Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN
48 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ráðgjafi verður á staðnum fimmtudag
og föstudag.
Libia
s n y r t i v ö r u v e r s l u n
Snyrtivörudeild
Kringlunni.
kynnir Skinperfect Evolution nýja
og endurbætta línu, sem
Fyrir viðkvæma húð létt rakakrem eða
næringaríkt dag- og næturkrem.
Fyrir viðkvæma húð með rósroða (háræðaslit) -
sérstök meðferð
Fyrir þurra húð - sem þarf sérstaka umönnun
Fyrir blandaða og feita húð létt krem sem hefur
mattandi áhrif á húðina
Líttu við og fáðu ráðgjöf og prufur. Þú finnur
örugglega eitt eða tvö krem sem henta þinni
húðgerð.
inniheldur 7 tegundir af dag- og næturkremum,
nýja hreinsilínu og maska.
Veglegir kaupaukar í boði
NÚ GET ég ekki
lengur orða bundist –
undanfarin misseri
hef ég lesið svo mik-
inn þvætting um
Reykjavíkurflugvöll.
Á síðum Morgun-
blaðsins undanfarnar
vikur og mánuði hafa
margir látið álit sitt í
ljós um framtíð flug-
vallarins og hefi ég
sem gamall og áhuga-
samur flugmaður
reynt að fylgjast með
þessum skrifum.
Margt gáfulegt hefur
komið fram en sam-
tímis hafa ýmsir
„spekingar“ látið frá sér fara hina
mestu firru. Ég ætla ekki að
blanda mér í pólitísku umræðurn-
ar, en leyfi mér hins vegar að
benda á eftirfarandi skoðanir mín-
ar.
Við getum lagt á hilluna allar
bollaleggingar um að flytja innan-
landsflugið til Keflavíkur. Það
yrði dauðadómur flugs til margra
ákvörðunarstaða úti á lands-
byggðinni. Margir hafa bent á að
ferðatíminn á milli Reykjavíkur
og Keflavíkurflugvallar, auk
slysahættunnar vegna aksturs –
einkum á vetrarmánuðum –
myndi hreinlega útiloka áætlun-
arflug til ýmissa staða. Annað,
sem virðist gleymast í allri þess-
ari umræðu er, að oftast eru veð-
urskilyrði á Keflavíkurflugvelli
lélegri en í Reykjavík. Reykjavík-
urflugvöllur liggur nánast við
sjávarmál, og fjöllin í nánd hafa
áhrif á skýjahæðina (lyfta skýj-
unum) en Keflavíkurflugvöllur er
í 168 feta hæð yfir sjávarmáli og
fjöll hafa lítil sem engin áhrif á
skýjahæðina þar –
þannig að oft er mjög
lágskýjað yfir Kefla-
vík þegar þokkaleg
skýjahæð er yfir
Reykjavík.
Eftir skrifum
þeirra að dæma, sem
vilja flytja Reykjavík-
urflugvöll, skyldi
maður ætla að ann-
aðhvort væri ósköp
einfalt og kostnaðar-
lítið að hanna og
byggja nýjan flugvöll,
sem stæðist allar ör-
yggiskröfur, eða þá
að ríkissjóður væri
næstum ótæmandi hít.
Auk þess virðast þessir aðilar ekki
hafa komið auga á að í nágrenni
Reykjavíkur finnst ekki óbyggt
svæði sem nothæft væri undir
flugvöll. Fyrir nokkrum tugum
ára, eða áður en íbúðabyggð lagði
það undir sig, hefði vestanvert
Álftanesið verið ákjósanlegt
flugvallarstæði, en þá hafði
ríkissjóður ekki – frekar en nú –
efni á því að leggja út í svo kostn-
aðarsamar framkvæmdir sem
bygging alvöruflugvallar er. Stað-
setning áætlunarflugvallar í Kap-
ellu- eða Hvassahrauni er útilokuð
vegna þess hve nærri fjöllum hann
yrði.
Einn „spekingurinn“ hafði orð á
því að flugmálayfirvöld í Bretlandi
hefðu haft vit á að byggja aðal-
flugvöll Lundúna langt fyrir utan
borg, en lét þó í léttu rúmi liggja
að benda á að hvergi nær fannst
þá nægilegt pláss fyrir flugvöllinn.
Þessi aðalflugvöllur er Heathrow
sem er aðeins 24 km. frá borg-
armiðju Lundúna en til saman-
burðar er Keflavíkurflugvöllur
hvorki meira né minna en 45 km.
frá borgarmiðju Reykjavíkur. Síð-
an, af illri nauðsyn, var London
City-flugvöllurinn byggður við
Thamesá, eða í sjálfri miðborginni,
nánar tiltekið í hinu svokallaða
City-hverfi sem er helsta fjármála-
og viðskiptahverfi Lundúna. Ekki
fluttu Norðmenn aðalstarfsemi
SAS frá Fornebuflugvelli til Gard-
emoen (langt fyrir utan borg)
vegna þess hve Fornebu var nærri
miðborg Oslóar heldur vegna þess
að Fornebu var orðinn of lítill og
alls engir möguleikar á að stækka
hann.
