Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 55

Morgunblaðið - 01.03.2001, Side 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 55 Allt til dauðadags sá Simbi um bókhaldið fyrir fyrirtæki mitt, Fremri kynningarþjónustu. Það verk innti hann af hendi af alkunnri samviskusemi og alúð. Það eina sem ég gat fundið að var hversu tregur Simbi var til að leyfa mér að greiða sér sannvirði fyrir vinnuna. Ég hygg að þannig hafi þessi mikli öðl- ingur víðar staðið að verki. Hann mat manngildið ofar öllu en auðgild- ið einskis. Simbi var mér miklu meira en frábær samstarfsmaður. Hann var mér mjög góður vinur sem var alltaf boðinn og búinn að veita stuðning og styrk. Sérstæð og leiftrandi kímnigáfa hans létti manni oft lífið og flutti fjöll. Þannig verða t.d. margar sögur hans frá uppvaxtarár- unum í Halakoti og dvölinni í Sví- þjóð mér ógleymanlegar. Simbi var um margt einstakur maður. Eitt sérkenna hans alla tíð var það að hann gekk ekki í sokk- um. Ég man enn hversu hissa ég varð þegar ég sá hann í fyrsta sinn og veitti sokkaleysi hans athygli. Hann fékk ótal sokkapör að gjöf frá nemendum sínum í gegnum tíðina en allt kom fyrir ekki. Simba fannst einfaldlega vont að vera í sokkum og þar við sat. Jafnvel sparibúinn í snjó og kulda var hann berfættur í skónum og kærði sig kollóttan um hvað öðrum fannst um tiltækið. Þannig var hann bara! Nú, þegar stutt en kvalafull barátta við vágest- inn mikla er að baki og Simbi farinn á æðra tilverustig, sé ég sé hann fyrir mér í hinu eilífa víðerni – sæl- an og sokkalausan. Elsku Jóhanna, Tryggvi Rafn, Helgi Kristvin og Jói litli. Við Inga biðjum Guð að styrkja ykkur og styðja á þessari miklu sorgar- stundu. Systkinum Simba og öðrum aðstandendum sendum við einnig hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi minninguna um Sigurbjörn Kristinsson. Hann er vel að sæmd- arheitinu „Höfundur frá Halakoti“ kominn. Bragi V. Bergmann. Ég kynntist Sigurbirni fyrst þeg- ar við áttum heima í Gautaborg fyr- ir meira en tuttugu árum. Það má eiginlega segja að við höfum fundið hvor annan þar og kunningsskapur okkar og vinátta hélst ætíð síðan. Það var gaman að vera ungur náms- maður erlendis eins og margir hafa upplifað. Í Gautaborg voru þá margir Íslendingar og eru eflaust enn. Þar kynntist ég mörgu skemmtilegu fólki og einn þeirra var Sigurbjörn Kristinsson. Það var e.t.v. sá bakgrunnur að við höfðum báðir alist upp í sveit sem tengdi okkur saman. Sigurbjörn, eða Simbi eins og við kölluðum hann, var úr Flóanum og var stoltur af. Eftir að hafa kynnst Simba fékk Flóinn tals- vert annað yfirbragð í mínum huga og varð að sumu leyti hálfgert æv- intýraland. Þetta kom til af því að Simbi var lífsglaður maður og sagði skemmtilega frá mönnum og mál- efnum. Eitt af því sem við ræddum oft var sveitasíminn og það félags- lega hlutverk sem hann gegndi. Heyskapur, hundahreinsun, réttir, tilhleypingar og sauðburður; allt var þetta raunveruleiki sem við þekkt- um báðir og höfðum lifað og hrærst í. Eins og menn vita er yfirleitt nóg að starfa í sveitinni og tekur allt heimilisfólkið þátt í daglegum störf- um. Börn og unglingar eru þar ekki undantekning. Sigurbjörn mun því ungur hafa þurft að taka til hend- inni og hygg ég að það hafi sett sitt mark á manninn. Í Gautaborg var mikið félagslíf meðal Íslendinganna sem þar bjuggu. Það voru ekki færri en þrjú Íslendingafélög þar á þessum árum og var ekki laust við að milli þeirra ríkti nokkur samkeppni. Við tókum aðallega þátt í námsmannafélaginu sem, eins og önnur félög, var stofn- að til að efla hag félagsmanna. Þótti námsmannafélagið harla byltingar- kennt og vinstrisinnað þannig að ýmsir „betri borgarar“ töldu það ekki við sitt hæfi. Eitt af því sem námsmannafélgið beitti sér fyrir voru þorrablót. Við höfðum orðið vitni að þorrablótum hjá öðrum félögum í