Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 53
NÝTT
Fæst í flestum apótekum
Innflytjandi: Pharmaco hf.
A
U
K
IN
V
EL
LÍÐAN
HVÍTAR
I
TE
N
N
U
R
Hreinni
og hvítari
tennur
W H I T E N I N G
Fyrir
gervitennur
K
O
R
T
E
R
K
O
R
T
E
R
Í ÞJÓÐSÖGUM Jóns Árnasonar er
saga um sýslumannskonu á Burstar-
felli í Vopnafirði sem aðstoðar álf-
konu í barnsnauð og fær að launum
dýrindis dúk gullofinn úr „guðavef“.
Guðavefur þýðir skv. orðabók Máls
og menningar; dýrt klæði eða slikju-
silki sem er vefnaður með sléttri
slikjukenndri áferð þar sem lítið ber
á þráðunum.
Þjóðsagan segir að enginn í sókn-
inni hafi séð annan eins dúk og var hann því
hafður fyrir altarisdúk í kirkjunni sem Burst-
arfell átti kirkjusókn að og sagt er að hann
hafi verið þar enn þegar sagan var færð í letur
fyrir u.þ.b. hundrað árum.
Á Burstarfelli var í katólskum sið svokölluð
hálfkirkja, en það er kirkja sem hefur minni
skyldur en alkirkja, m.a. var ekki messu-
skylda á hverjum messudegi. Talið er að sú
kirkja hafi lagst af um siðaskipti. Síðan átti
Burstarfell sókn að Hofi. Í kirkjunni að Hofi
var lengi altarisklæði sem var einmitt kallað
„álfkonudúkurinn frá Burstarfelli“. Þessi um-
ræddi dúkur komst síðan í hendurnar á Sig-
urði Vigfússyni, þáverandi forstöðumanni Ís-
lenska forngripasafnsins, árið 1890 og er
dúkurinn nú í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Í
bókinni Hundrað ár í Þjóðminjasafni er svart/
hvít mynd af einu horni dúksins og ber hann á
sér mikinn ævintýrablæ. Þar situr fögur og
hárprúð ljóshærð kona í íburðarmiklum kjól.
Hún situr og er að spila á hörpu og í kringum
hana eru fögur blóm og tré. Konan er engin
venjuleg íslensk bóndakona og minnir frekar
á erlenda hefðardömu frá 18. öld. En er hér
ekki bara um að ræða sjálfsmynd álfkonunnar
sem gaf dúkinn í þakklætisskyni fyrir hjálp
sýslumannskonunnar frá Vopnafirði. Dúk-
urinn er þá greinileg sönnun þess að raun-
verulegar álfkonur eru þá til! Það væri nú
ekki amalegt að þekkja einhverja slíka og fá
kennslu í að vefa guðavef úr slikjusilki. (Heim-
ildir: Þjóðsögur Jóns Árnasonar og Hundrað
ár í Þjóðminjasafni).
Í Spuna marsmánaðar er boðið upp á peysu
og húfu í stíl sem fundust við hamra nokkra í
Grafarvogi og er því ekki ólíklegt að sé prjón-
að af álfkonu sem þar ku víst búa. Peysan er
prjónuð úr yndislega mjúku pelsgarni sem ef
til vill er arftaki slikjusilkisins.
Húfa og peysa
með eða án hjarta
Upplýsingar um hvar garnið fæst er í síma
565-4610.
Garn: Funny-pelsgarn og Kitten Mohair.
Stærðir: (1/2) 1 (2) 4-6 ára.
Yfirvídd: (58) 65 (72) 79 sm
Sídd: (31) 35 (39) 42 sm
Garn í peysu:
Funny nr. 4517: (3) 3 (3) 4 dokkur.
Kitten nr. 4345: (2) 2 (2) 3 dokkur.
Garn í húfu:
Ein dokka af hvorri tegund.
Prjónar:
Hringprjónar og sokkaprjónar nr. 7.
Sokkaprjónar eða lítill hringprjónn nr. 6.
Sokkaprjónar nr. 4 í húfu og lítill hringprjónn
nr. 4 í hjarta.
Prjónfesta með 1 þræði af hvorri tegund:
11 1/2 lykkja í sléttu prjóni á prjóna
nr. 7 = 10 sm á breidd.
