Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 50
UMRÆÐAN
50 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GOLDIE
vorlitirnir eru komnir
Þeir varpa á þig gullnum ljóma og þú
geislar af fegurð, heilbrigði og hamingju.
Kynnum einnig nýtt olíulaust, litað rakakrem sem
gefur eðlilegt og fallegt útlit
Ráðgjafi verður í dag og á morgun, föstudag
í snyrtivörudeild Hagkaups, Kringlunni.
Komið í förðun.
www.hardcandy.com
Glæsilegir tískulitir sem
undirstrika kvenleika og fegurð.
Fjóla Díana Gunnarsdóttir,
snyrti- og förðunarfræðingur,
verður í verslun okkar dagana
1. og 2. mars og veitir faglegar
ráðleggingar um litaval.
Verið velkomin
að líta við
kynnir VOR 2001
Álfheimar 74, sími 568 5170
UNDANFARNAR
vikur hefur lyfið ritalin
og réttmæti þess að
beita því sem hluta af
meðferð við ofvirkni
verið rætt í fjölmiðl-
um.
Tilgangur greinar-
höfundar með þessum
skrifum er að vara for-
eldra ofvirkra barna
og aðra sem málið er
skylt við óvönduðum
málflutningi sem oft
sést í umræðu um lyf-
ið.
Meðal andstæðinga
ritalins er því miður að
finna fólk sem beitir mjög vafasöm-
um aðferðum í þeim tilgangi að fá
foreldra til að láta börn sín hætta á
ritalini og verða hér talin til nokkur
dæmi um óvandaðan og beinlínis
rangan málflutning.
Nokkur dæmi um rangfærslur
– Oft er því haldið fram að of-
virkni sé ekki til. Foreldrum, kenn-
urum og leikskólakennurum er
gjarnan kennt um ástand barnsins.
Stundum er því haldið fram að
börnin þurfi bara að fá meira af
„tengslavítamínum“ þá verði allt í
lagi. Það er að segja að ástæðan fyr-
ir erfiðleikum barnanna sé að for-
eldrarnir séu lélegir uppalendur og
að uppeldisstéttir vinni ekki störf
sín nægilega vel. Litið er framhjá
þeirri staðreynd að enginn geðrænn
barnakvilli hefur verið rannsakaður
meira en ofvirkni og að ofvirkni er
líkt og geðklofi og þunglyndi flokk-
að sem sjúkdómur í alþjóðlegum
flokkunarkerfum. Þau flokkunar-
kerfi sem eru í notkun í dag byggj-
ast á viðurkenndum rannsóknum
færustu vísindamanna á hverju
sviði fyrir sig. Tilvist ofvirkni sem
sjúkdóms verður því vart dregin í
efa.
– Samsæriskenningar af ýmsu
tagi eru mjög vinsælar. Til dæmis
er því oft haldið fram
að ritalinmeðferð við
ofvirkni snúist um
peninga, ekki hags-
muni barnsins. Ástæða
þess að læknar og ann-
að fagfólk ráðleggi rit-
alinmeðferð við of-
virkni er sögð sú að
þessir faghópar séu á
mála hjá lyfjafyrir-
tækjum og hafi af því
beinan fjárhagslegan
ávinning að koma sem
flestum á lyf. Með
ósvífnum málflutningi
af þessu tagi er bein-
línis verið að vega að
starfsheiðri lækna og annarra
starfsstétta sem að meðferðinni
koma.
– Mikið er gert úr því að ritalin sé
í ætt við amfetamín og gefið í skyn
eða jafnvel sagt berum orðum að of-
virk börn sem eru meðhöndluð með
lyfinu séu í vímu meðan á meðferð
stendur. Þessi fullyrðing er að sjálf-
sögðu röng. Ofvirk börn eru ekki í
vímu meðan á meðferð stendur.
–Tíðni aukaverkana sem hugsan-
legar eru af lyfinu eru blásin út.
Þess er að sjálfsögðu vandlega gætt
að þegja yfir því að aukaverkanirn-
ar eru sjaldgæfar og einungis í und-
antekningartilfellum nauðsynlegt að
hætta meðferð vegna þeirra.
– Kynnt eru til sögu ný úrræði
sem eiga að geta komið í staðinn
fyrir lyfjameðferðina. Látið er hjá
líða að geta þess að áhrif þessara
nýju aðferða hafa ekki verið rann-
sökuð og eiga það yfirleitt sameig-
inlegt að vera gagnslaus eða því
sem næst gagnslaus meginþorra of-
virkra barna.