Ég held að enginn vafi sé á því
að stjórnendur margra stórborga
úti í heimi öfunda Reykjavík af
legu flugvallarins svo nærri mið-
bænum.
Auðvitað getum við, allir Reyk-
víkingar, látið okkur dreyma um
að flugvöllurinn verði fluttur á
annan stað í nánd við borgina svo
að miðbærinn geti breitt úr sér
suður í Vatnsmýrina. En þetta er
því miður bara óskhyggja. Góðir
Reykvíkingar, eigum við heldur
ekki að vera raunsæir, hætta
þessu þjarki og sameinast um að
gera Reykjavíkurflugvöll að þeirri
glæsilegu umferðarmiðstöð sem
hann vafalaust getur orðið!
Verum
raunsæ!
Þorsteinn E.
Jónsson
Reykjavíkurflugvöllur
Hættum þessu þjarki,
segir Þorsteinn E.
Jónsson, og sameinumst
um að gera Reykja-
víkurflugvöll að þeirri
glæsilegu umferðar-
miðstöð sem hann vafa-
laust getur orðið!
Höfundur er fyrrverandi flugstjóri.
ÞRÁTT fyrir sí-
auknar hæfnis- og
menntunarkröfur á
öllum sviðum þjóð-
félagsins sér ekki fyr-
ir endann á þeirri
hneisu að ómenntaðir
einstaklingar séu
látnir gegna lögreglu-
störfum, líkt og ekk-
ert þyki sjálfsagðara.
Á tímum sífellt meiri
niðurskurðar eru lög-
regluembættin og
æðstu ráðamenn
guðslifandi fegnir
þessari stöðu mála,
enda er kostnaðar-
lækkun hagnýtur
fylgifiskur hennar. Ef ekki fæst
menntaður lögreglumaður til
starfans (þar sem launin eru of
lág) þá er ekki annað að gera en
að henda næsta manni í einkenn-
isbúning og þá ertu kominn með
lögguna sem þig vantar og það
ódýrt. Maðurinn á götunni er engu
nær, embættin spara, ráðherra
setur upp sparibrosið og allir eru
ánægðir, nema við lögreglumenn.
Við vitum enda manna best um
hvað málið snýst. Sjálfir hófum við
nefnilega margir ferilinn með ná-
kvæmlega þessu móti, sem ófag-
lærðir „fúskarar“ í einkennisbún-
ingi lögreglu. Sjálfur var ég
„sumarlögga“ í rúm tvö ár sam-
fleytt áður en ég hóf nám í Lög-
regluskóla ríkisins. Ég dreg ekki
dul á það í dag að ég taldi mig í
raun varla þurfa á þessu námi að
halda, ég var jú búinn að vinna við
þetta allan þennan tíma og kunni
þetta allt. Það var hinsvegar ekki
liðin vika af náminu þegar ég átt-
aði mig á þeirri staðreynd að þrátt
fyrir alla þá reynslu og þekkingu
sem ég þó bjó yfir kunni ég í raun
ekki neitt, alls ekki neitt. Þegar ég
lít til baka tel ég mig hafa verið
heppinn að sleppa við að hafa gert
meiriháttar glappaskot sakir
kunnáttuleysis. Og hafi ég verið
heppinn, þá voru samborgarar
mínir enn heppnari, því mistök
mín hefðu ekki bitnað svo mjög á
mér, heldur þeim. Eitt er þó víst,
að meðan ríkisvaldið kemst upp
með þetta fyrirkomulag verður
það við lýði.