Bolur: Fitjið upp með 1 þræði af
Funny og 1 þræði af Kitten á hring-
prjón nr. 7 (66) 74 (82) 90 lykkjur.
Prjónið kant þannig: 1. umf.: * 1
slétt, takið 1 lykkju óprjónaða fram
af með bandið fyrir framan.* End-
urtekið frá *-* allan hringinn. 2. og 3.
umf.: Eins og 1. umf.
Prjónið síðan slétt prjón. Þegar
bolurinn mælist (18) 21 (23) 25 sm skiptist hann
í tvennt með (33) 37 (41) 45 lykkjum á hvoru
stykki.
Bakstykki: Fellið af undir höndum á öðrum
hverjum prjóni (1,1,1) 1,1,1 (2,1,1) 2,1,1 lykkju
= (27) 31 (33) 37 lykkjur. Prjónið slétt þar til
handvegur mælist (12) 13 (14 1/2) 16 sm. Fellið
af miðjulykkjurnar (15) 15 (17) 19 og prjónið
hvora öxl fyrir sig þar til bolurinn mælist (31)
35 (39) 42 sm. Fellið af lykkjurnar á öxlum á
öðrum hverjum prjóni (3,3) 4,4 (4,4) 4,5 lykkjur.
Framstykki: Prjónað eins og bakstykkið þar
til það er (4) 4 (6) 6 umferðum færra en bak-
stykkið þar sem miðjulykkjurnar voru felldar
af. Fellið af miðjulykkjurnar (9) 9 (11) 13 og
prjónið hvora öxl fyrir sig. Fellið af í hálsmáli á
öðrum hverjum prjóni 2 lykkjur einu sinni og 1
lykkju einu sinni. Fellið lykkjurnar af á öxlum
þegar bolurinn mælist (31) 35 (39) 42 sm.
Ermar: Fitjið upp (22) 24 (24) 26 lykkjur á
hringprjón nr. 7 og prjónið fyrstu 3 umferð-
irnar eins og á bolnum. Prjónið áfram slétt
prjón. Athugið: síðasta lykkjan í hringnum er
alltaf prjónuð brugðin = merkilykkja. Aukið í 1
lykkju sitt hvoru megin við merkilykkjuna und-
ir erminni þegar hún mælist (4, 8, 12) 5, 10,15
(5, 10, 15, 20) 5, 10, 15, 20, 25 sm = (28) 30 (32)
36 lykkjur. Þegar ermin mælist (15) 19 (23) 27
sm er merkilykkjan felld af. Prjónið fram og til
baka og fellið af 2 lykkjur í byrjun næstu (10) 10
(12) 14 umferða. Fellið af síðustu (7) 9 (9) 7
lykkjurnar.
Frágangur: Saumið axlir saman.
Hálskantur: Prjónið upp með tvöföldu KITT-
EN-garni á prjóna nr. 6 u.þ.b. (48) 48 (53) 57
lykkjur. Prjónið garðaprjón í hring = * 1 umf.
brugðið, 1 umf. slétt*. Endurtakið frá *-* þrisv-
ar sinnum. Fellið af.
Hjarta:
Tvær stærðir = 1/2-1 árs og 2-6 ára.
Fitjið upp (2) 2 lykkjur með Kitten á prjóna
nr. 4, prjónið 1 prjón brugðið.
2. prjónn: Prjónið 2 lykkjur í hverja lykkju =
4 lykkjur á prjóni, prjónið 1 prjón brugðið.
4. prjónn: Prjónið 1 lykkju slétt, lyftið þver-
bandinu á milli lykkjanna og prjónið það snúið
slétt, 2 lykkjur slétt, lyftið þverbandinu á milli
lykkjanna og prjónið það snúið slétt, 1 lykkja
slétt = 6 lykkjur. Prjónið 1 prjón brugðið.
Prjónið áfram slétt prjón og aukið í um 1
lykkju á réttunni í hvorri hlið fyrir innan kant-
lykkjuna þar til komnar eru (36) 40 lykkjur á
prjóninn. Aukið nú í á 4. hverjum prjóni tvisvar
sinnum en í síðari útaukningunni er hjartanu
skipt í tvennt = (20) 22 lykkjur á hvoru stykki.
