki lengur við“? Torfi Ólafsson Bækur Narnía-sögurnar, segir Torfi Ólafsson, eru ævintýri eins og þau gerast best. Höfundur er fv. bankastarfsmaður. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur Hálskremið — hálskremið BIODROGA Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.