Öryggi borgaranna
Hinn almenni borgari á allt sitt
öryggi undir lögreglunni. Vinnu-
brögð lögreglu og kunnátta þeirra
manna sem að málum koma skipta
þar sköpum. Það hlýtur því að
vera sjálfsögð krafa og réttur
manna að geta treyst því að lög-
reglan kunni til verka. Ég leyfi
mér að fullyrða að lögreglumennt-
un hérlendis stendur sambærilegri
menntun nágrannalandanna ekki
að baki. Menntaðir íslenskir lög-
reglumenn kunna vel til verka og
er vel treystandi, enda búa þeir að
þeirri menntun sem þeir hafa hlot-
ið. Nú er meginþorri ómenntaðra
lögreglumanna hið vandaðasta fólk
en það hrekkur þó skammt. Sjálf-
ur var ég ekki verri maður sem
„sumrungur“, ég kunni hinsvegar
bara brot af því sem ég hefði þurft
að kunna. Lögreglustarf átti ég
auðvitað aldrei að hafa með hönd-
um án tilskilinnar menntunar, „af-
leysingalöggur“ eiga ekki að fyr-
irfinnast og eru ekki afsakanlegar
í nútímaþjóðfélagi. Sjálfur held ég
að ég hafi í raun ekki gert mér
grein fyrir ábyrgðinni sem starf-
inu fylgir, og því er vart hægt að
búast við því að meðaljóninn geri
sér grein fyrir þeirri hættu og óör-
yggi sem ófaglærðum lögreglu-
mönnum fylgir. Það var kannski
sök sér hér áður fyrr þegar skóla-
krakkar gerðust „sumarlöggur“ og
unnu undir stjórn reyndra lög-
reglumanna yfir sumarleyfistím-
ann. Í dag er staðreyndin hins-
vegar sú að mörg
lögreglulið landsins
hafa ófaglærða lög-
reglumenn innan
sinna raða allan árs-
ins hring. Ekki er t.d.
óalgengt hjá ónefnd-
um embættum í nánd
höfuðborgarinnar að
ófaglærðir starfi einir
án umsjónar reyndra
lögreglumanna. Þetta
á einnig við víða á
landsbyggðinni. Það
getur engum dulist að
þetta ástand er óvið-
unandi og algerlega
ólíðandi, enda óþekkt
um allan hinn vest-
ræna heim – nema á Íslandi. Það
hlýtur að vera skýlaus krafa sér-
hvers hugsandi manns að þeir sem
veljast til lögreglustarfs séu til
þess hæfir og þess megnugir að
vernda þá sem þess þurfa með. Við
sem byggjum þetta sker höfum
tilhneigingu til þess að ætla að
þetta reddist allt á morgun og
sjálfsagt reddast þetta allt ein-
hvern veginn. Redding er hins
vegar í besta falli aldrei annað en
annars flokks málamiðlun. Gerum
við ekki kröfur um annað og
meira? Erum við sátt við fagurgala
um átak þetta og átak hitt, pappa-
löggur hér og tilbúið eftirlit þar,
sjónhverfingar, töfrabrögð, leik-
sýningar og loforð? Eða gerum við
kröfu um eitthvað annað og meira?
Við trúum því kannski líka að
gengdarlaus niðurskurður hjá lög-
regluembættum landsins bitni ekki
á löggæslunni? Svari hver fyrir
sig.
Flótti hinna hæfu
Hæfileikaríkt fólk hefur oft og
tíðum þann leiða ágalla að vera
meðvitað um eigið ágæti. Það hef-
ur það oftar en ekki í för með sér
að upp rísa kröfur um laun sem
svífa aðeins yfir niðurlægingar-
mörkum, þótt ekki væri meira. Ég
ætla mér ekki að þylja hér upp allt
það sem lögreglumenn þurfa að
þola starfa síns vegna, andlega og
oft líkamlega. Það fylgir starfinu
eins og sagt er, og lögreglumenn
vorkenna sér það ekki. Við gerum
aðeins þá hógværu kröfu að sam-
félagið virði það við okkur að við
skulum bjóða okkur fram í það
starf sem allir vilja að einhver
annar inni af hendi. Virði það við
okkur með því að greiða okkur
laun sem við þurfum ekki að fyr-
irverða okkur fyrir. Hinn 15. des-
ember sl. útskrifaðist 31 lögreglu-
maður frá Lögregluskóla ríkisins,
undirritaður þar með talinn. Ekki
fór það svo að allir okkar sæktu
um starf innan lögreglunnar og ég
leyfi mér að fullyrða að á næstu
2–3 árum munu margir samnem-
enda minna hverfa til annarra
starfa. Sjálfur fer ég vísast þá leið-
ina ef ekki verður breyting á. En
það er líka allt í lagi, sjálfsagt
verður alltaf nóg af skólakrökkum
til að fylla það skarð sem myndast
við brotthvarf mitt. Ég vona bara
að líf mitt eða öryggi verði aldrei
undir þeim komið...
Fúsk í
fyrirrúmi!
Þórarinn
Þórarinsson
Höfundur er lögreglumaður.
Löggæsla
„Afleysingalöggur“
eiga ekki að fyrirfinn-
ast, segir Þórarinn
Þórarinsson, og eru
ekki afsakanlegar
í nútímaþjóðfélagi.
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Hitakanna
kr. 6.600
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
Kópavogi
Þakrennur
og rör
úr Plastisol-
vörðu stáli.
Heildarlausn á
þakrennuvörnum
í mörgum litum.