Þau dæmi sem hér eru tínd til eru
ekki studd faglegum rökum og eiga
sér afskaplega takmarkaðar kenn-
ingalegar stoðir. Raunar er vandséð
hvaða tilgangi þessi málflutningur
þjónar nema kannski að gera lítið
úr foreldrum ofvirkra barna og
draga í efa heilindi þeirra starfs-
stétta sem koma að meðferð þeirra.
Hvar á að leita upplýsinga?
Undirritaður er þeirrar skoðunar
að mikilvægt sé að foreldrar of-
virkra barna og fjölskyldur þeirra
kynni sér vel kosti og galla lyfja-
meðferðar við ofvirkni. Þegar það
er gert ætti að gæta vel að gæðum
þeirra upplýsinga sem byggt er á og
hvaðan þær koma. Læknum og sál-
fræðingum ber að beita þeim með-
ferðaraðferðum sem sýnt er að
virka best samkvæmt traustustu
rannsóknum hverju sinni. Foreldrar
ofvirkra barna ættu því að geta
treyst upplýsingum sem koma frá
þeim sem starfa við greiningu, mat
og meðferð á ofvirkum börnum. Hér
skal m.a. bent á vandaða grein Gísla
Baldurssonar læknis sem birtist í
Morgunblaðinu sl. laugardag. For-
eldrafélög ofvirkra barna hafa einn-
ig safnað upplýsingum sem hægt er
að treysta, því vafasamt verður að
telja að forsvarsmenn þeirra ráð-
leggi gegn hagsmunum ofvirkra
barna.
Lokaorð
– Undirritaður er sjálfur þeirrar
skoðunar að reyna eigi til þrautar
aðra meðferð áður en lyfjameðferð
er reynd og að forsenda lyfjameð-
ferðar sé að fyrir liggi sérfræðilegt
mat á barninu. Að mati greinarhöf-
undar er ákveðinn hópur ofvirkra
barna því miður svo þungt haldinn
af einkennum sínum að nauðsynlegt
er að beita lyfjameðferð til viðbótar
við aðra meðferð til að börnin og
fjölskyldur þeirra geti lifað mann-
sæmandi lífi. Þessum börnum er ri-
talin blessun, ekki bölvaldur. For-
eldrar ofvirkra barna þurfa því að
mynda sér skoðun á lyfjagjöfinni
grundvallaða á upplýsingum sem
þeir geta treyst.
Ritalin –
blessun eða
bölvaldur?
Gylfi Jón Gylfason
Ofvirkni
Foreldrar ofvirkra
barna og aðrir sem mál-
ið er skylt, segir Gylfi
Jón Gylfason, þurfa að
mynda sér skoðun á
lyfjagjöf við ofvirkni.
Ástæða er til að vara við
óvönduðum málflutningi
sem oft sést í umræðu
um lyfið.
Höfundur er sálfræðingur og kenn-
ari og starfar sem deildarstjóri á
Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar.
FIMMTUDAGINN
25. janúar birtist grein
í Morgunblaðinu sem
bar heitið; „Evrópu-
sambandsaðild –
gæfuspor fyrir Ís-
land“. Þar lýsir höf-
undurinn Úlfar
Hauksson þeim sem
hann kýs að kalla „úr-
tölumenn“. Samkvæmt
söguskoðun Úlfars
spretta þessir svo köll-
uðu „úrtölumenn“ upp
í hvert skipti er full-
veldi og sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar ber
á góma. Þessir aðilar
eru samkvæmt áður-
nefndum greinarhöfundi sjálfskap-
aðir hræðsluáróðursmenn sem í
firru sinni halda því fram að Íslend-
ingar glati sjálfstæði sínu og full-
veldi með aðild að Evrópusamband-
inu. Enn fremur segir Úlfar söguna
hafa farið óblíðum höndum um áð-
urnefndan hræðsluáróður þessara
manna. Ekki er ég viss um að allir
séu sammála þessari söguskoðun
Úlfars sem er stjórnmálafræðingur
en ekki sagnfræðingur.