Gautaborg þar sem snæddur var kalkúnn og kjúklingar, skemmtiatriðin voru óperusöngur og annað eftir því. Þetta þótti okkur Simba heldur þunnur þrettándi og töldum við að þetta ætti lítið skylt við þorrablót eins og við þekktum þau úr okkar heimasveitum. Þess vegna beittum við okkur fyrir því ásamt fleirum að halda alvöru þorrablót. Á þorrablótum verður að sjálfsögðu að vera alvöru þorramat- ur, annáll og önnur heimafengin skemmtiatriði. Annállinn er eins og felst í nafninu ágrip af því helsta sem gerst hafði í sveitinni árið á undan. Simbi trúði mér fyrir því að í hans heimasveit hefðu það þótt hálf- misheppnuð þorrablót ef menn hefðu ekki orðið þokkalega illir eftir umfjöllunina sem þeir fengu í ann- álnum. Þetta leiddi svo aftur til þess að menn kepptust um að komast í næstu þorrablótsnefnd til að svara fyrir sig. Það var gaman að vera með Simba í þorrablótsnefnd. Hann var auðvitað lykilmaður við samningu annálsins og annarra skemmtiat- riða. Þar nutu sín vel hæfileikar hans í meðferð íslensks máls, hvort sem það var bundið eða óbundið. Og það var saminn annáll, sett upp leik- rit og samdir heilu ljóðabálkarnir sem sungnir voru á blótinu. Og auð- vitað slógu þorrablótin í gegn og komust færri að en vildu í næstu þorrablótsnefndir. Sigurbjörn var greindur maður og vel lesinn. Hann lagði stund á félagsfræði og bókmenntir í Gauta- borg en hans aðalfag var fjölmiðla- fræði, en hún var í mikilli umbreyt- ingu á þessum árum, einkum vegna hinna miklu tæknibreytinga sem voru að eiga sér stað í fjölmiðlun. Ekki stefndi hugur Simba samt í að vinna við fjölmiðla sem frétta- eða blaðamaður. Ég held að hann hafi miklu frekar viljað þekkja þessa at- vinnugrein og hvernig hægt er nota hana og jafnvel misnota. Ekkert var honum fjarlægara en áróður og sýndarmennska og ræddum við oft um hinn mikla áhrifamátt fjölmiðla sem auðveldlega er hægt misbeita. Eftir að Sigurbjörn kom heim frá námi settist hann að á Akureyri, eða fór til „Akureyris“ eins og við sögð- um stundum að gamni okkar. Þar stundaði hann lengst af kennslu og námsefnisgerð hjá Tölvufræðslunni á Akureyri. Einnig kenndi hann við Verkmenntaskólann á Akureyri, Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands og fyrir ýmsa fleiri aðila. Hafði hann stundum á orði að það væri löng leiðin í tæknilegum skiln- ingi frá sláttuvélunum í Halakoti til tölvutækni nútímans. En það vafðist ekki fyrir Sigurbirni að tileinka sér nýja tækni. Við héldum alltaf sambandi þótt hann byggi á öðru landshorni. Nokkrum sinnum heimsótti ég hann norður og hann leit við hjá mér þeg- ar hann var á ferðinni. Þar að auki var það síminn (ekki sveitasíminn) sem við notuðum og gátu símtölin stundum orðið löng. Þann tíma, sem aðrir eyddu á Netinu, notuðum við í heimspekilegar umræður og til að segja hvor öðrum sögur úr sveitinni okkur báðum til óblandinnar ánægju. Simbi sagði nefnilega skemmtilega frá og margt virðist hafa skeð skemmtilegt í Flóanum. Ekki er víst að sumar þessar sögur hafi verið að öllu leyti sannar, en af hverju á að láta góða sögu gjalda sannleikans. Sigurbjörn var ríkur af andlegum auði en ekki veraldlegum. Hann safnaði ekki hlutabréfum eins og títt er um unga menn nú til dags. Og nú hafa öll hlutabréf fallið í verði og hvað með það? En það er þyngra en tárum taki að aldrei framar mun ég heyra hinar skemmtilegu frá- sagnir frá Simba né eiga við hann fleiri samtöl. Eftir stendur minn- ingin um góðan dreng sem átti fáa sína líka. Ég hringdi til hans kvöldið áður en hann dó. Þá gat hann ekki talað við mig þar sem hann var hel- sjúkur. Mér þótti samt vænt um að heyra að það hafi lifnað yfir honum þegar hann heyrði hver var í síma- num. Hann bað um að skila til mín að hann ætlaði að hringja næsta dag þegar sér liði betur. Helsjúkur lýsti hann ástandi sínu á hnyttinn og gáskafullan hátt, en það var