Morgunblaðið - 01.03.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 01.03.2001, Qupperneq 56
MINNINGAR 56 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Benný IngibjörgBaldursdóttir fæddist í Reykjavík 25. júlí 1932. Hún lést á Gjörgæsludeild Landspítalans 21. febrúar síðastliðinn. Móðir hennar var Sigríður Benedikts- dóttir frá Þórukoti í Víðidal en faðir henn- ar var Jón Sigurðs- son í Görðum við Æg- isíðu í Reykjavík. Móðir hennar lést þegar Benný var fjögurra ára gömul. Henni var þá komið í fóstur til frænda síns Baldurs Sveinssonar bankafulltrúa (f. 18. október 1902, d. 2. nóvember 1967) og Fríðu Guðmundsdóttur konu hans (f. 17. mars 1905, d. 5. maí 1987), sem síð- ar ættleiddu hana. Bróðir Benn- ýjar er Gylfi Baldursson, heyrnar- fræðingur, f. 8. nóvember 1937. Benný eignaðist 27. október 1958 son- inn Sigurð Örn Helgason, íþrótta- kennara og meist- araflokksþjálfara á Siglufirði. Benný ólst upp í Reykjavík og gekk þar í skóla, fyrst í Landakotsskóla og síðan í undirbúnings- deild Menntaskólans í Reykjavík. Hún var síðan einn vetur í húsmæðraskóla í Danmörku. Benný vann lengi við fisk- vinnslustörf hjá Bæjarútgerðinni og víða um land, en hún var lærð- ur fiskmatsmaður. Hún vann síðar um árabil sem rannsóknamaður hjá Orkustofnun. Útför Bennýjar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Benný föðursystir mín er mikil hetja í mínum augum. Hún hlaut meira en sinn skerf af mótlæti, og voru þeir fáir vinningarnir, sem henni bárust í hendur. Ég var svo heppinn að fá að kynnast henni bet- ur á síðustu árum, og nú kveð ég hana sem vin en ekki bara sem gamla frænku úr Breiðholtinu. Eins og vinir gera studdum við Benný hvort við annað. Við bárum hvort annars hag fyrir brjósti og reynd- um eftir besta megni að hjálpa hvort öðru. Við hittumst oft, en í amstri hversdagsins sjaldnast nógu lengi. En í þessum mörgu stuttu heimsóknum náði ég að kynnast Benný vel. Hún sagði mér margar sögur af sjálfri sér og fjölskyldu okkar, ævintýrum og þrautagöng- um. Þrátt fyrir það að Benný hafi þolað mótlæti úr ýmsum áttum, og oft þurft að finna eigin leiðir út úr völundarhúsum lífsins, þá fann ég aldrei fyrir biturleika né reiði hjá henni. Heldur kenndi hún mér um- burðarlyndi, örlæti, væntumþykju, og dugnað, og lét fá ljót orð falla um annað en heilbrigðiskerfið og öryrkjamálin. Sjálfstæði lærði Benný sem ungt barn, er hún missti móður sína fimm ára gömul. Hún ólst upp hjá frænda sínum og afa mínum Baldri Sveinssyni, og ömmu minni Fríðu Guðmundsdóttur. Hefur hún sagt mér margar skemmtilegar sögur af prakkarastrikum sínum og pabba í gamla daga á Hávallagötu. Á ung- lingsárunum þroskaðist sjálfstæði Bennýjar enn meira. Hún fór í nám og starfaði svo í nokkur ár sem fiskimatsmaður, og síðar til margra ára við Orkustofnunina, þar sem hún naut sín vel. Var það henni mikill missir er hún varð að hætta störfum vegna þess heilsuleysis er læddist að henni á besta aldri. Ég minnist Bennýjar sem örlátr- ar og hógværrar vinkonu sem var ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd. Þegar fjölskylda mín fluttist til Kanada um margra ára skeið ann- aðist hún aldraða ömmu mína af mikilli samviskusemi og veitti henni þá hlýju og umhyggju er hún þarfn- aðist þá. Hefur hún sýnt mér og systrum mínum mikinn áhuga á síð- ustu árum, og aldrei gleymdi hún einum einasta afmælisdegi hjá okk- ur né börnum okkar. Þrátt fyrir kröpp kjör voru gjafir hennar til þeirra rausnarlegar og valdar af miklum hlýhug. Augljóst er að þrátt fyrir takmörkuð samskipti var fjöl- skyldan henni mikils virði. Á síð- ustu árum ítrekaði Benný ósk sína um að ég fengi að kynnast Sigurði syni hennar, sem búsettur hefur verið úti á landi um margra ára skeið. Sagðist hún sjá mikið af hon- um í mér, og taldi hún okkur eiga margt sameiginlegt. Hef ég nú fengið að kynnast Sigga og sé að mamma hans hafði á réttu að standa. Vonast ég til þess að þrátt fyrir fjarveru Bennýjar megi kynni okkar hvors af öðrum halda áfram að aukast og ég veit að það hefði glatt Benný. Ég kveð nú Bennýju með eftirsjá og þakklæti, og með þá von að hún finni þá gæfu sem hún á skilið. Ég sendi samúðarkveðjur