Megininntakið í málflutningi
greinarhöfundar er að smáríki eins
og Ísland mundu hafa raunveruleg
áhrif innan Evrópusambandsins og
er í því samhengi sérstaklega
minnst á sjávarútvegsmál. Enn-
fremur segir: „Þess eru engin dæmi
í sögu ESB að ákvarðanir séu tekn-
ar þvert á augljósa sérhagsmuni
eins aðildarríkis enda gæti slíkt
haft alvarlegar afleiðingar í för með
sér.“ Það hefur líklega ekki talist til
„augljósra sérhagsmuna“ Austur-
ríkismanna að mati
Úlfars að kjósa sér
ríkisstjórn á lýðræðis-
legan hátt í frjálsum
kosningum. Óljóst
orðalag sem saman-
stendur af mótsagna-
kenndum málflutningi
getur ekki verið vel til
þess fallið að skýra
einfalt mál. Setningar
eins og „Íslendingar
myndu svo til einir
hafa rétt til að nýta
fiskimiðin umhverfis
landið“ eru síður en
svo góðar til lýsingar á
afleiðingum aðildar Ís-
lands að ESB eða
hvað? Við nánari skoðun kemur í
ljós að rökfastan málflutning um
áhrif sjávarútvegsstefnu ESB á
fiskveiðar hér við land er hvergi að
finna. Augljósar hentistefnuákvarð-
anir sambandsins og sú viðleitni að
draga úr áhrifum smærri ríkja inn-
an þess segja okkur að erfitt er og
nær ómögulegt að sjá fyrir afleið-
ingarnar af inngöngu Íslands í hið
miðstýrða sambandsríki. Íslending-
ar tryggja ekki hagsmuni sjávarút-
vegsins með því að leggja hann á
borð ESB og vona síðan að áhrif
okkar og völd séu ennþá viðvarandi.
Íslendingar hafa tekið þátt í ým-
iskonar alþjóðasamstarfi. Við erum
til að mynda í NATO, Sameinuðu
þjóðunum, þátttakendur í EFTA,
EES svo fátt eitt sé nefnt. Ekki
verður deilt um kosti þess að hafa
gerst aðlilar að t.d. EES samn-
ingnum en hann hefur m.a. orðið
samkeppni á Íslandi mjög til góða.
Því hefur verið fleygt í evrópuum-
ræðunni að með aðild að EES
samningnum hafi Íslendingar afsal-
að sér hluta fullveldis síns vegna
áhrifaleysis okkar við stefnumótun
samningsins í framkvæmd. Af þess-
um ástæðum sé því vænlegast að
ganga alla leið og gerast aðilar að
ESB til að tryggja áhrif Íslands
hvað stefnumótun varðar. Einn
hængur er þó á röksemd þessari en
hann er sá að við gerum okkur fulla
grein fyrir ýtrustu réttaráhrifum
EES en hvað þróun og stefnu ESB
varðar erum við eins og allir aðrir,
þ.e. engu nær. Hversu langt ætlar
til dæmis Evrópusambandið að
ganga í að hlutast til um innanrík-
ismál einstakra aðildarríkja? Ef
þeir, sem umhugað er um fullveldi
og sjálfstæði þessa lands, bera heit-
ið „úrtölumenn“ skv. greiningu Úlf-
ars skal ég glaður bera þann titil.
Íslendingar þurfa ekki að vera í
ESB til að tryggja hagsmuni sína.
Ekki fæ ég skilið hvernig sagan
skv. Úlfari hafi farið illa með boð-
skap fyrrnefndra hræðsluáróðurs-
manna sem standa vörð um full-
veldi og sjálfstæði Íslands.
Íslendingar mundu þurfa að deila
fiskimiðum sínum með öðrum þjóð-
um og hámarksafli yrði ákveðinn af
ráðherraráðinu ef Íslendingar
gengju í ESB. Ekki er hægt að
skilja afleiðingar þessar á annan
hátt en fullveldi okkar og sjálfstæði
sé hætt komið.
Íslendingar eru rík þjóð bæði í
efnalegum og menningarlegum
skilningi. Á einungis um 100 árum
hefur okkur tekist að búa svo um
hagi okkar að eftir hefur verið tek-
ið. Samið var við Dani um að við
tækjum öll okkar mál í eigin hend-
ur, fullveldi og sjálfstæði fengum
við á endanum. Þessum áföngum
náðu kraftmiklir og sjálfstætt hugs-
andi Íslendingar en þeir eru for-
senda sjálfstæðis okkar í hnot-
skurn. Úlfar og aðrir
evrópusambandssinnar verða að
koma sér upp úr holskeflu vanmátt-
ar og ósjálfstæðrar hugsunar, þetta
getur ekki verið hollt.
Evrópusam-
bandsaðild –
spor í hvaða átt?
Valdimar Agnar
Valdimarsson
Höfundur er nemi við HÍ.
Sjálfstæði
Ef þeir, sem umhugað
er um fullveldi og sjálf-
stæði þessa lands bera
heitið „úrtölumenn“
skv. greiningu Úlfars,
segir Valdimar Agnar
Valdimarsson, skal ég
glaður bera þann titil.