Prjónið 1 prjón brugðinn. Næsti prjónn: Prjón-
ið 2 sléttar saman u.þ.b. á miðju stykkinu = (19)
21 lykkja, prjónið 3 prjóna.
Úrtakan er á réttunni þannig: Þar sem tekið
er úr í upphafi prjóns eru prjónaðar 2 slétt sam-
an, þar sem tekið er úr í enda prjóns eru prjón-
aðar 2 snúnar slétt saman. Fellið svona af á
hvorri hlið frá réttu þar til (13) 13 lykkjur eru
eftir og endið á brugðnum prjóni. Fellið af í lok-
in 2 lykkjur í hvorri hlið á næstu 2 prjónum
þannig: 1 slétt, 3 slétt saman, 5 slétt, 3 snúnar
slétt saman, 1 slétt = (9) 9 lykkjur. Snúið við og
prjónið 1 brugðið, 3 brugðnar saman, 1 brugðin,
3 snúnar brugðnar saman, 1 brugðin = (5) 5
lykkjur. Snúið við og prjónið 2 slétt saman, 1
slétt, 2 snúnar slétt saman. Snúið við og prjónið
3 brugðnar saman. Klippið þráðinn frá og drag-
ið hann í gegnum lykkjuna. Prjónið hina hlið
hjartans eins. Saumið hjartað framan á miðju
peysunnar.
Húfa:
Stærðir: (1/2-1) 2 (4) ára.
Fitjið upp með Kitten á 3 sokkaprjóna nr. 4
(72) 76 (80) lykkjur. Prjónið stroff, 1 lykkja slétt
og 1 brugðin alls 3 sm. Prjónið slétt prjón þar til
mælist (8-9) 10 (11) sm. Stærð 2ja ára: takið úr
4 lykkjur jafnt yfir prjóninn = 72 lykkjur. Allar
stærðir: Prjónið 6 slétt, 2 slétt saman allan
hringinn = (63) 63 (70) lykkjur. Prjónið 4 um-
ferðir slétt.
Prjónið 5 slétt og 2 slétt saman allan hring-
inn. = (54) 54 (60) lykkjur. Prjónið 4 umf. án úr-
töku. Prjónið áfram og fellið jafnframt af í 5.
hverri umferð með 1 lykkju minna á milli úr-
taka þar til (18) 18 (20) lykkjur eru eftir. Prjón-
ið 1 umferð 2 slétt saman allan hringinn. Slítið
frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar og
festið vel.
Pelskantur: Fitjið upp með 1 þræði Funny
og 1 þræði Kitten á sokkaprjóna nr. 7 (42) 44
(46) lykkjur. Prjónið í hring 3 fyrstu prjónanna
eins og neðst á bol og ermum. Prjónið síðan
áfram 1 slétt og 1 brugðið þar til mælist (5) 5 1/2
(6) sm. Fellið af.
Eyru: Fitjið upp með Kitten 4 lykkjur á prjón
nr. 4. Prjónið 2 prjóna slétt. Prjónið garðaprjón
og aukið í 1 lykkju í annarri hverri umferð fyrir
innan kantlykkjuna tvisvar sinnum. Aukið síð-
an í á 4. hverjum prjóni tvisvar sinnum og síðan
á 6. hverjum prjóni (2) 3 (3) sinnum = (16) 18
(18) lykkjur. Prjónið þar til eyrað mælist (6) 7
(7) sm, fellið af. Prjónið hitt eyrað eins.
Frágangur: Saumið eyrun á húfuna með (14)
14 (16) sm bili á milli eyrnanna í miðju að aftan.
Leggið pelskantinn yfir stroffið á húfunni þann-
ig að affellingin á pelskantinum leggst við kant-
inn á húfunni. Saumið niður frá réttu með Kitt-
en-garni. Búið til snúrur úr Kitten-garni og
festið neðst á eyrun.
Álfkonudúkur
í laun fyrir hjálpina
Peysan er prjónuð úr einum þræði af KITTEN-mohair og öðrum af FUNNY-pelsgarni sem er
mjúkt viðkomu, þægilegt, fljótlegt og létt að prjóna úr. Athugið að hægt er að sleppa hjartanu.
SPUNI
HANDMENNT
Umsjón: Bergrós
Kjartansdóttir