til Sigga sonar Bennýjar, og til bestu vinkonu hennar, Hönnu. Baldur Gylfason. Benný Ingibjörg Baldursdóttir er látin eftir langvarandi veikindi. Ég hitti Benný fyrst árið 1976. Það leyndi sér ekki að þar fór manneskja sem hafði munninn fyrir neðan nefið og lá ekki á skoðunum sínum. Hún var líka þannig gerð að hún vildi ekkert skulda, sá alltaf til þess að standa í skilum og gera það sem krafist var af henni. Þegar hún lá sárlasin á sjúkrahúsi hafði hún stöðugar áhyggjur af því að geta ekki sinnt sameigninni í stigagang- inum heima. Benný hafði ákveðnar skoðanir á flestum hlutum. Henni fannst t.d. að börn í nútímaþjóðfélagi væru ekki alin nógu vel upp. Þau væru heimtufrek og fengju alla hluti upp í hendurnar, en foreldrarnir gæfu sér allt of lítinn tíma með þeim. Hún var fylgin sér og ef hún tók eitthvað í sig þá framkvæmdi hún það, stórt eða smátt eftir atvikum. Þegar hún komst að því að við átt- um kött ákvað hún að kettirnir okk- ar ættu að verða vinir. Það þótti mér ekki mjög líklegt. Einn daginn kom Benný yfir til okkar með köttinn sinn í fanginu og leyfði þeim að kynnast. Upp frá þeim degi voru þeir óaðskiljanlegir. Þeir sváfu í sama bæli og fylgdust að úti, börðust saman við nágranna- kettina, komu heim með týndan kettling nágrannans og átu úr sömu skál, oftast fína matinn, sem Benný keypti handa Skussa sínum. Því Benný var mikill kattavinur og hennar kött skyldi ekki skorta neitt. Hann var alinn á rækjum, harðfiski, rjóma og nýjum fiski. Það var eng- um í kot vísað hjá Benný, hvorki dýrum né mönnum. Benný var mjög trygglynd. Hún hélt tryggð við okkur og okkar börn þó svo að við flyttum burt úr hverf- inu. Hún hringdi við og við og sagði okkur fréttir af sér og stundum leit hún inn þótt hún stoppaði aldrei lengi. Síðastliðið sumar kom hún í heimsókn til að sýna mér nýja fína bílinn sinn og skoða barnabarnið mitt. Eins og venjulega kom hún færandi hendi, með buxur sem sú stutta átti að nota þegar hún færi í sveitina með afa og ömmu. Benný átti góða og trausta vin- konu, Hönnu. Hanna reyndist Benný afar vel í veikindum hennar og var alltaf til taks ef eitthvað bjátaði á. Á yngri árum hafði Benný unnið um tíma í Skaftafelli og þekkti þar hverja þúfu. Hún hélt alla tíð tryggð við fólkið þar og meðan hún hafði enn heilsu til fór hún þangað við og við og rifjaði upp gamla tíma. Ég minnist þess að í einni ferðinni datt Benný og slasaðist illa. Þá kom Hanna úr bænum og keyrði bílinn til Reykjavíkur, en Benný skipti um gíra, því Hanna hafði ekki keyrt bíl í fjöldamörg ár. Þannig hjálpuðust þær að, vinkonurnar. Benný var mjög hreykin af fjöl- skyldu sinni, talaði alltaf um hana af mikilli hlýju og sagði mér stolt frá syni sínum. Hann bjó úti á landi og eitt af því síðasta sem hún hafði heilsu til var að fara á íþróttaleik, sem hann bauð henni á. Lið sem hann hafði þjálfað átti að keppa í bænum og hún dreif sig á leikinn. Við Benný vorum alltaf á leiðinni að heimsækja Baldur, bróðurson hennar, en heilsan leyfði aldrei þá ferð. Með þessum fáu orðum langar mig að votta Hönnu, Baldri og öðr- um skyldmennum mína innilegustu samúð. Íris. BENNÝ INGIBJÖRG BALDURSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ERFIDRYKKJUR STÆRRI OG MINNI SALIR Borgartún 6 ehf., sími 561 6444 Fax 562 1524 Netfang borgaris@itn.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Sjáum einnig um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla.   4     4   +    /+ /   ! !  3=964 425  !+'  & #! 1 8 9! -,/!! 3*$,&'! 4 !! (>+ 4 ,! 3*$,&   4 3*$,&'! ' "#&. ( '&&1  !  9?  = 22  -9 &!     8 *     " #-- 4 " ! ) " ! 7' '! 0#! ! 0#! 0!0#! ' 0!0!0#!1 9  &       69  9 3)  22  =  & , 8@   .&&+/ *    9 /%     " #$-- , !   !$  ( !    ! &'! )$ *!  !  1         %    A3- 4 .(/ ' " *     :%, *   !  #""- /,( (/(!    !B .   CD ( 1 '! 4 ,! .   )."( 4  '! !& .'! )! !   D !&   ' 0!0#!1 3          4 2  2A 0!  (!   *   ; &<    " #"-- ,/( 4" !'! 4 !0"#  !,/   4 ,! 4" !   2(  !'! 0#! ' !0#!1          7   3   !    ( ,&     6  )   *  0 *      #-- .    *    /        '  ,&     % !!     (  !+'! ! 2     !+ ( !    +!! 5/(! '!  !+  '!1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.