alltaf stutt í grínið hjá Simba. Mér þykir vænt um að síðustu skilaboðin frá Simba hafi verið honum lík, en þau verða ekki höfð eftir hér. Það eru margir sem eiga um sárt að binda eftir fráfall Sigurbjörns Kristinssonar í blóma lífsins. Öllum þeim eru hér færðar samúðarkveðj- ur, sérstaklega börnum hans og eft- irlifandi eiginkonu. Vonandi verða þessi eftirmæli styrkur þeim sem eiga um sárt að binda. Ég vil minn- ast Simba á léttum nótum, því ekk- ert var honum meira á móti skapi en mærðarvæl. Helgi Gunnarsson. Kveðja frá bekkjarsystkinum, útskriftarárgangi 1976, frá Samvinnuskólanum á Bifröst nú blæs haustlega og allt er eins og það er súgurinn í auðri skránni og hundarnir sem ýlfra við ókunnan banabeð. Kannski finnst leyndur stígur um flóann undir stórum greinum töfraskógarins og hikandi slóð sem hverfur ekki. En hvort hún vísar þér inn á hinn gullna hveitiakur sem þig hefur dreymt, eða þrýtur það get ég ekki sagt þér því þar eð hinn sjúki sem liggur hér út af og hlustar á vindinn er barn síns eigin draums og hefur villst eitt sinn fyrir löngu með hlið- lykilinn að höllinni í ævintýrum móður sinnar, er það fyrir hann að hundarnir ýlfra, fyrir hann einan að vindurinn blæs, og fyrir hann einan að allt er eins og það er. (H. Nordbrandt. Þýð. Úlfur Hjörvar.) Bekkjarfélagi okkar og vinur Sig- urbjörn Kristinsson er látinn, langt um aldur fram. Við erum hnípin, hugsum til baka og minnumst sam- verunnar á Bifröst, tilfallandi sam- skipta síðar og þeirra samfunda sem aldrei urðu en sífellt voru í bí- gerð. Við hugsum til Jóhönnu eig- inkonu hans, sonanna Tryggva Rafns, Helga Kristvins og Jóhanns Freys, fjölskyldu og ástvina. Ykkar missir er mestur. Við sendum ein- lægar samúðarkveðjur til ykkar allra og biðjum þess að ykkur farn- ist vel á þeim erfiðu tímum sem í hönd fara. Góður drengur er geng- inn. Bekkjarsystkinin. Það verður svo dimmt þegar vinirnir skilja og virðist sem kulni í hjartanu glóð, en myndirnar ljúfu og minningar ylja sem mörkuðu sporin í ævinnar slóð. Með klökkva í huga er kveðja mín þessi því komin er skilnaðar þungbæra stund, að Guðirnir allir þig geymi og blessi er gengur þú héðan á skaparans fund. (F.S.) Innilegar samúðarkveðjur send- um við fjölskyldunni og biðjum al- góðan Guð að vera með ykkur og styrkja í sorginni. Síðdegishópur Tölvu- fræðslunnar á Akureyri veturinn 2000-2001. 3  %  &    5 22 -;0( : 4 $,&            4  5  (! (0"#!'!1 3     &  %   %   53    22 +"*&(!<!(  &"(&$, 88  .&"$,& *     &      !  #-- .    *    /      '  ,&     3 !! & 67766# !* (/(! '! (0"#! !*'! 4 ,!  !   !* (0"#!'! 5( ! (0"#!   ,! 4 ,! (0"#!  1 Hann Lúlli í Stein- holti er allur, þessi svipmikli kall sem sóp- aði að jafnt í daglegu amstri og sem á gleði- stundum. Ein af þessum sterku per- sónum sem settu svip sinn á litla þorpið okkar og margar skemmti- legar frásagnir eru af. Upp í huga minn koma mörg atvik frá bernsku minni og uppvexti sem tengjast Lúlla, Siggu og börnunum þeirra því það var daglegur samgangur á milli æskuheimilis míns og heimili Lúlla og Siggu og Stína dóttir hans er æskuvinkona mín. Við Stína lék- um okkur saman heima hjá henni og heima hjá mér, við vorum samferða í skólann, saman í skátastarfinu, við stóðum saman og vörðum hvor aðra þegar á þurfti að halda. Og oft nýtt- um við okkur samstöðuna til að kría út leyfi foreldranna til einhverra huta sem við vorum vissar um að fá ekki nema með fulltingi hvor ann- arrar. Eða hvað skyldum við oft hafa notað setningar eins og þessar: „Pabbi, má ég fara í bíó,Tóta má fara?“ eða: „Mamma, má ég kaupa smánammi, Stína fékk pening?“ Ótrúlega oft, og við vorum sann- færðar um að hvorki Lúlli né mamma sæju í gegnum þetta bragð okkar. Lúlli missti konuna sína hana Siggu langt um aldur fram og varð upp frá því einn að sjá um heimilið, börnin sín sem þá voru á unglings- aldri ásamt því að skila löngum og erfiðum vinnudegi í frystihúsinu. Og þegar hann kom heim úr vinnunni var eins víst að í litla húsinu hans væri fullt af unglingum úr hverfinu, hálfgerð félagsmiðstöð, full af fjör- ugum unglingum að hlusta á háværa tónlist. Í dag finnst mér erfitt að skilja hvernig Lúlli komst yfir að gera allt það sem hann þurfti að gera og gerði á þessum árum sem einstæður faðir sem vann langan vinnudag. Hann fór eldsnemma til vinnu, kom heim í hádeginu og gaf kindunum, fór aftur til vinnu og vann fram að kvöldmat eða lengur afar erfitt starf við frystitækin í frystihúsinu. Jafn- framt þessu sinnti hann heimilinu, gætti þess að krakkarnir lærðu fyrir skólann og hann vildi að heimilið væri hreint og snyrtilegt. Sjálfur gekk hann í flest verk innanhúss sem utan og flestir sem smökkuðu pönnukökurnar hans og sunnudags- lærið róma það enn. Stína veitti hon- um ómetanlega hjálp við þessar erf- iðu aðstæður og tók ung mikla ábyrgð á heimilishaldinu og stóð sig eins og hetja og vann heimilisstörfin með skólanum. Einu atviki frá þessum dögum LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON ✝ Lúðvík Krist-jánsson fæddist í Ásbúðum á Skaga 30. júní 1910. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi 10. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólanes- kirkju á Skaga- strönd 17. febrúar. langar mig að segja frá en það var þannig að við vinkonurnar vorum að búa til sælgæti með því að bræða sykur á pönnu. Þar sem við stóðum við eldhús- bekkinn í Steinholti og vorum að skera harðan sykurinn í smærri bita hrökk hnífurinn á bóla- kaf í höndina á Stínu, hitti á æð og það foss- blæddi úr sárinu. Í því kemur Lúlli heim úr vinnunni og hans fyrstu viðbrögð voru að skamma Stínu og segja í reiðilegum tón: „Hvers vegna varstu að skera þig, gastu ekki látið það vera?“ um leið og hann gerði að sárinu. Í lang- an tíma vorum við móðgaðar út í pabba hennar Stínu fyrir að skamma hana fyrir þetta slys – eins og einhver geri það að gamni sínu að skera sig! Mörgum atvikum man ég eftir þar sem okkur Stínu fannst Lúlli stund- um of strangur, ósanngjarn og af- skiptasamur en ég skil nú vel við- brögð hans sem voru einmitt tákn um þá miklu umhyggju og vænt- umþykju sem Lúlli bar fyrir Stínu og fjölskyldu sinni. Umhyggja og væntumþykja sem hann hafði ef til vill ekki ekki tök á að sýna með öðrum hætti í þeirri erfiðu lífsbaráttu sem hann háði sem einstæður faðir sem mátti hafa sig allan við til að sjá fjölskyldu sinni farborða. En velferð barna hans og síðan fjölskyldna þeirra var Lúlla eitt og allt. Að leiðarlokum langar mig og fjöl- skyldu mína að kveðja Lúlla með kærri þökk fyrir allt og allt og senda börnum hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðakveðjur. Þórunn Bernódusdóttir og fjölskylda. Það er ekki auðvelt að hugsa til þess að Lúlli frændi hafi nú kvatt okkur og gengið til fundar við ást- vini sína, handan við móðuna miklu. Heimurinn verður fátæklegri fyrir vikið því hann var litrík persóna. Undanfarna daga hef ég hugsað mikið til hans og það er ekki hægt nema með brosi á vör. Ég á ein- hvern daginn eftir að segja syni mínum frá því þegar ég var lítil stelpa og átti gamlan frænda sem gat spilað við mig lon og don, Ólsen- Ólsen og manna. Hann bakaði bestu pönnukökurnar, steikti ástarpunga og átti alltaf kónga-brjóstsykur í skál uppi á ísskáp. Ég gleymi heldur aldrei þegar hann kom út í parís með okkur vinkonunum, þá á átt- ræðisaldri. Nei, það var aldrei leið- inlegt í kringum Lúlla, hann bar gleðina með sér hvert sem hann fór. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að hitta hann í sumar og kveðja hann í síðasta sinn. Frímann, Stína, Kalli og Kristinn og fjölskyldur, ykkur sendi ég og fjölskyldan mín innilegustu samúð- arkveðjur. Sigurlaug Lára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.